Tíminn - 11.11.1961, Side 11

Tíminn - 11.11.1961, Side 11
Tií.M I N N, laugardaginn 11. nóvember 1961. 11 Er karlmaðurinn í raun og veru svona? Karlmennirnir eru þrælslegir, hræsnis fullir, falskir, hlægilegir, tillitslausir, óþolinmó'ðir og annafthvort heimskir eía dónalegir. — Flýtið ykkur atí ná í eitt eintak af þessu furíulega karlkyni, segir Nina Farewell. Allt er leyfilegt í ást og hernaði, segir gamalt mál- tæki. Og sennilega hefur ameríski kvenrithöfundurinn Nina Farewell haft þann málshátt í huga, þegar hún skrifaði bókina „The Unfair Sex", sem út kom á þessu ári íjallar, eins og titill- inn gefur greinilega til kynna, um karlmennina. í þessari hernaðarlegu hand- bók ástarinnar gefur hún kynsystrum sínum fjölmarg- ft’r nauðsynlegar leiðbeining- ar um, hvernig þær með hægu móti geta krækt í mann, hneppt hann í hlekki hjónabandsins — eða losnað við hann aftur! Tíu þúsund árlega „The Unfair Sex“ er, eins og vænta mátti, orðin metsölubók á amerískum bókamarkaði. Eftir útkomu bókarinnar þutu upp alls konar „Farewell-skólar", þar sem Evudætur á ýmsum aldri læra listina að krækja sér í mann eftir aðferðum þeim, sem Nina Farewell lýsir í bók sinni. Og í nýstofnuðum Farewell-klúbbum snúast umræðurnar eingöngu um karlmenn og eru þær kiyddaðar með lýsingum á reynslu kvenna í þeim efnum. Hinar miklu vinsældir bókar- innar í Bandaríkjunum stafa sjálfsagt að miklu leyti af því, hversu karlmenn eru þar í mikl- um minnihluta. Það kemur einnig fram í amerískum teikni- seríum, þar sem kvenfólkið er látið elta karlmennina með á- kafa miklum, sem kemur erlend- um kynsystrum þeirra spánskt fyrir sjónir. Talið er, að minnsta kosti tíu þúsund amerískar konur lendi í „piprinu“ árlega, því að það eru einfaldlega engir menn til handa þeim. Það hefur orsak- að þetta hlægilega kapphlaup kvennanna um eitt eintak af þessu annars svo vanvirta og hædda karlkyni. Og þetta kapphlaup á sér stað þrátt fyrir að mennirnir eru — að dómi Ninu Farewell — þræls- legir, hræsnisfullir, falskir, hlægilegir, tillitslausir, óþolin- móðir og annaðhvort heimskir eða dónalegir. En þar sem sam- félagið byggist nú enn að mestu leyti á stjórn karlmannanna, sjá konurnar sig neyddar til að halla sér að þessum lygnu og and styggilegu verum. Trúið honum endilega ekki Til þess að konurnar komist eins vel út úr þessu og hægt er. verða þær að vera einkar var- kárar í vali sínu, þegar þær leita sér að eiginmanni. — Þið megið ekki með nokkru móti reiða ykkur á karlmennina, segir Nina sem sjálf er gift og hefur sjálf sagt bitra reynslu að baki í þeim efnum. — Það býr alltaf eitt- hvað óhreint á bak við hegðun hans, hversu falieg sem hún er. Öll blíðu- og ástarorðin, sem hann hjalar, eru aðeins til að blekkja. Þau eru hrein og klár hræsni og lygi, og nákvæmlega sömu oro hefur hann áður sagt við fjölda annarra kvenna á undan þér, og hann á eftir að segja það við nokkrar á eftir þér, það er að segja, ef þú ekki heldur rétt á spilunum. Trúið honum endilega ekki, þegar hann segir þér. að þú sért konan. sem hann hefur alltaf verið að leita að og fleira í þeim dúr. Ekki er því að neita, að kari- maðurinn er oft sniðugur í að- ferðum sínum. Við eina reynir hann smjaður, fyrir aðra leikur hann hlutverk hins sterka, fyrir fætur þeirrar þriðju kastar hann sér auðmjúkur og úthellir blæð- andi hjarta sínu. En það er allt saman svik. Raunverulega vill hann aðeins veikja mótstöðuaflið hjá þér. Láttu það aldrei kom- ast svo langt. Yfirleitt nautheimskir Á öðrum stað segir svo: — Það er tiltölulega auðvelt að krækja sér í mann, því að karlmenn eru yfirleitt naut- heimskir. Þegar þú hefur ákveð- ið, hver skal verða hinn ham- ingjusamí, verður þú að hegða þér rétt. Hlustaðu vel á það, sem hann segir og láttu sem þú trúir öllu. Segðu honum, hvað hann er skynsamur, sterkur, duglegur, myndarlegur, fyndinn o. s. frv. Láttu hann halda, að hann sé maðurinn, sem þig hefur alltaf dreymt um. Auðvitað segirðu honum þetta ekki allt í einu, heldur gefur honum það inn í smá skömmtum. — Láttu hann ekki vera of vissan um þig. Ruglaðu hann svo- lítið í ríminu með því að vera til skiptis tilleiðanleg og frávís- andi. Geiðu honum ekki of erf- itt fyrir, en heldur ekki of auð- velt. Ofurlítil afbrýðisemi skaðar ekki. Láttu hann ekki of fljótt komast að leynilegum hugsunum þínum, þrám, smekki þínum og síðast en ekki sízt fortíð þinni. Aldur hefur ekkert að seqja Og Nina gefur enn frekari leið- beiningar. Til dæmis segir hún, að það sé engin nauðsyn að láta karlmanninn komast að því, ef kvenmaðurinn hefur einhverja líkamlega vankanta. Slíkt má auðveldlega hylja með fötum og öðru, og svo getur konan leitt það, sem fullkomnara er svo greinilega í ljós, að karlmaður- inn beinlinis gleymi vanköntun- um, þegar hann um síðir kemst að þeim. Nina segir, að aldurinn hafi ekkert að segja. Þess vegna er kennslufræði hennar í ástarhern- aðinum ekki aðeins fyrir ungar stúlkur, heldur gefur hún þeim eldri nýja von. f Ameriku eru þeir með nefið niðri í öllu, sem menn taka sér fyrir hendur frá vöggu til grafar, og þeir segja nú. að lnn reynda kona sé langt- um útgengiiegri heldur en sú ó- reynda. Stöðugt, færist í vöxt, að karimenn giftist sér eldri kon- um. Og Nina segir það stafa af því, að nútímamaðurinn hafi þörf fyrir lífsreynda og þroskaða konu, sem hann getur leitað ráða til, sem lætur honum í té traust og uppörvun. Enn fremur hefur læknislist, heilsufræði og fegr- unarvörur á síðast liðnum árum bæði lengt lífaldurinn og gert konunum mögulegt að varðveita unglegt útlit fram eftir öllum aldri, jafnvel þótt þær séu orðn- ar ömmur. Slíkar konur geta boðið mann- inum annað og meira en „að- eins“ æsku og fegurð, nefnilega lífsreynsluna. í Bandaríkjunum hafa menn sett fram þá athyglis- verðu skoðun, að fráskildar kon- ur hafi mun meira aðdráttarafl fyrir karlmennina heldur en ó- giftar stúlkur. Rannsakaðir hafa verið möguleikar kvenna á að giftast, eftir því á hvaða aldri þær eru. Og niðurstaðan varð sú, að 21 árs gömul stúlka hefur 91% möguleika á að giftast, þeg- ar hún hefur náð 25 ára aldri, hafa möguleikarnir minnkað nið- ur í 88%, en þegar um 35 ára gamla stúlku er að ræða, sem þegar hefur gifzt og skilið þrisvar sinnum áður, hefur hún ekki minna en 95% möguleika á því að gera fjórða manninn ham- ingjusaman — eða óhamingju- saman. Notið hugmyndaflugið Nina tiltekur tvo eiginleika karlmannsins í viðbót við þá, sem þegar eru upp taldir: þeir eru óstöðuglyndir og ótrúir. Mjög fáir eru af þeirri rólegu mann- gerð, sem gera hjónabandið að áhættulausu og rólegu fyrirtæki. Flestir karlmenn, segir hún, þrá innst inni frið og ánægju heim- ilisins, börn og hamingjusamt líf. En þeir geta ekki haldið það út lengi. Þeir eru frumstæðir og þurfa alltaf að vera að upp- götva og sigra eitthvað nýtt. Ef þeir finna það ekki á heimilinu og hjá sinni eiginkonu, leita þeir þess hjá annairi konu. í um það bil 40—50 hjóna- böndum af hverjum 100 (munið endilega, að dæmin eru tekin frá Bandaríkjunum) mun maðurinn eftir nokkurra ára hjónaband taka að leita sér að félagsskap annarrar og „betri" konu. Á þessu stigi málsins veiður hann oft mjög skapbráður og tillits- laus og vanrækir fjölskyldu sína æ meira. Ef kona hans beitir ekki öllum sínum klókindum á þessu tímabili, er úti um hjóna- bandið. Fyrir alla muni verður hún að forðast alla tilfinninga- semi og orðasennur. Og hvað er það þá, sem fær mennina til þess að leita sér fé- lagsskapar annarra kvenna, eftir að hafa verið hamingjusamlega kvæntir í ein sjö eða tólf ár og kannske enn lengur? Nina er ekki í vandræðum með svarið: Það eru leiðindi og tilbreytingar leysi hjónabandsins. Og eins og venjulega ber konan ábyrgð á því. — Notið hugmyndaflugið, hróp ar Nina til kynsystra sinna. Eig- inkonan verður stöðugt að finna upp á einhverri tilbreytingu. Hvort sem það snertir elda- mennskuna, klæðnaðinn, óskir og áhugamál, val ilmvatnsins eða eitthvað annað, verður hún alltaf fyrst og fremst að hugsa um, að eiginmanninum leiðist ekki. Haldið ykkur til Nina öendir einnig á annan hættutíma Á trúlofunartímabil- inu og á fyrstu árum hjóna- bandsins lítur konan alltaf ljóm- andi vel út, en því lengra sem fram í hjónabandið kemur, því meira vanrækir hún útlit sitt. Hún hugsar ekki lengur eins vel um fötin sín, hún leggur aðeins á sér hárið, þegar það er bráð- nauðsynlegt, hún lítur oft þreytu lega og druslulega út og lagar sig aðeins til, þegar gesti ber að Framhald á 15. síðu. mnnmmnnwmiinnniannmnnnnnmnin 4rið 1947 vann Thor Heyerdal það afrek, að láta sig fljóta þvert yfir Kyrrahafið. Kenningar hans hafa nú verið staðfestar frekar. Kosangas- brúsa var ýtt úr vör við Meðalfararsund. Hann hóf þannig för sína í fót- spor Heyerdals. í júní 1961 fannst hann á eyjunni Fuianga í Fijieyjum. Nýlega var brúsinn til sýnis í Kaupmannahöfn. Á myndlnnl sést Thor Heyerdal til vinstri og Henrik Tholstrup forstjóri A/S Kosangas til hægri neð brúsann á milli sín.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.