Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 8
Hvaðan herjar á okkur sú orsök, sem veldur dauöa fyrlr aldur fram — er það frá flaustrl og flýti eða sígare'ttunum? Dauði fyrir aldur fram - fyrirbæri samtímans Mikið er rætt um hjarta* sjúkdóma ekki síður okkar á meðal en annars staðar þar sem vestur-evrópsk — norður- amerísk menning ríkir. Og það sem er mergurinn máls- ins, hvort sem þetta berst í tal meðal lækna eða leikra manna, er þetta: Er eitthvert samhengi milli hjartasjúk- dóma og lifnaðarhátta vorra eða lífsvenja? Upp úr öllum getgátum og ágizkunum fólks um þessi efni rísa nokkrar staðreyndir, sem ekki verður um villzt: Því er sleg- ið föstu, að sérstök afbrigði hjarta s.júkdóma, og má þar fyrst og fræg ast telja kransæðastíflu (blóð- tappa), hafi færzt ískyggilega í 4 aukana síðustu fimmtán árin. Enn fremur er það áberandi, hve mjög miklu fremur karlmenn verða fyr ir barðinu á sjúkdómnum. Konur, einkum fram á þann aldur, er tíðahvörf verða, fá miklu síður að kenna á þessum sjúkdómi. Þegar sjúkdómar ágerast svo mjög á stuttu tímabili, er erfitt að gera sér annað í hugarlund en orsakanna hljóti að vera að leita í utanaðkomandi óheillavæn- legum aðstæðum, sem konur, trú- lega sökum líffræðihæfni sinnar, séu fremur verndaðar gegn. í Bandaríkjunum hefur verið reynt að kynbreyta karlmönnum með kynhormónum kvenna til vernd- ar gegn kransæðastíflu. En árang urinn hefur ekki enn reynzt sér- lega góður og aukaáhrif óþægileg, og þvf er enn margt í óvissu um hvernig ráða skuli fram úr þessu. Nú liggur við að spyrja: Hvaða þættir eru það í okkar ,,vestræna“ lífsvenjukerfi, sem hjörtum okk- ar stendur þessi ógn af? Tvennt er það, sem gerir okkur allflókið að ræða þetta til nokkurrar hlít- ar. Hið fyrra er, að hinir einstöku lifnaðarhættir okkar eru bæði of bundnir af tilfinningalegum og siðfræðilegum hugmyndum, sem skapa hleypidóma meðal okkar flestra, bæði leikra og lærðra. Tökum t. d. sígaretturnar og áfengið. Ákafi reykingamaðurinn er fyrirfram mótfallinn ágizkun- inni um hin skaðlegu áhrif sígar- ettanna, en tóbaksbindindismað- Urinn fyrirfram hiynntur slíkri tilgátu. Þetta sama verður uppi á teningnum, þegar um er að ræða matartegundir, líkamlegar eða andlegar athafnir, viðhorf okk ar mótast meira eða minna af til- finningum eða geðshræringum. Því getum við ekki annað en leit- að fyrst og fremst meðal rann- sókna vísindamanna, sem láta ekki leit sína stjórnast áf ímyndunum eða hleypidómum. Annað, sem háir okkur allmik- ið, er tilhneiging okkar til að leita ætíð einnar orsakar. Hversu oft ast öruggar reglur til að fara eft- ir, svo að við getum komizt hjá þessum mögnuðu hjartasjúkdóm- um, sem svo marga herja og leggja að velli. Trúlega hallast nú flestir á þá skoðun, að það sé neyzla okkar á fituefnum, bæði hvað snertir magn og gæði, sem hafi mikil áhrif. Margir læknar gefa í da^ þeim sjúklingum sínunV/'gem1 hafa- haft kransæðastíflu eða er hætt við henni, viss meltingarráð. En hvort vitneskja okkar um þetta er nógu víðtæk og örugg fyrir KransæSasiífla (svonefndur „blóð- tappiH manna á meðal) er sam timafyrirbæri, einkum hjá fólki, sem lifir við vestrænar lífsvenjur. Norski prófessorinn dr. med. Hans Jacob Ustvedt, sem og er útvarps° stjóri Noregs og þekkir þvi gerla, hvaó þaó er atf vera önnum kafinn, ræ$ir þetta alvarlega mál í me@ fylgjandi grein — nú vió áramótin. heyrum við ekki spurningu sem þessa: „Hvað haldið þér, að sé orsök hjartasjúkdóma — fituefn- in, sígaretturnar eða áreynsla? Sannleikurinn er sá, að ekkert er trúlegra en orsakir þessa sjúk- dóms séu allflóknar, þannig að nokkrar grípi hver inn í aðra, ým- ist saman, með eða móti hver annarri. Fleiri og fleiri hallast að þessari skoðun. En það er að sjálfsögðu mjög þýðingarmikið að verða vísari um þetta svo fljótt sem auðið er, eða a. m. k. hvaða atriði það eru, sem mestu ráða Vísindarit um þetta eru orðin æði mikil að vöxtum og fjölgar með hverri viku, sem líður. Að sönnu höfum við ekki enn fengið mikið af öruggri vissu, sem myndað geti grundvöll til breytinga á lifnaðarháttum okkar til varna sjúkdómnum, en þó eru farnar að skýrast nokkrar höfuð- línur í myndinni. Og af slíkum áhuga, sem læknar og víáinda- menn nú vinna að því að leysa gátuna, megum við vænta þess áður en langt um líður, að eign- heilbrigt fólk til að breyta Iífs- venjum eftir, er vafasamt. En heilbrigðisyfirvöldin liggja ekki á liði sínu til að komast að raun um þetta sem fyrst. Skoðun, sem fengið hefur byr í seglin, hallast að þvi, að lfkam- legt hreyfingarleysi og kyrrsetur stuðli að kransæðastíflu. Þessi til- gáta styðst við það t. d., að vagn- stjórarnir í strætisvögnunum í London, þeir sem alltaf sitji kyrr- ir í sæti sínu, fái miklu oftar kransæðastíflu en hinir starfs- bræður þeirra, sem verði að hlaupa upp og niður tröppur og stiga, alveg á sama hátt og þeim póststarfsmönnum, sem starfa við kyrrsetur, er miklu hættara en póstberurtum. sem fara út um bæ- inn. Annað getur og komið til greina en hreyfingáj-leysi, en áframhaldandi enskar rannsóknir hafa stutt tilgátuna um orsök kyrr setunnar. Þvj til viðbótar má geta þess, að menn hafa getað bent á breytingar í fituefnum blóðsins og storknunaraðstæðum. sem vel getur orðið samferða slíkri til- gátu. Það er áberandi þáttur í fari margra nútímamanna að setjast um kyrrt, hreyfa sig lítið við dag lcg störf, enda þótt margir stundi aftur á móti íþróttir til að bæta sér það upp, að líkaminn fær litla hreyfingu j daglegu starfi. Það ætti að vera í samræmi við almenningsálitið, hvort heldur er JnttéðJtiMiti til vellíðanar eða betra útlits fólks, að berjast gegn kyrr- setum og hreyfingarleysi. Það er áreiðanlega öllum hollara að ganga, hjóla og dansa meira en aka minna í bíl. Það er ekki ómögulegt að það yrði til að draga úr líkunum fyrir kransæðastíflu. Áreynsla (,,stress“) er orðið mjög mikið notað og misnotað kjörorð. Það er mjög erfitt að komast að raun um, hvort sál- fræðilegar aðstæður flýti fyrir kransæðastíflu. Bæði er býsna miklum erfiðleikum bundið að =kilgreina hvaða atriði ei.vi að fást við og liversu eigi að mæla þau. Það er mjög hætt við tilfinninga- mati um þetta mál. Ýmist er fólk vantrúað á að sálfræðileg atriði geti orsakað heiftarlega líkamlega sjúkdóma, og ýmislegt vill verða athugavert við orsakasamhengið. En allt um það hefur sýnt sig af rannsóknum, að líkamleg atriði geta haft áhrif á fituefni blóðs- ins og storknunarhæfni þess, og einnig er möguleiki á því, að áreynsla (,,stress“) geti líka átt þátt í að orsaka ,kransæðastiflu. Hvað sígarettureykingum við- víkur, eru niðurstöður flestra rann sókna samhljóða. Talsvert fleiri sígarettureykingamenn virðast vera í hópi þeirra, sem fengið hafa kransæðastíflu en hinna, sem ekki hafa fengið hana, og ef fylgt er reykingamönnum og þeim. sem ekki reykja, um nokkurra ára skeið, er kransæðástífla algengari meðal hinna fyrrnefndu Munur- inn er ekki ýkja mikill. en hann er samt greinilegur Samt er það engin sönnun þess. að reykingar orsaki kransæðastíflu öðru frem ur. Önnur atriði, t. d. persónuleg. geta stuðlað að því, að mönnum. er verða reykingamenn, sé eink um hætt við að fá kransæðastiflu Nú er farið að rannsaka, hvaða fólk það sé, sem reyki. Tvíbura- rannsóknir hafa leitt í Ijós, að erfðaeinkenni geti ákvarðað, hvort menn reyki eða ekki, og at- huganir á amerískum háskólastúd entum benda til þess, að persónæ leiki eigi hér hlut að máli. Annars sýna fleiri rannsóknir, að sjúkdómar og dauðsföll eru a'l- gengari meðal reykingamanna en þeirra, sem ekkj reykja. Hvað snertir lungnakrabba, þá virðist orsakasambandið svo greinilegt, að ekki verði um villzt. Aftur ork ar meiri tvímælis sambandið við aðra sjúkdóma. Þó verður vart annað sagt eftir því sem rannsókn ir hafa leitt í ljós, að sígarettu- reykingar, a. m. k. óhóflegar eða miklar, séu á ýmsan hátt skaðleg- ar. E.t.v. eru pípu- og vindlareyk- ingar saklausari, en trúlega er þörf meiri rannsókna á því atriði. Of hár blóðþrýstingur virðist auka hættuna á kransæðastíflu. En við vitum bókstaflega ekkert um, af hverju of hár blóðþrýsting- ur stafar, og því er ekki unnt að segja til um, hvernig maður eigi að lifa til að forðast hann. Offita eykur líka á hætturja i þessu efni. Enda þótt „yfirv4gt“ sé flókið hugtak og hafi v«rið notað á órökstuddan hátt, er á- reiðanlega skynsamlegt að stilla svo í hóf, að maður verði ekki verulega feitur. Erfðaeinkenni geta og átt þátt í að orsaka kransæðastíflu, t. d. að því er snertir mismun eða frá brigði um fituefni blóðsins og e. t. v. í tilbrigðum í líffærasam- bandi blóðæðanna, en þó eru það varla þýðingarmikil atriði. Aftur á móti það, hve kransæðastífla tíðkast margfalt meira á vissu tímabili, virðist stafa allmikið af ytri aðstæðum. Að sjálfsögðu má maður ekki vera blindur á þann möguleika, að til séu orsakir fyrir þessum sjúk dómi, sem engínn hefur enn kom- ið auga á. Og örugglega verða á verði fyrir því, að um sé að ræða samstarfandi orsakir. Safnastiþeg- ar saman kemur. Kyrrseta og fitu rík fæða, margar sígarettur á dag og mikil sálræn áreynsla, þetta er allt líklega allt mjög óheppilegt nútímamönnum. Hugsanlegt er, að viss fituefni geti magnazt við kyrr setur svo dænti sé tekið. Þegar allt þetta kemur til alls, getur verið ástæða til að berjast gegn vissum þáttum í hinu „vest- ræna lífsmusteri“, aukinni fitu- notkun, of margar hitaeiningar, fólk hreyfi sig of lítið, meiri síga- rettunnotkun, meiri sálarkreppu vegna samkeppni, metnaðar, gremju, eða einhvers annars. Það er a. m. k. tímabært fyrir okkur öll að gæta vel að saumunum í lífsmusteri okkar ef við viljum halda heilsu og hrökkva ekki upp af fyrir aldur fram. Kviknar í höll prinsessunnar NTB-London, 10. jan. Fimmtán slökkviliðsbílar brunuðu út til Kensington- hallarinnar í London i dag, til þess að reyna að slökkva eld, sem komið hafði upp í framtíðarheimili Margrétar prinsessu. Slökkviliðinu tókst að lokum að slökkva eldinn, en hluti þaksins hafði þó skemmzt nokkuð áður, og mun það tefja fram kvæmdir við endurnýjun hallarinnar Ætlunin hafði verið að Margrét og maður hennar Tony Snowdon lá- varður flyttu j höllina í næsta mánuði, en af því verður ekki. Breytingar þær, sem gerðar verða á höllinni munu kosta um 10 milljónir ísl. króna. ■■■„■■■■■ JF iíflól I 8 T f M I N N, þriffjudagur 15. janúar 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.