Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 3
ORTIKVÆDID. SEW 6AGARIH SONG OG SfDAN VARD AD LANDPLAGU HAFI ÉVGrENÍ Dolmatovskí ekM veriö orðinn þjóðfrægur ljóðasmiður í Sovétríkjunum áður en Júrí Gagarín var skutlað út í geiminn og jþar á braut utnihverfis jörðu, varð Évgéní þessi svo fræg- ur á þessari sömu stund sem nokk ur annar en Júrí sjálfur getur verið, því að Júrí gerði sér það til gamans á hringsóli sínu kring- um okkar hnött að syngja lag við Ijóð eftir Évgení Dolmatovski. — Allir lærðu lagið og ljóðið, sem þjóðhetjan Gagarín söng úti í geimnum, og það varð bókstaflega að landplágu í Rússlandi. Síðan hefur upphaf þess verið leikið í hléi eftir fréttalestur í Moskvuút- varpinu. Hér varð uppi fótur og fit, þegar Gagarin kom við hér á Keflavikur flugvelli á leið yfir hafið, en það má undarlegt heita, hve fáir veittu því athygli, þegar Dolmatovski var á ferð hér í Reykjavík fyrir nokkru. Því miður treysti ég mér ekki til að kenna söngelsku fólki þetta fræga söngljóð hans, því ég kann það efcki, en ætla í þess stað að segja frá því er hann talaði í háskólanum í boði Bókmenntakynn ingar stúdenta og svaraði á eftir öHum þeim spumingum, sem fyr- ir hann voru lagðar. Einn stúdentanna kynnti skáld- ið á undan fyrirlestri hans. Évgerí Dolmatovskí var verkamaður áð- ur en hann sneri sér að ritstörf um, vann t. d. við byggingu hinn- ar miklu neðanjarðarjámbrautar- stöðvar í Moskvu. En hann byrjaði ungur að yrkja og var ekki nema 19 ára, þegar fyrsta kvæðabókin hans kom út, 1934. Þá hóf hann bókmenntanám við Gorki-skólann þar í borg og brautskráðist cftir þrjú ár. Gerðist hann þá blaðamað ur og ferðaðist sem slíkur uim landið þvert og endilangt. Ekki mun Dolmatovskí vera talinn stór spámaður í sínu föðurlandi, en tónskáld munu öðrum fremur sækj ast eftir Ijóðum hans fyrir þá sök, hve sönghæf þau eru. Mestu núlif andi tónskáld Sovétríkjanna hafa samið stórverk í samvinnu við Dolmatovskí, t. d. Sjostakovits — bæði óratóríu og kantötu, og Kab- alevski svítu, sem Dolmatovski orti textann við og hann hefur hlotið verðlaun fyrir ljóðagerð sína. Þegar skáldið hafði verið kynnt á þennan veg, hóf hann mál sitt. Hann talaði um rússnesk skáld og lagði áherzlu á að sýna fram á, hversu nítjándu aldar skáld væru mikils metin af Rússum enn þann dag í dag. Þegar eftir styrjöldina fyrri og byltinguna, er landið lá flakandi og þjóðin fátæk, hefði verið hafizt handa um útgáfu önd- vegisskáldanna frá fyrri öld og þau seldust enn í stærstum uppiög- um þarlendra skálda. En af skáld- ins sé að finna raunalega frgsögn af því, að honum hafi orðið um megn að festa rætur utan heima- landsins og einnig brostið kjark til að snúa heim. Aftur hafi Kúpr- ín haldið heim eftir nokkra útlegð og þá fyrst fundið sjálfan sig sem skáld (Þó hlaut Bunin bókmennta verðlaun Nóbels, en Kúprín ekki;. Dolmatovskí taldi bjartsýni ein- Évgénf DOLMATOVSKÍ á bókmenntakynnlngu. um, sem lifað hafa á þessari öid, væri enginn jafnástsæll og Maxim Gorki, enda ekkert skáld, sem hlot ið hefði slíka lífsreynslu sem hann og hann væri öðrum fremur tengi- liður fortíðar við nútímann. En síðan væri helzt að nefna sem imerkust skáld Sjólókoff, sem reit söguna um Lygnu Don, og ljóð- skáldið Majakovskí, sem helzt bæii að telja skáld hins nýja tíma, hann hefði komið fram með ný Ijóðform — Nokkrum orðum fór Dolmatov skí um skáldin, sem flýðu land, t. d. Ivan Bunin, sem settist að í París og lifði þar til dauðadags. Það leyndi sér elcki í ritum nans, að landflóttinn hefði sært sálar- líf hans. í endurminningum Bun- kenni rússneskra skáldverka eftir byltinguna, og þarlend skáld væru andvíg bölsýni. Þegar Dolmatovskí hafði lokiö máli sínu, bauðst hann til að reyna að svara þeim spurningum, er fyr- ir hann væru lagðar. Öllum var heimill aðgangur að kynningu þess ari, en áheyrendur voru ekki ýkja margir I salnum, og fyrirspurnir komu úr hinum fámenna stúdenta hópi, sem þar var mættur. — Sá fyrsti spurði: „Hvert er viðhorf sovétskálda gagnvart hugtakinu, „I’art pour I’art“ (listin fyrir list- ina?“) Dolmatovskí svaraði: Ég held flestir í okkar hópi séu þeirrar ÞORRABLÓT ★ FRAMSðKNARFlLðGIN í KÓPAVOG! halda þorrablót í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 1 febrúar n.k. Nánar auglýst sítSar Upplýsingar í símum 40656 og 41712. Skemmtmefndin —... .. . skoðunar, að listin verði að þjona fólkinu, vera fasttengd lífinu. Sé hún það ekki, eigi hún að vera að eins til að þjóna sjálfri sér, verð- ur hún alltof fátækleg og ömur- leg. ,,Úr því sovétskáld fella sig ein ungis við bjartsýnan skáfdskap, hvað þá um gömul rússnesk þjóð- kvæði, eru þau ekki bölsýn í eðli sínu mörg hver, og eru þau verii skáldskapur fyrir það, eða les þjóð in ekki lengur þjóðkvæðin?" Dolmatovskí: Það er hveriu orði sannara, að ungu skáldin þekkja of lítið gamla skáldskapinn. Við höldum þegar við erum ung, að heimurinn hafi byrjað um leið og við fæddumst. Ég held það sé svo um þjóðkvæðin gömlu góðu, sem mörg eru full af bölsýni, að höf- undar þeirra hafi ort þannig af því, að þeim stóð ógn af svo mörgu — t. d. náttúruöflunum. En sovét skáld byggja ekki verk sín á slilc- um hugrenningum. Og hvað gömTa skáldin snertir, þá hef ég mestar mætur á hetjukvæðunum, þar sem ekki er allt svart. „Hvað um hlákuna í rússneskuin bókmenntum?” Dolmatosvkí: Við lítum svo á, að ilífið breytist og bókmenntirnar með. Sú var tíð í bókmenntun okkar, að persónudýrkunin var mikils ráðandi, en sá tími er að baki og sjónarmið skáldanna eru orðin heilbrigðari. „Hvernig stendur á því, að Évtú sénkó varð fyrir barðinu á ykkur skáldabræðrum hans?“ Dolmatovskí: Útlendingar virt- ust ekkert kæra sig um hann fyrr en farið var að gagnrýna hann heima hjá okkur. f vesturliíndum er algengt að gagnrýna skáld og þykir ekki tiltökumál, en ef slikt skeður hjá okkur, er rokið upp í útlendum blöðum með það, að nú sé enn einu sinni eitthvað á seyði í Sovét Ég fyrir mitt leyti viður- kenndi, að Évtúsénkó væri afm- legt skáld og mælti með því, að hann yrði tekinn í rithöfundasam- bandið, þrátt fyrir það, að ég gagn rýndi hann fyrir skyssur, sem hon um hefði orðið á í bókum sínum. „Og hvaða skyssur hafði hann svo sem gert?“ Dolmatovskí: Ég tek t. d. þessa svokölluðu sjálfsævisögu hans eða endnrminningar, og það, hvernig hann skrifar þar um móður sína. sem er ósæmilegt af skáldi. Það kalla ég skyssu Þegar hér var kcmið, lögðu stú.i lentar árar í bát og ekki fleiri spurningar fyrir skáldið. Það var sama, hvernig hann ýtti við þeim skoraði á þá að vera nú svolítið meira sprækir og halda áfram að spyrja Þeir voru búnir að missa alla lyst. En Dolmatovskí klykkti út með því að segja, að skáldið Boris Polevoj (sem hingað kom fyrir nokkrum misserum) tæki varla svo til máls á mannamót- um heima í Sovét, að hann færi ekki að tala um fsland, hvað svo sem umræðuefnið annars væri. — „Og ég skil hann núna, þegar ég hef skoðað þetta land“, sagði Do) matovskí. i Vegalögin Nú; hefur Félag íslenzkra bi.freiðaeigenda bent á þá stað- reynd, að aðeins um 43% af umferðinni renna nú til bygg- inga og viðhalds vega þrátt fyr- ir tilkomu hi.nna nýju vegalaga. Ánægjulegt samstarf tókst að vísu um afgreiðslu vega'laganna og þau fengu hraða afgreiðslu á þingi, en nauðsyn aukins fjármagns til vegagerðar brýn, því vegakerfið var að hrynja niður En í þessu sambandi er rétt að minna á það, að Firam- sóknarmenn Iögðu á það ríka áherzlu við 1. umræðu máls- ins, að þeir vildu, að mc-ira af því fé, sem nú væri þegair heimt af umferðinni væri látið renna til vegamálanna, enda var það í samræmi við fyrri tillögur þeirra um málið. Iíins vegar sögðust þeir mundu fylgja hin- um nyja benzínskatti, ef ekki fengist samkomulag um aukið fjármagn til veganna með öðr- um hætti Vissulega ber að stefna að því að allar tekjur af umferðinni verði látnar renna tll vegakerfisins. f Degi á Akureyri segir þetta m.a.: Fárlögin 1964 „FJÁRLÖGIN — þ.e. fjár- hagsáætlun ríkissjóðs fyrir ár- ið 1964, voru afgreidd frá Al- þingi fyrir jólin. Þessi Iagabálk- ur er nú, sem fyrr, í rauninni heil bók 90—100 folio-síður (stórarkabrot). Sú bók er að vísu í fárra höndum og mun ekki þykja girnileg til Iestrar. Eigi að síður mun hún að Iík- indum hafa meiri áhrif hér á Iandi á þessu áiri, en nokkur önnur bók, sem út kom á ár- inu sem íeið 2700 milljóna álögur Þetta eru milljarðafjárlög eins og fjárlögin í fyrra, cn þó mun hærri nú en þá. Sam- kvæmt þessum fjárlögum verða álögur á bjóðina á h?.nu nýbyrj- aað ári (skattar, toLar, gróði ríkisverzlana o. fl.) nálega 2700 milljónir króna. Hér vantar þó viðbótina við benzín- og bif- reiðaskatt samkv. nýju vega- lögunum, því að sú viðbót, sem er áætluð nál. 87 millj. kr. var ekki tekin inn í tekjubálk fjár- laganna. Al'ls eru því álögurnar á þessu ári áætlaðar nál. 2783 mi.llj. kr Spegilmynd viðreisnar Þegar Framsóknarflokkur- inn stóð síðast. að afgreiðslu fjárlaga (fyrir árið 1958) var niðurstöðutala þeirra, að við- bættum niðurgreiðslum úr út- flutningssjóði, 882.5 millj. kr. Fjártagauipphæðin hefur því gert talsvert betur en þrefald- azt á þeim tíma, sem núver- andi stjórn hefuir farið með völd. Þessi gífuriega hækkun fjárlaganna. endurspeglar, að verulegu leyti hina miklu rösk- un, sein orðið hefur í efnahags- lífi þjóðarinnar af völdum við- reisnardývtíðarinnar, sem ríkis. stjórnin slcapaði með stefnu sinni og ræður nú ekki lengur við — og minnkandi kaup- mætti íslcnzkrar krónu. Það kom glöggt fram í fjár- lagaumræðunum á A'lþingi, að fjármálairáðherranum er að byrja að verða órótt út af hin- um háu tölum fjárlaganna. Til Framhald á bls. 23. TÍMINN, laugardaginn 11. janúar 1964 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.