Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 16
Laugardagúr 29. september 1962 216. tbl. J> 46. árg. NÁST SKOTMENN EKKl? MB—Reykjavík, 28. sept. — Eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir nokkru, varð heimilisfólk á Draflastöðum í Fnjóskadal fyrir skotárás á dögunum, þegar það var við vinnu sína á engjum. Jeppa- bifreið staðnæmdist handan ár- innar, og út úr henni stigu menn með byssu og skutu i átt til fólksins. Fór kúlan mjög nálægt fólkinu og fleygði drengur einn sér niður. Við það urðu kempurnar hræddar og óku sem skjótast á brott. Blaðið aflaði sér í dag upp- lýsinga um hvað Iiði rannsókn þessa máls. ' Virðist svo sem harla lítið hafi verið í því gert. Málið heyrir undir sýslumann Þingeyinga, en þar sem hús- bændur á Draflastöðum hafa ekki kært málið, mun engin Framh. á 15. síðu Gleymir aldrei útlögunum Tdtu litlu og Höllu GB-Reykjavík, 28. sept. Anna Borg og Poul Reu- mert komu til Reykjavíkur í fyrradag sem gestir Nor- ræna félagsins á íslandi, og þau hjónin ræddu viS fréttamenn í gær á heim- ili Geirs Borg, bróður frú- arinnar, og þar búa þau á meðan þau dveljast í bænum. , Enginn, sem sér Paul Reum- ert, skyldi ætla, að hann sé að verða átfcræður. Hanri er enn stæltur og logandi af fjöri, leik- ur við hvern sinn f Lngur og var ekki nema rétt þorandi að leggja fram þá spurningu, hvort hann hygðist kveðja leik- sviðið á næstunni. í vor eð leið var hátíðlega haldið upp á 60 árarleikaraafmæli hans. — Eg á reyndar að leika kardínálann í leikritinu Becket eftir Anouilh í vetur. Hvort ég ætla að taka fleiri hlutverk? Það er ekki alveg ómögulegt, að ég verði líka með í „Inden- for Murene" eftír Nathansen og „Elverhöj". — Þér kunnið nú líklega orð ' ið hlutverk kóngsins í Álfhól. — Það væri nú annaS hvort. Jeg har spiilet Elverhöj med hende fra tidernes morgen, svarar Reumert og tekur um hönd frú Önnu. Það er merki- legt, að þetta leikrit var samið eftir pöntun til að leika það eitt kvöld. Og hvað ætli sýn ingarnar á því séu orðnar marg ar. Það er leikið við öll hátíð- leg tækif æri. Það er leikrit barn anna, fullorðna fólksins, gamla fólksins, það er leikrit allra Dana. Þegar stríðinu lauk og REUMERT-HJÓNIN koma fram á sviði Þióðleikhúss ins í kvöld. við fengum frelsi undan her- náminu, var haldin frelsishátíð, þá var sjálfsagt að leika Elver- hðj. Við gleymum því aldrei. Ánnars þetta með spurninguna um hvort ég ætli að fara að taka mér hvíld frá leiksviðinu, þá er því til að svara, að þetta þarf nú einmitt að fara að ger- ast, víkja fyrir hinum ungu. Þegar skrokkurinn er orðinn þetta gamall og hættur að geta hreyft sig eins og vera ber, þá er sjálfsagt að hætta. Þau hjónin ætla að koma fram á sviði Þjóðleikhússins í kvöld á afmælishá.tíð Norræna félagsins, þar flytja þau kvæði hvort í sínu lagi og síðan sam- eiginlega lokaþáttinn úr Fjalla Eyvindi. .Nú eru þau næst spurð um fyrstu kynni af þessu frægasta leikriti íslands. — Ég gleymi því aldrei, seg- ir frú Anna, sem lék Tótu litlu, þegar leikritið var fyrst flutt á fslandi 1911 og þá fyrst kom Anna Borg fram á leiksviði, en Iöngu síðar lék hún Höllu. — Það hlýtur að vera snilld, sem maður man svona lengi. En mér er þetta enn í minni, hvílíka snilld frú Guðrún Indr- iðadóttir sýndi, þegar hún lék Höllu. Hún hélt á mér í fang- inu, og ég var ekkert annað en augun, svo hugfangin varð ég af leik hennar. Ég man eftir hverju sem gerðist á sviðinu og hverri ^hreyfingu frú Guð- rúnar .Það var dásamlegt. — Fyrst þegar ég lék í Fjalla Eyvindi, var hún ekki með mér á sviðinu, svaraði Reumert. — (Ljósm.: TIMINN-RE). Það var ekki fyrr en síðar. Og þó sú, sem lék á móti, væri ein af okkar' beztu leikkonum, þá leysir engin þetta hlutverk svo af hendi, að , íslenzk leikkona geri það ekki betur. Til þess þarf sérstakt hugarfar, sem danskar leikkonur eiga ekki, sérstakan frumrænan kraft, sem er einungis aðall beztu leik kvenna fslands, þær einar gcta bókstaflega sýnt hjarta Höllu slá, engar nema þær geta túlk- að hinn ofsalega >djúpa harm hennar. Nú er frú Anna spurð um það, hvort maður hennar beri þess ekki stundum merki heima fyrir, þegar hann er að leika mismunandi manngerðir, og hún svarar: x Framhald á 15. síðu. TÓK ÞETTA ERU RITSTJÓRARNIR, tallð frá vinstrl, Jakob Ó. Pétursson, Bragi Siguriónsson, Þorsteinn Jónatansson, Erlmgur Davíðsson, Bíarnl Þórðarson og Jón Ólafsson. (Ljósm.: TÍMINN-RE). Innrás" í Reykj ii KII—Reykjavík, 28. sept. Tíminn hafði spurnir af þvf, að norðlenzkir kappar hefðu gert innrás í borgina í morgun. Við nánari eft- irgrennslan kom í Ijos, að hér var um að ræða norð- lenzka og austfirzka rit- stjóra með penna að vopni og innrásina byrjuðu þeir vitanlega í Hótel Sögu, helzta virki Reykjavíkur- menningarinnar á þessum síðustu og verstu tímum. L Þeir sátu í veitingasalnum á 8. hæð, mettir eftir góðan málsverð og nutu kaffis og út- sýnis. þegar Tíminn kom á vettvang. — Innrás? hváðu þeir og litu hver á annan, þegar við sögðum fréttina, eins og okkur hafði verið sögð hún. — Við höfðum nú ekki litið þannig á málið, sagði einn Ak ureyrarntstjóranna, alla vega er innrásin ekki skipulögð frá okkar hendi. Sveinn verður að svara til saka Sveinn Sæmundsson. blaða fulltrúi Flugfélags íslands, s-agði okkur. að Flugfélagið hefði boðið ritstjórum frá Ak- ureyri, Neskaupstað, Vest- mannaeyjum og ísafirði í heim sókn til þess að kynnast starf- senii Flugféiagsins. Veðurguð- irnir settu þó strik í reikning- inn, þar sem ekki var fært frá ísafirði né Vestmannaeyjum. en Sveinn kvaðst vona, að rit- stjórar þaðan kæmu fljótlega Alls voru gestirnir 6 að þessu sinni. Frá Akureyii: Erlingui Davíðsson ritstjóri Dags, Bragi Sigurjónsson, ritstjóri Alþýðu mannsins. Jakob 0. Péturssor. ritstjón islandings, og Þoi steinr. Jónatansson, ritstjóri Verkamannsins. Frá Neskauo stað voru Bjarni Þórðarson, rit- stjóri Austurlands, og Jón 0) afsson, ritstióri Austra Það var léti yfir hópnum, þar serri hann naut lífsins á Hóte) Sögu, en litili tími gafst til við ræðna, ntstjórarnir höfðu ann að að gera en ræða við blaða menn. Aíi lóknum hádegisverði i Sögu var haldið út á flugvöil til að skoða starfsemi Flugfé- lagsins þar síðan átti að skoða skrifstofur félaasins í Bænda höllinm. iig þar var einnig á formaður blaðamannafundui og móttakn boði forstjórans Klukkan * .skyldi snæddur kvöldverður Klúbbnum. og síðan býður Hótel Saga þeim gistingu i nótt. ¦ HE—Vestmannaeyjum, 28. sept. Hér var í gær austan hvassviðri, tiu vindstig. Þegar Esjan var að fara héðan i gærmorgun sló henni undan veðrinu og tók niðri inn- an hafnarinnar Skipið losnaði aft ur af eigin rammleik eftir rúman hálftíma, en þá var hafnsögubát- urinn að leggja af stað til aðstoðar. BÖ—Ueyk,iavík, 28. sept. Hafskip h í hefur nú fengið leyfi til kaupa a nýju flutninga- skipi Blaðið talaði við Sigurð Njálsson. tramkvæmdastjóra fé- Ir.gsins ' dag. og sagði hann að skipið yrði rvggt í skipasmíðastöð D. W. Kremersohn i Elmshorn, \ estur-Þýzkaiandi. en önnur skip félagsins eiu byggð í þeirri skipa- smíðastöð Þetta s-kip verður at svipaðri stærð og Rangá, sem er 975 brúttólestir. Það verður tilbú- sB á næsta ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.