Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 8
TÓMAS KARLSSON RITAR RANNSAKADAR VERDI0 Þeir Ásgeir Bjarnason, Halidór Ásgrímsson, Ágúst Þorvaldsson og Gísli Guð- mundsson tlytja tillögu til ályktunar í sameinuðu Al- þingi um rannsóknir á kali í túnum o. fl. Tillaga þeirra er svohljóSandi: Al'þingi ályktar a5 fela rikis- stjórninni að hlutast til um það við atvinnudeild Háskóla ís- lands, landbúnaðardeild, að sér fræðingar hennar í jarðrækt einbeiti sér að rannsóknum á or sökum kals í túnum. Rannsóknunum sé m. a. beint að eftirfarandi atriðum: 1. Að hve miklu leyti má rekja orsakir kais til veðurfars- áhrifa, svo sem snjóa- og svella laga, og við hvaða aðstæður kal myndist af þeim sökum. 2. Hvort eðlisfræðilegt ástand jarðvegsins, jarðvinnsluaðferð- ir, þurrkunarásigkomulag rækt unar, haust- og vetrarvatns staða í jarðvegi hafa áhrií í sambandi við kalhættu. 3. Hvort misnotkun áburðar. svo sem stórir skammtar köfn unarefnis, og áburðartími, t. d áburðargjöf seint á sumri milli slátta, eigi sinn þátt í auknutn kalskemmdum. 4. Hvort notkun túnanna, svo sem haustbeit og sláttur síð- sumars og é hausti, auki kal hættu. 5. Rannsókn á þoli stofna, sem notaðir eru í fræblöndur. Jafnframt verði í tilrauna- stöðvum /gerðar ræktunartil- raunir til að leita að þeirii ræktunaraðferð, svo sem varð- andi jarðvinnslu, grastegundir og meðferð landsins, sem bezt standist gegn kalinu. Að framkvæmd lokinni, sem kostuð verði með sérstöku f jár- framlagi til landbúnaðardeild arinnar, séu gefnar út niður- stöður rannsóknanna og leið beiningar byggðar á þeim. f greinargerð segir: Sumarið 1962 voru kal- skemmdir með mesta móti víða um land. Kalið — ásamt lágu hitastigi á sprettutímanum — olli miklu um það, að heyfeng- ur það ár var ekki meiri en raun var á, og bændur því ekki eins vel undir veturinn búnir og æskilegt var. Kal í túnum er því miður ekki nýlunda. Hvað eftir ann að hefur það vaidið fjölda bænda þungum búsifjum. Þarf ekki að lýsa því nánar, hvílíkt áfall það er fyrir hvern þann bónda, sem fyrir því verður. að meiri eða minni hluti af túni, sem komið hefur verið upp með ærnum tilkostnaði. ber engan ávöxt það ár, sem kal verður, þótt borið hafi ver ið á það eins og annað ræktað land, og er stundum l^ngan tíma að ná sér aftur. Yfirleitt standa menn uppi ráðalitlir gagnvart þessari plágu, þegar hún skellur á, enda vita menn ógerlega, af hverju hún stafar, nema þá í sumum tilfellum, eða hvaða ráð sé til að hefta hana eða draga úr henni. Þó er ljóst, að nýræktir, sem gerðar hafa verið á síðari ár- um, hafa minna þol gegn kali en eldri tún. Veldur þar nokkru um, að fræblöndur þær, sem notaðar hafa verið, eru af erlendum uppruna og þola ekki allar jafnvel íslenzkt veðuríar í köidum árum. Stefna þarf að því að rækta fræ af innlendum grasstofnum með það fyrir augum, að á boð stólum verði grasfræ af harð- gerðum jurtum, er væru í senn góðar fóðurjurtir og þol- meiri gegn kali. Það er álit flm., að ekki megi dragast að leggja meiri á- herzlu en verið hefur á ýtarleg ar rannsóknir og tilraunir í því skyni að reyna að finna orsakir kalsins og þá um leið, ef unnt er, ráð til að koma í veg fyrir þær eða draga úr þeim. Á það má jafnframt benda, að kal, jafnvel þótt lítils hátt- ar sé, getur valdið því, að sveppir og bakteríur fái að- stöðu til sýkingar. Gróður, sem verður fyrir kal skemmdum, hefur minna þol gegn sýkingu en hann ell« hefði haft. Á þessu sviði er líka um rannsóknarefni að ræða. Landbúnaðardeildin hefur á að skipa sérfræðingxun, sem að rannsóknum þessum ættu að vinna. En þótt að þeim sé unr, ið þar, hlýtur að verða af þeim talsverður aukakostnaður, sem gert er ráð fyrir, að greiddur verði úr ríkissjóði. Tillaga um þetta efni var flutt á síðasta þingi, en náði þá ekki fram að ganga. i Stofnaö verði til listasafna og listsýninga utan Reykjavíkur Þeir Ingvar Gíslason og Ólafur Jóhannesson hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu um listasöfn og list- sýningar utan Reykjavíkur. Kveður tillagan á um a3 Alþingi k'ósi 5 manna nefnd til að gera tillögur um stofnun og starfrækslu opinberra listasafna utan Reykjavíkur. Jafnframt skuli nefndin gera tillögur í samráði við samtök mynd listarmanna. hvernig helit megi stuðla að því, að haldn ar yrðu fleiri myndlistar- sýningar u^an Reykjavíkur í greinargerð með tillögu þessari segja flutnings- menn: Listasöfn eru hvergi til á íslandi utan borgarmúra Rvík- ur, en nýgefin gjöf frú Bjarr.- veigar Bjamadóttur til Árnes- sýslu er hinn fyrsti vísir sliks safns. Þetta finnst sumum sjált' sagt ekki mikilvægt atriði í framfaraviðleitni landsbyggðar innar, þar sem rafmagn og skóla vantar í margar sveitir auk fleiri nútímaþarfa, en f annarra augum er tómlæti um listir og skyld menningarmál sízt vænlegt hinutn svokölluðu almennu framförum. Þurfa verklegar og andlegar framfar- ir að haldast í hendur, ef ve) á að vera. Mennta- og mena- ingarmál eiga því ekki að gleymast, þegar rætt er um framfarir í landinu, því að án menntunar- og menningar- framfara eru aðrar framfarir oft innihaldslitlar. Það heyrir til algerra undan- tekninga, ef myndlistarmenn þjóðarinnar sýna verk sín á op- inberuim sýningum á stöðum utan Reykjavíkur. Jafnvel á Akureyri eru myndlistarsýning ar fágætur viðburður. Þeir fáu listamenn, sem þar hafa sýnt, þurfa þó ekki að kvarta undan því, að sýningar þeirra hafi ekki, verið vel sóttar. Áhugi er víða fyrir hendi og fullvíst, að áhugann má glæða, ef eftir væri leitað. Stofnun listasafna utan Rvík ur þarf að undirbúa svo vel, að við verði unað um langa framtíð. Skiptir ekki höfuðmálí að hraða aðgerðum til þess eins að ,,gera eitthvað í mál- inu“, eins og stundum vill við brrenna í undirbúningi mála. heldur ber að vanda undirbúr,- ing sem mest og þá fyrst og fremst fjárhags- og skipulags grundvöllinn, sem verður að vera traustur og veita svigrúni til eðlilegrar þróunar. Þótt lista söfn séu stofnuð í sýslu eða stærri landshluta, þá ber þeim eigi að síður að vera á ,.lands- mælikvarða", þau eiga aðeins að sækjast eftir hinu bezla i listinni og umfram allt að geía sem sannasta mynd af listmenn ingunni á hverjum tíma. En æskilegt er og raunar sjálfsagt, að þau sinni einnig sérstaklega þeirri listsköpun, sem á sér stað innan hvers safnhverfis. Mundi þá væntanlega koma í lj-ós betur en ella, hvers virði slík list er í raun og veru. Annað aðalatriði þessarar til- lögu er, að ráð verði fundin til þess að fjölga myndlistarsýning um utan höfuðborgarinnar. Ef til vill er fjölgun listsýninga nauðsynlegur undanfari stærri aðgerða í listamálum landsbyggð arinnar. Virðist það og tiltölu- lega auðleyst verkefni. Viða eru sæmilegar aðstæður til myndlistarsýninga, og ef þær væru nýttar sem kostur er, mætti stórlega fjölga listsýn- ingum úti um land án teljandi viðbúnaðar eða kostnaðar. DD ///''/'. 0TF V/ fimj Einangriinargler Framleitt einungis úr úrvfii? gleri. — 5 ára ábyvgft Pantif timanlega KorkiÖjan h.f. Skúlaaötu 57 Sími 23200 VERKSTJÓRAR! Þar sem samið hefir verið við vinnuveitend- ur um lífeyrissjóð verkstjóra, frá 1. janúar 1964, er nauðsynlegt að verkstióiar útfylli umsóknir um inngöngu í sjóðinn, sem liggja frammi hjá stjórnum verkstjórafélagar.na um land allt. Stjórn Verkstjórasambands íslands Safnaðaríundur (auka aðalfundurj verður haldinn í Réttarholtsskóla n.k. sunnudag 12. þ.m. að lok- inni messu, sem hefst kl. 2. Dagskrá: 1. 2. 3 4. Kirkjubyggingármá) Safnaðarmál Kosningar. Önnur mál. Safnaðarstjórnin TÍMINN, Iaugardaginn 11. janúar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.