Tíminn - 19.07.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.07.1962, Blaðsíða 9
■BgaawanflMMF “itgEwieaMWMBB ■BSfflSlö RÍSID UPP, BREZKU KONUR, OG MÓTMÆLIÐ ADILD AÐ EBE eftir Lord Montgomery marskálk ★ Grein sú, er hér fer á eftir birtist í brezka blað- inu „Sunday Express" 1. júlí sl. Höfundur hennar er hinn frægi og nafntogaði herstjórnarmaður Mont- gomery lávarður. — Óþarfi er að kynna hann íslenzk- um blaðalesendum. Mont- gomery gat sér orð sem her- foringi fyrir stjórnsemi, þrautseigju og kænsku. Hann þykir maður bersög- ull og hvassyrtur, ef því er að skipta og fer sírtar eigin leiðir. Montgomery hefur t. d. greint mikið á við ráðandi menn á Vestur- löndum um afstöðuna til valdhafanna í Moskvu og Peking. Montgomery er með öllu andvígur fullri aðild Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu. Hann hefur undanfarjð birt svo til annan hvern dag, heil- síðugreinar (í ramma með mynd) f brezkum stórblöð- um og mælir eindregið gegn aðild Breta að EBE. Montgomery er í slagtogi með Beaverbrooke lávarði, blaðaútgefandanum mikla, sem einnig er í harðri and- stöðu við aðild Bre'Vi að EBE. Er sagt, að Beaver- brooke standi straum af kostnaðinum af þessari her- ferð Montgomerys — eða Montys eins og brezkur al- menningur kallar hann — í brezkum blöðum. Þessa grein, sem hér birtist í ís- lenzkri þýðingu nefnir Montgomery lávarðar: „My plea to the women of Britain". Ávarpar hann þar brezkar konur og höfð- ar ekki síður til tilfinninga en skynsemi. Meðfylgjandi ★ mynd birtist með greininni í „Sundaý Express" og svo gefum við Field Marshat Lord Montgomery orðið- „í þetta sinn vil ég beina máli mínu til ykkar mæðra og allra kvenna í Bretlandi. Ég vil biðja ykkur fyrst.um að líta til baka til ársins 1940, þegar þjóð okkar var í miklum háska stödd. Þið senduð þá eiginmenn ykkar, unnusta, syni og bræð ur til þess að berjast gegn óvin um okkar, svo þjóð okkar mætti áfram vera til, þróast og dafna Þessir menn voru mínir félas ar. Þeir komu sumir hverjir aldrei til baka. Það voru lagðar þungar byrðar á herðar ykkar kvennanna, sorgir og erfileik- ar. En nú spyr ég: Hverjir voru það sem samstundis komu okk ur til hjálpar til þess að bera sigurorð af Hitler og djöfulleg- um markmiðum hans? Hverjir brugðust fljótast við 1940, þeg- ar glötunin blasti við okkur? Það voru ekki Þjóðverjar eða ítalir. Þeir voru einmitt and- stæðingar okkar. Það voru ekki heldur Bandaríkjamenn: Þeir tóku engan þátt í frelsisbarátt- unni, fyrr en bein árás var gerð á þá sjálfa, er Japanir réðust á Pearl Harbour 7. des ernber 1941. í tvö ár létu Banda ríkjamenn okkur það einum eftir að berjast við sameinaða heri Öxulveldanna. Nei, það voru Kanadamenn, Ástralíumenn ng Ný-Sjálending ar, sem réttu okkur hjálpar- hönd á örlagastund. Og nú hvetja Bandaríkin okk ur til þess að gerast aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu fEBE). Þetta myndi þýða, að við myndum sbtna úr tengslum við vini okkar í Kanada. Ástra- líu og Nýja-Sjálandi, svipta þá mörkuðum og verða sjálfir af hagstæðum viðskiptum við þess ar þjóðir Þess í stað myndum 'dð opna markaði okkar fyrir hinum gömlu fjandmönntim ''kkar. Þjóðverjum og Ttölum Styrkjum samveldið En hvers vegna eru Banda- ríkin svo áfjáð í. að við ger- umst aðilar að EBE? Er það vegna þess, að þau vona, að að- ild okkar einangri okkur og þá um leið veiki Kanada, svo að Bandaríkin eigi hægara með að ná stjórnmála- og efnahagslegu taki þar f landi, er um síðir myndi leiða til þess, að Kanada sæi sjg tilneytt að ganga úr brezka samveldinu? Er þetta ástæðan? Sé svo, ber okkur skylda til að koma í veg fyrir, að slíkt geti gerzt — með öll- um hugsanlegum ráðum. Mér finnst við krafin of mik- ils, ef við eigum að fóma hags- munum vina okkar í samveld- inu til þess eins að þóknast gömlum fjandmönnum og Bandaríkjunum. Við getum engrar virðingar vænzt frá samveldislöndunum vegna þátttöku í EBE. Það reyn ir á okkur nú sem fyrr að standa saman, vekja hvert ann að, berjast og krefjast þess, að samveldið verði styrkt og hag- ur þess settur ofar ámóta banda lögum og EBE. Þetta getum við ekki leyft Hvað er okkur ætlað að kjósa? Tú. við skulum takk fyrir ífasta frá okkur ást og virðingu þjóða samveldisins. Minnizt þess. kon ur góðar, að menn ykkar. er féllu fyrir föðurlandið, myndu berjast ótrauðir gegn svo lúa legu og ódrengilegu bragði Þeir hefðu aldrei leyft. að bannig yrði að farið. Þeir fórn uðu lífi sínu fyrir England og því segi ég við vkkur: við get- iim ekki heldur leyft þetta. Á því er enginn efi. að for =eti Bandaríkjar.na þrýstir fact á stjórn okkar og hvetur hana til þess, að láta okkur gerast aðila að EBE. Ég spyr: Á forseti Bandaríkj- anna að ákveða örlög þjóðar okkar? Ég svara: Nei. Aldrei. En ég spyr um fleira: Hvern ig stendur á þvi, að stjórnmála leiðtogar okkar sýna enga fram för í því efni að leysa ágrein- ing austurs og vesturs? Og ég svara og segi, að það er vegna þess, að í Vestur-Evrópu er eng in eining og enginn leiðtogi. Þjóðir Vestur-Evrópu hafa sam einingartal á vörum en enga sannfæringu í hjarta. Þvert á móti vantreysta þær hver ann- 'arri. Grundvöllur fyrir raun- verulega sameiningu er ekki fyrir hendi. í Vestur-Evrópu er enginn leiðtogi, einfaldlega vegna þess. að enginn sá maður er til er gæti veitt hinum mörgu þjóð- um viturlega leiðsö.gn né held- ur áunnið traust allra þjóð- anna. Eigum við nú að ganga í bandalag við þessar þjóðir? At hugum það ögn nánar: Ef við undirritum Rómar- samninginn tökum við á okk- ur margar óþægilegar skuld- bindingar Ráð EBE hefur vald til þess að setja lög og reglur. =em skulu vera bindandi í ðllu tilliti fvrir hvert einstakt ríki Ef við göngumst inn á þetta gefum við upp á bátinn það stjórnmálalega sjálfstæði, sem við höfum barizt fyrir og varið öld fram af öld. Við myndum sömuleiðis fá útlendingum í hendur stjórn :r”mr>ríVismáIefna okkar og gefa þeim vald til þess ag setja okkur lög, sem væru bindandi, enda þótt þau kynnu að brjóta í bága við lög frá okkar eigin þingi. Við myndum örugglega eyði- Ieggja brezka samveldið, en hvað yrði um okkur sjálf? Verðum að hafa frjálsar hendur Við myndum finna okkur í Evrópuveldi, ekki sterka nema í orði, því hvorki væri þar að finna sanna einingu né leið- toga, er allir bæru fullt traust til. Þessu veldi yrði hugsanlega stjórnað af þeirri þjóð, er við höfum barizt við og lagt að velli í tveimur heimsstyrjöldum. — Guð sé oss næstur! Eru leið- togar okkar gengnir af göflun- um?! Ef svo er, ættum við að gefa þeim frí hið allra bráð- asta. Til þess liggja sögulegar stað reyndir, að við megum ekki binda land okkar Evrópu svo nánum böndum, að þau verði aðeins rofin með uppreisn og riftun skuldbindinga Rómar- samningsins. Og við getum gert okkur það Ijóst strax, að hversu traust- lega sem reynt verður að knýta okkur meginlandi Evrópu, þá yrðu slíkir fjötrar slitnir fyrr eða síðar, og hvar stæðum við þá? Það skal tekið fram, að ef til ófriðar kæmi milli austurs og vesturs, myndum við auðvitað samstundis berjast við hlið bandamanna okkar í NATO og verja frelsi og rétt þjóðanna. En við verðum að hafa frjáls- ar hendur og láta ekki binda okkur um of. Sagan frá 1914 og 1939 má ekki endurtaka sig, er við gerðumst aðilar að eins konar Evrópubandalagi. Það kostaði að óþörfu líf margra sona okkar. Við megum ekki heldur láta Bandaríkin þröngva okkur til eins eða neins. Við þurfum ekki að láta aðrar þjóð ir segja okkur, hvað okkur sé fyrir beztu. Það vitum við bezt sjálfir. Og með tilliti til þessa alls segi ég við ykur, brezkar kon- ur: Leyfið ekki að land okkar verði bundið meginlandi Ev- rópu með undirskrift Rómar- samningsins og aðild að EBE. Krefjumst þjóðaratkvæSis En hvernig á að koma í veg fyrir, að til þessa komi? Þið get ið komið í veg fyrir það. Þið veljið stjórnina. Þið getið líka fellt hana. Gerið henni það ljóst, að þið munið ekki leyfa, að þetta mál verði afgreitt með handauppréttingu í þinginu. ' Hér er örlagaríkt máT á ferð. Framtíð brezku þjóðarinnar og velferð afkomenda okkar er undir því komin, hvaða ákvarð anir um það verða teknar. Rísið upp, konur, allar sem ein, og krefjizt þess að fá að segja ykkar álit, áður en leið- togar okkar falla í þá gryfju að fleygja samveldislöndunum fyrir borð. Krefjizt þjóðaratkvæðis, áð- ur en endanlegar ákvarðanir verða teknar í málinu, og minn izt þess, að greiða engum þeim frambjóðanda atkvæði, sem styður inngöngu Bretlands í EBE. Með þessum hætti munuð þið geta komið í veg fyrir, að samveldið verði lagt í rústir, en í tilveru þess finnur hinn frjálsi heimur sína traustusfu franitíðarvon. :/ J T í M I N N, fimmtudagurinn 19. júlí 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.