Tíminn - 19.07.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.07.1962, Blaðsíða 1
. t SÍLDIN KOMIN INN í FIRÐI BAKSfÐA Munið að tilkynna vanskil á blaðinu í síma 12323 fyrir kl. 6. Afgreiðsla, auglýs- ingar og gjaldkeri Tímans er í Bankastræti 7 162. tbl. — Fimmtudagur 19. júlí 1962 — 46. árg. rangt með orð Lange Macmillan, forsætisráðherra Breta, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann hefur gert einhverjar mestu „hreinsanir“ innan brezkrar stjórnar, sem um getur frá stríðslokum. Hann er kallaður mesti „slátr- arinn“ í brezkri stjórnmálasögu og er sakaður um að hafa framið „pólitísk f jöldamorð", og fleira í þeim dúr fær hann nú að heyra. — Hann er sagður hafa siglt stjórnarskútunni í strand og sakar nú áhöfnina um, hvernig komið er, og rekur hana frá borði. Stj órnarandstaðan krefst þess, að hann segi tafarlaust af sér, en forsætisráðherranum rennur blóðið til skyldunnar og hyggst eki yfirgefa skútuna fyrr en síð- astur, eins og góðum skipstjóra sæmir. Hann liefur n ú skráð nýja áhöfn á skip sitt og eftir er að vita, hve samhent hún verður formanninum við stjórnina. En komi sá dagur, að MacmiIIan neyðist til að fara frá borði er eitt Víst, að sú Iandganga mun ekki verða þrautalaus, en ef til vill verða margar hendur á lofti til að styðja hann í land, þar sem hann getur leitað fyrir sér á nýjan leik, því að „alltaf má fá annað skip og annað föruneyti". — Á myndinni er verið að styðj a hann í land í eiginlegum skilningi og af öðru tilefni. Morgunblaðið gerðist í gær enn berlega sekt um stórtæka fréttafölsun, er það falsaði ummæli Halvard Langes, utan- rikisráðherra Noergs, er hann hélt blaðamannafund í fyrra- dag með íslenzkum blaðamönn um. Fölsun þessi er svo alvar- leg, að Lange sá ástæðu til þess, strax við heimkomuna til Noregs, að mótmæla henni opinberlega í norska útvarp-, inu. Morgunblaðið er greini- lega komið í fréttafölsunar- ham eftir Adenauer-málið fræga, er það þóttist vita bet- ur en erlendar fréttastofur og virðulegustu blöð Englands um efni ræðu kanzlnrans í fyrri viku, þegar hann skvrði frá umsókn íslenzku ríkis- stiárnarinnar um aðild að EBE. Samkvæmt frétt frá NTB-frétta stofunni norsku, sem barst til landsins í gærkveldi, mótmælti Lange í útvarpsræðu þá um kvöld ið ummælum, sem höfð vofu eft- ir honum á blaðamannafundi í Reykjavík. „Andsfæðingar EBE í miklum minnihluta" Lange hélt þessa útvarpsræðu | við komu sína frá íslandi. Hann j mótmælti því, sem erlend frótta-; stofa (sennilega bandaríska frétta! stofan AP) hafði eftir honum, að | hann hefði sagt, að mikiU minni-; hluti Norðmanna væri andvígur j 1 (Framhald á 15 síðu) ur, hvort mikíl apdstatía Vfl gegn aðtld Noregs aS Efnaiwga- bandaligínu, aagði hann, a8 and stæðlngar aSUdarUmai' v*a ' “ ' miklum rnianiiiiuta. Jftrit azjdatæSb- bandakigimj af tUíi tngaáaU*8um, þeir gæUt ekkt i þnð Vestur-Þýzkaland, sem héfur risíð upp eftir *tri8ið, öðruvísi en upp úr veldi nazismajM. Minni hluti skal það vera, segir Moggi. MATAREITRUN Um helgina flestir fiskifræSingar iandsins fárveikir af mat- areitrun, sem þeir höfðu fengið af skemmdum brauðsniftum. Sumir þeirra veiktust svo hast- lögðust arlega, að þeir eru fyrst að frískast núna. Hinn nýbakaði „doktor hafsins“, Unnsteinn Stefánsson haffræðing ur, var á förum til Bandaríkjanna á laugardaginn var, og ætlaði að dveljast í eitt ár vjð bandaríska hafrannsóknastöð. Á fimmtudag- inn ætlaði hann að kveðja vini sína og samstarfsmenn virðulega á rannsóknarstofu Fiskideildar Atvinnudeildarinnar. Þarna var mætt um 35 manns, fiskifræðingar og konur þeirra, og nokkrir vinir • Unnsteins, þar á meðal nokkrir lyfsalar. Á boðstól um voru tertur og snittur. Sögðu viðstaddir kveðjustund þessa hafa verið hina ánægjulegustu. Eftirköstin komu svo ekki í ljós fyrr en aðfaranótt laugardagsins, en um morguninn koma fæstir fiskifræðingarnir til vinnu. Við nánari athugun kom í ljós, að meira en helmingur þeirra, sem tóku þátt í kveðjuhófinu, var lagztur veikur í matareitrun. Mörg eitrunartilfelli Það hefur komið í ljós við at- (Framh. á 15. slðu). „NTB-Oslo, 18/7. — Ut- enriksminister Halvard Lange, som i dag kom hjem fra sitt besök paa Island, benektet í kringkastningets sending i kveld at ha paa et pressekonferanse i Reykja- vik sagt at ct lite mindre- tall ville gaa i mot Norges tilslutning til EEC. Meldingcr, som er komm- et fra et utenlandsk presse- byraa, er fullstendig mis- visende, sade ministeren. Alle de fire politiske hoved- organene i Reykjavik hadde i morges helt korrekte referater av udtalelserne. Han uttaltc seg overhode ikke om utsiktene for resu- Itatet av cn cventue'il folke- avstemning, sa han. Jeg kan tenke meg at misfor- staaelsen kan ha oppstaatt ved at jeg ble spurt om det var noen som delte de ut- pregede tyskfiendligheter til professor Ragnar Frisch, som nettop har holdt noen foredrag paa Island. I den sammenheng sa jeg at jeg trodde det var et mindretall í Norge, som av rent fölelse- messige grunner var slik antitysk innstillet“. r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.