Tíminn - 10.11.1962, Síða 9

Tíminn - 10.11.1962, Síða 9
 í . S zmkmrn&JBimimenmmnmmis iP&mtwMttmfiimmjvuiim «r -».r)R-»8raMwnt! ir-^.wpngm.r FW.n, í„<í» Það má mikið vera, ef falleg- asta jólakortið í ár er ekki komið á markaðinn. Það er lit- prentað kort af vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson: Haust á Þingvöllum. Og þetta er meira en venjulegt jólakort, það er tvöfalt að stærð, og mér er nær að halda, að margur, sem það eignast, geti ekki stillt sig um að hengja það upp á vegg öll- um til augnayndis fremur en leggja það niður í skúffu eða bréfakörfu. í allri þeirri dyngju jóla- korta, sem dengt er á markað- inn fyrir hver jól seinni árin hér í bæ, er sárafátt um kort, sem menn kæra sig um. — En jólakort á að vera meira. Fáir hafa efni á að senda vin- um frumgert listaverk í jóla- gjöf. En vönduð eftirmynd listaverks er hlutur, sem marga gleður og þeir varðveita lengi. Það ber vissulega vott um menningarstig þjóða, hvers ■ Ítíiíi'Æ'i-íkiý:-: Þetta er Þingvallamyndin, sem Ásgrlmur sá mest eftir að hafa selt. Nú er hún komin út litprentuð á júlakorti. Lagði prentsmiðjustjórinn þar, Hafsteinn Guðmundsson, sig allan fram um að vanda til prentunarinnar eins og föng voru á, en hann er mjög smekk vís og listfengur maður, sem kunnugt er. Á bakhlið kortanna er ljósmynd af Ásgrími Jóns- syni listmálara að starfi ogtexti fylgir á ensku og dönsku vegna þess, hve kortin eru mikið keypt til að senda til útlanda og hinir mörgu útlendu gestir safnsins kaupa þau mikið. — Hvernig gekk kortasalan í fyrra? — Gerð kortanna er að sjálf- sögðu mjög dýr, og þetta var fyrsta tilraun safnsins til korta- útgáfu. Okkur óraði ekki fyrir því, að þessu yrði eins frábær- lega vel tekið og raun varð á. Auk einstaklinga þá keyptu mörg fyrirtæki litkortið og sendu til viðskiptavina út um allan heim, svo að upplagið gekk til þurrðar. Hefur nokkurt upplag verið endurprentað og er enn fáanlegt. — Það hefur þá ekki orðið tap á útgáfunni? — Nei, síður en svo. Og þeg- Myndin, sem Asgrímur dauð sá eftir - oa endurheimti konar kort eru fáanleg til að senda á afmælum, jólum eða við önnur slík tækifæri. Gegn- ir alveg sama máli um slík kort og t.d. bókagerð og minjagripi. Erlendis er það alsiða, að lista söfn láti litprenta kort eftir málverkum og öðrum mýndúm, bæði handa safngestum til minja um komuna og til að senda vinum og vandamönnum. Víðast hvar eru slík kort úr garði ger, jafnvel þótt úti í hin um stóru löndum sé. Þykir Listasafni íslands ekki ástæða til að fara að dæmi erlendra listasafna og gefa út litprentuð kort af listaverkum safnsins og hafa til sölu hjá dyraverði? Þau hlytu að verða mikið keypt, einkum af útlendum gestum, og gæti orðið ekki lítil kynn- Þegar við komum inn úr dyrunum í Ásgrímssafni, var Guðbjörg Þor bjarnardóftir leikkona að kaupa Þingvallakort af Bjarnveigu safn verði Bjarnadótfur. (Ljósm.: TÍMINN—GE) GUNNAR BERGMANN ing á íslenzkri list um leið og þau bærust út um lönd. Fyrir nokkrj}m , árpm -gaf bókaútgáf- an HelgafeH út- nokkur lista- verkakört. Þau seldust upp á skömmum tíma, og voru ein- mitt ekki sízt send út um heim. Fyrir einu ári gaf Ásgríms- safn út nokkur kort gerð eftir þjóðsagnakortum Ásgríms og eitt litprentað, eftir olíumál- verki af Heklu. Er skemmst af að segja, aa Heklukortið seld- ist alveg upp, og vakti það svo mikla hrifningu, að margir keyptu það raunar til að gefa sjálfum sér og nota fyrir vegg- prýði. Nú í vikunni, þegar tvö ár voru liðin frá því að Ásgríms safn var opnað almenningi, kom út annað litprentaða kort ið, Haust á Þingvöllum, sem nefnt var í upphafi þessarar greinar. í tilefni þess skrupp- um við suður í Ásgrímssafn til að hitta að máli safnvörðinn, frú Bjarnveigu Bjarnadóttur, sem sýnt hefur sérstaka um- hyggju og dugnað í því að hlynna að þessari ómetanlegu gjöf listamannsins til lands síns. Það vildi svo til, að ein af beztu leikkonum okkar var að kaupa Þingvallakortið, þegar við komum inn úr dyrunum, og það var eins og við manninn mælt, ljósmyndarinn var búinn að fá mynd i blaðið. — Hver hefur prentað þessi kort? — Það eru líka listamenn, sem lagt hafa þar hönd að verki. Myndamótin að báðum kortunum gerði Eiríkur Smith listmálari, sem er starfandi prentmyndasmiður við Pret- mót. Heklukortið var prentað í Litmyndum í Hafnarfirði, en Hólaprent í Reykjavík annað- ist prentun Þingvallakortsins. ar í ljós kom, að talsvert hafði safnazt í kassann, var sá ágóði notaður til að senda málverk út til Statens Museum í Kaup- .mannahöfn, til hreinsunar og viðgerðar,- gömul listaverk, sem fundust í húsi listamanns- ins eftir lát hans. Þetta verk er mjög seinlegt og kostn- aðarsaft, og verður öllum ágóða af kortasölunni varið til að kosta verkið. Ágóðinn af sölu hvers korts er samt ekki svo ýkja mikill, því að verðinu er mjög stillt í hóf, og Þingvaila- kortið kostar sama og Heklu- kortið, þótt flest hafi hækkað síðan í fyrra. — Þið eruð nokkuð snemma á ferðinni með jólakort í ár. — Já, og það er gert með vilja. Margur þarf að senda jóla kveðju um langan veg. Daginn sem salan hófst, kom hinn Framhald á 13 síðu Á bakhlið jólakortsins er þessi ljósmynd, sem Ósvald Knudsen tók af Ásgrími að mála úti í hrauni J T í M I N N, laugardagur 10. nóvember 1962. 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.