Tíminn - 19.07.1962, Blaðsíða 14
ar hún sagðist eiga að hafa sam-
band við hann á Santa Felice.
Hún hrukkaði ennið, hugsandi,
meðan hún horfði úf um flugvélar
gluggann. Kannske þessi hr. Ray
Evans, sem átti að taka á móti
henni í Kingston, gæti sagt henni
eitthvað meira um manninn.
Hún ýtti hugsuninni um John
Graham til hliðar, þegar þau nálg
uðust Bermuda og kræsilegur há-
degisverður beið þeirra j um-
hverfi, sem hún hafði ekk; talið
fyrirfinnast á jarðríki. Vegna smá
bilunar var dvalið nokkru lengur
á Bermuda en áætlað var, óg
Elenor hafði ekkert á móti þeirri
töf. AUt var svo ævintýralega fag-
urt, hreint og tært loftið, pálma-
trén, sem sveigðust fyrir hlýrri
golunni, hitabeltisgróðurinn og
ótal margt fleira. Henni þótti hálf
leitt, þegar þau þurftu að halda
áfram síðasta áfangann.
Vegna tafarinnar á Bermuda
var orðig dimmt, þegar þau íentu
í Kingston og hún sá ekkert nema
ljósin í höfuðborg Jamaica. Þeg-
ar flugvélin rann mjúklega eftir
flugbrautinni, kom ungi maður-
inn, sem á allri leiðjnni hafði
veitt henni athygli, til hennar og
spurði hvort hann gæti á nokkurn
hátt aðstoðað hana. Elenor af-
þakkaði kuldalega og svaraði
ákveðið að tekið yrði á móti fiér
og hún væri því ekki hjálparþurfi.
Blærinn í rödd hennar hefði átt
að gera honum skiljanlegt, að
hún kærði sig ekkert um hjálp-
fýsi hans, en hann elti hana gegn-
um tollinn og spurði, hvort hann
gæti ekki útvegað henni bíl.
— Ég sagði yður, að tekjð yrðj
á móti mér, svaraði hún kuldalega.
— Ég sé ekki að hér sé nokkur
sem kannast við yður, staðhæfði
hann.
Hún tók upp föggur sínar og
sneri í hann baki og hugleiddi,
hvað hún ættj til bragðs að taka,
ef Ray Evans kæmi ekki. Hún
áttj að gista í Kingston, því að
báturinn til Santa Felice sigldi
ekki þangað fyrr en daginn eftir.
En skyndilega ruddist maður fram
til hennar og hún sneri sér við
og brosti þakklátlega, þegar hann
tók í' hönd hennar,
— Ungfrú Penny? Hún kinkaðj
kolli.
— Ég er Ray Evans. Eg er
kunnugur föður yðar frá því hann
var hér og þegar hann skrifaði
og sagði mér að þér væruð vænt-
anlegar, lofaði ég að gæta yðar
vel, meðan þér eruð í Kingston.
— Mér þykir vænt um að hitta
yður.
Meðan þau skiptust á orðum
varð hún þesa vör, að ungi maður-
inn stóð feimnislaust og hlustaði
á samræður þeirra.
— En hvernig þekktuð þér
mig?
Ray Evans brosti.
— Á hárgreiðslunni, sagði
hann.
— Ó! Elenor roðnaði og hló.
Hárið gerði hana náttúrulega auð
þekkjanlega. Það voru ekki marg-
ar ungar konur, sem höfðu svona
■sítt h!ir, og enn færri sem greiddu
það upp eins og hún. En hún var
hreykin af hárinu sínu og vissi,
að i.greiðslarr fór henni vel.
Meðan þau gengu út að bfla-
stæðinu, leit hún um/ öxl og sá,
að ungi maðurinn fylgdist enn
með ferðum hennar. Hún flýtti
sér að spyrja hr. Evans, hvort
hann kannaðist við hann. Ray
Evans virti maminn fyrir sér, en
neitaði síðan fkveðið að hann
hefði fyrr séð hann. Svo leiddi
hann Elenor að stóru.m amerísk
um bíl og opnaði framdyrnar.
— Ég ætlaði að aka yður heim,
svo ag þér gætuð gist hjá okkur,
en konan mín varð að fara burt,
sagði hann. — Systir hennar á
von á barni og May ætlaði að
hugsa um litla strákinn, sem hún
á fyrir. Hun bað fyrir kveðju
og vonast til að hitta yður þegar
þér komið aftur frá Santa Felice.
— Hamingjan má vita, hvenær
það verður, tautaði Elenor og
horfði áhugasöm út úr bflnum. —
En ég vil gjarnan hitfa konu yð-
ar.
— Hún er kannske ósköp blátt
áfram, en ég er skelfing hjálpar-
laus án hennar, sagði hann og
hló. — Eg býst við að þér hafið
ekki nejna fasta áætlun.
Hann hafði samúð með henni
og undraðist stórum, að Harold
Penny hafði þorað að senda þessa
kornungu stúlku til Santa Felice.
— Ég pantaði herbergi á hóteli
fyrir yður, ungfrú Penny, og held
að þér kunnig vel við yður þar.
Það eru ekki margir ferðamenn,
sem fara til Santa Felice og þótt
ég hafi heyrt að Palace hótel þar
sé ekki sem verst, er það sjálf-
sagt tilkomulítið samanborið við
gistihúsin í Kingston.
Kingston var uppljómug og leit
út fyrir ag vera falleg borg. Þcgar
bifreiðin ók upp að hótelinu varð
hún yfir sig hrifin af íburðinum
og stærð hótelsins og hún horfði
himinljfandi í krngum sig, þegar
hún fylgdist með Evans inn.
Kurteis, brosmildur eyjarskeggi í
hvítum einkennisbúningi tók
töskur hennar og fylgdi henni
með bukki og beygingum inn í
lyftuna. Elenor kinkaði kolli til
Evans, sem hafgi lofað að biða
meðan hún færi í bað og skipti um
föt áður en þau færu út til að
snæða miðdegisverð.
Meðan á máRíðinni stóg fann
Elenor að hann var geðþekkur og
skemmtilegur maður. Hann l.eysti
greiðlega úr öllum spurningum
hennar um íbúa og lifnaðarhætti
íbúanna á Jamaica og fræddi
hana um margt, sem hún hafði
óblandna gleði og ánægju af.
— Ég vildi óska ag ég gæti ver
ið hérna lengur, sagði hún. —
En pabbi var ákveðinn í að ég
ætti að halda rakleitt til Santa
Felice . . .■ ég geri ráð fyrir að
5
þér vitið hvers vegna?
Hann kinkaði kolli og leit fljótt
í kringum sig.
— Ég held ag við ættum að
ræða það á kyrrlátari stað, ja-fn-
vel þótt May segi, að ætli maður
að segja leyndarmál, eigi maður
einmitt að gera það í þéttsetnu
veitingahúsi. Eigum vig að
drekka kaffið í garðinum?
Þau sátu þegjandi um stund
og nutu að drekka sterkt, ilmandi
kaffið. Elenor virti umhverfið fýr-
iir ser hrifin og Evans horfði rann
sakandi á ungu stúlkuna.
— Ég býst við að ég hegði mér
eins og sannur ferðamaður, sagði
hún, — en það er nú það, sem
ég á að vera. j
— Það verður ekki erfitt á
Santa Felice, svaraði hann. —
Þar eru nokkrar gamlar spánskar
kirkjur, sérstaklega fallegar og
landslag er töfrandi.
— Segið mér, mælti hún síðan,
— ungi maðurinn, sem vig sáum
á flugvellinum — er það alveg
satt að þér þekkið hann ekki?
— Já, ég sagði yður það.
— Það var þá ekki John Gra-
ham? sagði hún og hann hló hátt.
— Alls ekki.
— En hvernig á ég ag þekkja
hann, þegar ég hitti hann, sagði
hún eymdarlega. — Enginn vill
segja mér neitt um hann, meira
að segja pabbi eyddi talinu, þegar
ég reyndi að rekja úr honum
garnirnar.
— Ungfrú Penny, ef ég segði
yður, að John Graham væri lítill
og feitur myndi hann sennflega
skjóta upp kollinum sem hár og
grannur maður. Það er sérgáfa,
■sem hann hefur. Hann er afburða
snjall. Eg hef séð hann dulbúinn
sem generál í einkennisbúningi
með orður, yfirskegg og allt til-
heyrandi óg hann VAR í rauninni
110
og þó fyrst og fremst hvers vegna
foringinn ávarpi ekki þýzku þjóð-
ina og útskýri núverandi ástand“.
Hvað snerti loftárásirnar frá
Bretlandi þá náðu þær nú ógn-
þrungnara stigi en nokkru sinni
fyrr. Seint í júní hafði Brooke
tekið þátt í ráðstefnu, þar sem
teknar voru til athugunar nýjar
tæknilegar aðferðir til ag veikja
loftvarnir Þjóðverja. „Mjög vafa-
samt atriði“, skrifaði hann, „þar
sem vopnig er tvíeggjað og getur
snúizt gegn okkur. Þrátt fyrir það
ákváðum við að notfæra okkur
það. Ég vona, að sú ákvörðun okk
ar hafi verið rétt. Þessi útbúnað-
ur, sem var fólginn í þvf að varp-
að var niður örþunnum blikkræm-
um til að trufla ratsjárkerfi óvin-
anna, var aftur til umræðu á her-
foringjaráðsfundi 15. júlí,' þar
sem mættir voru forsætisráðherr-
ann, hinn vísindalegi ráðunautur
hans Cherwell lávarður og innan-
ríkisráðherrann Herbert Morrison
sem var mjög áhyggjufullur vegna
orðrómsins um hið nýja leynivopn
Þjóðverja. Með tilliti til þeirra
ógnana og nauðsynjar þess að
hefja sem fyrst árásir á hergagna
framleiðslu Þjóðverja, var talið,
að ekki væri lengur hægt að
hafna bón Harris flugmarskálks
um að fá að nota þetta nýja tæki.
Áhrifin voru gífurleg. Aðfara-
nótt laugardagsins 24. júlí gerðu
meira en sjö hundrug flugvélar
árás á Hamborg, stærstu hafnar
borg landsins, og vörpuðu niður
geysimiklu magni af málmræmum
til þess að koma truflun á ratsjár
stöðvarnar, sem fylgjast áttu með
ferðum árásarflugvélanna. Árang-
urinn varð jafnvel enn meiri en
nokkrir höfðu þorag að vona. Að-
eins tólf sprengjuflugvélar týnd-
ust, eða tæplega 2% þeirra flug-
véla, er sendar höfðu verið til
árásarinnar. 2,396 smálestum af
sprengiefni og íkveikjusprengjum
var varpað niður, skipakvíarnar
Fyrrí hluth Undanhald, eftir
Arthur Bryant. Heimildir eru
STRIÐSDAGBÆKUR
voru stórkostlega laskaðar eða ger
eyðilagðar og eldar kviknuðu, sem
brunnu í t.uttugu og fjórar klukku
stundir. Næsta morgun — það var
sunnudaginn sem Mussolíni var
hrakinn frá völdum — gerðu sex-
tíu og átta flugvélar aftur árás á
hafnarborgina. Þá um nóttina
vörpuðu meira en sex hundruð
flugvélar 2000 smálestum af
sprengjum niður yfir Essen, gerðu
35.000 manns heimilislausar og
unnu svo mikið tjón á Krupps-
verksmiðjunum, að Gustav Krupp
fékk slag morguninn eftir, þegar
hann sá alla þá eyðileggingu, sem
við honum blasti,
Tveimur nóttum síðar var afti •
gerð árás á Hamborg, sem þá
varð fyrir „meiri, skemmdum en
nokkur mannlegur máttur getur
gert sér í hugarlund“, svo að vitn-
að sé orðrétt f þýzkar skýrslur.
Sprengjuflugvélar Harris, sem nú
voru alveg lausar við orrustuflug-
vélar óvinanna, sökum truflana
ratsjárstöðvanna, létu rigna njður
sprengjum og íkveikjusprengjum,
sem breyttu loftinu í hinum brenn
andi strætum í „ægilegri eld-hvirf
ilvind en nokkurn tíma áður hafði
þekkzt og sem enginn mannlegur
máttur fékk staðizt. Tré, þriggja
feta gild, votu brotin eða slitin
upp með rótum. Mönnum var varp
að til jarðar eða kastað lifandi
inn f logana af vindi, sem æddi
áfram með 150 mílna hraða a
klukkustund. Hinir óttalostnu
borgarar vissu ekki hvert þeir
áttu að fara eða hvað að gera.
Logarnir hröktu þá út úr skýlum
og byrgjum, en íkveikjusprengj-
urnar þeyttu þeim aftur til baka.
Þar inni köfnuðu þeir svo úr
Carbon-manoxide-gasi, en líkamar
þeirra brunnu til ösku, eins og
þeir hefðu verið látnir í lík-
brennsluofna, sem' hvert loftvarna
byrgi reyndist líka raunverulega
vera. Þeir hamingjusömustu vörp
uðu sér í vötn og læki og lágu
þar eða synlu klukkustundum
■saman þangað til imesti hitinn
var farinn að réna“.
Þriðja loítárásin var svo gerð
aðfaranótt 29. júlí. í þessum árás-
um var varpað niður samtals/7000
smálestum af sprengjum, tólf
fermflna svæði af borginni brennt
í rústir og þrír fjórðu hlutar borg
arbúa hraktir frá heimilum sínum.
Albert Speer tilkynnti Hitler, að
framhald slíkra árása myndi
brjóta niður þrek og vilja íbú-
anna, stöðva alla vopnaframleiðslu
og binda skjótan enda á stríðið.
Alla síðustu vikuna í júlí, með-
an Hamborg brann j norðri og
innrásarherinn í suðri bjó sig und
ir að gera árásir á varnarvirki
Þjóðverja umhverfis Etnu, ræddu
hinir stjórnmálalegu og hernaðar
legu leiðtogar Bretlands og Banda
ríkjanna um það, hvernig helzt
væri hægt fyrir Vesturveldin að
færa sér fall Mussolínis í nyt.
Vegna langvarandi og hraðrar
mótspyrnu Þjóðverja og sökum
skorts á samvinnu millj sjöunda
og áttunda hersins, voru engar
vonir lengur um það, að hernámi
eyjarinnar yrði lokið um mánaða-
mótin. Meðan Bretar voru stöðv-
aðir í hinu klettótta hálendi um-
hveríis eldfjallig af fjórum þýzk-
um herdeildum, sem komið höfðu
sér fyrir { ágætustu varnarstöðu,
hafði bandaríski herinn undir
stjórn Pattons, snúið til vinstri
til þess að leggja undir sig það,
sem eftir var eyjarinhar, í stað
þess að halda til hægri og um-
kringja eldfjallið úr norðri, og
hertekið hafnarborgirnar Palermo
og Marsalc og næstum hundrað
þúsund ítali. En þeir síðarnefndu
voru nú mjög þrotnir að kjarki
og baráttuhug og voru reiðubúnir
að gefast upp Hjns vegar hafgi
höfuðmarkmið hérnaðaraðgerð-
anna —- sundið sem aðskildi eyj-
una frá meginlandinu — gleymzt
í bili. Það var ekki fyrr en í lok
mánaðarins, sem hinn sigursæli
sjöundi her snéri í austur til að
brjóta sér leið í áttina til Messina,
yfir hæðirnar mjlli sjávar og
Etnu.
Vegna þess ag Bandamenn
skorti herílutninga- og landgöngu-
skip til þess að ráðast á óvinina,
ekki aðeins meðfram hinni lrlett-
óttu norðausturströnd Sikileyjar,
heldur einnig megfram allri Vest-
ur-ítaliu, 'þá gátu þeir ekki hag-
nýtt sér öll þau fágætu tækifærj,
er buðust þeim. Þeir höfðu næst-
um milljón manns undir vopnum
á Miðjarðarhafssvæðinu, en gátu
ekki á þessum úrslitatíma drejft
þeim. Þeim aðferðum, sem Mac
Arthur beitti með svo ágætum
árangri gegn Japönum á Nýju
Guineu, varð ekki komið vjð í bar
áttunni gegn hinum einangruðu
Þjóðverjum á ítalíu. Flest þeirra
skipa, sem notug voru í hinni upp-
haflegu innrás á Sikiley, voru nú
til viðgerðar og lagfæringa, áður
en haldið yrði í herförina til Sal-
erno, meðan önnur voru, sam-
kvæmt ákvörðunum. er teknar
höfðu verið ; Washington tveimur
•mánuðuin áðúr. ætluð tji að send
ast til Englands og Indlands . . .
Þannig dró úr árásarþunganum,
'sem á hinnj nýju rikisstjórn ftaliu
hvíldi. eiDmitt begar bún i’eyndi
\
/
14
T í M I N N, finmtodagi’rirn 19, lólí 1962.