Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 7
RæSustóll [ SkúlagarSI, framhllS meS mynd af Dettifossl. Stólllnn er.úr beyki. og öræfi, teiknar og málar, og þar hefur hann einnlg gert stærstu gripi sína. Listfengi og hagleikur hefur víða kqmið fram í ættum Jó- hanns. Bjöm Skúlason afi hans var myndskeri góður, þó að fá- ir munir séu nú til eftir hann. Jöhann er kvæntur Magneu Jóelsdóttur, Magnúsaonar th Fjörðnm, en móðir hennar var Friðrika Þorgrímsdóttir frá Nesi í AðaldaL Er Magnea hin ágætasta kona, og eiga þau tvö böm löngu upp komin, Hrein, gullsmið í Reykjavík og Haf- dísi, húsfreyju í Keflavík. Allir munir Jóhanns em unn ir af miklu listfengi og hand- bragði, sem aldrei bregzt. Mynd skurður er alveg óvenjulegt þol inmæðiverk og krefst auk knnnáttu iðni um fram flest annað. Marga hefur skort þraut seigju til þess að helga sig þess (Framhaid á 9. síðu) Skírnarfontur í Húsavíkurkirkiu. T í MIN N, laugardaginn 11. janúar 1964 — Friðrik Ólafsson skrif ar um Alþ jóðaská kmótlB NÚ ER LOKIÐ öllum meiri hátt ar undirbúningi að alþjóðaskák- mótinu í Reykjavfk og hefst það n. k. þriðjudag, svo framariega sem ekkert verður til aö tefja för erlendu þátttakendanna hingað til lands. Mun norski þátttakandinn. Svein Johannesen, væntanlegur til Reykjavíkur í kvöld, en þau Nina Gaprindasvili, Mikael Tal, Sveto- sar Gligoric og Robert Wade munu öll koma á morgun flugleiðis frá Englandi, þar sem þau þrjú fyrst nefndu tóku þátt í jólaskákmót- imi í Hastings. Eins og kunnugt er, sigraði Tal f því móti, hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum, en Gli goric fylgdi fast á eftir með 6’k vinning. Má af þessu sjá, að kemp urnar eru í miklu „stuði“ um þess ar mundir og munu þeir vafaiaust verða harðir í hom að taka á skák mótinu hér. — Því miður hefur mér ekki tekizt að fá fregnir af frammistöðu Gaprindasvili í Hast- ings, en hún tefldi þar í næstefsta flokki. Þó er vitað, að hún var í efsta sæti, er langt var liðið á mótið og er ekki ósennilegt, að hún hafi hreppt efsta sætið að lokutn. Sé svo, er það frábær ár- angur, því að I þessum flokki tefia að jafnaði all-harðir skákmenn, og ætti það því ekki að reynast nein- um undrunarefni, þó að ungfrú Nina eigi eftir að velgja ýmsum hér heima undir uggum. — Víst er, að þátttaka hennar mun vekia verðskuldaða athygli, því að þetta er í fyrsta skipti, sem kona teflir í svo sterku móti hér á landi. Eins og áður er sagt, hefst inót- ið n. k. þriðjudag og verður það til húsa í veitingastaðnum „Lido“. Teflt verður í fimm tíma í senn, frá 19,30—0,30, og mun meining in, að tefldar verði allt að fjórar umferðir á viku. Því miður hefur mótsstjómin ekki séð sér annað fært en hafa verð aðgöngumiða nokkra hærra en venjúlega, vegna hins mikla kostnaðar, sem leiðir af þátttöku erlendu skákmeistar anna, en þess ber þá að gæta, að i þessu verði er einnig innifalínn aðgangur að biðskákum. Er það nýlunda, því að hingað til hafa menn jafnan orðið að borga sig sérstaklega inn, þegar tefldar hafa verið biðskákir. Verð aS- göngumiða verður kr. 50,00 fyrir fullorðna, en a. m. k. helmingi lægra fyrir unglinga. — f sam- bandi við mótið verður gefin út sérstök mótsskrá, secn Guðmunð- ur Arnlaugsson hefur séð um rit stjórn á. Hefur hún að geyma upp- lýsingar um alla mótstilhögun, — myndir af keppendum ásamt kynn- ingu, greinargott yfirlit um ai- þjóðleg skákmót á íslandi og ým- islegan fróðleik meiri. — Þá hef- ur tímaritið „Skák“ tekið að sér að koma á prent öllum skákun- um, sem tefldar verða í mótinu og verða væntanlega gefnar út 1—2 umferðir hverju sinni. Er þetta til mikils gagns fyrir þá, sem fýígj- ast vilja vel með mótinu, því að varla verður fært að fylgj- ast með nema takmörkuðum fjölda skáka í hverri umferð. Dregið verður um keppnisröð í mótinu mánudaginn 13. janúar og jætti því að liggja ljóst fyrir 1 þriðjudagsblöðunum, hverjir cefia saman í 1. umferð. í Hastingsmótinu, sem ég minnt- ist á áðan, varð röð efstu manna þessi: 1. Tal 7.vinninga. 2. Gligor- ic 6% v. 3.—4. Kassin Sovétr., og Lengyel Ungverjal. 6 v. báðir. 5. N. Littlewood Englandi 5% v. 6. Björn Brinck-Clausen 5 v. Þessi síðastnefndi keppti fyrir Dan- mörku. Hann varð efstur á Skák- þingi Norðurlanda í sumar ásamt Svíanum Joffe. Er hann íslenzkur í móðurættina. Einstætt afrek Bobby Fiscber EINS og getið var um í blaðlnu í gær, vann Bobby Fischer það c-in stæða afrek á meistaramóti Banda rfkjanna í ár að leggja að velli alla andstæðinga sína í keppninni og verða að lokum 314 vinningi á undan næsta manni. Röðin varð þessi: 1. Bobby Fischer 11 vinn- inga. 2. Evans 714 v. 3. Benkö 7 v. 4.—5. Reshevsky og Saidy 6*4 v. hvor. 6. R. Byrne 514 v. 7. Wein- steln 5 v. 8. Bisguier 414 v. 9.—10. Addison og Mednis 314 v. hvor. 11. Steinmeyer 3 v. 12. D. Byrne 214 vinning. Þegar tekið er tillit til þess, hversu sterkum einstaklingum þetta mót er skipað (5 stórmeist- arar utan Bobby sjálfs) hlýtur þessi atburður að teljast algjört einsdæmi í sögu skáklistarinnar, og er nú ekki annað að sjá en Bobby stefni hraðbyri til æðstu metorða í heimi skákarinnar. Jafn vel Rússarnir, sem hingað til hafa getað haft nokkum hemil á sigur gangi Bobbys, hljóta að vera felmtri slegnir þessa stundina og sennilega gagnar nú lítið góð ,,samvinna“ þeirra, þegar slíkur afburðamaður á í hlut. Og ekki held ég að, að uggur þeirra réni, er þeir kynna sér eftirfarandi skák, sem Bobby tefldi í 7. um- ferð umræddrar keppni. Víðtæk byrjanaþekking, stórkostlegt ör- yggi og algjört samúðarleysi Bobb ys með andstæðingnum kemur ljóslega fram í þessari skák, sem minnir mest á leik kattarins að músinni. „I will crush that fell- ow“ er eitt uppáhaldsorðatiltæki Jl Bobbys og það er sannarlega ekki orðum aukið, hvað viðvíkur þessaii skák. Hvítt: William Addison. Svart: Bobby Fischer. Spánski leikurinn. 1. e4, e5. (Það er algjört nýnæmi að sjá Bobby leika hér öðra en 1. —, c5 (Silkileyjarvöm), en hann lét þess nýlega getið í skákblaði vestra, að hann hefði fundið tvær óbrigðular leiðir fyrir svart til að fá jafnt tafl í Spánska leiknum. — Kannski er sú leið, sem hann vel- ur hér, önnur þeirra). 2. Rf3, Rc6. 3. Bb5, a6 4. Ba4, b5. (Fram að þessu hefur allt gengið sinn vanagang, en síðasti leikur Bobbys leiðir til afbrigðis, sem mikið hefur verið rannsakað af rússneska stórmeistaranum Tai- manof, og síðar tekið upp af öðr- um skákmeisturum, t. d. Johanne- sen, sem hingað kemur). 5. Bb3, Ra5. (Kjarni málsins. Nú koma einkum til greina þrjár leiðir fyrir hvít: 6. Bxf7t> Kxf7. 7. Rxe5f Ke7. 8. d4 Hvítur hefur góðar sóknarhorfur fyrir manninn, en reynslan hefur sýnt, að þær era varla nægar. 6. Rxe5, Rxb3. 7. axb3, Dg5. Svart- ur vinnur peðið til baka með goðri stöðu. 6. d4, eins og Addison ieik ur). 6. d4, exd4. 7. Dxd4, Re7. 8. c3 (?). (Svartur hótaði að hremma bisk- upinn með 8. —, d6. 9. —, c5 á samt 10. —, c4, svo hvítur þorir ekki annað en búa honum útgöngu leið. Sennilega hefði þó verið skárra að halda c3-reitnum til haga fyfir hvíta riddarann og leika þess J stað 8. Bd2). 8. —, Rxb3, 9. axb3, Bb7. 10. Bf4, — (Það er erfitt fyrir hvít að finna mönnunum hentuga reiti. Líklega er svartur þegar kominn með skárri stöðu). 10. —, d5. 11. e5? — (Mun betra var 11. exd5, Rxd5. 12. Bg3, enda þótt svartur hafi einnig þá betra tafl). 11. —, c5. 12. Dd3, — (12. Dxc5 strandaði að sjálfsögðu á —, Rf5 og hvíta drottningin fell ur). 12. —, Rg6. 13. Bg3, Be7. 14. Rbd2, Rf8! (Á þessum leik er ótvírætt hand- bragð meistarans. Flestir hefðu lát ið sér lynda að hrókera, minnugir þess heilræðis, að hrókering snemma tafls er jafnan heppileg, en Bobby er ekki vanur að láta slíkar kenningar hafa áhrif á tafl- mennsku sína. Þess i stað treystir 'hann yfirráð sín á miðborðinu með R-f8-e6 og leggur síðan til at- lögu á kóngsarmi). 15. o-o, Re6. 16. Hadl, g5. 17. h3, h5. 18. Hfel, Db6. 19. Rfl, d4. 20. R3d2, g4. 21. h4, — (Sjálfsagt skásti leikurinn). 21. —, Dc6. 22. De4, — (Svartur hótaði máti á g2 og var efalaust rétt hjá hvíti að taka mesta broddinn úr sókninni með drottningarkaupum. Hins vegar er á það að líta, að svartur stend (Framhald á 9. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.