Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 14
BWHWWMStW Maður heldur, að maður sé anzi snjall, en situr svo kannski eftir með sárt ennið. Spurðu einhvern annan en mig. Eg er ekki kaup- hallarbraskari." „Það er líka allt í lagi,“ sagði hún. „Eg get auðvitað spurt ein- hvern, sem vit hefur á.“ „Nei, nei“, svarið hún, „láttu það bara eiga sig.“ DAG EINN rakst hún á eftir- farandi fyrirsögn í föstum aug- lýsingadálki f dagblaði, sem ein- hver af viðskiptavinum hennar hafði skilið eftir hjá henni: PENINGAMARKAÐURINN.' Hún sökkti sér niður í lesturinn og las hvorki meira né minna en alla síðuna. „Lánsfé óskast gegn tryggingu og háum vöxtxum“, las hún. „Einstætt tækifæri til að gerast hluthafi í mjög arðbæru vefnaðarvörufyrirtæki" . . . „Al- þjóðlegt einkaleyfi, fullkomin trygging samkvæmt vísindalegum útreikningum. Hlutabréf fáanleg fyrir 40.000 mörk.“ . . . „Lánsfé fáanlegt í Sviss gegn fyrsta veð- rétti, fullkomið öryggi“ . . . Ör- yggi, öryggi, öryggi — og gróði! Eftir þetta keypti hún alltaf dagblöðin um leið og hún fór út að verzla. Áður en langt um leið tók hún að spyrjast nánar fyrir um blaðaauglýsingar og jafnvel að senda tilboð. IIúr| handskrif- aði öll bréfin, óskaði eftir svari og gaf upp pósthús eitt í nágrenn- inu og þessa utanáskrift: „Re- bekka, almenn afgreiðsla" — sem heimilisfang. Hún skrifaði eins og skólastelpa, og bréfin hennar voru full af stafsetningar- og málfræði villum. Hún fékk engin svör, en gafst samt ekki upp. Hún gat ekki skilið, hyers vegna enginn sóttst eftir peningunum hennar, datt jafnvel í hug, að eitthvað af bréf- unum hefði glatazt. Hún hafði trú- að hreingerningakonunni fyrir því' að póstleggja sum þeirra; nú las hún henni pistilinn og fór sjálf með næstu bréf í póst. Annars fékk hún yfirleitt ekki mikinn póst. Hún hafði ekki kom- izt i sömu aðstöðu og dóttir Alex Roemfelds, sem átti bréfamöppu fulla af ástarbréfum viðski.ptavina sinna. Menn skrifuðu ekki Rose- marie trúnaðarbréf. Til hennar sneru þeir sér bara beint í eigin persónu. Þeir létu sér nægja að blaðra við hana, meðan þeir voru hjá henni. Aftur á móti fékk hún póstkort alls staðar af jarðar- kringlunni, þegar viðskipttovinir hennar voru á ferðalögum. Hún hefði gjarnan viljað hafa vegg, þar sem hún hefði getað fest þau upp, en slíkt skraut átti ekki heima í íbúðinni hennar Rose- marie. PÓSTURINN, SEM daglega var skotið inn um bréfarifuna á hurð- inni hennar var nærri því ein- göngu auglýsingar. Heimilisfang- ið, íbúðin, bíllinn og — seinna kjölturakkinn hennar, voru nægi- leg trygging fyrir' talsverðum auði. Það var sem sagt mörg bý- flugan, sem langaði að sjúga hun- ang úr þessu blómi, og verzlunar- menn eru oft furðu seigir að afla sér heimilisfanga, ef þeir halda sig geta selt meira eftir á. Það var ekki að furða, þó að þeir hefðu upp á Rosemarie, og engum datt í hug að ganga fram hjá henni, ekki heldur þeim, sem vissu á hverju hún lifði. Hún bjó í fínu húsi í fínni borg og um- gekkst fínt fólk og lifði á yfir- borðinu fínu lífi, svo að ekki virtist ástæða til að fetta fingur út f það, hvernig hún aflaði tekna sinna í raun og veru. Stærstu verzlanir borgarinnar vildu veita henni alla þá þjónuslu, sem þær gátu. Það var síður en svo vond lykt af peningunum hennar, a.m k. á meðan hún lifði, enda komu þeir úr fínustu peningaveskjun- um. Ilmurinn af hundraðmarka- seðlunum hennar var frá Dior. Hún var með öðrum orðum virtur og vinsæll viðskiptavinur. Hún var alls staðar kölluð frú og mik- ið snúizt í kringum hana og það ekik bara af fávisum afgreiðslu- mönnum, sem ekki vissu við hverja þeir áttu, heldur af þaul- reyndum og þekktum verzlunar- mönnum. Fyrst og fremst stafaði þetta auðvitað af því, að hún borg- vegar vissi hún, hvað vél var, og hún kunni sæmilega riieð bíl að | fara. Þess vegna fannst henni líka, | að á því sviði hlyti hún að geta staðið sig jafn vel og hún gerði á sínum eiginlega vettvangi Þar af leiðandi höfðu auglýsingar í sam- bandi við bíla alltaf freistað henn- ar. Og fyrirheitið um helminga- Iskiptin i auglýsingunni, sem áðan j var getið, tók af skarið. j aði út í hönd, enda var hún vön-1 Svarbréfið var skrifað á lélegan j ust þvf að fá si.tt kaup á stundinni. pappír með gamalli og slitinni Nei, f>að voru undantekningar- ri'vél. og nafn fyrirtækisins náði íst aiiir lc-enntnst nm að1 yfir ’’ö'3'kan þriðjung síðunnar. laust allir, sem kepptust um að sýna henni virðingu. Reiðin og beiskjan blossuðu ekki upp fyrr en síðar > I ÞAÐ VAR ÞESS VEGNA enn ! meiri ráðgáta en ella í augum Rosemarie, þessa spillta efiirlætis . barns í heimi verzlunar og við- skip'a, hvers vegna bréfunum hennar var ekki svarað. En einn góðan vcðurdag fékk hún raun-| verulegt svar. Hún hafði sent j fyrirspurn til einhvers, sem aug-j lýsti svona: „Duglegur og lærður tæknifræðingur með staðgóða þekkingu á notuðum bílum og ýmsu þeim viðvíkjandi óskar eftir hluthafa að fyrirtæki gegn helm- ingaskiptum. Nauðsynlegt stofn- frnmlag 30.000 mörk. Svör sendistj i box 16872." Einhvern veginn var því svo varið, að hún hafði alltaf haft sér- stakan áhuga á þeim auglýsingum, sem eitthvað komu bílum við. Þó að öll viðbrögð hennar í þeim heimi, sem hún iifði í, væru eðli- leg viðbrögð nútímamanneskju, hafði hún enga innsýn í heim tækninnar, — og tæknin er ein- kenni nútímans. Rosemarie lét sér það allt í léttu rúmi liggja. Bíll- inn hennar var það eina, sem kom henni f ofurlitla snertingu við tæknina. Þegar bílar voru annars WALTER KARTBERG Viðgerðaverkstæði / Bílaverzlun Peningamiðlun Fyrirtækið stóð við Sachenhaus- en, götunefnu á vinstri bakka Main. Rosemarie ók þangað. Þeg- ar þangað var komið, gat að líta skilti, sem sýndi. hvar ekið skyldi gegnum port. Öðrurn megin var gluggalaus húsgafl, en hinum meg- in múrveggur. Inni j portinu stóð bíll á steinsteyplri stétt. Bíllinn hafði verið tékkaður upp að aft- an, og undir honum lá maður; fæturnir einir stóðu út undan bílnum. Rosemarie drap á bílnum og lit- aðist um. Þarna var litið verk- stæði, mjög lítið, en frekar snyrti legt. Tvennar dyr með járnklædd- um hurðum stóðu opnar upp á gátt, svo að hún sá vel inn á verk- stæðið sjálft, þar sem allt virtist i röð og reglu, þó að mikið væri þar af verkfærum, varahlutum og alls konar dóti. Maðurinn undir bílnum, sem jafnframt var sá bini, sem hún sá á staðnum, virtist ekki hafa heyrt til hennar. Hún flautaði svolítið. Nú hreyfðust fæturnir. Maðurinn, sem hafði legið á stóru pappa- ■spjaldi, mjakaði sér út undan bílnum. 5 — Eg myndi þiggja létta blöndu af gin og límonaði, hr. Ald- en. Eg hugleiddi, hvað landstjór- inn hafið verið skilningsríkur. Hann hafði látið Sylvester fá um annað að hugsa, svo að hann gæti frekar yfirunnið feimni sina, Elisabeth brosti. — En hvað það var skemmti- legt, að við skyldum hittast hér, | en hvernig vissirðu, að ég var hér, j fyrst þú þekktir mig ekki. — Vinur þinn í Englandi, ung-j frú . . . Lítill, feitlaginn maður kom til okkar. — Elisabeth, þú verður að koma og hjálpa. Roy segir ... j Hann tók um hönd hennar ogi leiddi hana á burt. Elisabeth leit hálfmæðulega umj öxl til mín. — Seinna, við verðum að talaj saman. Mér leiddist, að hún skyldi fara, en það kom mér ekki á óvart, að hún var svo vinsæl. Skömmu síð- ar var hún umkringd karlmönn- um. Sylvester kom með drykk, og við stóðum og spjölluðum saman. Það gekk betur, þegar við fórum að tala um flugferðna frá Eng- landi. — Mi'g langar til að fara heim aftur, sagði hann löngunarfullur. — Hvers vegna gerið þér það ekki? — Það er erfiðleikum bundið, sagði hann og horfði niður í glas sitt. — Móðir mín er fædd hér. Hún hatar England. Móðir hans! Eg mundi hvað ungfrú Abby hafði sagt um frú Alden. — Og Elisabeth? spurði ég varfærnislega. Hann brosti. — Elisabeth gæti alls staðar orðið hamingjusöm. ANDLIT K0NUNNAR Clare Breton Smith — Hún er yndisleg, sagði ég ær- lega. — Já, finnst yður ekki, sagði hann og Ijómaði. — Mér finnst það, en ég er náttúrulega ekki alveg hlutlaus í málinu. Hann brosti feimnislega. — Þarna er maðurinn minn, sagði ég og benti honum. Guy stóð á tali við mjög fagra, unga konu, þau hlógu og virtist fara vel á með þeim. Um leið og ég benti Sylvester, lagði hún hönd ina á arm hans og brosti unaðs- blítt við honum. — Eg er náttúrlega ekki alveg hlutlaus heldur, sagði ég ósjálf- rátt. — Eruð þér afbrýðisamar? 'spurði Sylvester rólega, — jafn- rólega og hann hefði spurt mig, hvort mér þætti gott saltkjöt! Eg hikáði ögn og sagði svo: Eg held, að ég gæti orðið það. Eg hefði getað sagt honum, að ég væri þúsund sinnum afbrýði- samari út í Elenu, konuna, sem hafði svikið Guy fáeinum dögum fyrir væntanlegt brúðkaup þeirra — heldur en nokkra aðra konu, sem Guy daðraði við þetta kvöld. Það voru níu ár síðan Elene hafði horfið úr lífi Guys, og ég vissi, að hann hafði aldrei hætt að hugsa um hana. Maður getur barizt við sýnilegan mótstöðumann — en ekki við endurminningu. Hár, gráhærður maður kom til mín og kynnti sig. Hann var mjög geðugur. Sylvester hvarf á braut og ég stóð á tali við mann þenn- an, sem einnig var í nýlendu- þjónustunni . Allt f einu fannst mér fólkið vera sem þokuverur og mig svim- aði — ég heyrði einhvern nefna nafn mitt. Svo varð allt dimmt fyrir augum mér. Þegar ég opnaði augun, lá ég á legubekk í litlu herbergi og dr. Keet var að skoða mig. — Nú, ef þér ætlið að halda þessu leyndu, sagði hann slríðnis- lega, — er það óhæfa að láta líða yfir sig á þennan hátt. — Leið yfir mig? — Þér hafið kannski drukkið of marga kokkteila? — Eg drakk bara einn. En kannski ætti ég ekki að smakka áfengi. Móðir mín bragðaði aldrei vín, meðan hún var ófrísk. — Og hvað átti hún mörg börn? — Fimm. Og lifðu öll. Þetta er líka fimmta barnið mitt, sagði ég biturlega. Hann hrukkaði ennið. — Það hlýtur að vera ástæða fyrir þessu, og hana verðurn við að finna. Svo brosti hann vingjarnlega. — En nú held ég að bezt sé, að þér farið beinustu leið heim. — Ó, nei, sagði ég og skreidd- ist á fætur. — Guy skemmtir sér svo vel, og ég má ekki eyðileggja gleðina fyrir honum. — Þér þurfið ekki að eyði- leggja neitt fyrir neinum. Eg þarf að fara til sjúkrahússins og ég skal aka yður til gistihússins. Eg sendi skilaboð til mannsins yðar. — Og segið ekki hina raun- verulegu ástæðu? bað ég. — Hví ekki? Hann brosti aftur. — Hann hefur fjórum sinnum orðið fyrir vonbrigðum. — Og þér? spurði hann mjög hlýlega. — Hafið þér ekki orðið fyrir vonbrigðum? — Það er annað mál, svaraði ég og skildi ekki, hvers vegna hann hló. Hann varð að taka á sig krók til að komast til gistihússins, og ég hafði orð á því. — Það gerir ekkert, sagði hann. Þá fær fólk eitthvað að tala um. Eg vona, að maðurinn yðar sé ekki afbrýðisamur að eðlisfari. Fólk slúðrar mikið hér, og mér finnst það miklu skemmlilegra að útvega þeim eitthvað einstöku sinnum. — Er mikill kjaftagangur hér? — Ekki meiri en á öllum svona stöðum, þar sem fólk hefur Iítið annað að gera en baktala náung- ann, sagði hann glaðlega -- Kon- an mín er ein af fáum, sem ekki nennir að taka þátt í því. — Var hún þarna j kvöld? spurði ég. — Hamingjan góða, nei, nei. Eg fæ hana aldrei til að koma í kokkleilboð, hvað sem í boði væri Sem betur fer er landstjórinn mjög skilningsríkur maður. Við borðum kvöldverð hjá þeirn ein- stöku sinnum í staðinn. — Eg fyrirlít öll svona sam kvæmi, sagði ég. — Hvers vegna farið þér þá? Af því að maðurinn yðar krefst þess? Mér datt það í hug. En þegar þér hafið verið giftar jafn- lengi og konan mín og ég, þá skiptir ekki lengur máli, hvað eiginmaðurinn segir. Hann hló. Hvað hafið þér verið giftar lengi? Átta ár. Við höfum verið gift í tuttugu. Hann hló og ók upp að gisti- húsinu. — Farið beint í rúmið og biðj- ið um að fá mat sendan upp til yðar. Eitt enn. Eg sá, að þér töl- uðuð við Elisabeth. Reynið að kynnast henni vel. Hún er reglu- leg indæl, ung stúlka og hún þarfnast góðs vinar . . . Hann lyfti hendinni í kveðjuskyni og bíllinn rann af stað. Eg gekk hægt upp i herbergi mitt. Þetta var í annað skipti I kvöld, sem mér var sa-gt, að Elisa- beth þyrfti sárlega á vini að halda. Samt sem áður virtist hún ham- in'gjusamasta mannvera i heim- inum — en ems og Guy segir, sá ég víst aldrei lengra en nefbrodd- urin nnáði. 3 KAFLl Þegar dagar liðu, varð það fast- ur vani, að ég fór niður á torgið á morgnana til að reyna að ná i nýja ávexti, en við Guy erum bæði mjög gefin fyrir þá Og við furðuðum okkur á, hversu erfitt var að ná i ferska ávexti i Mba- bane. Við höfðum alltaf hugsað 14 T í M I N N, þrið’judagur 15. janúar 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.