Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR Bráðabirgðasötu- skatturinn Alllangar umræður urðu í báðum deildum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um framleng ingu á brá'ðabirgðasöluskattin- um. Framsóknarmenn lögðu til að þessi skattauki yrði felldur úr gildi, en sú tillaga var felld af stjórnarliðinu. Saga þessa skatts er nokkuð sérstæð. Skatturinn átti í fyrstu — að því er marg lýst var yfir af fjármálaráðherra og stjórn- arflokkunum — aðeins að gilda hluta ársins 1960 eða til loka þess árs. Raunin hefur orðið nokkur önnur. f fjárlagafrumvarpi því, sem núverandi ríkisstjórn lagði fram í ársbyrjun 1960 í árdaga viðreisnarinnar var tekið fram í greinargerg frumvarpsins, að ekki væri áformað að breyta söluskatti á innflutningi og hið sama kom einnig fram í bók- inni „Viðreisn“, sem send var inn á hvert heimili á kostn að ríkissjóðs. Eitthvað virðast samt Gunnar og spekingarnir hafa misreiknag sig — og það um allmarga milljónatugi, og lét ríkisstjórnin þá lögfesta 8% viðaukasöluskatt af innflutn- ingi. Sagði ríkisstjórnin að það væri cinungis til bráðabirgða fram til ársloka 1960, en þá myndi skatturinn örugglega felldur niður. Meginröksemdir fjármálaráðherrans fyrir því að lögfesta þennan skatt til bráða- birgða voru þær, að 3% almenni smásöluskattuirinn myndi að- eins gilda þrjá fjórðu hluta árs ins 1960, yrði að grípa til þess- arar bráðabirgðaskattheimtu til ag vega upp á móti þeim árs- fjórðungi, sem tapaðist í sölu- / skattsinnheimtunni, en þegar 3% almennj söluskatturinn kæmi á heilt ár, þ. e. árið 1961, yrði bráðabirgðasöluskattsins ekki þörf lengur og hann yrði því örugglega niður felldur. Reyndus! sannsnáte Framsóknarmenn spáðu því þegar í upphafi þessa kynlega máls. að hér myndi ekki verða um bráðabirgðaskattheimtu að ræða heldur varanlegan skatt- stofn og reyndust þeir sannspá- ir um það eins og fleira. Þegar leið að árslokum 1960 kom svo ríkisstjórnin með frum varp um að framlengja sölu- skattinn og láta liann gilda allt árið 1961. Og enn átti hann að- eins að vera ti! bráðabirgða. 1961 var hann svo enn fram- lengdur fyrir allt árið 1962 og þó til bráðabirgða. Undir árs- lok 1962 er hann svo enn fram- lengdur fyrir allt árið 1963 — og nú auðvitað aðeins til bráða- birgða!! Störauknar skatta- álögur Þessi viðbótar eða „bráða- birgðasöluskattur“ er áætlaður að nemi um 260 milljónum króna á þessu ári og er því mjög þungar álögur á lands- fólkið og hann er aðeins eitt dæmi þess, hve fjarri lagi það er hjá málgögnum stjórnar- flokkanna að halda því fram, að ríkisstjórnin hafi lækkað skatta. Hinir óbeinu skattar hafa vcrið margfaldaðir og skv útreikningum Hagstofu fslands hafa beinir skattar á þær tekj- ur, sem vísitölufjölskyldunni eru áætlaðar nauðsynlegar, einn ig hækkað — og miðað við f jár lög 1958 og 1963 hafa álögur rikisins á þegnana verið aukn- ar um hátt á þriðja hundrað prósent á þessu timabili. Gunnar Thoróddsen, fjármála ráðherra, sagði að tollskráin væri í endurskoðun og þá yrði bráðabirgðasöluskatturinn nið- urfelldur. Fjármálaráðherran- um svíður sú háðung, sem saga þessa „bráðabirgða" söluskatts er. Og nú hefur hann fundið ráðið. Það á að taka skattinn beint inn í tollskrána og gefa honum nýtt nafn og hætta þar með þessum spaugilega „bráða- birgðaleik. Er talið líkfagast að þessi „bráðabirgðasöluskatt- ur“ verði sameinaður verðtolli. Raforkumálln Allir þingmenn Framsóknar flokksins, 17 að tölu, flytja þingsályktunartillögu um raf- orkumá) og kveður tillagan á um, að ÖII heimili landsins skuli hafa fengið rafmagn í sið asta lagi fyrir árslok 1968. Til- lagan felur í sér áskorun til ríkisstjórnarinnar um að láta hraða áætlunum um áframhald andi framkvæmdir við rafvæð- ingu landsins Séu gerðar áætl- anir um ný orkuver, aðalorku- veitur og dreifUínur um sveitir ásamt áætlunum um aðstoð við að koma upp einkastöðvum fyr- ir einstök heimili, sem eru svo afskekkt, að ekki þykir fært að Ieggja raflínur til þeirra frá samveitum. Sé þá aðstoðin á- kveðin með hliðsjón af þeim stuðningi, sem veittur er íbúum samveitusvæðanna. Samdráttur fram- kvæmda Fjárframlög úr ríkissjóði til rafvæðingarinnar hafa siðustu 4 ár verið allmiklu lægri en þau voru á árunum 1957 og 1958 og hefur þó framkvæmdakostn- aður hækkað mjög síðustu ár- in og fjárþörfin vaxið, eins og kunnugt er. Er því nauðsynlegt að auka ríkisframlögin og út- vega<|ánsfé til áframhaldandi framkvæmda, en enn er eftir að koma upp orkuverum og að alorkuveitum fyrir mörg byggð ariög samkvæmt 10 ára áæt! uninni. Raforkumálaskrjfstofan mun hafa unnið að athugunum á vegalengdum milli býla í sveit- um, sem ekki hafa fengið raf- magn, en þetta verk hefur sótzt seint, þar sem aðeins einn starfsmaður mun hafa starfað að þessu sem aukaverkefni á- samt öðrum störfum. Við dreif ingu raforkunnar um sveitir landsins hefur þeirri reglu ver ið fylgt að rafmagnið er lagt um þau svæði, þar sem línti- lengd frá aðalveitum er ekki meiri en ca. 1 km. að meðal- tali á hvert býli. Nýft áfak nauð- «vnles:f f síðari áfanga þarf auðvit- að að ganga lengra og leggja raflínur um byggðir þótt með allínujengd milli býla sé miklu ineiri en 1 km. því að sjálfsagt er að fullnægja rafmagnsþörf inni með samveitum að svo miklu sem frekast þykir fært i þá með byggingu vatnsaflsstöðva fyrir einstöh býli eða byggðahverfi, þar sem skilyrði eru til þess. Þar sem býli eru svo afskekkt, að ekki þykir fært að Ieggja til þeirra raflínur og skilyrði til að koma upp hæfilegum vatnsaflsstöðv- um eru ekki fyrir hendi, verður að grípa til annarra úrræða og koma þá helzt til greina dísil- stöðvar — og er þá réttmætt að aukin verði aðstoð af opin- berri hálfu til þeirra, sem ut- an samveitusvæðanna standa og þurfa að koma upp einkastöðv- um til rafmagnsframleiðslu. Ný áæilun dragtef ekki iengur Skúli Guðmundsson 1. flm. tillögunnar mælti fyrir hennj í sameinuðu Alþingi. Sagði Skúli að þótt töluvert sé enn óunnið við framkvæmd 10 ára áætlun- arinnar ætti að mega ljúka þvi á skömmum tíma. Það er því sjálfsagt að Iáta ckki lengur dragast að ganga frá nýrrj á- ætlun um framhald rafvæðing- arinnar og til þess að herða á því, er þessi tillaga einmitt flutt Það verður að ganga miklu Iengra en áður við dreifingu rafmagnsins, þannig að það verðj lagt um byggðir, þótt með • allínulengd milíi heimila sé miklu meiri en 1 km. Spuruiéíg um, hvori bvzgS ®ps:í a9 haldasf Þeir menn, sem enn hafa ekki fengið rafmagn bíða óþolinmóð- ir, sem eðlilegt er eftir því að fá vitneskju uni hvað gert verð ur i þessum málum, sem eru þeim svo mjög þýðingarmikil. Þeir vilja vita, hvort þeir megi vænta rafmagn^Ttá'sannjeitumí ; eða stuðhings við að koma upp einkastöðvum — og þessu vilja þeir fá úr skorið sem fyrst. Þegar rætt er um það, hvort leggja eigi rafmagn um héruð, er í raun og veru rætt um það, hvort byggð eigi að haldast þar eða ekki. Svo mikilvsrigt er málið og svo snar þáttur er það í jafnvægi byggðar lands- ins. AfstaSa rí|?isst|ór»iar* tnnar tii kjaradellna Alliangar umræður urðu á þinginu tim frumwanpið til stað festingar á gerðardómslögUiU- um í síldveiðideilunni á s. 1. vori. Við 1. umræðu um frum- varpið í efri deild flutti 6laf- ur Jóhannesson ræðii. Minnti hann þá m. a. á yfirlýsingar ríkisstjórnarininar um það, að hún ætlaði engin afskipti að hafa af vinnudeilum. Taldi hann þesaar yfiriýsingar hafa verið vanhugsaðar — eins og reynsla,n hefði og sannað. Rík- iss'tjórnin hefur ekki komizt hjá því að hafa afskipti af vinnudeilum en hins vegar hef ur ríkisstjórnin ekki gripið inn í fyrr en á síðasta stigi. hegar það hefur verið of seint. Ríkisstjónnin hefur ekkert gert í.l þess að greiða fyrir sáttum á frumstigi vinnudeilna og hefur svo aannarlega ekki lagt sig fram um að laða deiluaðila til sátta. Hitt væri nær sanni, að ríkissljórnin hafi oft fram- an af kjaradeilu haft óbein af- skipti af henni, sem beinjínis hefur torveldað lausn henniar, I t. d. með því að stappa stálinu n í vinnuveitendur og þverskaH ri azt við öllum kjarabótum — | eða með því að synja um fyr- Í ingreiðslu, er auðveldað gæti P Framh á 15 síðu SEXTUGUR: Eðvald Halldórsson, bómfi, Stönum Sextíu ára er í dag, 15. janúar, Effvald bóndi Halldórsson á Stöp- um á Vatnsnesi. Hann er fæddur að Hrísum í Víðidal. Foreldrar hans eru Sigríður Jóhannsdóttir, húnvetnskrar ættar, og Haildór Ólafsson frá KrossiíLundarreykja dal. Sigríður er enn á lífi, 87 ára gömul. Hún fluttist vestur til Kanada árið 1913, en kom heim aftur eftir rúmlega 20 ára búskap þar. — Halldór, faðir Eðvalds, er látinn fyrir allmörgum árum. — Eðvald ólst upp hjá móffur sinni til átta ára aldurs, en var næstu sjö árin hjá föður sínum, sem þá var búsettur á Hvamms- tanga. Vorið 1918 réffst Eðvald vinnu- maður til Páls Leví, hreppstjóra a Heggsstöðum, og var þar til árs ins 1921. Þá um haustið stundaffi hann útróðra frá Seltanga, sem er gömul verstöð á Heggsstaða- nesi, skammt norðan við Heggs- staði. Þar eru rústir gamalla sjó- búða, því aff þaðan var útræði fyrr á tímum. Eðvald er siðasti for- maðurinn, sem réri frá þeim stað. Frá Heggsstöðum fluttist Eð- vald til Hvammstanga og átti þar heima nokkuð á þriffja tug ára. Þar stundaði hann sjómennsku og verkamannavinnu, og landbún- að síðari árin. Einnig vann hann þá og síðar allmikið að bátasmíff um. Mun hafa smíðað 30—40 smá báta, allt upp í 3—4 tonn að stærð. Eðvald kvæntist árið 1930 Sese- líu Guðmundsdóttur frá Gnýsstöð- um á Vatnsnesi. Þau reistu nýbýl- ið Mörk í Hvammstangahreppi og bjuggu þar í 13 ár. En 1945 seldu þau býli sitt, fluttust að Stöpum á Vatnsnesi og hafa búið þar síð- an. Stapar eru ættarjörð. Áður en Eðvald og kona hans fluttust þangað, bjuggu þar lengi góðu búi hjónin Sigfús Árnason og Elín Þorláksdóttir. Sigfús er móður- bróffir Seseiíu, konu Eðvalds, og hann valdi þessa frænku sína og mann hennar til að taka við jörð inni. Sigfús er enn á lífi og á heima á Stöpum, 83 ára gamall og vel ern eftir aldri. En Elín kona hans lézt síðastliðiff sumar. — Búskapur þeirra Eðvalds og Sese- líu er í góðu lagi, þau hafa bætt jörðina með ræktun og eiga nú íbúffarhús í smíðum. Við búrekst urinn hefur Guðmundur, sonur þeirra, veitt þeim mi'kilsverða að- stoff. , Eðvald og Seselía eignuðust sex börn, fjórar dætur og tvo syni: Annar sonurinn. Ársæll, mesti efnispiltur, lézt fyrir nokkr um árum, en hin eru á lífi. Heima eru Guðmundur og Siguriín, en þrjár dæturnar eru giftar og að heiman farnar. Þær eru Erla, húsfreyja á Tjörn á Vatnsnesi, Marsibil Sigríður og Sólborg Dóra búsettar á Hvammstanga. Meðan Eðvald var búsettur á Hvammstanga, var hann oddviti hreppsnefndar í allmörg ár, og síðan hann kom að Stöpum hef- ur hann gegnt ýmsuhi trúnaðar- störfum í sveit s'ihrii, Kirkju- hvammshreppi. Eðvald Halldórsson er fjölhæf- ur hæfileikamaður, eins og sú upptalning á verkum hans, sem i hér er gerð, ber nokkurn vott um. Hann er hagmæltur, og eru vísur og kvæðj eftir hann birt í Hún- vetningaljóðum, sem út komu fyr ir nokkrum árum. Áhugasamur er hann um þjóðleg fræði, ættvísi o.fl., og mun eiga í fórum sínum safn af slí'kum fróðleik, sem hann hefur tínt saman og skráð, til aff forða frá glötun. Hann er áhuga- maður um landsmál og samvinnu mál. Á sæti í stjórn Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, og hefur unn ið að málum þess félagsskapar af áhuga og sérstakrj samvizkusemi, eins og að öðru því, sem honum er til trúaff. Um leið og ég óska Eðvald Hall dórssyni allra heilla í tilefni af sextugsafmælinu, flyt ég honum góðar þakkir fyrir mjög ánægju legt samstarf á liðnunt árum. Skúli Guðmundsson. Sinfóníutónleíkar Fyrstu tónleikar hljómsveitar- innar á þessu nýbyrjaða ári voru haldnir í samkomusal Háskólans þ. 10. jan. s.l. Einsöngvari á þess- um tónleikum var finnski óperu- söngvarinn Kim Borg og stjórn- andi William Strickland. Upphaf tónleikanna var En Saga sinfóniskt ljóð op. 9 eftir Sibelius. Tiltölulega stutt er síðan þetta verk var síðast á efnisskránni, svo það er konsertgestum eflaust enn þá í fersku minni, af einhverjum ástæðum hefur hljómsveitin engu bætt þar við og var flutningur hennar lítiff samræmdur, verkið sem að vísu er æskuverk höfund- ak en engu að síður snjallt hljórn- sveitarverk varð í heild heldur dauft. Kim Borg, óperusöngvari, er stórt og mikið nafn í heimi söng- listarinnar um þessar mundir, enda hefur hann flest það tii að hera sem góður óperusöngvari þarf að ha'fa í veganesti. Rödd hans er voldug bassarödd — breið og þykk, jöfn og samanþjöppuð á því radd- sviði, sem söngvarinn hefur yfir ?ð ráða. Þrjú sönglög finnska höf- undarins Kilpinens, söng Kim (Frvmhald á 15. síðu). T f M I N N, þriðjudagur 15. janúar 1963. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.