Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.01.1963, Blaðsíða 15
Áttræður: Stefán Baldvinsson Stakkahlíð Áttræður varð hinn 9. þ. m. Stefán Baldvinsson, hreppstjóri í Stakkahlið í Loðmundarf'irði. Hann er borinn og barnfæddur i Stakkahlið, sonur Baldvins hrepp-| stjóra þar Jóhannessonar og konu hans ingibjargar Stefánsdóttur í Stakkahlíð, Gunnarssonar, albróð- ur sóra Sigurðar Gunnarssonar eldra á Hallormsstað. Tvítugur að aldri lauk Stefán námi við búnaðarskólann á Hól- um í Hjaltadil og réðist síðan i þjónustu Ræktunarfélags Norður- lands. Vann hann þá meðal ann- ars að því að koma upp ræktunar- stöð félagsins á Akureyri. Vetur- inn 1905—06 var hann í búnaðar- skóla í Danmörku og veturinn eft ir vann hann að landbúnaðartil- raunastöð danska ríkisins í Askov og stundaði jafnframt nám við lýð háskólann þar. Árið eftir starfaði hann við gróðrarstöð Búnaðarsam bands Austurlands á Eiðum, en gerðist kennari við bændaskólann á Hvanneyri 1908—10. En þegar hér var komið sögu urðu þáttaskil í ævi Stefáns. Enda þótt útþráin hefði heillað hann ungan að heiman og opnað hon- um víðan sjóndeildarhring og boð- ið honum ýms tækifæri til starfs og frama, þá áttu þó átthagar og ættaróðal sterk ítök í sál hans. Þar við bættist, að hann hafði fest sér álitlegt konuefni, ólafíu Ólafs dóttur bónda á Króki á Rauða- sandi. Varð það úr, að hann hætti kennslustörfum og ákvað að hverfa heim á æskustöðvarnar og reisa bú í Stakkahlíð. Þar hafa þessi hjón búið jafnan síðan góðu búi, eða í full 5 ár. Loðmundarfjörðurinn er lítil sveit en harla fögur. Og í Stakka- hlíð er allgott undir bú, hlunnindi nokSur bæði að veiði og varpi, en. snjóþungt nokkuð á vetrum. Ogíþarna þafa þau hjón unað hag *ínunt ivel og beggja kostir notið sín. Þau hafa komið upp mörgum og mannvænlegum börnum. stefán bætti jörð sína og húsaði betur en þá tíðkaðist víða og gerðist brátt höfðingi sveitar sinnar. Ég hygg, að ekki hafi verið til neitt það starf f þágu sveitarinn- ar, sem hann ekki hafði á hendi um lengri eða skemmri tíma. Hann var hreppstjóri og sýslu- nefndarmaður um áratugi, átti sæti í hreppsnefnd og mun hafa verið oddviti hennar um skeið. Hann var formaður sóknarnefnd- ar um fjölda ára, póstafgreiðslu- maður, símstöðvarstjóri, eftir að sími var lagður í sveitina, deildar- stjóri kaupfélagsdeildarinnar, stjórnamefndarmaður búnaðarfé- lags hreppsins o. fl. o. fl. Hann var einlægur samvinnumaður og einn af forvígismönnunum um stofnun Kaupfélags Austfjarða, átti löngum sæti í stjórn þess og formaður þess um skeið og hvað eftir - annað kosinn fulltrúi þess á fundi S.Í.S. Stefán í Stakkahlíð var glæsi- legur maður í sjón, karlmannleg- ur og þykkur um herðar, greind- ur og vel máli farinn, kappsfullur nokkuð og ekki gefinn fyrir að láta hlut sinri fyrir neinum. Ef M.s. „GULLFOSS" fer frá Reykjavík föstudaginn 18. þ.m. til Ham- borgar og Kaupmannahafnar. Fáeinar farpantanir, sem ekkí hefur verið vitjað eru fáanlegar með þessari ferð. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. i Skrifstofumaður óskast sem fyrst til algengra skrifstofustarfa og skýrslugerða í stóru opinberu fyrirtæki. Umsókn- ir póstsendist með utanáskrift: „Skrifstofumaður janúar 1963“ Pósthólf 543, Reykiavík. Sendisveinn Óskum að ráða duglegan sendisvein, hálfan eða allan daginn. Verzlana-sambandið h.f. Borgartúni 25 — Simi 18560. hann hefði verið uppi samtímis þeim Skarphéðni og Gunnari á Hlíðarenda, hygg ég, að hans hefði verið getið í fornum sögum og fengið þar orð fyrir hreysti og góða framgöngu og þótt betra að ha-fa hann með sér en á móti sér. Og þótt nú gerist sögur með öðr- um hætti, mun ekki ofsagt, að ekki verður svo skráð saga Loð- mundarfjarðar né Kaupfélags Austfjarða, að hans verði þar ekki við getið. En þótt Stefán væri stórbrotinn í skapi og fylgdi fast 'Sannfæringu sinni og slægi þar ekki af fyrir neinum, var hann þó maður viðkvæmur og hjartahlýr, gestrisinn og höfðingi heim að sækja og allra manna hjálpsam- astur, ef á reyndi. Nú er líkamlegt þrek þessa sterka manns mjög tekið að bila og sjónin að mestu farin. En enn þá er hann furðu hress í anda, fylgist vel með því, sem gerist, einnig í þjóðmálum, ómyrkur í máli um það, er honum sýnist miður fara og lætur sína sann- færingu hiklaust í Ijós, hvort sem öðrum líkar betur eða verr. Og þótt æskubyggð hans sé nú að mestu leyti komin í auðn, sitja hin öldnu hjón enn á ættaróðal- inu forna. Og enn elur hann í barmi bjartar vonir um framtfð sveitarinriar, og þá einkum í sam- bandi við bikstein, sem þar hef- ur fundizt í jörðu í stórum stíl og standa nú yfir rannsóknir um vinnslu hans. Og hver veit, nema hann eigi eftir að sjá þann draum rætast og aftur rísa blómlega byggð í firðinum hans fagra. Stefán í Stakkahlíð hefur á síð- ustu árum hlotið marga og mak- lega viðurkenningu fyrir sitt langa og ágæta starf. Meðal annars var hann sæmdur riddaríkrossi hinn- ar íslenzku Fálkaorðu. f blíðu og stríðu hefur hans frábæra kona staðið við hlið hans og verið hon- um ómetanlegur styrkur. Á ált- ræðisafmælinu hafa honum og þeim hjónum vafalaust borizt ■fiFáfgaF'lcvéðjur og hlýjum húgs- unum verið til þeirra beint. Sjálf- ur vil ég mega nota þetta tæki- færi til þess að flytja þeim hjón- unum og fjölskyldu þeirra inni- legar árnaðaróskir og þakkir fyr- ir vináttu og tryggð, allt frá okk- ar fyrstu kynnum fyrir nærfellt fjörutíu árum. Sveinn Víkingur. Þingmálaglefsur í hljómleikasal Borg mjög smckklega. þessi lög eru yndislega falleg og láta ekki mikið yfir sér, en söngvarinn fór mjög vel með þau. Sibelius er ólíkur landa sínum Kilpinen, enda sönglög Sibelíusar oft stærri og meiri í sniðum, en almennt gerst um sönglög, og líkj ast oft meira „Ballötum" eða frá- sögn. Fjögur sönglög þessa höf- undar, flutti Kim Borg á bæði dramatiskan og áhrifamikinn hátt. Óperan Boris Godunov eftir rúss- neska tónskáldið Mussorgski (1839 —’81) er samin árið 1874 — óper- an er þjóðleg, íklædd miklu lita- skrúði en þó á frumstæðan og ein- faldan hátt. Kim Borg flutti á þess um tónleikum 3 atriði úr þessari óperu og eru tvö þeirra mcð þeim hætti að á takmörkum er að hægt sé að gera þeim skil í konsertsal. án leiktjalda og búninga. En hinn takmarkalausi þróttur söngvarans og svo dramatísk innsýn hans í verkið, gerði sitt til að hlustand- inn gat (með svolitlu hugmynda- flugi) lifað sig inn í og notið þess, sem var að gerast. Nótt á Nornastóli, hljómsveitar- verk, einnig eftir Mussorgski, lék sinfóníuhljómsveitin með ágætum og nutu sín þar mjög vel hin lit- sterku blæbrigði þessa hönfundar, cg var hlutur stjórnandans Willi- am Strickland þar mjog góður. Kim Borg hlaut alveg dæmafáar undirtektir. enda hér á ferðinni gáfaður söngvari, með mikla reynslu og ótakmarkað öryggi. Unnur Arnórsdóttir. Framhald aí 6 síílu samninga. — Þegar svo allt hefur verið komið í óefni og óleysanlega,n hnút, hefur ríkis- stjómin gripið inn í með því a'ð lögbjóða gerðardóma. Það er þó sýnu verst, að þegar ríkisstjórnin, eftir að erfið kjaradeila hefur farsæl- lega verið leyst í frjálsum samningum, hefur gripið inn í oig gert ráðstafanir, sem hafa gersamlaga kippt grundveilin- um undan samningunum, eins og liún gerði með hinni óraun- hæfu genigisfellingu 1961, sem er eitt óskynsamlegasta og versta verk núverandi ríkis- stjórnar — því eftir þa'ð óþurft arverk hefur hver vinnudeilan rekið aðra, allt Iaunakerfið komið gersamlega úr böndun- um og þessi stefna hefur vald- ið meiri verðbólgu en dæmi eru til um áður hér á landi. Nigeria Framhald af 9. síðu. ingjahátturinn að borða hráa skreið. Að lokum væri ekki úr vegi að láta blessuðum hús- mæðrunum í té uppskrift af ljúffengum skreiðarrétti, ef þær vildu fara að dæmi kyn- systra sinna í Nígeríu og glæða kærleika eiginmannsins. Því að al'lir vita, að vegurinn að mannsins hjarta liggur í gegn- um magann. Þetta er uppskrift, sem ég fékk hjá konu eins vin- ar míns, sem var svo hugkvæm ur að bjóða mér í skreiðarmál- tíð á heimili sínu. Skreiðin (magnið fer eftir átþörf eiginmannsins + kon- unnar, ef hún ætlar að snæða með honum. Sennilega fá börn in sér bara brauðsneið). Leggið skreiðina [ bleyti í 2 sólarhringa í léttsaltað vatn eða þar til hún er orðin mjúk. . Síðan er h.ún flökuð. og_r.aðflett. (Nígerskar húsmæður gera þetta ekki fyrir sitt heimafólk, þar er allt étið — roð og bein). Síðan eru flökin matreidd þannig: 1. Eitt lag af skreið lagt í eld- fast fat. 2. Eitt lag tómatar og tómat- kraftur. 3. Lag af skreið. 4. Lag af lauk, paprika og síð- an er sinnepi þynnt í vatni eftir smekk, hellt yfir og smjörklattar á víð og dreif. Þetta er bakáð með loki yfir í ca. 1 y2 tíma. Auðvitað er salt- að og piprað eins og venjulega eftir smekk. Borið fram með soðnum kartöflum og leginum, sem myndast við suðuna. Verði ykkur að góðu. Reykjavík, í desember 1962, Birgir HaUdórsson. (Úr fréttabréfi Sjávarafurða- deildar S.Í.S.). í kulda og trekk Framhald aí 16. síðu sendar út einhvern næstu daga. Sýningarnefndina skipa: Jó- hannes Jóhannesson, Sigurður Sigurðsson, Steinþór Sigurðsson, Eiríkur ^ Smith, Karl Kvaran, Sig- urjón Ólafsson og Guðmundur Benediktsson. SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS Ms. Hekla fer austur um land í hringferð 22. þ.m. Vörumóttaka miðviku- dag og árdegis á fimmtudag til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyð- isfjarðar, Raufarhafnar, Húsa- víkur og Akureyrar. Farseðlar seldir á þriðjudag. Ms. Herðubreið vestur um 'land í hringfehð 19. þ.m. Vörumóttaka í dag og ár- degis á morgun til Kópaskers, Þórshafnar, Bakkafjarðar, ar, Borgarfjarðar, Mjóafjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur, Djúpavogs og Hornafjarðar. — Farseðlar seldir á föstudag. M.s. Skjaldbreiff fer til Vestfjarða og Breiða- fjarðarhafna 17. þ.m. Skipið fer beint til Súgandafjarðar og tek ur Vestfjarðahafnir í suðurleið og Stykkishólm, Grundafjörð og Ólafsvík. Vörumóttaka í dag. Farseðlar seldir á miðvikudag. ÞAKKARÁVÖRP Innilegt þakklæti til allra sem gloddu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu 19. desember s.i. Anna Magnúsdóttir, Holti, Vopnafirði. Útför föður og stjúpföður okkar, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR heildsala Laufásvegi 3, fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 17. janúar kl. L30 e. h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Edda Guðmundsdóttir Þórir Kjartansson Faðir okkar, EGGERT G. NORÐDAHL frá Hólmi, andaðlst 14. þ. m. Börnin. Faðir okkar, JÓN HJARTARSON Grenimel 15, lézt þann 13. janúar s. I. - Helga Jónsdóttir Margrét Th. Frederiksen Hjörtur Jónsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vlnáttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, MAGNHILDAR INGIRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Dunkárbakka. Kristján Helgason. I N N, þriðliudagur 15. ianúar 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.