Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 22

Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 22
ÞRIÐJA RÍKID WILLIAM L. SHIRER i ksenni með síðar þennan sama mánudag, 28. ágúst, yrði að inni- hálda yfirlýsingu um, að Bretl'and myndi leggja að Póllandi að gera samkomulag við Þýzkaland beint og það þegar í stað og lagði Dahl- erús mikla áherzlu á þetta. — Dahlerus var að enda við að hringja (stóð í skeyti frá Forbes) I úr skrifstofu Görings og stinga I upp á eftirfarandi, sem hann álít- ! ur mjög mikilvægt. 1. í svari Breta til Hitlers ætti | ekki að minnast neitt á áætlun I Roosevelts. 2. Hitler grunar, að Pólverjar muni reyna að komast hjá samn- ingaviðræðum. Svarið ætti því að innihalda greinilega yfirlýsingu um, að Pólverjum hafi eindregið ' verið ráðlagt að setja sig þegar í stað í samband við Þýzkaland og hefja samningaumleitanir. Allan daginn lét Svíinn scr ekki 1 næpja að gefa Forbes ráðlegging- ar, nem hann sendi skylduræknis-1 lega í skeytum áleiðis til London,! heldur hringdi hann sjálfur til brezka utanríkisráðuneytisins og bað um að skilaboðum væri komið , til Halifax, þar sem í voru frckari ■ ráðleggingar. Á þessu alvöruaugnabliki í; heimssögunni hafði þessi sænski i leikmaður í stjórnmálunum vissu- i lega orðið að miðpunktinum milli | Berlínar og London. Klukkan 2, 28. ágúst, sendi Halifax, sem feng ið hafði símahringingar bæði frá Berlínarsendiráðinu og frá Dahler us, skeyti til brezka sendiherrans í Varsjá, Sir Howard Kennard, og bað hann að hitta Beck utanríkis- ráðherra „samstundis“ og fá hann til þess að veita brezku stjórninni heimild til að skýra Hitler frá því, „að Pólland væri reiðubúið til þess að hefja strax beinar viðræð- ur við Þýzkaland". Utanríkisráð- herrann var að fl'ýta sér. Hann vildi láta þessa heimild fylgja með í opinbera svarinu, sem Hend erson átti að fiytja Hitler, og var nú að bíða eítir. Hann hvatti sendiherrann í Varsjá til að hringja og skýra frá svari Becks. Seint um daginn veitti Beck þessa heimild, sem óskað hafði verið eftir og í flýti var henni bætt við brezka svarið. Henderson kom aftur til Berlín ar með orðscndinguna að kvöldi 28. ágúst og eftir að S.S.-heiðurs- vörður, sem bar vopn sín og barði bumbur, hafði tekið á móli hon- um í Kanslarahöllinni, var honum fyl'gt til Hitlers, og afhenti hann honum þýzka þýðingu á orðsend-j ingunni klukkan 10:30 um kvöld-1 ið. Kanslarinn las hana strax. Brezka stjórnin var honum „al- gerlega sammála", stóð í orðsend- ingunni, um að „fyrst“ verði að skera úr um deilumálin milli Þýzkalands og Póllands. „Samt sem áður snýst nú all't um eðli 2SS | samkomulagsins og þær aðferðir, j sem þeitt verður til þess að það j náist“, stóð þar enn fremur. í orð- | sendingunni stóð, að um þetta , hefði Hitler verið „þögull“. Til- | boði Hitlers um „tryggingu“ til i handa brezka heimsveldinu var j hafnað kurteislega. „Hvað svo sem ! í boði væri fyrir Stóra-Bretland, gat stjórnin látið sér lynda sam- I komulag, sem stefndi í hættu sjál'fstæði þess ríkis, sem stjórnin hefði heitið að tryggja“. Staðið yrði við þetta loforð, en vegna þess að brezka stjórnin „lét ekki undir höfuð leggjast" skuld- bindingar sínar við Pólland mátti kanslarinn ekki halda, að hún hefði ekki nhuga á að koma á samkomulagi. — Þessu fylgir, að næsta skref- ið ætti að vera upphaf beinna við- ræðna milli þýzku og pólsku stjórn anna, sem byggðust á . . . að gættl yrði hagsmuna Póllands og tryggtl yrði samkomulag, með alþjóðlegri1 tryggingu Hún (þ. e brezka stjórnin) hef- ur nú fengið staðfestingu þess frá pólsku stjórninni, og hún sé til- búin að hefja viðræður á þessum grundvelli, og stjórn hans hátign- ar vonar að þýzka stjórnin muni einnig vera fús til þess að sam- þykkja þessa aðferð. . . . Réttlátt samkomulag . . . milli Þýzkalands og Póllands opn- ar ef til vill leiðina til friðar í heiminum. Mistakist þetta, myndi það eyðileggja vonir um gagn- kvæman skilning milli Þýzkalands og Stóra-Bretlands, það myndi leiða til þess að löndin lentu í átökum, sem ef til vill gætu leitt til alheimsátaka. Slík útkoma yrði skelfing, sem ætti engan sinn líka í sögu heimsins. Er Hitler hafði lokið lestri orð- sendingarinnar, byrjaði Hender- son að fjölyrða um hana, og hafði til hliðsjónar minnisgreinar, sem hann sagði foringjanum að hann hefði gert á meðan á viðræðunum hafði staðið við Chamberlain og Halifax. Þetta var eini fundur sendiherrans með Hitler, sagði hann síðar, þar sem hann sjálfur hafði aðallega haft orðið. Aðalat- riðin í orðræðu hans voru, að Bretland óskaði eftir vináttu Þýzkalands, það óskaði eftir friði, en það myndi berjast, ef Hitler réðist á Pólland. Foringinn, sem steinþagði alls ekki allan tímann, svaraði með því að fjölyrða um glæpi Pól'lands og um „veglynd“ boð sjálfs sín til friðsamlegrar lausnar deilumálanna, sem ekki yrðu endurtekin. í rauninni „myndi ekkert minna en afhend- ing Danzig og alls Hliðsins gera hann ánægðan, auk leiðréttingar í Siésíu, þar sem níutíu af hundr- aði íbúanna greiddu atkvæði með Þýzkalandi í þjóðaratkvæðagreiðsl unni eftir styrjöldina". Þetta var ekki rétt, né heldur viðbótin, sem Hitler kom með augnabliki síðar, þegar hann sagði, að ein milljón Þjóðverja hefði verið rekin út úr Hliðinu frá því 1918. Þar höfðu aðeins verið 385.000 Þjóðverjar samkvæmt þýzku manntali frá 1910, en nú ætlaðist þýzki nazista- einræðisherrann auðvitað til þess að hver og einn gleypti lygar hans. 1 Brezki sendiherrann gleypti líka töluvert í Jessari síðustu misheppn j uðu ferð sinni til Berlínar, því að | eins og hann lýsti yfir í loka- j skýrslu sinni: „Herr Hitler var ; við þetta tækifæri mjög vingjarn- ; legur og raunsær og leit ekki út | fyrir að vera óánægður með svar- ið, sem ég hafði fært honum '. „Að síðustu lagði ég fyrir hann tvær ákveðnar spurningar", sagði Henderson í skeyti til Lundúna kl. 2:35 um nóttina, þar sem hann lýsti viðtalinu. — Var hann fús að semja milli- ! liðalaust við Pólverja, og var hann i reiðubúinn að ræða íbúaskipti? Hann svaraði síðari spurningunni jjákvætt (enda þótt ég sé ekki í neinum vafa um, að hann hafi á sama tíma verið að hugsa um að leiðrétta landamærin). Hvað við kom fyrsta atriðið, þá yrði hann fyrst að „athuga ná- kvæmlega“ alla orðsendingu Breta. Þegar hér var komið, sneri kanslarinn sér að Ribbentrop og sagði, að því er Henderson skrif- aði í dagbók sína: „Við verðum að kalla á Göring til þess að ræða þetta við hann“. Hitler lofaði að gefa skriflegt svar við brezku orð- sendingunni næsta dag, þriðjudag inn 29. ágúst. „Viðræðurnar fóru fram“, sagði Henderson við Halifax, „í mjög svo vinsamiegu andrúmslofti, þótt báðir aðilar væru fullkomlega ákveðnir“. Ef til vill hafði Hend- erson ekki gert sér algerlega grein fyrir því, hvers vegna Hitler hafði látið andrúmsloftið vera svona vinsamlegt, þrátt fyrir alla reynsl'u Hendersons af gestgjafa hans. Foringinn var enn þá staðráðinn í því að fara í stríð gegn Póllandi. Hann vonaði enn, að hann gæti haldið Bretlandi utan við það, 47 bergis slns og skreið upp í kalt rúmið, l'eið yfir að þessu dásam- lega kvöldi var lokið. Næst þegar ég sá Min, vissi ég strax, að eitthvað hafði gerzt — og ég gat vel ímyndað mér, hvað það var. Eg var mjög áhyggju- fullur. Eg vissi, að Min barðist nú við 1 þá freistingu að láta nú verulega til íin taka. Og ef hún tæki ákvörðun um að gera sitt til að ná Phil á sitt vald, þá hafði hin þög- ula, hávaxna, ljóshærða fegurðar- dís, eiginkona hans, ekki mikla möguleika á að halda í hann. Min er heiðarleg manneskja, stundum lætur nærri, að hún sé of heiðarleg. Hún ákvað að heim- sækja Page og tala hreinskilnis- lega við hana. Eg hefði viljað gefa mikið til þess að vera við- staddur þann atburð. Min hætti störfum við blaðið um klukkan fjögur. Þetta var einn hinna heitu daga, en skugginn af hinu stóra húsi Scoles-hjónanna \ var kaldur. Min studdi á bjöll'u- hnappinn, og skömmu síðar heyrði hún fótatak Page að innan. Page var enn að hneppa síðasta hnapp- inn á bleika baðmullarkjólnum sín um, þegar hún opnaði dyrnar. — Ó! sagði hún undrandi. — Halló, Min. Min var einnig klædd í bleikan kjól, snotran, þægilegan, svalan. En kjóll Page! Hann var hnepptur frá hálsmáli niður á fald, pilsið var rykkt inn að neðan og frá mitti og upp í háls var eitthvert árans pífuverk. Hvaða kona sem var hefði litið hræðilega út í þessum kjól — og Page leit hræðilega út. Hún hafði látið hárið vaxa og tók það nú í hnút í hnakkanum. Hún leit fremur út fyrir að vera henn- ar eigin móðir! — Má ég koma inn? spurði Min. Page hló og vék til hliðar. — ! Auðvitað, sagði hún. Eg er mjög 1 gíoð yfir áð sjá þig hér. Hún gekk ; á undan inn í herbergi á hægri i hönd inn úr skuggalegri forstof- : unnx. Hún kallaði það bókaher- j bergi. Bækurnar voru í röðum í j hillum á bak við gler. Húsgögnin i voi-u stór og þung, flest klædd ,svörtu leðri, nokkur grænu flau- j eli, misheppnuð tilraun til að lífga ; upp á heildarsvipinn. Viðarhús- : gögnin voru annaðhvor.t úr ma- hóní eða máluð í þessum dimm- rauða lit. Grænar glerflísar mynd uðu umgjörð um svartan arininn. Yfir arinhillunni hékk spegill í gylltri, flúraðri umgerð, á hill- unni sjálfri stóð gyllt klukka með glerkúpu og vasi með rauðum og gulum rósum, sem aðeins gerðu illt verra. Það fór hrollur um Min. — Hvernig í fjáranum datt ykkur eiginlega í hug að setjast að í slíku ugluhreiðri? spurði hún. — Ja, Page leit í kringum sig í stofunni, eins og hún gerði það í fyrsta skipti. — Það var falt og það virtist hafa allt það, sem við þörfnuðumst. — Er það allt eins og þetta? — Það er ekki eftir nýjustu tízku, ef þú átt við það. — Já, ég á við það. Ekki hefur þú ráðið þessu vali; eða hvað? Eg á við, þér mundi þó varla geðjast vel að því að búa í grafhýsi? — Eg hefði ekki kosið þetta hús, viðurkenndi Page. Eg lét Phil um að taka ákvarðanir viðvíkj- andi þessu. — Og bjáninn sá arna. — Hvað? Page var ráðvillt á svip. — Já, bjáninn sá arna, hrópaði Min, skyndilega reið yfir öllu í einu. — Ó, fyrirgefðu, Page, bætti hún við fljótmælt. Þær höfðu nú fengið sér sæti. Sólarljósið þrengdi sér inn um háu, mjóu gluggana og endurkast ELIZABETH SEIFERT aði munstrinu í blúndugluggatjöld unum á andlit Page. Min horfði á það hugsandi um stund. — Eg kom til að tala við þig jum Phil, hraut allt í einu út úr henni. Svo greip hún andann á lofti. — En ég veit ekki einu sinni ! hvort ég get komið þér í skilning ' um, hvers vegna — burtséð frá því, sem ég kem til með að segja. Page hallaði sér aftur á bak og hvíldi höfuðið við stólbakið. — Eg skal reyna að skilja, lofaði hún. Min fitlaði við kragann á kjóln- um sínum og iðaði órólega í sæt- inu. — Miklar gáfur geta verið hindrun fyrir konu, sagði hún allt) í einu. — Það veit ég ofur vel og bet-| ur en þú, sagði Page þurrlega, en j j hrökk svo lítið eitt við, þegar hún i áttaði sig á, hvað hún hafði sagt. En Min hló, og þeim létti báð- jum. — Eg ætla nú samt að segja j það, af því að það kemur erindi mínu við, sagði hún. Page þagði, og Min leitaði ör- væntingarfull að orðum, ákvað síðan að segja það fyrsta, sem henni dytti í hug. — Eg býst við, að þú vitir, að ég hef alltaf verið hrifinn af Phil. Þú skilur — skóla- stelpuást, kvikmyndahetjudýrkun — eitthvað í þá áttina. Hún leit á eiginkonu Phils, hallj aði íér áfram og greip báðum höndum um hnén. — Nú í seinni tíð hefur þessi | tilfinning breytzt Eg — ó, þú veizt, hvernig það er. iafnvel tærn ar á mér titra og hnén skjálfa, ég líæ hita- og kuldabylgju til skiptis, jafnt á nóttu sem degi .... — Þú átt við, að þú sért ást- fangin af honum, sagði Page blátt áfram, en þó eins og með eftirsjá í röddinni. Min beit á vörina. — Það er ein- mitt það, sem ég á við, vinkona. Það er víst þessi tilfinning, sem nefnist ást. Eg býst við, að ef mað- ur getur látið hana í Ijósi, þá sé það dásamlegasta tilfinning í heimi. Hún gæti fært fjöllin hérna úr stað, og hún gæti stöðvað fljót- ið hérna á leið sinni gegnum dal- inn — Já, hvíslaði Page. —En, hélt Min áfram og horfði niður á grænt teppið, fyrir mig er hún hreint helvíti, af því að ég verð að byrgja hana inni í mér. Kraftur hennar og dásemd má aldr ei brjótast út. Vegna þess að það vill nú einu sinni svona til, að Phil Scoles er eini maðurinn í heiminum, sem ég veit, að ég get aldrei fengið. Page settist upp í stólnum. — Hvers vegna ekki? spurði hún, rétt eins og hún væri að spyrja, hvers vegna hún gæti ekki eignazt kött, ef hana langaði til þess. Min starð: á hana góða stund. i Svo minntist hún skyndilega þess,; sem hún hafði sjálf sagt um gáf-j aðar konur. — Vegna þess að rauð i haus er eiginfnaður þinn, útskýrði hún í varfærnislegum þolinmæðis-; hréim. í Page sýndi þess engin merki,! að hún væri nokkru nær eftir) þessa útskýringu. Hún hélt áfram að horfa á Min gráum, spyrjandi augum. i — Og vegna þess, hélt Min áfram með jafnvel enn meiri þol- inmæði, að ég veit, hversu mikið þú gerðir fyrir Phil — og fyrir mig, Page, — þegar þú komst í veg fyrir, að fxann eyddi fóstri mínu, þegar ég kom til hans í ör- væntingu minni í St. Louis. Ef Phil hefði gert það, hefði hann ekki verið fimm aura virði sem læknir — og það þýðir einnig, að hann hefði ekki verið mikils virði sem maður. Og það var skynsemi þín — og ást — sem bjargaði okk- ur báðum — öllum. Og svo — hún horfði biðjandi á Page, að hún mætti skilja, svo að hvorug þeirra þyrfti að halda áfram að þjást vegna þessa óþægilega samtals. En Page skildi ekki. Hún sat að- eins, skilningssljó og rugluð á svip og minnti á iítið og ráðvillt barn. — Hvað viltu, að ég geri? spurði hún og hristi síðan höfuðið með afsökunarbeiðni í svipnum. Eg býst við, að þér sé farið að skilj- ast, að þegar mannlegar verur eru annax-s vegar, þá vill mig bresta skilning. Eg sé að vísu, að þú hef- ur sett upp fyrir mig það, sem við getum kallað stærðfræðidæmi, sem inniheldur þríhyrning . . . Min hló. — Ef þetta væri stærð- fræði, þa mundirðu skilja það og leysa það — Ef til vill, samsinnti Page. En eins og þetta, þegar um mann- legar verur er að ræða. Hvers vegna, Min — ég skil ekki einu sinni, hvers vegna þú komst til að segja mér þetta. — Það kann nú líka að vera það erfiðasta við þetta vandamál, 22 TÍMINN, laugardaginn 11. janúar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.