Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 17
 : ÍTL. M. . . . " ÍÞRDTTIR l IÞRDTTIf 3 ÍÞRÓTTAFÓLK á Hsta fþróttafréttamanna. — Fremrl röð: Sigríður Sigurðardóttir, Jón Þ. Óiafsson, Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir. Aftarl röð: Guðmundur Gíslason, Davíð Valgarðsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Guðjón Jónsson og Ingólfur Óskarsson. Jón Þ. ólafsson, I.R. íbróttamaður ársins bíi Úrslit kunngerö í skoðanakönnun Alf-Reykjavík, 10. janúar í hófi, sem haldið var í Þjóðleikhúskjallaranum í dag, voru kunngerð úrslit í hinni árlegu skoðanakönnun, sem íþrót'tafréttaritarar efna til. Jón Þ. Ólafsson úr ÍR var kjör- inn „íþróttamaður ársins 1963" og er þetta í fyrsta skipti, sem hann hlýtur titilinn „íþróttamaður ársins" en Jón hefur margsinnis áður verið meðal tíu efstu manna í þessari skoð- anakönnun fréttamanna og á síðasta ári í öðru sæti. — A árinu 1963 vann Jón það afrek að setja nýtt íslandsmet í há- stökki utanhúss, 2.06 metra og auk þess jafnaði Jón met i langstökki innanhúss. Að þessu sinni dreifðust atkvæð- in millí 16 íþróttamanna, en und- anfarin ár hafa þau dreifzt meira og venjulegast hafa yfir 20 fengið atkvæði. Annars lítur listinn að þessu sinni þannig út: ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik heldur áfram um helgina. Mótsskráin lítur þannig út: Laugardagur: 2. fl. karla f A—Víkingur. 2. fl. karla KR—ÍR. Mfl. kv. Ármann—Fram Mfl. kv. Víkingur—Valur. Mfl. kv. Breiðablik—Þrótlur. Sunnudagur: Mfl. karla ÍR—FH. Mfl. karla Fram—Ármann. St.: 1. JÓN Þ. ÓLAFSSON, ÍR «4 2. Hrafnh. Guðmundsdóttlr, ÍR, 56 3. Jóhann Vllbergsson, Slgluf. 39 4. Sigrlður Slgurðardóttlr, ÍR 27 5. Guðmundur Glslason, ÍR 26 6. Guðjón Jónsson, Fram 22 7. Valbjörn Þorláksson, KR 22 8. Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR 19 9. Davlð Valgarðsson, ÍBK 18 10. -11. Ingólfur Óskarsson, Fram og Magnús Guðmundsson, Akur- eyri 12 Auk framangreindra íþróttamanna, sem skipuðu 10 efstu sætin, hlutu eftirtaldir íþróttamenn atkvæði: Axel Axelsson, Þrótti, Guðmundur Gústafsson, Þrótti, Ragnar Jóns- son, FH, Birgir Guðlaugsson, Siglufl., og Kristleifur Guðbjörns- son, KR. Átta ár eru liðin frá því að Sam- tök íþróttafréttamanna voru stofn- uð, og hafa þau gengizt fyrir ár- Iegri skoðanakönnun síðan og kos- ið „íþróttamann ársins". Atli Stein- arsson er núverandi formaður sam takanna og það var hann, sem af- henti Jóni Þ. Ólafssyni hina veg- legu styttu, sem „íþróttamaður árs ins“ fær afhenta, er úrslit eru kunngerð. Þá fengu allir hinna í- þróttamannanna bókagjafir. Hófið f Þjóðleikhúskjallaranum fór hið bezta fram og meðal gesta var Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ. Flutti hann stutta ræðu og árnaði íþróttafólkinu, sem samankomið var, allra heilla. jr Islenzku Olymp- képpnistilboi! HSÍM-REYKJAVÍK, 10. JANÚAR. ÍSLENZKU olympíukeppendumir, sem keppa eiga á Olympíu- leibunum í Innsbruck síðast í þessum mánuði, hafa að undan- fömu fengið mörg boð um að keppa á mótum áður en að leik- unum kemur. Ekki verður hægt að sinna þeim öllum, en eftir því sem blaðið hefur frétt mun stjórn Skíðasambands íslands hafa ákveðið að íslenzku skíðamennimir reyni þátttöku í þreraur af þessum mótum. Reyndar bera tvö mótin upp á sömu daga að nokkru leyti, og er því ekki gott að sjá hvernig liægt verður að koma þátttöku við í þeim. Mótin eru þessi: Alpamót í Madonna di Campiglio á Ítalíu, dagana 22. og 23. janúar. Keppt verður í svigi og stórsvigi, og er ákveðið, að Jó- hann Vilbergsson, Siglufirði, Kristinn Benediktsson, Hnífsdal og Ámi Sigurðsson, ísafirðL taka þátt í mótinu. Norrænt mót í Le Brassus í Sviss 18. og 19. janúar og eiga jsiglfirzku skíðamennimir, Birgir Guðlaugsson og Þórhallur Sveinsson að keppa þar í 15 kilómetra skíðagöngu. Að lokum er Toni-Mark-skíðamótið, sem verður háð á tveim- ur stöðum í Austurríki, Zoll-am-See og Saalfalden, dagana 21. til 26. janúar. Þar verður keppt í svigi og stórsvigi, og eiga Ámi, Jóhann og Kristinn að reyna þátttöku þar. Heldur óvenjuleg skíSamynd frá Inrfsbruck. Það er engu llkara en maður- Inn sé á hrlngflugi yflr borginnl. Myndirt er tekin efst I stökkbraut. Snjóar í Áusturríkí MENN vörpuðu öndinnl léttara I Innsbruck I gærmorgun — og það var engin furða. Um nóttina hafði nefnllega snjóað, en englnn snjór hefur verlð 1 nágrennl Innsbruck undanfarið. Og þelr I Innsbruck segja, að þetta sé eins og gjöf af himnl send. Snjólaglð var 15 sentl- metra þykkt I Seefeld, sem er nærri Innsbruck. Samkvæmt því, sem segir í fréttaskeytum frá Innsbruck, er framkvæmdanefnd keppninnar nú viss um, að hægt verði að keppa í ölluen greinum samkvæmt leik- skrá, jafnvel þótt svo þurfi að fara, að flytja þurfi snjó til keppnis- staða. Víða snjóaði í Austurríki í fyrri nótt og sums staðar mjög mikið, m. a. í Vínarborg. ZIMMERMANN SIGRAÐI Grindelwald, 10. jan. (NTB). AUSTURRÍKISMENN unnu tvö faldan sigur í stórsvigi á móti hér í dag. Brautin var 980 metra Iöng með 51 hlið, og hæðarmismimur var 320 rnetrar. Aðstæður voru erfiðar meðan keppnin fór fram, þoka og snjókoma, og var því erf- itt fyrir skíðamennina að greina brautina á köflum. Helztu úrslit urðu þessi: 1. Zitnmermann, Austurr., 1:19,0 2. Karl Schranz, Austurr., 1:20,80 3. Leitner, V.-Þýzk., 1:21,31 4. Pepe Stiegler, Austurr., 1:21,98 5. Billy Kidd, USA, 1:22,58 6. Joos Minsch, Sviss, 1:22,64 TÍMINN, laugardaginn 11. janúar 1964 — 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.