Tíminn - 11.01.1964, Blaðsíða 5
Útgefcndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framfcvæmdastjórl: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriBi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson.
Ritstjómarskrifstofur i Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., síml 19523. ABrar
skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan.
lands. í lausasölu kr. 4.00 elnt — PrentsmiBjan EDDA h.f. —
Ekki nýjar hefndar-
ráðstafanir
Margir nánustu fylgismenn stjórnanimar játa hik
laust, að gengisfellingin 1961 hafi verið röng og skaðleg
ráðstöfun. Reynslan sé búin að staðfesta, að hennar
hafi ekki verið hin minnsta þörf, er. afleiðingar hennar
hafi hins vefar orðið hinar verstu fyrir allt efnahags-
kerfið. Ráðstöfun þessi hafi verið gerð í fljótræði og án
Dægilegrar íhugunar vegna þess að stjórnin hafi ekki
verið búin að jafna sig eftir ósigurinn í kaupdeilunum
fyrr um árið. Með öðrum orðum: Ríkisstjórnin hafi látið
hefndarhuginn ráða.
Það er gild ástæða til að rifia þetta upp nú ríkis-
stjórninni til aðvörunar.
Ríkisstjórnin hefur nú í annað sinn orðið undir 1 átök-
um við láglaunastéttirnar. Hún hugðist lögfesta óbreytt
kaup þeirra, fyrst til tveggja mánaða og síðan til lengri
tíma. Eftir að hún gafst upp við petta kúgunaráform,
bauð hún eftir langa bið 4—8% Kar-phækkun. Hún varð
einnig að láta undan síga þar og féllst loks á 15%
hækkun. Vegna þessara ósigra er stjórnin nú í hefndar-
hug, líkt og sumarið 1961. Þess vegna er nú mikil hætta
á, að hún vinni óhappaverk í fljótræði líkt og þá.
Þetta kemur glöggt í ljós í grein, sem Gunnar Thor-
oddsen birtir í Vísi síðastliðinn miðvikudag. Hann játar
það rétt, sem lengi hefur verið bent á hér í blaðinu,
að hlut hraðfrystihúsana, sem sízt þola hinar nýju kaup-
hækkanir, megi bæta verulega með lækkun útflutnings-
gjalda. Gunnar telur þá, að helzt sé rétt, al hraðfrysti-
húsin fái þann hluta útflutningsgjaidanna, er nú renm
1 stofnlánasjóði sjávarútvegsins. í tramhaldi af þessu,
dregur Gunnar svo þá ályktun, að þetta verði að bæta
stofnlánasjóðum sjávarútvegsins með nýjum álögum.
Þannig virðist ríkisstjómin vera að leita að átyllum
til að hækka álögur enn einu sinni.
Slíkt er hins vegar fyllsti óþarfi. Ríkisstjórnin hefur
ótal möguleika til að bæta stofnlánasjóðunum missi
útflutningsgjaldanna á annan hátt. Ríkissjóður á tekju-
afgang frá 1962 og 1963, er nemur hundruðum millj.
kr. Bundna spariféð í Seðlabankanum nemur mörgum
hundruðum millj. kr. Fyrirsjáarslegt er, að umfram-
tekjur ríkissjóðs verða ríflegai í ár.
Nýrra opinberra álaga er því ekki þörf. Það er jafn
óþarft, rangt og skaðlegt að hækka álögurnar nú og að
fella gengið 1961. Það væri ekki annað en fljótræðisleg
hefndaraðgerð. Uppskeran yrði nýtt dýrtíðarflóð, sem
leiddi af sér nýjar kauphækkuuarkröfur innan tíðar.
Tekjuafgangurinn
Eins og vikið er að 1 greininni hé' á undan hefur enn
ekki verið ráðstafað mörgum hundruð millj. kr. af tekju-
afgangi ríkisins frá 1962 og 1963
Við 3. umræðu fjárlaganna ívrir árið 1964, lögðu
Framsóknarmenn til, að nokkrum -hluta þessa tekjuaf-
gangs eða 150 millj. kr. yrði ráðstafað þannig: Til
byggingasjóðs ríkisins 60 millj. kr., til veðdeildar Bún-
aðarbankans 30 millj. kr., til Iðn’ánasjóðs 15 millj. kr.,
til hafnargerða 30 millj. kr. og til sjúkrahúsái 15 millj. kr.
Stjórnin hafnaði þessum tillögum. Hún vill heldur láta
þetta fé liggja ónotað en að verja þvi til hinna mest að-
kallandi framkvæmda.
T f MIN N, laugardaginn 11. janúar 1964 —
ISAAC DEUTCHER:
Vanræksla efnaiðnaöar í Sovét-
ríkjunum veldur erfiðleikum
Nú á að fullnægja áburAarþörfinni, en nægir það?
STJÓRN Sovétríkjanna hef-
ur ákveðið að verja 42 milljörð
um rúblna til fjárfestingar í
efnaiðnaði og til framleiðslu
tilbúins áburðar og annarra
sffkra nauðsynja landbúnaðar-
ins á tímabilinu til 1970. Þetta
er athyglisverð ákvörðun. Erf-
itt er að skipta þessum fyrirhug
uðu útgjöldum í erlendan gjald
eyri, en eins og gengi er nú
háttað, svarar þetta til 45 millj-
arða dollara.
Ljósara verður, hve yfirgrips
mikil hin fyrirhugaða aukning
er, þegar þess er gætt, að til
efnaiðnaðarins á að ganga
fimmtungur alls, sem til fjár-
festingar er varið í Sovétríkj-
unum.
Samþykkt var 20 ára áætlun
um efnahagsmál í Sovétríkjun-
um árið 1961, og þar var aukn-
ing efnaiðnaðarins boðuð. En
iðngreinin hefur verið mjög
latræk og ekki skilað þeirri
aukningu, sem henni var ætlað
á síðast liðnum fimm árum.
Sennilega á það rót sína að
rekja til forgangs þungaiðnað-
ar, landvarna og íbúðabygg-
inga um hráefni.
Nú sýnist liggja í augum
uppi, að átökin miklu á árun-
um 1953—1955 hafi ekki ein-
vörðungu snúizt um landbúnað-
inn, heldur einnig um framtíð
efnjiiðnaðarins. Þegar áætlanir
Krustjoffs um landbúnáðinn
voru samþykktar þá, ákvað mið
stjórnin um leið að hinn Van-
þróaði efnaiðnaður skyldi lát-
inn búa áfram við hægagang-
inn, sem honum er eiginlegur.
Þetta hefði að sjálfsögðu aldrei
orðið, ef það hefði verið ætlun-
in í alvöru að gera landbúnað-
inn afkastamikinn.
KOMIÐ ER Á daginn, að sig-
ur Krustjoffs var sýndarsigur.
Hann hefur skamma stund get-
að hrósað sigri vegna aukinnar
víðáttu ræktarlandsins, en land
búnaðurinn hefur aftur dregizt
stórlega aftur úr. Þar við bæt-
ist, að Sovétríkin eru eina iðn-
aðarríkið, sem enn býr við efna
iðnað á frumstigi. Flestar vest-
rænar þjóðir hafa fjárfest í
efnaiðnaðinum 10.—8. hluta
samanlagrar fjárfestingar und-
angengin ár, og sömu sögu er
að segja um Japani. En fjár-
festing Sovétríkjanna í efna-
iðnaði hefur ekki numið nema
30.—25. hluta heildarfjárfest-
ingarinnar. Reiknað hefur ver-
ið út, að bóndinn í Sovétríkj-
unum noti að meðaltali 62 kg
tilbúins áburðar á hektara.
Þetta er aðeins áttundi hluti
þess, sem bandaríski bóndinn
notar og áttundi til tólfti hluti
þess, sem brezkir og franskir
bændur nota.
Lífskjörin í Sovétríkjunum
gjalda þess í ríkum mæli, hve
efnaiðnaðurinn er skammt á
veg kominn. Þetta kemur greini
legast fram þegar athugað er,
að hver einstaklingur/ í Sovét-
ríkjunum notar aðeins fjórðung
þeirrar vefnaðarvöru úr gervi-
efnum, sem einstaklingurinn á
ftalíu, í Englandi og í Banda-
ríkjunum notar, og aðeins
fimmtung þess, sem tíðkast i
Vestur-Þýzkalandi og Japan.
Efnaiðnaðurinn eystra af því 30
—40 árum á eftir efniðnaði
Vestur-Evrópu.
Á FUNDI miðstjórnarinnar
fyrir skömmu, þorði enginn að
draga þessa ályktun af tilraun
Krustjoffs til að ná til meira
lands, samhliða því, sem efna-
iðnaðurinn var látinn eiga sig.
Þetta mátti þó lesa milli lín-
KRÚSTJOFF
anna hjá honum sjálfum, og
svo skipti hann gróflega þvert
um stefnu, og voru allt í einu
ljósir kostirnir við afkasta-
mikinn landbúnað og nútíma-
efnaiðnað.
.Krústjoff gerði mikið úr
kprninnflutningnum og sýni-
liegt var, að þar var hann að
svara ádeilum, sem hann hafði
orðið fyrir bak við tjöldin.
Hann gerði sitt ýtrasta til að
beina athygli fólksins frá
skyssum hans í efnahagsmál-
unum og að umhyggju hans
fyrir velferð þess. Hann segir,
að Stalín og Molotov hafi ekki
einu sinni dottið í hug að flytja
inn kom 1947, þegar rússnesk-
ir bændur sultu heilu hungri
og féllu af skorti, heldur hafi
þeir flutt út korn.
Enginn efi leikur á mannúð-
arleysi Stalíns, en sannleikur-
inn er sá, að árið 1947 urðu
Sovétríkin fyrir afleiðingum
hins mesta þurrks og uppskeru-
brests síðan árið 1890, þegar
yfir Rússland gekk geigvænleg-
asta hungursneyð í sögu þess.
Árið 1947 fluttu Sovétríkin að-
eins út óverulegt magn af korni
til Austur-Evrópulanda og sé
tekið tillit til hins almenna
skorts á matföngum eftir stríð-
ið, er ljóst, að Sovétríkin hefðu
ekki getað fengið korn keypt
erlendis til þess að draga úr
hungursneyðinni heima fyrir.
En tvímælalaust hefir myndin,
sem Krustjoff brá upp af sér
annars vegar og Stalín hins
vegar, haft sín áróðursáhrif.
NÚ á sem sagt að verja 25
milljörðum rúblna til að setja
á stofn 200 nýjar efnaverksmiðj
ur og koma 500 starfandi verk-
smiðjum í nútímahorf. 8 mill-
jörðum á að verja til að auð-
velda eldsneytisöflun og hrá-
efnisútvegun. Hálfum fimmta
milljarð á að verja til endur-
nýjunar, þremur milljörðum í
vélar til áburðargerðar og hálf-
um öðrum milljarð í efnaverk-
fræðinga. Hálfum ellefta mill-
jarð, eða um fjórðungi allrar
upphæðarinnar, á að verja til
framleiðslu tilbúins áburðar
handa landbúnaðinum. Hitt á
að gang til hins eiginlega
efnaiðnaðar.
En hversu raunsæ er nú þessi
áætlun?
Reynslan á Vesturlöndum
sýnir, einkum þó reynsla
Frakka og ftala eftir stríðið, að
fljótlegt er að koma á fót efna-
iðnaði, jafnvel þó að reist sé
frá grunni. Fljótlegt er að yfir-
vinna byrjunarörðugleikana.
En hagfræðingar og tæknifræð-
ingar Sovétríkjanna þurfa að
taka ótæpt á áður en þeir eru
búnir að sigrast á þeirri íhalds-
semi, sem stafar af því, að allt
of mikil áherzla hefir verið
lögð á stáliðnaðinn í Sovétríkj-
unum.
Það liggur í augum uppi, að
vélaiðnaðurinn verður af þess-
um sökum að hægja á þróun
sinni. Einnig mun verða að tak-
marka íbúðabyggingar, enda
þótt húsnæðisástandið sé mjög
slæmt, þrátt fyrir mjög miklar
byggingar. íbúunum fjölgar ör-
ar en húsin eru byggð og enn
koma aðeins sex fermetrar í
hlut hvers einstaklings. Út-
gjöld til hervarna munu einnig
verða að lækka meira en gert
hefir verið í fjárlögum þessa
árs. Einnig verður dregið úr
rannsóknum í þágu geimferðá
ög ferðinni til tunglsins hefir
verið fórnað vegna þess ó-
skáldlega verkefnis að, útvega
bændum tilbúijm áburð í rúss-
neska mold.
SÍÐAST en ekki sízt mun
þurfa að flytja inn efnaverk-
smiðjur frá útlöndum ef áætl-
unin á að komast í framkvæmd.
í fréttum frá Moskvu er gefið
í skyn, að Rússar hafi í hyggju
að flytja inn efnaverksmiðjur
fyrir 11 milljarða dollara á
næstu árum. Sovétríkin virðast
því ’ætla að reyna að útvega sér
með þessu móti að minnsta
kosti þriðjung þeirra véla, sem
þörf er fyrir til' framkvæmdar
áætlunarinnar. Á því leikur
ekki efi, að Krustjoff gerir ráð
fjrrir ríflegum kaupum, en
svona mikil kaup virðast þó
varla samræmast veruleikan-
um.
Innflutningur frá útlöndum í
svona ríkum mæli hlýtur að
valda verulegum greiðsluerfið-
leikum, jafnvel þó Sovétríkin
auki útflutning sinn verulega,
og leynilegur gullforði þeirra
sé jafn mikill og gullforði
Bandaríkjanna til dæmis. Til
þess að Sövétríkin fengju
greiðslufrest á Vesturlöndum,
sem nægði til stórfelldrar aukn-
ingar viðskiptanna, þyrfti hið
pólitíska andrúmsloft að taka
mjög miklurh breytingum. Þær
breytingar eru meiri og róttæk-
ari en nokkrum getur til hugar
komið eins og sakir standa,
hversu bjartsýnn sem hann ann-
ars er.
Við þetta bætist, að áhrifa-
mestu þættirnir í kyrrstöðu
landbúnaðarins eru félagslegs
en ekki efnahagslegs eðlis.
(Framhald á 9. síðu). ,