Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN F'ramkvæmdast.ióri Tómas Arnason Ritst.iórar Þórarinn Þórarinsson <áb» Andrés Krisl.iánsson Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritst.iórnar: Tómas Karlsson Auglýs ingast.ión- Sigur.jón Davíðsson Ritst.iórnarskrifstofui i Eddu liúsinu: afgreiðsia auglýsingar og aðrai skrifstol'ur i Banka stræti 7 Símar 18300—18305 Auglýsingasim; 19523 Af- greiðslusími 12323 - Askriftarg.iald kr 55 á manuði tnnan lands. í lausasölu kr 3'eintakið — Prentsmiðjan Edda h.f. — 1 Viðskilnaðwr vinstri- stjórnarinnar í blöðum ríkisstjórnarinnar er enn haldið áfram gamla söngnum, að vinstri stjórnin hafi skilið við allt í rústum. Þetta á að vera helzta afsökun þess, hvernig nú er komið „viðreisninni“. Staðreyndirnar eru hins vegar þessar: 1. Gjaldeyrisstaðan út á við var mun betri í árslok 1958 en hún var í árslokin 1961. Heildarskuldir þjóðarinn- ar erlendis voru mörgum hundruðum milljóna króna lægri í árslok 1958 en þær eru nú. 2. Afkoma ríkissjóðs var með allra bezta móti á árinu 1958. 3. Bændum og útvegsmönnum mun áreiðanlega koma saman um, að afkoma landbúnaðar og sjávarútvegs var stórum betri á árinu 1958 en nú. 4. Kaupmáttur launa var stórum mun meiri á árinu 1958 en nú. Þetta geta launþegar bezt dæmt um með því að bera saman kjör sín nú og þá. 5. í árslok 1958 hafði þjóðin gott lánstraust, eins og sést á því, að á árinu 1959 voru tekin erlend lán, sem námu 500—600 millj. kr., miðað við núv. gengi. Hér var því góð afkoma og velmegun, þegar vinstri stjórnin lét af völdum. Ástæðan til fráfarar hennar var því vissulega ekki sprottin af því, að fjárhagurinn væri í rústum. Hins vegar var ósamkomulag milli stjórnar- flokkanna um þær ráðstafanir, sem taldar voru nauðsyn- legar, til að tryggja þessa góðu afkomu áfram. Framsókn- armenn töldu mikla hættu á ferðum, nema ráðstafanir yrðu gerðar til að mæta nýju verðbólguflóði. Um þetta náðist ekki samkomulag og því klofnaði stjórnin. Stjórnin, sem tók við af vinstri stjórninni, gerði í meg- indráttum þær ráðstafanir, sem Framsóknarmenn vildu að yrðu gerðar. Á grundvelli þeirra aðgerða hélzt hin góða afkoma atvinnuveganna og almennings áfram á árinu 1959. Sú þróun hefði getað haldið áfram enn í dag, ef ,,viðreisnin“ hefði ekki komið til sögu í ársbyrjun 1960 og skekkt og breytt öllum grundvellinum. Þeir erfiðleikar, sem nú er glímt við, rekja þannig sízt rætur til viðskilnaðar vinstri stjórnarinnar heldur c-ru afleiðing „viðreisnarinnar“, sem var tekin upp í árs- byrjun 1960. Kórvillan i t Margt hefir „viðreisnar“-stjórnin gert rangt, en þó ekkert eins og hinar miklu gengisfellingar. Gengisfelling- in 1960 var miklu meiri en nauðsyn krafði til að losna við uppbótakerfið. Gengisfellingin í fyrra var óþörf með öllu. Þegar vinstri stjórnin lét af völdum, var raunveru- legt meðalgengi krónunnar, þegar yfirfærslugjöldin vegna uppbótakerfisins voru reiknuð meS, 65 kr. hvert sterlingspund. Nú er það 120 kr. Þetta, ásamt ýmsum nýjum álögum, hefur tvöfaldað dýrtíðina, gerbreytt allri tekiuskiptingu og skekkt allan grundvöllinn. Þessari gengisfellingarstefnu verður þó haldið áfram, ef „viðreisnarstefnan“ fær að drottna eftir næstu kosningar. oumedienne gegn Ben Bella? Herforinginn, sem nú er rautiverulega mesfi valdamaðurinn í Alsír BEN BELLA FYRSTA þing Alsír kom saman nú í vikunni, en kosn- ingar til þess fóru fram í «íð- astl. viku. Þessu þingi eru aðal- lega ætluð tvö verkefni. Annað verkefnið er að mynda hina fyrstu viðurkenndu stjórn sjálf stæðs Alsírs, en hitt verkefnið er að setja hinu nýja riki stjórnarskrá. Ætlazt er til, að því verki verði lokið innan eins árs og þá verði kosið að nýju. Kosningarnar til þingsins fóru fram :neg næsta óvenju- legum hætti. Áðeins einn listi var i kjöri, og höfðu fylgis- menn Ben Bella ráðið skipun hans. Fylgismenn hans voru vitanlega í miklum meirihluta á listanum, en fyrir hygginda- sakir voru þó nokkrir andstæð- ingar hans látnir fljóta með. FIokkurjBen Bella verður því í yfirgnæfandi meirihluta á þingiifu, enda var það fyrsta verk þess að loknu kjöri þing- forseta að kjósa hann forsætis- ráðherra. Að lokinni stjórnar- myndun, mun Ben Bella senni- lega fara til New York og vera viðstaddur, þegar Alsír fær inngöngu í Sameinuðu þjóð- irnar. Rökin, sem Ben Bella og félagar hans færa fyrir því, að kosningarnar til þingsins fóru fram með áðurgreindum hætti, eru einkum þau, að Alsír þoli nú ekki mikla flokkadrætti og Boumedienne íbúar landsins séu eftir ný- lendustjórn Frakka ekki á því stigi, að vestrænt lýðræði eigi þar við. Þess vegna verði hér að fara eins konar millileið milli einræðis og lýðræðis. Því er áreiðanlega ekki að neita, að í Afríku og Asíu hafa þessi rök við mikið að styðjast, því að ekkert stjórnarfyrirkomulag krefst meiri þroska af almenn- ingi en vestrænt lýðræði. SVO mætti nú ætla, ag Ben Bella væri búinn að festa sig vel í sessi. Hann virðist alveg hafa sigrað í deilunni við Bel Khedda og Belkacem Krim, þótt sá síðarnefndi getir vel átt eftir að koma enn vig sögu. Margt virðist hafa stuðlað að sigri Ben Bella yfir þessum andstæðingum sínum. Hann var strax í upphafi einn þekkt asti leiðtogi skæruliðanna, og það dró ekki úr vjnsældum hans, að hann sat í fangelsi hjá Frökkum um margra ára skeið. Hann er einna glæsileg- astur f sjón af foringjum sjálf- stæðishreyfingarinnar og nýt- ur viðurkenningar fyrir ein- beitni og hugrekki. Ekkert af þessu hefði þó tryggt honum sigurinn, ef hann hefði ekki notið stuðnings þjóðfrelsis- hersins, og þó fyrst og fremst yfirmanns hans, Boumedienne herforingja. Þjóðfrelsisherinn er það afl, sem ráðið getur úrslitum í Alsír í dag, ef hann kýs að beita því. Margir kunn- ugir telja, að Ben Bella sé því aðeins öruggur f sessi, að hann tryggi sér stuðning þjógfrelsis- hersins áfram, en slíkt geli hann tæpast nema með því að halda hollustu Boumedienne herforingja. Það geti hinsí veg- ar orðið Ben Bella erfitt, nema Boumedienne fái að ráða miklu um stjórnarstefnuna. DEILAN, sem reis milli þeirra Ben Khedda og Ben Bella á síðastl. vori, spratt út af afstöðu þeirra til Boume- dienne. Ben Khedda vildi svipta hann yfirstjórn þjóð- frelsishersins, en Ben Bella reis gegn því. Það, sem raun- verulega réð úrslitum var það, að herinn stóð með Boumedi- enne. Seinustu ár Alsírstyrjaldar- innar hafði þjóðfrelsishreyf- ingin komið þeirri skipan á, að Alsír var skipt í nokkur svæði og höfðu skæruliðarnir sér- staka stjórn innan hvers svæð- is. Þjóðfrelsisstjórnin hafði þó heldur dregið úr starfsemi skæruliðanna, því að hún hafði hvatt menn í stórum stíl til Túnis og Marokkó og þjálfað þá þar í skipulegum her. Þessi her, sem taldi um 40—50 þús. manns, er hinn svonefndi þjóð frelsisher. Hann hefur hlotið góða þjálfun og er allvel bú- inn vopnum frá kommúnista- löndunum. Þegar Frakkar drógu sig í hlé, var þessum her skipað að halda heimleiðis og taka vig stjórn af skæruliðun um. Sums stagar veittu skæru liðar nokkurt viðnám, aðallega á svæðinu kringum Alsírborg Slíkt var þó vonlaust, því að þjóðfrelsisherinn er svo miklu betur þjálfaður og vopnum bú mn. í raun og veru er það hann, sem ræður Alsír í dag. AÐ DÓMI margra kunnugra, er Boumedienne menntaðasti og merkilegasti leiðtogi sjálf- stæðishreyfingarinnar. Hann er aðeins 36 ára gamall, kom- inn af fátækum bændaættum, en brauzt til mennta af mikl- um dugnaði og stundaði há- skólanám í Kairo. Sagt er, að hann hafi síðar lært hernaðar- fræði austan tjalds, en hann hvorki játar því né neitar. Hann gekk strax í skæruliða- hreyfinguna, þegar hún var mynduð, og vann sér þar slíkt álit, að 32 ára gamall var hann orðinn yfirmaður allra skæru- liðasveitanna í veslurhluta Al- sír. Fyrir tveimur árum síðan, fól svo útlagastjórnin honum það verkefni, ag skipuleggja þjóðfrelsisherinn í Marokkó og Túnis. Hann vann það starf af miklum dugnaði og þótti sýna alveg sérstakar skipulagsgáfur. 'Hins vegar var þag ljóst, að hann var einráður, því að hann fór takmarkað ef-tir fyrirmæl- um útlagastjórnarinnar. BOUMED'IENNE lifir mjög spartverskt. Hann hefur aldr- ei kvænzt, enda starf hans illa samrýmzt heimilislífi. Útlit hans minnir að ýmsu leyti meira á atómskáld en herfor- ingja. Hann er grannvaxinn, holdskarpur og hæglátur í framgöngu. Eina nautnin, sem hann hefur vanig sig á, eru reykingar. Hann reykir nær stöðugt og drekkur mikið kaffi, en áfengra drykkja neytir hann ekki. Boumedienne fer ekki dult með það, ag hann er langt til vinstri, þótt hann beri hins veg ar á móti því, að hann sé komm únisti. Hann telur mikla nauð syn róttækra aðgerða, sem ekki me-gi dragast á langinn Þar nefnir hann í fyrstu röð, skiptingu slórjarða og jöfnun þjóðarauðs og þjóðartekna. Hann telur samningana við Frakka hreina nauðungarsamn- B inga og lýsir sig andvígan þeim ■ Margt bendir til, ag hann mum B ekki hika við að grípa til eigin B ' ráða, ef honum finnst ekki S stjórn Ben Bella nógu róttæk s og athafnasöm Ben Bella þarf || því að vera vel á verði gagn H vart þessum núv, samherja sín rí um. Þ.Þ. —1Ji 7 T f MI N N, laugardaginn 29. sept. 1962 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.