Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 8
--------------------------,------------------;--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------.-----»_--------, ........ ÆSKUNNAi- CSTiOJMNAR ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA RITSTJORI: HÖRÐUR GUNNARSSON Iðnaðarhverfi samvinnufélaganna á Akureyrí. ÖFLUGT FELAGSSTARF F. U. F. Á AKUREYRI Eg var staddur norður á Akureyri s.l. þriðjudag og hitti þá að máli Kristján Helga Sveinsson, formann Félags ungra Frámsóknarmanna á Akureyri. Kom fram, að starf- semi F.U.F. á Akureyri hefur verið sérstaklega öflug og þróttmikil á þessu starfsári, eins og öll önnur starfsemi Framsóknarflokksins þar. Ár- angur þessa sást líka Ijóslega f bæjarstjórnarkosningunum og þá vann Framsóknarflokk- urinn 4. fulltrúann í bæjar- stjórn Akureyrar en hafði 3 fulltrúa áður. Við Kristján Helgi Sveinsson, formaður F.U.F. á Akureyri hitt- umst á skrifstofu Framsóknar- flokksins, Hafnarstræti 95, og eft- ir að hafa spurt hann almennra frétta af staðnum, hvái ég eftir því helzta úr félagsstarfinu á þessu starfsári og þá fyrst um fundahöld á vegum félagsins. — Já, það hafa verið haldnir þrír almennir fundir á starfsár- inu ,segir Kristján. — Á hinum fyrsta flutti Jákob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, erindi um sam- vinnustefnuna og kaupfélögin. Á öðrum fundinum ræddi Bernharð Stefánsson, fyrrv. aliþingismaður4 um stofnun Framsóknarflokksins og þróun stjórnmálanna síðustu áratugina. Tveir fundanna voru haldnir í samkomusal Hótel KEA en einn í sal íslenzk-ameríska fé- lagsins hér, sem mun vera svipað ur að stærð. Fundirnir voru mjög vel sóttir og fundarsalurinn þétt- skipaður hverju sinni, svo að til þess var tekið. — En Kristján, hvað um aðra fundastarfsemi? —Við stóðum fyrir sameigin- legum umræðukvöldum einu sinni í viku frá því um áramót og þar til í maí, á móti Framsóknarfélagi Akureyrar. Fundirnir voru haldn- ir í skrifstofu Framsóknarflokks- iris og var þar ávallt margmenni. Umræður urðu mjög góðar og gagnlegar og oft á tíðum sérlega fjörugar. Á fundunum voru tekin fyrir þau mál, sem efst voru á baugi í undirbúningi kosninganna og rædd úrlausn þeirra verkefna, er fýrir lágu hverju sinni. Sá á- hugi sem fram kom á þessum fund um og sú samheldni og baráttu- vilji, er einkenndi allt okkar starf í kosningaundirbúningnum, held ég að telja verði undirstöðu þess, að 4. bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins vannst í vor. — Og aðrar FUF-samkomur? — Við efndum til bingó- skemmtana í fyrravetur til styrkt ar starfsemi félagsins. Þær tók- ust með afbrigðum vel og var fjölmenni slíkt, að ekkert sam- komuhús á Akureyri hefði rúmað þann fjölda, ef allir hefðu átt að komast að, sem vildu, en þVí mið- ur varð fjöldi fólks að hverfa frá hverju sinni. Voru þessi bingó- kvöld þrisvar sinnum og að auki eitt unglingabingó. Hljómsveit lék fyrir dansi eftir að bingó-spilunum lauk. Fengum við inni í Hótel KEA með skemmtanirnar og þóttu þær takast með glæsibrag og sóma, ekki sízt unglingabingóið, enda reynt að vanda til þeirra á allan hátt af okkar hálfu, þó að sjálf- sögðu sé það fyrst og fremst fólk inu sjálfu að þakka, hvernig til tókst. — Kristján, mér skilst, að eftir unglingaskemmtuninni, hafi verið tekið ,af mörgum, m.a. hef ég lesið opinberlega þakkir til ykkar fyrir framkvæmd alla við hana; hvað viltu segja mér frekar um hana? — Við héldum eina bingó- skemmtun fyrir unglinga á aldrin um 12—16 ára í vor sem leið, segir Kristján, og heldur áfram: — Aðgangur var ókeypis og verði spjaldanna mjög í hóf stillt, eða á. kr. 10,00, enda ekki mikil fjár- ráð hjá unglingum á þessum aldri. Aðsókn var svo gífurleg, að að- göngumiðarriir voru uppurnir mörgum klukkustundum áður en húsið var opnað. í leikhléi hafði Guðmundur Karl Pétursson, yfir- læknir, verið fenginn til þess að flýtja erindi um bindindismál og ræddi hann bæði um skaðsemi á- fengis- og tóbaksnautna og flutti hið skörulegasta mál að vanda. Hlýddu unglingarnir á ræðu yfir- læknisins með auðsærri athygli. Eftir bingó-spilið var dansað. — Stjórn skemmtunarinnar var sízt FYLGJUM FORDÆMI ÞEIRRA EINS og f ram kemur í viðtali mínu vi'ii Kristján Helga Sveins son, formann FUF á Akureyri, sem birtist hér á öðrum stað í Vettvangnum i dag, efndl fé- lagið til bihgó-skemmtunnar fyrir unglinga á aldrinum 12— 16 ára síðastliðio* vor. Skemmt- unin tókst með afbrigðum vel en það sem þótti sér- stæðast við samkomuna var er- indi Guðmundar Karls Péturs- sonar, yfirlæknis um bindindis- mál. Því ber vissulega að fagna, að FUF á Akureyri hefur með þessari æskulýðsskemmtun inn leitt nýjau þátt í starfsemi sína og verður vonandi framhald á slíku. Vil ég hvetja þau félags- samtök, bæði stjórmnálaleg og önnur, sem standa fyrir skemmtanahdldi a;skufólks að fylgja eftir fordæmi FUF- manna á Akureyri og stuðla að heilbrigðum og þroskavænleg- um samkomuháttum ungs fólks. Að sjálfsögðu hafa margir að- ilar unnið vel í þessu efni og eiga þakkir skildar, ekki sízt bindindishreyfingin, en behir má ef duga skal. Forystumenn félagsmálanna þurfa að bind- ast samtökum um að reka af höndum sér meinvald eðlilegra samvinnu- og samstarfshátta fólks, áfengið, og út úr sam- tökum sínum. Þetta væri fyrsta sporið í þá átt, að á samkom- um, skemmtunum og öðrum mannfagnaði ríkti heilbrigt, frjálslegt og óþvingað andrúms loft, þar sem áfengisneyzla væri óþekkt. Þessu hljóta allir að vera sammála, að minnsta kosti varðandi æskulýðsskemmt anir, og ber að vinna að því. En nýbreytni Akureyringanna hefur vakið athygli fleiri en mín, því eftirfarandi samþykkt var gerð á vorþingi Umdæmis- stúkunnar nr. 5,23. júní í sum- ar. Er hún tekin hér með bessa- leyfi eins og húh birtist í blað- inu Einingu,, 8.—9. tbl. þ. á.: „Vorþing Umdæmisstúkunn- ar nr. 5, þakkar FUF (á Akur- eyri) þeirra góða fordæmi, þeg ar þeir stóðu fyrir fræðslu um skaðsemi áfengis- og tóbaks- nautnar, er Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir, flutti á fjölmennrí æskulýðsskemmtun á þeirra vegum í vor. Skorar þingfð á alla þá, sem standa fyrir skemmtanahaldi æsku- fólks að taka hðndum saman og hvetja allt ungt fólk að skemmta sér án tóbaks- og áfengis". Að lokum vil ég aðeins ítreka það sem sagt er hér að framan og taka undir allt sem stendur í samþykktinni. Eg þakka FUF á Akureyri þeirra mikla fram- tak, sem var þeim til sóma og hefur Vonandi orðið góðu máli ávinningur. H.G. J ííristján Helgi Svelnsson (Llósm.: H.G.) erfiðari en þó fullorðnir hefðu átt í hlut. — Og kosningaundirbúningur- inn? — Eins og ég sagði áðan um sameiginlegu umræðukvöldin með Framsóknarfélagi Akureyrar, þá stóðu FUF-félagar einhuga að undirbúningi bæjarstjórnarkosn- inganna síðastliðið vor. Fulltrúar félagsins áttu sæti í uppstillingar nefnd og kosninganefnd og stjórn uðu ásamt mönnuan úr eldra fé- laginu og starfsfólki skrifstofunn- ar, öllu undirbúningsstarfi. — Framboðsmálin? ' — Á framboðslista Framsóknar flokksins voru fjórir FUF-félagar og má sérstaklega benda á, að á okkar lista var ungum manni stillt upp í baráttu- og ábyrgðarsæti, en það er meira en hægt er að segja um að gert væri á framboðslist- um annarra flokka. Haukur Árna- son skipaði 5. sæti listans og er því 1. varafulltrúi okkar í bæjar- stjórn og hefur nú þegar starfað þar mikið í forföllum aðalfulltrú anna. Hinir FUF-félagarnir voru Kristján H. Sveinsson, Sigurður Jóhannesson, og Ingvi Rafn Jó- hannsson. Töluðu frambjóðendurn ir á fundum fyrir kosningarnar og tóku virkan þátt í kosningastarf- inu, eins og allir FUF-félagar gerðu. — Það er ánægjulegt að heyra hvað forustumenn Framsóknar- flokksins hér bera mikið traust til FUF-félaga og það virðist vera, að öflugur stuðningur FUF-félaga sé metinn í verki. Og að lokum Kristján, hvað viltu leggja áherzlu á í sambandi við alþingiskosning- arnar að vori? — Fyrir alþingiskosningarnar (Framhald á 12. síðu). iA \0Áii0<(l:y'^^''- / TIMINN. lauiraTdadnn 29. sept. 1962 —. vm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.