Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 23
HORFT NIÐUR Framhald af 13. síðu bæjum. Að Kvískerjum er sím stöð. Við kveðjum Öræfin um stund og flugvélin stefnir út yfir Breiðamerkursand. Breiðamerkurjökull er rétt til vinstri handar, það mikla flæmi. Hann er æði óhreinn í framan; sandurinn hefur fokið svo í hann, að karlhró- ið er víða alveg svart. Þarna fljúgum við yfir hina illræmdu Jökulsá. Ætli hún sé ekki stytzta jökuláin á landinu? Við förum yfir stórt lón, og selirnir, sem sóluðu sig á sandinum, fóru í ofboði út í lónið, ráku svo brátt koll ana upp úr leirlituðu vatninu, svona rétt til þess að athuga, hvort öllu væri nú óhætt fyr ir þessum hávaðasama stór- fugli, sem geystist yfir. Hér blasir Suðursveitin við. Eg þori varla að telja upp ör- nefni nálægt þessari byggð. Þegar farið er svona hratt yf- ir og mörg örnefni nefnd í eyra manns, er vandi að muna rétt, þegar á að raða þeim niður. Það er hætt við, að hið gáfaða fólk í Suður- sveit mundi brosa í karnpinn, ef ég til dæmis tæki Hoffells- jökul og þeytti honum suður á Fláajökul — eða öfugt. Mér er sagt, að allir séu skáld í þessari sveit. — Jú, ég kannast við þeirra stærstu stjörnu, Þór- berg Þórðarson. Það geta verið þar margar skærar smærri stjörnur, þó að þær beri ekki eins hátt yfir. Sumir yrkja bæk ur, aðrir jörðina. Hver yrkir feg urra Ijóð til lífsins en dugmikill gáfaður bóndi með skapandi mætti verka sinna; hvort það er eyðikot, nýbýli eða gamla óð- alið, sem verið er að breyta, bæta og stækka, — sem sagt, gefa nýtt líf. Við fljúgum nú yfir Horna- fjarðarfljótin og yfir Höfn. Áð- ur en varir er flugvélin lent á flugvellinum: Farþegar ganga frá, bprði og aðrir búast til ferð ar með flugvélinni til Reykjavík- ur. Við förum ekki yfir kaupstað inn; ég hef nóg að gera við að virða fyrir mér hina fögru fjalla sýn, kaupstaðinn handan fljóts- ins og sveitina. 1 afgreiðsluhús- inu á flugvellinum tekur flug- fólkið fram kaffi og við njótum góðs af. Það er létt yfir mann- skapnum, og Rúnar fiugstjóri segir mér, að sjaldan hafi hann flogið þessa leið í bjartara og kyrrara veðri. Eftir stutta viðdvöl er „Gló- faxi“ á heimleið. Við höfum kvatt Hornafjörð að sinni. Allt- af er sama skínandi sólskinið og næstum logn. Nú er fiogið hærra og lengra frá landi í beina stefnu á Fagurhólsmýri. Við það skapast nýjar sýnir til yndis- auka og meiri fræðslu. Þarna birtast blessuð Öræfin aftur. Fólkið þar hef ég lengi dáð fyrir samheldni þess og dugnað og síðast en ekki sízt fyrir hin mörgu björgunarafrek við sjó og vötn á útlendum og innlendum mönnum. Flugvélin tyllir sér snöggvast & flugvöllinn á Fagurhólsmýri. Þar kemur hópur ungs fólks að vélinni, sumt tekur sér far, aðr- ir eru að fylgja. Eftir flugtak er flogið meðfram ströndinni lengi vel. Þarna birtist hinn 25 km. breiði Mýrdalssandur. Þetta mundi vera Kötlukvísl. Það óm- ar i huga mér brot úr kvæði — erfiljóðunum: „Þórarinn Öfjörð og presturinn Páll prúðmennin segja, að þar er sá áll“. Minningin um þennan sorgarat burð frá 14. september 1823 hefði ekki lifað svo skýr sem ný, ef erfiljóðin, sem Bjarni Thoraren- sen orti eftir þá, hefðu verið órímað þrugl, sem enginn gat fest sér í minni. Hvers vegna að láta sér koma í hug löngu liðna sorgaratburði í þessu glaðasólskini? Þegar ég horfi á alla þessa sanda og jökulvötn, kemur mér í hug spurning um, hvernig mundi sál sandsins vera í hug- um þeirra, sem trúa, að jörðin hafi sál eða sálir. Hreyflar flugvélarinnar hafa sífellt sungið mér ljóð í dag og ég svara nú tafarlaust: Heyrið Dvalins dularmál dynja í straum frá jökulbarmi. Mun ei dauðasandsins sál sviplík vonabrostnum harmi. Áfram svífum við inn á land- ið yfir austanverðan Eyjafjalla- jökul. Bráðum er Þórsmörk á vinstri hönd. Nú sé ég Húsadal- inn, sem ég gat ekki skoðaö í sumar. Mjöllin hefur breitt sína lireinu blæju yfir öll þau synd- ugu ból. Þá sést Markarfljót, Stóri Dímon og Fljótshlíðin. Aldrei get ég dásamað fegurð hennar. Hef víða séð fegurri hlíðar. Eflaust hefði ég horft meira til hafsins og Vestmanna eyja, ef eldgosið þar fyrir sunn- an hefði verið byrjað, en það hófst nokkrum dögum síðar. Senn lendir „Glófaxi" á Reykja víkurflugvelli, og ævintýrinu er lokið. Eftir stutta stund sit ég heima hjá tengdadóttur minni og syni, Maríu og Sveini. Það skíðlogar í arninum og snarkar í viðnum og eldskinið sendir flöktandi töfrabirtu um stofuna. Synirnir í húsinu, Sindri cg Goði, leika sér á gólfi. Eg er stolt af þessum fallegu frænd- um mínum. Þegar ég sit nú hér heima og hripa á blað minningar þessarar ferðar, finn ég sólskin og seið flugsins og fjallanna í sál minni. Eg sendi öllum, sem gerðu mér þessa ferð svo dásamlega, mín- ar innilegustu þakkir. Guð blessi íslenzka flugið og allt þess starfs lið og ,gefi því sem flesta sól- skinsdaga^ - - Við ykkú’iY—seni eruð að pot- ast mér samsíða upp eftir áttug- asta áratugnum, vil ég segja þetta: Farið á fögrum sólskins- degi á næsta flugvöll og fljúgið yfir fjöll og firnindi. Þið munuð eignast bjarta og fagra minn- ingamynd, sem þið síðar getið dregið fram í huganum, þegar skuggar ömurleika ellinnar vilja byrgja ykkur sólarsýn. Sigtúnum, Akranesi 1963. Karólína Stefánsdóttir. BENZÍNVERÐIÐ Framhald af bls. 21. vegagerð nkisins, sem ynni að séritókum innlendum rannsóknar- verkefnum. Vegalögin eru tvímælalaust spor í íramfaraátt og vart þess að vænta að svo yfirgripsmikið mál verði afgreitt gallalaust í fyrstu lotu. Þes<-n stórmáli T,ar flaustrað gegn- um Alþingi án nauðsynlegra endur bóta og þarfnas4 lögin því endur- skoðimar og breytinga hið fyrsta. Þetta er mikið réttlætismál fyrir aiia bifreiðaeigendur og eitt hið stærsta nauðsyejamál allrar þjóð- arinnar, því góðar samgöngur eru undirstaða hlómlegs atvinnulífs. Peykjavík 8 janúar 1964 Stjórn Fél. ísl. bifreiðaeigenda 'fþDIN Framhald af 1. síSu. hefði engin síld verið söltuð frá því um miðjan desember. Vantar því mikið magn af saltsíld upp í gerða fyrirframsamninga, en þeir námu samtals 115.000 tunnum. Að alkaupendur í ár eru Pólverjar, Rúmenar, Bandaríkjamenn._ Aust- ur Þióðverjar, Tékkar og ísraels- menn — Söltunin vetur er minnsta söltun. sem verið hefur frá því söitun Suðurlandssíldar hófst fyr- ir alvöru árið 1949, sagði Gunnar rnn fremur, og rætist ekki úr vciðmni fyrir alvöru á næstunni, má bú'ast við, að þessi veiðibrest- ur bafi mjög slæm áhrif á sölu Suðinlandssíldarinnar í náinni frairtíð. Þú sagði Gunuar, að tekin muni hufa verið ákvötðun um að Ægir favi út til síldarieitar nú um helg- ina og sé ætlunie að Jakob Jakobs son riskifræðingur stjórni þessari Irit. — Strax og fréttist um síld- veiði í Skeiðarerdýpi, gerði Síld- arútvegsnefnd ráðstafanir til þéss að athugaðir vrðu möguleikar á sölt.in síldarinnai. En sökum þess að hér virðist að verulegu leyti vcra um mjög smáa og horaða sí'd að ræða, hafa saltendur ekki Ireyst sér til þess að nota hana til sölhinar auk þess sem það hefur vaidið erfiðleikum hve löng sigl- ing befur verið frá veiðisvæðinu til söltunarhafnannna. Farmar frá þesse svæði nvunu þó hafa verið nokkuð misjafnir og er ekki loku íyrir það skohð, að unnt sé að nota eitthvað af Skeiðarárdýpis- síldinni til söltunnar, en um það eru eftirlitsmenn söltunarstöðv- anna, sem tramkvæma skoðunina, dómbærastir Gunnar Flóvenz sagði að lokum, að síldin, sem veiddist í desember á sv æðinu frá Snæfellsnesi til Reykjaness hafi verið óvenju feit miðað við árstíma. Takist Jakobi að finna þá síli sem þar var, er ekk: ólíklegt, að hún sé enn vel söhunarhæf. I sambandi við síldarleitina sagði Jakob Jaiiobsson okkur enn frernur, að leitartæki Þorsteins þoi’skabíts væru að sjálfsögðu ekki eins góð og tækin í Ægi, enda væru þau ekki eins stór, en hins vegar væri Þorskabítur iangt frá því að vera gagnslaus. RÁÐHÚSIÐ Framhald af 1. sfSu. breytingar á nefndinni, að Guð- mundur Vigfússon tók sæti Sigvalda og Magnús Ástmars- ^son sæti Alfreðs. Þór Sandholt var svö ráðinn framkvæmda-. stjóri nefndarinnar, og honum falið að afla nauðsynlegra gagna og skipuleggja undir- búningsstarfið. Aflað var upplýsinga um hús- næðisþörf þeirra stofnana er væntanlega myndu hafa aðsetur í byggingunni; nefndarmenn og framkvstj. kynntu sér ráðhús í . öðrum löndum, og einnig var aflað upplýsinga um rekstur slíkra bygginga. Framkvæmdar voru jarðvegsathuganir, er sýndu, að ekkert væri því til fyrirstöðu að reisa ráðhús á áðurnefndum stað. í ágúst 1956 var samþykkt að efan til sam- keppni meðal íslendinga um ráðhúsið og í því sambandi leit- að samstarfs við Arkitektafélag íslands. Gengið var frá útboðs- skilmálum, og virtist sam- keppnin vera á góðri leið, en þó fór svo að samkomulag náð- ist ekki, og því varð ekki af því að efnt yrði til samkeppni um gerð hússins. Þá kom heldur ekki til greina að efnt yrði til samkeppni cneðal arkitekta á Norðurlöndum, vegna þess að samkomulag náðist ekki við Arkitektafélag íslands. Næst var átta arkitektum boðið að teikna húsið sameigin- lega og tóku sex þeirra tilboð- inu, þeir Einar Sveinsson, Gísli Halldórsson, Gunnar Ólafsson, Halldór H. Jónsson Sigurður Guðmundsson og Sigvaldi Thordarson. Tveir þessara manna eru nú látnir, þeir Gunn- ar Ólafsson og Sigurður Guð- mundsson. Arkitektarnir hófu störf í júlí 1957 og skiluðu fyrstu teikningum að ári liðnu. Ráðhúsnefndin bar þá fram ýmsar ósMr í sambandi við grundvallaratriði á fyrirkomu- lagi hússins, og lágu fullnaðar niðurstöður fyrir að ári liðnu. Aðalaðfinnslur við þær tillög- ur, sem nú voru lagðar fram, voru, að húsið væri of stórt, og var þá sýnilegt að ekki næðist samkomulag um neinar tillögur á þessum grundvelli, og því ákveðið að fara inn á nýjar brautir og tillaga, sem lögð var fram í sept 1961 var árangur þessa nýja viðhorfs, og unnið var eftir henni. Um þessar mundir fór framj sérstök athugun á skipulagi í1 nágrenni væntanlegs ráðhúss í samvinnu við próf. P. Breds- dorff og fleiri erlenda aðila með sérþekkingu á þessum málum. Lýstii þeir sig sam- þykka ráðhússtæðinu og töldu það heppilegt. í febrúar 1962 voru enn lagð- ir fram nýir uppdrættir, og er líkanið, sem nú er sýnt, í meg- indráttum samkvæmt þeim j teikningum, en nýir uppdrættirj komu þó enn fram á sjónar- sviðið í apríl 1963, og varð þá sýnt, að ráðhúsnefnd yrði sam- mála um þá, og þeir því kynntir borgarfulltrúum og varamönn- um þeirra Einnig var ýmsum forstöðumönnum borgarstofn- ana sýndir uppdrættirnir og líkanið. Engar sérstakar athuga semdir bárust frá þeim, er kynnt hafa sér málin. Um staðsetningu ráðhússins hefur marg verið rætt og rit- að. í ræðu, er fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen hélt á blaðamannafundinum í dag, gat hann þess, að staðarvalsnefnd hefði komið fram með tillógur um 16 staði fyrir húsið, en um staðinn, sem valinn hefði verið, sagði fjármálaráðherra: „Feg- urð staðarins er hafin yfir allar deilur“. Borgarstjóri gat þess, að nú væri orðið óhjákvæmilegt að hrefjast handa um byggingu Ráðhúss Reykjavíkur. Borgar- stjóri kvaðst þeirrar skoðunar, að lúka ; ætti við fyrst af öllu áf Öllu, að steýpa hús'íð' 'uþp og ganga frá því að utan ásamt bökkum Tjarnarinnar. Ráðhús- ið væri hægt að reisa, án þess að nokkurt hús yrði rifið, stað- setning þess væri þannig. Fyllt verður upp í nokkurn hluta Tjarnarinnar að norðanverðu, og jafnframt verður Skothús- vegur lagður niður í núverandi mynd en í hans stað kemur gróðri vaxinn hólmi með tveim léttum göngubrúm. Tengist þannig syðri hluti Tjarnarinn- ar þeim nyrðri og verður órofin heild vatnsflatarins um 100.000 ferm. Þau hús, sem fjarlægja verður fljótlega eftir að Ráð- húsið verður tekið í notkun, eru Tjarnargata 11 (eign borg- arsjóðs) Lækjargata 14 a og b, og Vonarstræti 3. Brunabóta- verð þessara húsa 1964 er sam- tals 12.1 millj. Þegar svo fyrir- hugað torg verður gert norðan Ráðhússins. verða 11 hús að víkja í viðbót, sem eru við Von- arstræti, Templarasund Kirkju- torg og Lækjargötu, og eru að brunabótamati 1964 24.2 millj. Uppdrættir að ráðhúsinu eru miðaðir við að húsið rúmi æðstu stjórn borgarinnar en samkvæmt lauslegri lýsingu, verður húsaskipan á þessa leið: í kjallara skjalasafn, eldhús fyrir matsal, á 2. hæð verkstæði v. viðhalds hússins, dælustöð fyrir vatn og hita, bílageymsla fyrir 15 bíla, spennistöð R.R., snyrtiherbergi. 1. hæð. Aðal- inngangur, forsalur skreyttur listaverkum, afgreiðsla og skrif- stofa borgargjaldkera, minja- safn eða skrifst. fyrir inn- heimtu, ráðhússkáli. Á annarri hæð, fundarsalur borgarstjóm- ar, listaverkasalur. Á 3. hæð fundaherbergi. Fjórða, fimmta og sjötta hæðin verða fyrir skrifstofur. Á sjöundu hæð verður aðsetur borgarstjóra, borgarráðs og fleira í því sam- bandi, og á áttundu hæðinni matsalur. Útveggir verða úr stein- steypu, málmi og gleri, og á ýmsum stöðum munu verða not- aðar myndskreyttar rúður eftir íslenzka listamenn. Torgið fyrir norðan húsið er fyrirhugað 48x100 metrar, en þar eiga þó ekki að vera bílastæði, og ekki á heldur að aka um það að öll- um jafnaði. Áætlað rúmmál byggingarinnar, sem úr jörðu er, verður að öllum líkindum í kringum 28.000 rúmmetrar. Bifreiðastæði við ráðhúsið eru ætluð fyrir 146 bíla, og það á að duga, þrátt fyrir stærð hússins, því það verður mjög sjaldan notað allt í einu, þ.e. bæði skrifstofuhúsnæðið og samkomusalir. Byggingatími er áætlaður 4—6 ár og verður hafizt handa strax og samþykki borgarstjóm ar fæst, og nauðsynicgum und- irbúningi er lokið. Á fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir þetta ár eru fimm milljónir ætlaðar til ráðhússins, en fyrir í ráðhús sjóði eru 2 milljónir. Kostnaður við ráðhúsið fram að þessu nemur um 3 milljónum króna. Guðni Magnússon hefur haft með höndum verkstjóm á teiknivinnu í sambandi við ráð- húsið, en hana hafa framkvæmt ýmsir arkitektar og nemar. Ráðhúslíkanið verður sýnt al- menningi á laugardag og sunnu dag frá kl. 14—22 og fram að fimmtudegi frá kl 17—22, en þá verða ráðhústeikningarnar teknar fyrir á borgarstjórnar- fundi. STÖÐUGIR FUNDIR Framhald af 24. síðu. Samkvæmt tilmælum ríkisstjóm arinnar er nú verið að athuga möguleika á sameiningu íslenzku fiugiélaganna. Hefur þegar verið haidinn einn fundur um það mál, og annan átti að halda í dag, en neíndarmenn verjast allra frétta af '".ðræðum rinum. í nefndinni eiga sæti Brynjólfur Ingólfsson, af hálfu ríkisins, Alfreð Elíasson og Kristján Guðlaugsson af hálfu Loft'eiða og Örn O. Johnson og Bergur Gíslason af hálfu Flug- félagsins. SYKURINN Frarrmald af 1. stSu. vegna hins háa og óstöðuga verðs erlendis, en ekki síður vegna óhæfilega lágrar álagn- ingar. Heildsöluálagning á syk- ur er 6%. Víðivangur þess að gera minna úr bækk- uninni, en hún raunverulega er, greip hann til þess óyndisúr- ræðis að bera RÍKISREIKN- ING ársins 1958 saman við FJÁRLÖG 1964, en sá saman- burður er ckki raunhæfur, þar sem ríkisreikningur er alltaf hærri en fjárlögin. Áhyggjuefni Hitt er svo sérstakt áhyggjn- efni nú um áramótin, að þótt fjárlögin séu nú bomin hátt á þriðja milljarðinn, verður því miðuir ekki betur séð, en að hér sé aðeins um bráðabirgðaaf- greiðslu að ræða. Upphæð sú, sem i fjárlögum er ætluð tU niðurgreiðslu á vöruverði inn- anlands, uægir hvergi nærri til að standa á þessu ári straum af þeim niðurgreiðslum, sem átt hafa sér stað undanfarið. Talið er, að aukafjárlög eða nýjar efnabagsráðstafanir bomi til meðferðar á Alþingi, þegar það kemur saman 16. janúar.“ T-ÍMINN. Iaugardaginn 11. janúar 1964 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.