Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 9
NÍGERÍA ÞAÐ var með hálfum hug, að ég varð við þrábeiðni rit- stjórans aði hripa niður nokkr- ar endurminningar frá Nígeríu ferð minni, nýafstaðinni. — Eg hef aldrei reynt að skrifa grein í nokkurt blað. Ferðin til þessa fjarlæga lands í hjarta Afríku rétt norðan við miðbaug jarðar er ekki lengri í klukku stundum en Reykjavík er frá Akureyri, ef farið er í góðum bíl með matarhléi í Bifröst og kaffi í Varmahlíð. Þotan hef- ur flugið frá Lundúnaflugvelli klukkan 9 um morguninn og var lent í Lagos í Nígeríu klukkan 9 um kvöldið. Lent var tvisvar á leiðinni fyrst í Róm og síðan í Kairo, sem er forn markaðsborg og áningar- staður í útjaðri Saharaeyði- merkurinnar, þar sem úlfalda- Iestirnar úr öllum áttum mætt ust og mætast enn í dag til að skiptast á varningi og fréttum. Lagos, höfuðborg Nigeríu, er borg nútímans, margra hæða skrifstofubyggingar, hótel, bank ar og verzlanir í nýtízku stíl rlsa upp úr gamla tímanum og setja mark framfara og þró- unar á miðborgina. í útjaðri miðborgarinnar er gamla lag- ið ótruflað. Allar götur eru þéttsettar verzlunum, eða rétt ara sagt básum, því að þeir hafa enga framlilið og stundum að- eins þak til að verja varning- inn regnL Hér úir og grúir af fólki í verzlunarvafstri. Þeir, sem ekki höfðu bása, voru með varning sinn í kerrum eða öðr- um hirzlum og hrópuðu hver í kapp við annan, hringdu bjöll- um og flautuðu til að vekja at- hygli á varningi sínum. Hér var líf í tuskunum og áhugi á starf- inu. Mesta vandamál ríkisstjórn arinnar er að fá fólkið til að snúa aftur til jarðyrkju. Allir vilja verzla, enda þarf lítið til, nokkrar appelsínur í körfu og sterkan háls og haus til að bera hana. Allt er borið á höfðinu í Nígeríu. Glymskrattar eru í öðrum hverjum bás og stilltir á mesta hávaða, — „Highlife rythm“. Nígerski þjóðarrythminn gagntekur alla, sem heyra, og allt fer af stað í takt nema höfuðið, sem byrðina ber. — Meira að segja þrjú hundruð punda kerlingar takast á loft með 50 kg. hlass á kollinum, svo sterk eru áhrif tónfalls þessarar frumstæðu tónsmíðar. Blessuð skreiðin er einnig bor- in á höfðinu, og er henni rað- að í hring í körfurnar, þannig að sporðarnir standa eins og sprotar í kórónu í allar áttir. Sjálf drottningin af Saba hefði verið vel sæmd af slíku djásni við allra hátíðlegustu tækifæri. Ég veit, og það með vissu, að Bogi og Albert og allir skreið- arframleiðendur yrðu stoltir af framleiðslu sinni, ef þeir sæju hana eins og ég sá hana í kórónulíki á höfði drottning arinnar af Saba. Móðir Nígería er góð móðir og sér börnum sínum, sem eru 40 milljónir, fyrir daglegu við- urværi á auðveldan hátt, enda eru þau nægjusöm ’ og Iáta hverri stundu nægja sína þján- ingu. Fjölskyldan er miðdepill og styrkur þjóðfélagsins. Einn fyrir alla og allir fyrir einn, og er þá frændsemi talin með í 5. og jafnvel 10. lið. Til dæm- is gæti ein fjölskylda, t. d. tutt ugu til þrjátíu manns, komið sér saman um að styrkja efni- legan fjölskyldumeðlim til náms. Að loknu námi er hann siðferðilega skyldugur til að leggja fram sinn skerf, eftir getu, til velferðar hvers eins í fjölskyldunni. Sérstök um- hyggja fyrir gamla fólkinu og vellíðan þess er metnaðarmál fjölskyldunnar sem heildar. — ^Fólkið í Nígeríu er hjartahlýtt, glaðlynt og gestrisið. Hvergi fann ég kulda né andúð í garð hvíta mannsins, en hvarvetna stolt og bjartsýni um framtíð þjóðar sinnar. Nígería öðlaðist sjálfstæði 1. október 1960. — Landið var áður brezk nýlenda. Vörusýningin, sem var til- efni ferðar minnar, var lik öðr- um slíkum sýningum. Fjörutíu þjóðir tóku þátt í henni, og 1.200.000 manns greiddu að- gangseyri. Er það sennilega heimsmet. Furðuleg saga er landlæg í . NígemkoghefiK.ómur af henni Þessi mynd er tekin á sýningunni í Lagos. Kona ber barn sitt á baki aS sið þarlendra. (Ljósm.: Birgir Halldórsson). Nígeríukona á markaSstorginu í Lagos. Konur bera skreiðína á þennan hátt og bjóða hana til sölu. Norskur skreiðarframleiðandi er að loka byrði konunnar, sem er eins og þyrnikóróna á höfði hennar. (Ljósm.: Birgir Halldórsson). borizt hingað heim. Þrátt fyrir hið mikla trúboð Þórodds í Ní- geríu er sagan enn í fullu gildi. Norðmenn buðu 16 ní- gerskum blaðamönnum til Nor- egs fyrir fimm árum til að sýna þeim uppruna og verkun skreið ar, svo að þeir gætu upplýst þjóð sína um alít varðandi skreið. Þessir menn rituðu síð- an langt mál um þetta efni í öll helztu dagblöð Nígeríu og héldu fyrirlestra í menntastofn unum og útvarpi og lágu hvergi á liði sínu. En þrátt fyrir alla þessa miklu fræðslu trúa Ní- geríumenn enn, að „Stockfish“ sé tegund af fiski, sem guð hefur gefið konuhöfuð með gult, liðað hár niður á sporð- ugga. Uppruni sögunnar er ekki kunnur, en lögfræðingur einn sagði mér, að líklega hafi einhver framleiðandi annarrar vörutegundar komið þessari sögu á kreik til að eyðileggja skreiðarmarkaðinn. Sumir sögð ust hafa séð myndir af skreið með kvenmannshöfði, og var erfitt að hrekja slíkar fullyrð- ingar. Norðmenn voru vel kunn ugir þessu vandamáli qg sýndu alla sína skreið með hausnum á. Þar sem mjög erfitt var að útskýra þetta mál án þess að hafa haus til sýnis, tókum við það til bragðs að stela tveim fiskum frá Norðmönnum til að hengja upp með íslenzku skreið inni. Þetta auðveldaði mjög upplýsingaþjónustuna. Fjöldi Nígeríubúa veit betur eftir sýninguna, en margir trúa því samt enn, að íslendingar og Norðmenn veiði fallegar hafmeyjar í netin sín, skeri af þeim hausinn og þurrki þær á slá í sól og vindi og sendi þær síðan skrælnaðar og hauslaus- ar til að verða étnar í Nígeríu Það mundi styrkja stórlega trú þeirra á þessa furðusögu, ef þeir kæmust að því að við fs- lendingar hefðum sprengt okk ar eigin hafmeyju í loft upp til að friða samvizkuna Ég get hughreyst þá. sem framleiða skreið og halda. að dagar henn- ar séu taldir í Nígeríu, með því, að Nígeríumenn borða skreið vegna þess, hve hún bragðast þeim vel. Almúginn, sem borðar skreið tvisvar £ viku, hefur ekki minnstu hug- mynd um eggjahvítuinnihaldið, hefur aldrei heyrt það nefnt. Það er bragðið, sem veldur vin sældum skreiðarinnar. Skreið- in er í Nígeríu jafnvinsæl og lambakjöt hjá okkur. Ef hús- móðirin er sérstaklega blíð í garð eiginmannsins, lætur hún vænan skammt af skreiðar- stöppu í nestiskassann, þegar hann fer í vinnuna, ekki til að auka eggjahvítuinnihaldið í karlinum, heldur til að glæða kærleikann, enda bregzt það varla. Skreið er mjög dýr matur, eitt lítið stykki skorið þvert yfir fiskinn ámóta þykkt og eld spýtustokkur kostar einn Shill- ing eða sex krónur. Aðspurð- ur, hvort við borðuðum skreið á íslandi, svaraði ég því ját- andi, en sagði, að við borðuð- um hana hráa með smjöri. — Hlógu þá allir dátt að og sögðu, að það væri annars meiri skræl Framhald á 15. síðu. Elín Pálmadóttir sýnir hvernig hausinn er á skreiðinni. Ra T f M I N N, þriðjudagur 15. janúar 1963,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.