Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 13
I II. BLAÐ 8. tbl. — Laugardagur 11. janúar 1964 — 48. árg. NEÐUR Á Þegar ég var bam, las ég þjóðsögumar og trúði flestu, sem þar stóð. Eitt af því, sem mest hreif minn grunnfæma bamshuga, voru völvumar, sem áttu sér töfraklæði, er þær breiddu á jörðina, stigu síðan á og sögðu: „Fljúgðu nú, fljúgðu nú, klæði“. Gátu þær svo látið klæðið svífa til þeirra staða, er þeim þóknað- ist. Faðir minn var ágætur vef- ari. Eltt sinn herti ég upp hugann og labbaði að vefstóln um til hans með þjóðsögurn- ar og spyr ósköp feimin: „Getur þú ofið svona klæði, pabbi"? Hann leit á söguna, sem ég benti á, og hló við: „Þú mátt ekki trúa þvi, sem stendur í þjóðsögunum, ang- inn minn litli. Fólkið bjó þess ar sögur til, sér og öðrum til gamans. En hver veit, nema mennimir geti einhvem tíma flogið". Eg hrapaði niður úr mínum skýjaborgum og þótti ekki nærri eins mikið koma til þjóðsagnanna eftir það. Þetta gerðist líklega fjórum árum fyrir síðustu aldamót. Árið 1948 kom ég fyrst í flug vél. Þetta var lítil flugvél, tók aðeins 2—3 farþega og flug- manninn. Mér komu þjóðsög- urnar enn í hug. Dásamlegt var að líða svona fyrirhafn- arlaust um loftið og horfa niður á kaupstaðinn, bátana, túnin, sjóinn og fjöllin. Þetta var bara svo stutt flug; við vorum aðeins 8 mínútur milli Akraness ' og Reykjavíkur. Gaman var, þegar flugvélin lyfti sér til flugs og hoppaði á bárunum við Langasandinn. GLÓFAXI á flugvelli. Tíminn leið. Flugmálunum þokaði áfram og flugfélögin íslenzku fengu stærri og full- komnari flugvélar. Oft hefur verið horft á þær svífa yfir og hugurinn óskað þess að geta flogið með. Eftir að Sveinn sonur minn gerðist blaðafulltrúi Fiugfé- lags Islands, hefur hann oft boðið mér að koma suður til sín og fljúga. Atvikin hafa hagað því þannig, að aldrei varð af því fyrr en i haust. Eg fór þá að heimsækja skyld fólkið, og þar sem þann dag var sólskin, heiður himinn og logn, var ákveðið að grípa tækifærið og fljúga austur í Öræfi og Hornafjörð. Tilhlökkun minni vegna þessarar væntanlegu flugferð ar ætla ég ekki að lýsa. Veðr- ið eins ákjósanlegt og fram- ast varð á kosið, og mér hafði verið sagt, að þessi flugleið væri ein sú fjölbreytilegasta og skemmtilegasta hér innan lands. „Glófaxi“, sem tekur 28 far þega, átti að fara þessa ferð og stóð nú á flugvellinum al- tygjaður Og tilbúinn að taka sprettinn. VESTRA-HORN. Flugáhöfnin gekk til flug- vélarinnár, tveir vasklegir ungir menn, flugstjórinn, Rúnar Guðbjartsson, og flug- maðurinn, Geir Gíslason. Með þeim fylgdist ung og indæl flugfreyja, mjög falleg, í flugfreyjubúningnum sínum. Kristín heitir hún, Árnadóttir Kristjánssonar píanóleikara. Hreyflarnir voru reyndir, hert á vélunum, og áður en varði vorum við svifin á loft, yfir nes, eyjar og sundin blá. Alltaf hækkaði flugvélin sig. Nú sé ég ofan á kollinn á Esj unni til vinstri. Hann er dá- lítið snjóflekkóttur, en lengra til norðurs rís Skarðsheiðin, köld og hvít. Þá förum við yfir Árbæ, Sandskeið og Hellisheiði. Þama er Kolviðarhóll, sem mér er sagt, að eigi að fara að hressa við. Á næsta augna bliki erum við yfir Kamba- brún. Kambar sýnast lág- kúrulegir úr þessari hæð. t einni sjónhendingu sér yfir Hveragerði, Ölfus, Flóann, Eyrarbakka og Stokkseyri. í norðri glampar á Þinsrvalla- vatn og sólböðuð fellin og fjöllin kringum Þingvalla- sveitina. Nú förum við lengra inn yfir landið. Það er stefnt á Heklu. Þessir ágætu flug- menn leika við okkur og fljúga rétt yfir kollinn á eld- fjallinu fræga, svo að okkur finnst næstum að vængurinn muni snerta barminn á stór- gígnum. Það er snjór í gígn- um, en það guíar upp úr hnn um, eins og á öllum háfjöll- um. Er til nokkur dýrðlegri sýn en að horfa yfir hálendið á slikum degi? Það geta víst engir nema skáldin lýst slíkri undrafegurð, tign og hrein- leika, sem íslenzku fjöllin eiga, snævi drifin í bjartasta sólskini haustsins. Jarlhettur ber í Langjökul, næstum því eíns hvítar og hann. Það er sem fjallavötn- in hafi drukkið í sig bláma heiðrikjunnar og skarta dimmbláu allt upp í ljósbláa liti. Þama er Þórisvatn, þá Litlisjór og Langisjór og öll smærri vötnin, sem ég veit ekki nöfn á. Sum þeirra virð ast vera á þykkum ís, á þau slær grænbláum lit. Þama er mér bent á, að Laki og Laka- gígamir séu í bogadreginni röð. Er nú góð yfirsýn um þau víðáttumiklu hraun, sem þaðan runnu 1783. Flugleiðin færist nú aftur nær ströndinni. Við erum yf- ir Síðufjöllunum og sjáum ekki alla bæina. Þá koma bæirnir í Ijós, Kálfafell, Rauðaberg og Núpsstaður. Ekki sé ég hann Hannes úti. 1 sumar óskaði ég að mega spyrja hann fleiri spurninga og fræðast betur af þeim aldna heiðursmanni, en farar stjórinn rak okkur af stað. Þá var allt á kafi í þoku og Lómagnúpur sást ekki. Nú svífum við rétt við hans stóra standbergshamrahaus, hátt á áttunda hundrað metra háan. Við fljúgum yfir hin marg- kvisluðu Núpsvötn og út yfir Skeiðarársand, skammt fyrir framan Skeiðarárjökul. Hann er ósléttur og virðist erfiður yfirferðar. 1 næstu andrá er- um við komin að Öræfum. Það er einkennileg sjón að horfa á Bæjarstaðaskóg, svo stóran og fagran, búinn lit- skrúði haustsins, með stór- jökla á þrjár hliðar, Skeiðar- árjökul, Vatna.iökul og Mars- árjökul. Öræfin virðist mér vera sveit andstæðnanna í rík um mæli. Öræfajökull, sá tigni jöklakóngur, gnæfir yfir byggðinni, en skriðjöklatung- urnar sleikja niður dalverpin. Á Svínafelli virðist skriðjök- ull ólga niður með grænu tún inu. Okkar ágætu flugmenn lækkuðu flugið og fylgdu byggðinni, svo að við nytum útsýnisins sem bezt. Bæirnir standa í smáhverf- um, og er margbýlt á sumum jörðunum, til dæmis á Hofi og Hnappavöllum. Á Fagur- hólsmýri er flugvöllurinn og þar eru tvö íbúðarhús. Ein- kennilegur, fagur hóll er þar rétt við bæina. Engan gat ég spurt, hvort bæirnir drægju nafn af honum. Klettabelti er sjávarmegin og liggur flug- völlurinn fyrir neðan það, en ofar graslendi. Austarlega í Öræfum teyg ir Kvíárjökull sig næstum niður á jafnsléttu. Frá hon- um falla tvær ár til sjávar. Kvíár heita þær báðar. Aust- asti bær í öræfum eru Kví- sker. Eg held, að hljóti að vera einmanalegt að búa þar vegna fjarlægðar frá öðrum Framhald a bls 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.