Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 5
IÞROT SITSTJORI HAUUR SIMONARSON MISTOK DOMARA URÐU ÍR-INGUM DÝRKEYPT FH vann IR í jöfnum leik á Islandsmótinu í fyrrakvöld, 33—30. Dómarinn vísaði einum ieikmanna in Sem betur fer er það sjald- gæfur atburður í handknatt- leik, að leikmanni sé vísaS af velli fyrir brot, sem annar hef- ur framið, en það skeði í leik FH og ÍR í fyrrakvöld, er þess- ir aðilar mættust í íslandsmót- inu. Fyrir mistök dómarans var Hermanni Samúelssyni ÍR, vikið af velli í fimm mínútur, eftir miðjan síðari hálfleikinn, og hafði þessi brottvikning hans mikil áhrif á úrslit leiks- ins, sem hafði verið afar jafn fram að þeim tíma, er þetta atvik átti sér stað. Eftir að Hermanni hafði verið vxísað út af, léku ÍR-ingar sex og lögðu áherzlu á að tefja leikinn, sem þeim tókst furðu vel. Samt sem áður náðu PH-ingar að auka forskot sitt í 26:23 og náðu ÍR- ingar aldrei að brúa það bil. Loka Keppni í 2. deild hafín Á LAUGARDAGINN liófst keppni í 2. deild á íslandsmótinu í hand- knattleik. Tveir leikir fóru fram — í þeim' fyrri mættust Valur og Breiðablik úr Kópavogi og vann Valur með nokkram yfirburð'um, 33:25. f seiuni leiknum mættust ÍA og ÍBK og vann ÍA eftir nokkuð spennandi leik, 32:27. af velli aö tilefnislausu tölur urðu 33:30 FH í vil, en óefað hefðu úrslit orðið önnur að ein- hverju leyti, ef ÍR hefði ekki orðið fyrir því áfalli að missa Hermann í svo langan tíma, að tilefnislausu og verða þessi misötk algjörlega að skrifast á reikning dómarans, Hannesar Þ. Sigurðssonar, sem gekk illa að halda leiknum niðri. Lélegar varnir beggja liðanna Varnir beggja lið'anna voru af- ar lélegar allan leikinn út og um líma í. fyrri hálfleiknum var mark skorað upp úr hverju upphlaupi. Gunnlaugur Hjálmarsson tók for- ustuna_ fyrir ÍR með ágætu skoti strax á fyrstu sekúndunum, en það stóð ekki lengi og rétt á eftir jafn aði Einar Sigurðsson fyrir FH með föstu skoti af línu. Félögin skiptust á að halda for- ustu út fyrri hálfleikinn —- og var markaregnið gífurlegt, — og virtust leikmenn lítið vita hvað varnarleikur væri. í hálfleik hafði FH yfir 20:19. Seinni há'lfleikur var ólíkur þeim fyrrf að því leyti til, að mun færri mörk voru skoruð og menn gættu sín betur. FH hélt yfirleitt forustu, en ÍR fylgdi fast á eftir. Þegar rúmar 13. mín. voru eftir, vísaði dómarinn Her- manni Samúelssyni af velli, fyrir brot er meðherji hans framdi og var Hermanni vísað út af í fimm mínútur, þar sem honum hafði áður verið vísað af velli í leiknum. Þessi alvarlega yfirsjón dómar- ans reyndist ÍR-ingum dýrkeypt og kostaði hún það, að liðið varð að halda boltanum sem mest, en sleppa öllum sóknarleik, — og var þá í rauninni gert úti um leik inn. FH-ingar juku forskot sitt í þrjú mörk og náu ÍR-ingar ekki að jafna það. FH-liðið langt frá sínu bezta Þrátt fyrir þennan sigur FH, er langt síðan liðið hefur leikið jafn illa og virðist ekki vera í æfingu. Veikasta hlið liðsins er vörnin og hefur hún aldrei veri eins slök og nú — ef til vill hefur þetta komið greinilegar fram nú, vegna slæmr ar frammistöðu Hjalta í markinu, sem hefur verið aðalmáttarstólpi liðsins undanfarin ár. Það er ljóst, að FH-liðið getur ekki til frambúðar treyst jafnmikið á ein- staklingsgetu leikmanna sinna, þegar út í stærri raunir er kom- i, enda er sameinað átak þyngra í metunum, en einstaklingsframtak ið, sem til beggja vona getur brugðið. Mörk FH í leiknum skor uðu, Ragnar og Guðlaugur 7 hvor, Einar 5, Birgir 4, Páll og Örn 3 hvor og Kristján og Sverrir 2 hvor. Það er alltaf sami veiki punkt- urinn á ÍR-liðinu — vörnin — og er furðulegt, að ekki skuli vera hægt að laga haúa. Gunnlaugur var beztur ÍR-inga að vanda, en ágætan leik sýndu einnig Gunn- ar Sigurgeirsson og Finnur í rnarkinu. Mörk ÍR skoruðu, — Gunnlaugur 8, Matthías og Stefán ^5 hvor, Hermann og Gunnar 4 hvor og Gylfi og Björgvin 2 hvor. Dómari í leiknum var eins og fyrr segir, Hannes Þ. Sigurðsson, einn okkar reyndasti handknatt- leiksdómari — hafði hann lítil eða engin tök á leiknum og átti slæman dag. — alf. NVII0ANA SKORTI OlllAlD GEGN ISIANDSMEISTIIRUM Fram vann Þrótt auöveldlega með 34—19 FRAM vann stóran sigur yfir Þrótti, er þessir aðiiar mættust i fyrri umferö íslandsmótsins í hand knattleik í fyrrakvöid. Alls urðu mörk Fram 34 á móti 19 Þróttar og hefði sigur Fram vissulega getað orðið stærri. Þróttarliðinu skortir tilfinnanlega úthald — og í ielkn- um í gær, virtist liðið vera búið, áður en fyrri hálfleik lauk. Það býr margt gott í liði Þrótt- ar og meðan því entist úthald. brá fyrir góðum leikköflum og á- gætu línuspili. Leikurinn hélzt jafn fvrsta stundarfjórðunginn. en eftir það var um algjöran ein- stefnuakstur af hálfu Fram að ræða og mörkin komu eins og á færibandi. í hálfleik hafði Fram yfir 16:9. Framarar héldu áfram að auka forskot sitt í seinni hálfleiknum og virtust taka leikinn frekar sem létta æfingu, en kappleik í fslandsmóti — Ingólfur Óskars- son var aðalskotmaður Fram og skoraði mörg glæsileg mörk — en annars varði Guðmundur Gústafs- son í marki Þróttar mjög vel og það er honum fyrst og fremst að þakka, að ekki fór ver. Undir lokin tóku Þróttarar smá sprett og skoruðu þrjú síðustu mörkin en leikurinn endaði 34:19 Ekk; telst bessi leikur Fram tii neinna stórviðburða. enda mót spyrnan lítil og liðsmenVi kæru- lausari af þeim sökum. Guðjón og Ingólfur voru beztu menn liðs- ins, en aðrir sýndu einnig ágætan leik, m. a. markvörðurinn, Sigur- jón Þórarinsson, sem átti sinn bezta leik í langan tíma. Mörk Fram skoruðu, Ingólfur 14, GÍuð- jón og Karl Ben. 5 hvor, Sigurð- ur, Hilmar, Erlingur og Jón 2 hver og Tómas og Ágúst 1 hvor. Lið Þróttar kom illa út úr þess- um leik og er úthaldsleysið áber- andi. Liðið getur leikið taktiskan handknattleik og náð upp laglegu línuspili — en það dugir skammt, er úthald er ekki fyrir hendi. — Mörk Þróttar í leiknum skoruðu. Axel og Þórður 5 hvor. Haukur 3. Páll og Hp]gi 9 hvor og Grétar og Gunnar 1 hvor. Dómnri í leiknum var Valur I Benediktsson. KEPPNI í kvennaflokkum á handknattleiksmótinu hefst í kvöld og er þátttaka nokkuð góð í meistaraflokki, þótt ekki verði keppni í tveimur deildum, eins og áður. Á myndinni hér að ofan, sem tekin var í fyrra, sést Liselotte Oddsdóttir, Ármannl, skora mark gegn Víkingi. Kvennaflokkar keppa í ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik heldur áfram að Hálogalandi í kvöld og fara fram þrir leikir í meistaraflokki kvenna, auk nokk- urra leikia í yngri flokkunum. — Þátttaka í kvennaflokkj cr góð og senda flest Reykjavíkurfélaganna Iið til keppni, en í nýafstöðnu Reykjavíkuimóti var þátttaka mjög dræm og sendu aðeins þrjú félög lið til keppni. Þessir leikir fara fram í kvöld: í þriðja flokki b, ÍR-Ármann, dóm- ari, Bergsteinn Pálsson; Víkingur -Þróttur, dómari, Gestur Jónsson, kvöld og loks mætast í 3. flokki b, Val- ur-Fram og þann leik dæmir Björn Bjarnason. í meistaraflokki kvenna mætast í fyrsta leik Valur og Ármann, dómari Birgir Björns son, þá leika Fram og Breiðablik, dómari Heins Steinmann og síð- asti leikur verður milli Víkings og FH og hann dæmir Gunnar Jóns- son. Ekki er að cfa, að kvennaleikirn ir verða allir skemmtilegir, má t. d. búas!: við mikilli baráttu í leik Ármanns og Vals, en þessi lið háðu harða baráttu í nýaf- stöðnu Reykjavíkurmóti. CARBOR ENGINN FLÓTTAMAÐUR! AÞ—Reykjavjík, 14. janúar. S.l. laugardag kom hingað til lands hinn kunni ungverski íþróttaþjálfari, Simony Gabor, og mun ætlun hans að dvelja hérlendis i eitt og hálft ár. í för með Gaboi- er fjölskylda hans. Það var rangtúlkað í Morgunblaðinu að Gabor hyggðist leita hælis liér sem pólitískur flóttamaður. Gabor er kominn hingað á vegum IR. cn hjá því félagi hef ur Gabor þjálfað áður, með góðuin árangri Það mun ætlunin, að Gabor annist undirbúning og þjálfun íslenzkra frjálsiþrótta- manna fyrir næstu Olvmpíuleika, sem haldnir vérða í Tokyo i W nóvembermánuði 1964. n Það er vissulega ástæða til að fagna komu Gabor hingað til lands. enda er hann einn færasti frjálsíþróttaþjálfari sem i vöi er á í heiminum. I T í M I N N, þriðjudagur 15. janúar 1963. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.