Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 16
a Skipbrotsmennirnir af Söndmöringen stíga út úr flugvélinni á Reykj avíkurflugvelli í gær. (Ljósmynd: TÍMINN, GE). SPILAD Í KEFLAVÍK Spiiuö' verður Framsóknar vist í Ungmennafélagshús- inu í Keflavík föstudaginn 30. marz n.k. kl. 9 s.d. Húsið opnað kl. 8,30. — Góð verðlaun. — Dansað á eftir. SOPADIST UT Um þessar mundir er verið megrunardufli ísienzku, og að hefja framieiðslu á nýju heíur það hlotið nafnið VITA. Það minnir á, að í því eru víta- mín, en auk þess er vita gam- alt latneskt orð og þýðir líf. Guðni Sturlaugsson Það siys varð fyrir nokkru í Þor iákshöfn, að Guðni Sturlaugsson, lögregluþjónn úr Reykjavík, féll í höfnina og meiddist nokkuð. Stokkseyrarbátar höfðu farið í róður, en cr þeir hugðust snúa heim, gátu þeir ekki lent á Stokks- eyri sökum landbrims við strönd- i ina. Sneru bátarnir þá allir til Þor i lákshafnar og ætluðu að reyna að j ná landi þar. Guðni er háseti á Hásteki II., og j er báturinn var að komast að Suð- j urvararbryggju í Þorlk9höfn, stökk Guðni í land auk Elvars Þórðar- sonar, sem einnig er á Hásteini. Allt 1 einu reið alda yfir bryggj- una, sópaði hún Guðna með sér í sjóinn, en Elvari tókst að halda sér á bryggjunni. Guðna heppnaðist að ná í kaðal, sem var festur við bryggjuna, og hélt hann sér í hann nokkra stund, en missti siðan af honum. Guðni er sundmaður góður, og þegar hann gat ekki lengur haldið sér uppi á kaðlinum, lagðist hann lil sunds og bjargaðist þannig í land. Eins og fyrr segir, er Guðni lög- regluþjónn í Reykjavík, en er nú sem stendur í vetrarfríi og vinnur sem háseti á Hásteini II. Guðni er afbragðs sundmaður og hefur m.a. synt Viðeyjarsund, og má líklegt (Framhald á 15. síðu). Að þessari framleiðslu standa Mjólkursamsalan, Jón Ólafsson lög fræðingur og fleiri. Dr. Geir Guðnason, sem er doktor í mat- vælaefnafræði, með mjólkurmat (Dairy) sem sérgrein, hefur séð um samsetnigu duftsins. í Vita eru ýmiss konar bæliefni, steinefni og fleira, auk mjólkur- dufts, sem er aðal uppistaðan. Síð- an er bætt í það bragðefnum, sem eru vanilla og súkkulaði. Þetta duft er unnið á mjög svipaðan hátt 0g hið danska Redukal og amer- íska Metrical, sem fengizt hefur hér að undanförnu, og á hvergi að standa þeim framleiðsluvörum að baki. Mun ódýrara Þrátt fyrir það verður Vita all- miklu ódýrara en hin megrunar- efnin. Dós af Vita, sem inniheldur 230 grömm og á að nægja fyrir (Framhald á 15. síðu). vera landvita Um kl. hálf eitt í fyrrinótt strandaði togarinn Steingrím- ur Trölli vestur við Malarrif. Togarinn hafði verið að veið- um og skipsmenn tóku Ijós- bauju, sem þeir sjálfir höfðu lagt, fyrir Ijós á landi og áður en varði voru þeir komnir í strand. Steingrímur Trölli var um fimm og hálfa sjómílu frá landi og höfðu skipsmenn lagt trossur sínar þar í nánd og lagt við þær Ijósabauju, til þess að geta byrjað að draga inn snemma í gærmorgun. Síðan rugluðust þeir á bauju sinni og iandvita, með þeim afleiðingum að skipið tók niðri. Skipstjórinn, Jakob Ólafsson, var niðri, og svaf hann þegar skip ið strandaði. Skipið var á hægustu ferð, er þetta vildi til og veður hið bezta. Skipverjum, sem eru 12, tókst að ná skipinu út aftur án nokkurrar aðstoðar, en ekki gátu þeir komizt hjálparlaust til Reykjavíkur og kom varðskipið Óðinn þeim til að- stoðar, en það var statt þarna ekki langt undan. Talsverður leki kom að Stein- grími Trölla við strandið _og var kafari sendur niður frá Óðni til þess að athuga skemmdirnar. Sá (Framhald á 15. síðu). Þegar við hittum þá á ganginum í Herkastalanum, voru þeir hinir ánægðustu yfir að vera komnir hingað t^l Reykjavíkur á heimleið, þó að sk'ip þeirra liggi nú á hafs- botni langt í norðri með ýmsu, sem þeir ætluðu ekki að missa, og þeir brostu hressilega og buðu inn á herbergi. ' Sá yngsti 17 ára — Voru§ þið ekki 14 á Sönd- möringen? —Jú. En við erum hér allir samankomnir, og þetta hefði eins getað endað á hafsbotni, svo að við getum verið kátir þess vegna, seg- ir rólegur maður í grárri peysu og brosir, svo að skín í gulltönnina. — Hvað var sá yngsti gamall? — Hann varð.sautján ára fyrir tveimur dögum, en þá var einmitt verið að bjarga okkur um borð í Salvator. — En sá elzti? — Ég held, að það sé skipstjór- inn, Amolf Sandvik. Hann er í kringum fimmtugt. — Getum við ekki fengið að tala við hann? — Nei, hann fór út að verzla, kaupa sér föt o. s. frv. Við misst- um flestir öll okkar föt, nema rétt þau, sem við stóðum í. En hann kemur á eftir. UrSu að skilja dótið eftir — Fóruð þið strax frá borði, þegar sjórinn fór að fossa inn? — Nei, ekki alveg strax, en það fylltist fyrst aftur í, svo að þess vegna var erfiðara að ná miklu úr íbúðunum. Okkur tókst þó flest- um að ,ná einhverju, poka eða tösku, en urðum að skilja það eftir á ísnum. Skipstjórinn stóð sig (Framhald á 15. síðu). Arnon &anaviK, siapsijori (Ljósm.: TÍMINN, GÉ). Fimmtudagur 29. marz 1962 74. tbl. 46. árg. endað Skipbrotsmennirnir af norska selveiðiskipinu Sönd- möringen, sem sökk í norður- hafsísnum s.l. laugardagskvöld komu flugleiðis frá Akureyri til Reykjavíkur um hádegis- bilið í gær. Fréttamaður Tím- ans hitti nokkra þeirra að máli eftir hádegið, en beir bjuggu á Hernum. Þeir ætluðu að fljúga til Osló í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.