Tíminn - 19.07.1962, Blaðsíða 13
BorðaS í byggöasafnj
Framhald al 16. síðu.
um hanga svo konungleg aktigi,
sem nota átti við konungskomiina
1907, en konungi líkaði ekki að
aka í vagni, heldur vildi hann fá
hross til reiðar. Aktigin voru ekki
notuð við það tækifæri, en prýða
sem sagt veggi Hvítárbakkaskál-
ans.
Enn er ótalinn laxarotari, sem
hefur aðeins verið skamman tíma
í húsum inni. Laxarótarinn var
árum saman notaður við veiðar í
Hvítá, en i stað hans er nú aðeins
notaður venjulegur hamar, eins og
blaðamenn komust að raun um er
þeim var boðið að vitja um laxa-
net á þriðjudaginn.
VitjaS um net
Veifingamaðurinn bauð blaða-
mönnum lax að borða, og minnt-
ust sumir á það, að þetta yrði ef-
laust í eina skiptið á sumrinu, sem
þeir snæddu slíkan mat, sökum
verðlagsins í höfuðstaðnum. Til
þess að laxinn smakkaðist þeim
betur, ferigu þeir sjálfir að vitja
um með veiðimönnunum á Hvítár-
bökkum. Farið var í tveimur bát-
um og siglt út á Hvítá. Piltur úr
Reykjavík stýrði öðrum bátnum,
og kvaðst hann hafa verið þarna
tvö sumur. Á þeim tíma vissi hann
mesta veiði á sólarhring 50 laxa,
og þótti það gott.
Alls rúmar Hvítárbakkaskálinn
85 manns í sæti í einu. Þær breyt-
ingar hafa verið gerðar á mat-
salnum í sumar, að gólfið er teppa-
lagt, og settir hafa verið borðdúk-
ar á borð, en áður; voru þau klædd
harðplasti. Matur er framreiddur
í skálanum frá því kl. 9 á morgn-
anna til kl 23,30 á kvöldin. Ekki
sagði Þorgeir, að mönnum yrð'i vís-
að frá svo lengi sem einhver væri
enn á fótum, en hins vegar á sölu
að Ijúka kl. 23,30.
Kæra vegna benzínsölu
Benzínsala er á staðnum, en hún
hefur verið lokuð að næturlagi.
Ferðaménn hafa þó oft komið og
óskað éftir því að fá keypt berizín
eftir lokun, og að lokum ákvað
Þorgeir, að vildu unglingarnir,
sem annast söluna, leggja það á
sig að vakna og fara út, mættu
þeir selja benzínið. Honum fannst
þó rétt, að þeir fengju einhverja
þóknun fyrir vinnu sína, og sagði
þeim að taka 25 krónur fyrir ó-
makið, sem rynni síðan í þeirra
vasa. Þvi miður hefur oi'ðið að
leggja niður þessa þjónustu við
ferðamenn, sökum þess að borizt
hefur kæra frá Verðlagseftirlitinu.
Tók á móti 30 Frökkum
óviðbúinn
Mikið hefur verið um erlenda
ferðamenn á Hvítárbökkum í sum-
ar og þangað komu meðal annars
30 Frakkar fyrir skömmu. Ferða-
menn þessir sögðust eiga að
snæða í skálanum, en Þorgeir hafði
ekkert um þetta heyrt. Var þá
dregin upp ferðaáætlun, ,og þar
stóð svart á hvítu „matur í Hvít-
árbakkaskála“. Starfsfólkið lét sér
hvergi bregða heldur var borið á
borð, og súpan borin fram. „Og eft
ir það urðum við að bíða“, sagði
Þorgeir, „því eins og kunnugt er,
borða Frakkar manna hægast, og
þessir voru engin undantekning.
Þeir sátu 2 tíma að snæðingi."
Nú er Þorgeir veitingamaður að
byrja að græða upp í kringum
skála sinn, og hefur bæði gróður-
sett þar tré og blóm. Telur hann
miklu skipta, að umhverfi staða
sem þessa séð hið snyrtilegasta og í
alla staði vel um gengið.
SKIPAUTGCRÐ RIKISINS
Baldur
PrJ - R D f B, B, ía.ra c
pctatvs — - — 4 + 4- .4 4 4
movflþ 4 4* 4- +■ 4 I 4
rSdbct* - - 4 +- 44
Uíirot 4- . - .. 4 4 4 4 i JHf
t Sk - ' - + + 4 4 4 +
pwrj'clsk -t- - + + ' -, W/mwé'
Salia.fi — + 44 4 4 ft+sf 4* + 4
ípcnat 4>+ — 44 + 4 4 4 + 'éMék 4+4
ptrsilja 4-t + - . 4 4 l+J + ++
U íi(tj ri^ 4 + - + 4 + 4 + 44 1 4
4- 4+4 4 4 + + +
£»ó' nor 4 ~, 4 . ... . mm, + 4 ÉSl 44 •4.. *
tir tcr 4 §11 -4 4 ' Ta : ééféé 'é-ézé
tfurUa - w 4 4 4.
tcmat + 4 - 4 + 4 4 4 +
iáppcl 4 Sff~í íéémk . '. ééééé éééééé 'Wé ^4
Sv. v4nk&r fM WÉ . . im iíí iH
kanþar«U 44. ít+ |||§f; 4 ékw. ■ W. >
':f tg wm íéMééÁ jgggf
INGOLFUR DAVIÐSSON
GRÓÐUR og GARÐAR
Ingólfur Davíðsson — Gróður
og garðar — Fjörefni græn-
metis xxxxxxxxxc
Fjörefnafræði er nú mjög í
tízku. í sænsk-finnsku timariti
(Tradgárds Nytt) er nýlega
birt fjörefnatafla sú, sem hér
fylgir. Er átt við fjörefnin í
fersku grænmeti. Þrír plúsar
þýða, að grærimetið sé mjög
ajuðugt af fjörefni; tveir plúsar
þýða verulegt magn; einn plús
lítið. Mrnus, að fjörefni vantíí)
ómerkt, að vitneskju skpöij,-
Fjörefnin A, D1, E og K eru
uppleysanleg í fitu, en önnur,
t. d. Bl, B?, nikotínsýra og C
í vatni. Hin vatnsuppleysan-
legu leysast þannig upp í vatn
inu, sem þau eru soðin í. Þess
vegna er bezt að sjóða græn-
metið með hýði og í eins litlu
vatni og fært er .Annars fer
t. d. mikið C fjörefni út í vatn
ið. Öðru máli gegnir með A
fjörefni. Það er svo þungt upp-
leysanlegt að sumir efast um
að meltingarfærin geti að fullu
sogið það í sig úr hráum gul-
rótum; en auðveldlega úr soðn
um gulrótum eða steiktum.
Bæði A og D fjörefni þola vel
suðuhitann, en skemmast ef
súrefni kemst þá að þeim.
Nokkuð eyðist við steikingu,
en þó miklu meir við loftþurrk
un, einkum í sólskini. C fjör-
efnið er sérlega viðkvæmt og
þolir illa ýmsar geymslu- og
matreiðsluaðferðir. í græn-
meti, sem ekki er súrt, t. d.
salati, spínati, ertum o. s. frv.
minnkar C fjörefnismagnið um
helming á 2—3 dögum eftir
upptöku og eftir vikuna eru
aðeins um 10% eftir. Öðru
málj gegnir um tómata, rabar-
bara og annað grænmeti og
ávexti, sem eru súrir, þeir geta
geymzt vel vikum saman án
þess að missa C fjörefnið. Kart-
öflur missa allmjkið C fjörefní
við geymslu. Gulrófur varðveita
þa?j miklu lengur. Til er í jurt-
um hvati (enzym), sem eyði-
leggur C fjörefni. En suða
vinnur á þessum hvata. Þess
vegna varðveitist C fjörefnið
miklu lengur í soðnu og niður-
soðnu gíænmeti en fersku og
þurrkuðu. Sérstaklega hverfur
C fjörefni mjög fljótt úr fín-
söxuðu, hráu grænmeti. Skal
því borða það strax eftir að
það hefur verið saxað eða rifið.
Við djúpfrystingu -r-18 gr.
varðveitist C fjörefnið óbreytt.
En það eyðist verulega á fáum
tímum við og eftir þiðnun. C
fjörefnið þolir betur þiðnun-
i$a, ef'grænmetið hefur verið
hitað upp í um 90 gr. rétt fyrir
djúpfrystinguna.
Súrkál er algengur matur í
Þýzkalandi og viðar. f súrkáli
varðveítist C fjörefni sérlega
vel. Hið súra geymist yfirleitit
bezt. Talið er, að niðursoðið,
ósúrt grænmeti missi C fjör-
efni .sitt á hálfu ári, ef benzó-
sýra hefur verið notuð. Sætur
lögur er betri að því leyti.
Fjörefnamagn fer ag verulegu
leyti eftir árstíðum og einnig
tegundum eða afbrigðum græ,i
metis og ávaxta. C fjörefni er
t. d. mjög mismikið í appelsín-
um og sítrónum og af kartöfl-
um, sem hér eru ræktaðar,
hafa gullauga og rauðar íslenzk
ar reynzt auðugastar af C fjör
efni.
Eins og taflan sýnir Ijóslega,
er margvíslegt grænmeti auð-
ugt að C og B fjörefnum. A
fjörefni (eða karotin) er t. d.
í gulrófum og enn fremur í
salati, spínati, steinselju, káli,
tómötum o. fl. K fjörefni er
einkum í káli, salati, spmati og
tómötum. D fjörefnj (sem við
fáum mest af í lýsi og lifur og
frá sólargeislunum) finnst
ekki f venjulegu grænmeti, en
það er talsvert af því í æti-
svepp (o. fl. sveppum), ásamt
B1 fjörefni.
Til skýringar nöfnunum á
töflunnj skal þess getið, að
„potatis" eru kartöflur, „mor-
ot“ gulrætur, „kálret" gulróf-
ur, „purjolök" graslaukur,
„kál“ hvítkál og „champinjon“
ætisveppur.
fer á morgun til Skarðstöðvar,
Króksfjarðarness, Hjallaness og
Búðardals. Vörumóttaka í dag
G69 auglýsing
gefur mikinn arð
Guðlaugur Einarsson
mAlfLutningsstofa
Freyjúgötu 37, sími 19740
VÍÐAVANGUR
Framhald af 2. síðu.
ald Maudling embætti fjármála
ráherra. Tíminn skýrir frá
þessum sta'ðreyndum cn Mbl.
verður ókvæða við og á þó ekki
nemn sama svarið og segir að'
Tími.nn haldi því fram, áð
Maudlinig sé Framsóknarmað-
ur. Ef Mbl. heldur að slík
„fyndni“ sé Tímanum og Fram
sóknarflokknum í óhag, hlýtur
„kímnigáfan“ að vera nokkuð
broiguð. — En almennt séð má
gleðjast yfir því a® þeir á
Mogganum virðast þeirrar sko'ð
unar, að það, sem er á bættri
lei'ð og á framfaravegi sé rót-
skylt Framsóknarflokknum!
Laxveiðilög
Framhald af 7. síðu.
semi í veiðimálum. Rætt um mögu
leika á, að veiðifélög styddu fisk-
eldisstöðina í Kollafirði með fjár-
framlögum, og voru veiðifélögin
hvött til þéss að leggja nokkuð
af mörkum í þessu skyni. Þá flutti
veiðimálastjóri, Þór Guðjónsson,
erindi á fundinum og sýndi lit-
skuggamyndir.
Stjórn Landssambands veiðifé-
laga var endurkosin, en í henni
eiga sæti Þórir Steinþórsson, skóla
stjóri, Reykholti, formaður; Hinrik
Þórðarson, Útverkum og Óskar
Teitsson, Víðidalstungu.
(Frétt frá Landssambandi
(veiðifélaga).
Amoksturstæki
af Oiiver traktor
til sölu.
Sími 34909.
Trúlotunarhringar
Fliót afgreiSsla
GUÐM ÞORSTEINSSON
gullsmiSur
Bankastræti 12.
Símr 14007 i
Sendum geg.n póstkröfu
Læknaskorturinn
Framh. af bls. 8.
Bygging félagsheimilis
stendur yfir
— Þið byggið félagsheimili?
— Já, byggingin er komin nokk-
uð áleiðis.
— Og hvernig hefur gengið með
fjárhaginn?
— Erfiðlega.
— Verður ekki hægt að ljúka
húsinu fyrst um sinn? ,
— Nei, það verður efalaust að
gera nokkurt hlé á, stoppa alveg
einhvern tíma. Það er nú ekki óal-
gengt að frestur komist á einhvem
tíma. Félagsheimilasjóður er langt
á eftir með sínar greiðslur. Það er
efalaust vegna fjárskorts hans, en
ekki vegna þess að þeir vilji ekki
gera sitt bezta, sem honum stjóma.
Borgfirðinga vantar tilfinnan-
lega lækni
— Ykkur vantar lækni?
— Já héraðið er læknislaust. Við
eigum húsnæði fyrir lækni, en »
það verður að telja litlar eða eng-
ar líkur á, að nokkur læknir fáist.
Þó mun landlæknir gera allt, sem
r hans valdi stendur til að útvega
okkur lækni. En okkur er svo sem
Ijóst að við erum fáir.
— Þetta er náttúrlega óviðun-
andi ástand. Hvað telur þú helzt
að megi verða til hjálpar?
— Satt bezt að segja er víst fátt
hægt að gera, þó er fyrsta skil-
yrðið að hafa góðan bústað fyrir
lækni og að þar sé aðstaða fyrir
unga menn að víkja að. Mætti í
því sambandi nefna læknisáhöld,
áhöld til heimilishalds og ef til
vill einhverja búslóð, því ef lækn-
ir kemur aðeins til sex mánaða er
erfitt fyrir hann að þurfa að flytja
með sér búslóð. Þá rirundi stað-
aruppbót á læknislaun til stórra
bóta við útvegun læknis.
Nauösyn nýs skólahúsnæðis
— Hvað um skólamál?
— Ja, skólahúsnæði hér er al-
gjörlega ófullnægjandi, og hefur
komið til mála að bæta úr því með
viðbótarbyggingu ' í sambandi við
félagsheimilið. Þá er það orðið
knýjandi nauðsyn að hér verði kom
ið á framhaldskennslu unglinga-
stigi.
Fremur dauft yfir félagslífi
— Hvað er að frétta af félagslífi
hér á Borgarfirði?
— Félagslíf? Eg held að maður
verði að segja að yfir því hafi
dofnað hin síðustu ár. Á sumrum
sækir unga fólkið skemmtanir um
langan veg til Héraðs og jafnvel á
aðra firði. Venjulega er leikið, má
segja^ að leikið hafi verið hér á
hverjum vetri síðan 1914, en þá var
hér nokkurt félagslíf enda framá-
menn eins og Þorsteinn M. Jóns-
son, sem hér var þá kennari, kona
hans frú Sigurjóna Jakobsdóttir,
að ógleymdum Ólafi verzlunar-
stjóra Gíslasyni. Sá síðastnefndi
lék sér í íþróttum m^ð unglingum,
bæði úti og inni og var auk þess
ágætur leikari. Hann var faðir
Davíðs Ólafssonar fiskimálastjóra
og þeirra systkina.
„Viðreisnin" hér eins og
annars staðar
— Eitthvað trúi ég að „viðreisn-
in“ hafi komið við hér.
— Jú, ætli ekki það. Það ar
annars dálítrð erfitt að átta sig
á því hér, hvað eru áhrif frá
harðindunum 1949—’51 og hvað
eru áhrif frá „viðreisninni“. Skuld
ir hvíldu fyrir á mörgum, eins og
ég hefi áður tekið fram. En þó
að við sleppum að ræða aðra þæíti
„viðreisnarinnar", þá er það víst
mál, að vaxtahækkanirnar hafa
farið ákafiega illa með menn, að.
eins og ég segi við sleppum að
ræða aðra þætti „viðreisnarinnar,“
— K.I.
T f M I N N, fimmtudagurinn 19. júlí 1962.
13
/