Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 19
OTGEFANDI: samband ungra FRAMSOKNARMANNA Ritstjóri: Elías Snæland Jónsson. I Unga fóikiö og ábyrgðin ÞVf FYLGIR ábyrgð að taka ákvarðanir. Því fylgir áb>Tgð að iifa í lýðræðisþjóðféiagi. Unga fólkinu er oft núið því um nasir, að það sé ekki uieð- vitandi um þessa ábyrgð, og að það sýni í of ríkum mæli áhuga Icysi í sambandi við stjórnmál og Snrnir þjóðfélagsmál. Það mun rétt vera að vissu leyti, að mikill hluti æskunnar hefur misst alla virðingu fyrir stjórnmálum, og vantar oft næga þekkingn á því sviði, til þess að áhuginn vakni. Við fslendingar erum ekki w einir þjóða, sem illa erum á vegi staddir í þessu efni. Mörg lýðræðisþjóðfélög eiga við slíkt að etja, og altur heimurinn hefur orðið að þola miklar ógn- anir og hörmungar einmilt vegna áhuga- og afskiptaleysis um stjórnmál, því ætla má, sð ef þýzka þjóðin hefði verið sér meðvitandi um ábyrgð sina i lýðræðlslegu þjóðfélagL þá hefði nazismlnn og þar með síðari heimsstyrjöldin aldrci skollið yfir. Orsakir þessa áhugaleysis eru vafalaust margar. En hér á landi munu þó nokkrar aug- Ijósastar, og mun ég nefna ör- fúar þetrra. f fyrsta lagi er stjómmála- baráttan hér á landi, stjóm- málaumræður og pólitísk blaða- skrif ahnennt flla til þess íall- In að vekja stjómmálalegan á- huga unga fólksins. f því efni má efalaust gagnrýna alla I stjómmálaflokka, en afleiðing- amar era þær sömu. Ósann- indln og áróðurinn um cigið á- gæti fer oft svo langt úr hófi fram, að fram af lesandanum gengur, og áhugi hans verður að áhuga- og virðingarleysi, þvi að hver getur endalaust lesið t. d. um ágæti ,,viðreisnarinnar*‘ mánuðum og áram eftir að öil- um er ljóst, að hún hefur aldrei verið annað en sprangin sápu- kúla? Annað atriði kemur einnlg til greina. Það er þekkingar- leysið. Sú stofnun miyi ekki finnast á fslandi, sem gefur æskufólki hlutlausa skilgreiri- ingu á hinum ýmsu stjórnmála- flokkum og á þeim málefnum, sem þeir berjast fyrir. Eina ráð ið til úrbóta á þessu sviði cr stjórnmálakennsla í unglinga- og gagnfræðaskólum. Skólar hér í landi era að vísu í svo föstum skorðum, að einunais liugmyndin um að fræða nem- endur um stjórnmál mun fá margan til að súpa hveljur. En það ætti að liggja í augum uppi, að ef við ætlum okkur að búa æskuna undir hlutskinti sitt í nútíma lýðræðisþjóðfélagi, þá verðum við að fræða hana um öll atriði þjóðlífsins og auka að miklum mun kennslu í hin- um ýmsu þjóðfélagsfræðum, — þar á meðal stiórnmálum. Ekk ert land getur byggt á þeirr? siðvenju, að unsa fólkið fylki sér í stjórnmálaflokk, einung- is af þvi að feður þeirra og mæður fylgdu honum að mál- um. , Áhugaleysi á því, hvemig landi voru er stjórnað, er mjög hættulegt fyrir framtíð þjóðar Framhald á bls. 20 BngfTK3g-jgsB«gB “ vmœœxmgem AÐALFUNDUR Félags ungra Framsóknarmanna í Áraessýslu fyrir árið 1963 var haldinn þann 17. október s. 1. í Félagsheimilinu að Flúð- um í Hrunamannahreppi. 25—30 félagsmenn sóttu fundinn, en að auki var viðstaddur ritari Framsóknarflokksins, Helgi Bergs, alþingis- maður. Formaður félagsins, Sigurflnnur Sigurðsson frá Birtingaholti, setti fundinn og flutti skýrslu stjómar. Minntist hann þá fyrst á aðild fé- lagsins að lands- og héraðsíþingum Framsóknarmanna. Á 9. þing SUF 1962 mættu sex fulltrúar frá fé- laginu. Viku eftir SUF-þingið var svo kjördæmisþing háð á Selfossi. Mættu þar fimm fulltrúar úr hópi félagsmanna. „Stærsti fundurinn, sem við sendum fulltrúa okkar á var hið glæsilega flokksþing Fram- sóknarflokksins, sem haldið var á Hótel Sögu s. 1. vor. Þar mættu fyrir okkar hönd fimm fulltrúar, er tóku virkan þátt í störfum þings ins“. Tvær skemmtanir hélt félagið á árinu, önnur var almenn dans- skemmtun haldin í Selfossbíó þarm 6- aprfl. En aðalskemmtun félags- ins, sumarhátíðin var haldin laug- ardaginn 31. ágúst í Aratungu við húsfylli. Þar flutti Jðhann S. Hann esson skólameistari á Laugarvatni ávarp, nokkrir piltar úr Ármanr.i sýndu glímu og ýmsa forna leiki og kvartett úr Karlakór Reykja vfkur skemmti. Þá léku hljómsveit Óskars Guðmundssonar og Limbó kvartett fvrir dansi. Þá efndi Félag ungra Framsókn- armanna í Ámessýslu til málfunda námskeiðs á Selfossi áútmánuðum. Mættu um 10—20 manns á 5 fund um. en þá var námskeiðið fellt nið ur enda ktomið að kosningum. „Eftir er þá að geta þess starfs (ungra Framsóknarmanna, sem Sigurfinnur Sigurðsson mest hefur verið,“ sagði Sigurfinn- ur að lokum. ,,Starfs, sem ekki hefur verið unnið í nafni FUF. heldur Fraimsóknarflokksins alls; Á ég þar við kosningabaráttuna. í þessum kosningum unnum við þann sigur að bæta manni við þing mannatölu flokksins í kjördæm- inu. Við gengum til kosniriga und ir kjörorðinu — Helgi Bergs á þing. — Og það tókst“. Eftir skýrslu formanns las gjald keri, Gunnar Guðmundsson upþ reikninga félagsins. Varð tekju- afgangur kr. 18.733,67, svo hagur þess má heita góður. NÝR FORMAÐUR. Að lokinni inntöku nýrra féiaga fór fram stjómarkosning. Sigur- finnur Sigurðsson baðst eindregið undan kosningu í formannssæti og var Páll Lýðsson í Litlu-Sandvik kjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kjömir: Gunnar Guðmundsson, Selfossi, gjaldkeri; Böðvar Pálsson, Bur- felli, ritari; Jón Ólafsson, Laugar dælum og Sigurfinnur Sigurðsson, meðstjómendur. Gunnar Á. Jónsson, fulltrúi á Selfossi, hvarf nú úr stjóm að eig in ósk, en í stjórn félagsins hefur hann setið í 9 ár og gegnt ritara- störfum mörg hin síðustu. Þökk- uðu fundarmenn þeim Sigurfinni óeigingjörn störf fyrir félagið. Þegar venjulegum aðalfundar- störfum var lokið, tók Helgi Bergs til máls og ræddi stjórnmálavið- horfið í upphafi þings. Taldi hann þegar í þingbyrjun auðséð þreytu merki á stjórnarflokkunum. Þeir viðurkenndu nú orðið kollsiglingu viðreisnarinnar — „en þrátt fyrir það sigldu þeir“. Drap Helgi þá á efnahagsmál þjóðarinnar og skýrði erfiðleikana 'Hjá öllúeri stéttum, en beriti líka á leiðir til bjargar t. ,d. lækkun vaxta, hætta sparifjárbindingu og veita fjármagninu út í atvinnuveg- ina. Draga ekki seglin alveg sam- an, heldur rifa þau rétt, og þá skárri segl en hingað til. Sagði hann, að Framsóknarflokkurinn (hefði bent á leiðir til úrbóta; hann hefði tekið og tæki ábyrga og efnislega stefnu í vandamálum þjóðarinnar, hvenær, sem þau steðjuðu að. Að lokinni ræðu Helga Bergs Páll Lýðssen lögðu fundarmenn fyrir hann fyr- irspumir og spunnust þá upp hin ar fjörugustu umræður fram yfir miðnætti, en fundi var slitið klukk an að ganga tvö um nóttina. FARIÐ NÝJAR LEIÐIR. Hin nýkjöma stjórn hefur þeg- ar haldið tvo fundi með sér í haust. Er áhugi mikill innan henn ar og halda sem bezt í horfinu með félagsstarfið og brjóta nýjar leið- ir. Er ætlunin að hverfa frá inál- fundastarfsemi á þessum vetri, en efna þess í stað til smærri funda í sem flestum hreppum sýslunnar. Ámessýsla er víðlend og ekki hef- ur náðst til nógu margra félags- Framhald á bls. 20 Ályktanir sambandsráðsins ALLSHERJARNEFND Sam- bandsráðsfundar SUF lagði fram ályktanir í atvinnumálum og fleiri þjóðfélagsmálum, og er þar fagnað því, sem áunnizt hefur, — bent á ýtnsa vankanta, og komið inn á leiðir til úrbóta. Formaður nefndarinnar var Sigurfinnur Sig urðsson, Selfossi. ATVINNUMÁL: f atvinnumálum ber að steíria að því, að atvinnuvegirnir séu fær- ir um, að bæta verulega lífskjör þjóðarinnar með aukinni fram- leiðslu og framleiðni. f þvi sambandi bendir fundurinn á frumvarp er Framsóknarmenn hafa flutt á Alþingi um þjóðliags- og framkvæmdaáætlun. Hlynna þarf að atvinnuvegunum með lækkun framleiðslukostnaðar, en ekki þrengja að með lánsfjár- hömlum og vaxtaokri, eins og nú er gert. ie Til þess, að landbúnaður megi efnahags- og félagslega vera lnn styrka stoð í okkar þjóðfélagi, svo sem gerist í nágrannalönd- um okkar, verður að byggja hann svo upp, að hann geti orð- ið arðvænlegur atvinnuvegur. Bent skal á samþykkt frá síð- asta þingi SUF um athugun á stofnun stórra samvinnu- og fé- lagsbúa, er stuðlað gætu að bættu rekstrarfonmi og aukinni vinnuhagræðingu í íslenzkum landbúnaði. ie Fagna ber þeim sigrum, er unn- ust í landhelgismálinu á dögum vinstristjómarinnar. Vakin skal athygli á því, að í marz næst- komandi rennur út undanslatt- arsamningurinn um fiskveiði réttindi Breta innan 12 mílna fiskveiðilögsögunnar. — Skorar fundurinn því á stjórnarvöld landsins að hvika nú hvérgi, og hefja hið bráðasta undirbúmng að því, að landgrunnið allt falli undir íslenzka fiskveiðilögsögu ★ Réynsla bænda á samvinnufé- lagsformi í afurðasölumálum bendir ótvírætt til þess, að leysa megi ýtnis erfiðustu vandamál sjávarútvegsins í vinnslu og söiu afurðanna, með því félagsformi. Það tryggir sjómönnum og út- gprðarmönnum sannvirði fram- leiðslunnar og fyrirbyggir brask með fyrirtækin. ★ í málefnum iðnaðarins hér á landi, ber einkum að leggja á- herzlu á sem fullkomnasta nýt- ingu innlendra hráefna. — Stefna ber að því, að engar fram leiðsluvörur okkar séu fluttar úr landi sem hráefni, heldur sem fullunnin vara. Myndi slíkt margfalda þjóðartekjur okkar og skapa aukna velsæld í landi. Stóriðjuver, byggð á erlendu fjármagni, ber vissulega að hafa í huga, en tryggja verður þá, með sérstökum lögum hverju sinni, að hagsmuna ís- lenzka ríkisins og íslenzku þjóð arinnar sé gætt. MENNTAMÁL: Fundurinn telur, að við það verði ekki lengur unað, að vegna skorts á menntastofnunum, fái stór hlutl íslenzkrar sveitaæsku ekki notið þeirrar fræðslu, er til- skilin er, samkvæmt íslenzkum lög um. Úrbóta á þessu sviði er þðrf hið bráðasta, með stofnun nýrra gagnfræða- og miðskóla, sem víð- ast um land. SAMGÖNGUMÁL: f svo strjálbýlu landi, sem við byggjum, hlýtur það fjármagn, sem samgöngukerfið krefst, a5 vera hlutfallslega meira en í hin- um þéttbýlli. Af þeim sökum mun eigi af veita, að öllu því fé, sem af um- ferðinni er tekið, af hinu opin- bera, með tollum og sköttum, sé varið til lagfæringar og viðhalds á vegakerfi landsins. Þá telur fundurinn mjög brýna nauðsyn bera til aukinnar rann- sókna og framkvæmda á varan- legri vegagerð á fjölförnustu ieið- unum. Aukning strandferða og bætt. flugvallagerð er brýnt hagsmuna- mál allrar landsbyggðarinnar. TÍMINN, Iaugardaginn 11. janúar 1964 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.