Tíminn - 24.01.1964, Side 9
ÞRJÁR UNGAR GEFJUNARSTÚLKIIR SKORA Á ALLT IÐNVERKAFÓLK í REYKJAVÍK:
Styðjum
einhuga
C-lista
Stjórnarkosningar í Iðju, fé-
lagi verksmiðjufólks, standa
fyrir dyrum, og þess vegna
leggjum við leið okkar um bæ-
inn að finna iðnverkafólk að
máli. Við höfnum inni í fata-
verksm. Gefjuni við Snorra-
braut, þar sem hin nafntog-
uðu Gefjunarföt eru búin til.
Við þræðum leiðina á milli
saumavélanna, þar til við rek-
umst á unga og fallega stúlku,
sem brosir svo yndislega, að
?ið stöldrum ósjálfrátt við:
— Nafn og símanúmer, takk!
— Sóley Baldursdóttir heiti
ég. Svo geturðu flett i síma-
skránni!
SÓLEY BALDURSDÓTTIR
Á meðan ljósmyndarinn
smellir í gríð og erg, fæ ég að
vita, að hún er 21 árs gömul,
og hefur unnið hjá Gefjun í
tæp tvö ár. Og auðvitað ætlar
hún að kjósa C-listann — lista
lýðræðissinnaðra vinstri
manna:
FATAVERKSMIÐJA GEFJUNAR.
— Það veitir ekki af að fá
nýtt líf í stjórn Iðju — segir
hún, — og frambjóðendur C-
listans eru að minu áliti hæf-
astir til þess að taka að sér
félagsstjórnina.
— Hvernig hefur félagslífið
í Iðju verið, þann tíma, sem þú
hefur verið félagi þar?
—Það hefur verið bókstaf-
lega ekki neitt. Við verðum
ekki vör við félagsstjómina,
frekar en hún væri ekki til. Fé-
lagið heldur enga fundi, engar
skemmtanir, ekkert félagslif.
Það getur varla verið aumlegra.
— Og þú heldur, að það verði
betra, ef nýtt fólk tæki við
‘ stjórn?
— Eg^er í engum vafa um
það. Það er gamalkunn stað-
reynd, að það er hollt hverj-
um félagsskap, að endurnýja
forystu sína öðru hvoru. Löng
valdaseta núverandi félags-
stjómar hefur gert hana kæru
lausa. Hannes Jónsson, for-
mannsefni C-listans, er ungur
og ötull félagsmálamaður, laus
við allt pólitískt ofstæki. Eg
hef orðið vör við, að hann vek-
ur alls staðar traust manna.
Það sama get ég sagt um vara-
formannsefnið, Öldu Þórðar-
dóttur, sem við starfsystur
hennar hér þekkjum af öllu
góðu.
— Þess vegna vona ég, að
sem flestir leggi C-listanum lið
í kosningunum um helgina —
segir Sóley, og snýr sér aft-
ur að saumavélinni.
Við yfirgefum saumasalinn
og þrömmum í gagnstæða átt,
þar til við sjáum tvær ungar
og glæsilegar stúlkur, sem
handfjatla hið fegursta fata-
éfni. Við snúum okkur að
þeirri dökkhærðu fyrst:
— Eg heiti Hjördís Baldurs-
dóttir og er Reykvíkingur að
ætt og uppruna —segir hún.
Hún reyndist vera í blóma
lífsins, aðeins 16 ára gömul.
Hún hefur því ekki unnið lengi
hjá fataverksmiðju Gefjunar,
einungis örfáa mánuði, en það
minnkar ekki áhuga hennar á
kosningunum:
—Eg hef mestar mætur á
frambjóðendum C-listans, og
er að mfnu áliti mikils af þeim
að vænta fyrir okkur Iðjufé-
laga. Þess vegna kýs ég C-list-
ann — segir hún.
— Hvemig eru sigurhorfurn-
ar?
— Við getum því miður ekki
gert ráð fyrir sigri í þetta sinn
— segir Hjördís. — En þótt
við vinnum ekki í þessum kosn
ingum, þá tel ég mjög æskilegt
að C-listinn nái það miklu fylgi,
að félagsstjórnin telji sig ekki
of örugga í sessi. Það myndi
veita henni aðhald og ef til
vill stuðla að því, að hún gerði
eitthvað af viti í framtíðinni.
— Eg vil þess vegna hvetja
alla framfarasinnaða Iðjufélaga
að fylkja sér um C-listann í
kosningunum, og vinna þannig
að eigin velferð — segir hún.
Ungfrúin segist heita Helga
Garðarsdóttir og fædd og uppal
in í höfuðstöðvum samvinnuiðn
aðarins á íslandi, Akureyri. —
Hún hefur dvalið í Rvík um
skeið og unnið hjá Gefjuni, og
er staðráðin í að kjósa C-list-
ann:
— C-listinn er minn listi —
segir hún. — Hann er að mín-
um dómi sá listi, sem við get-
um vænzt mest af. Við þurfum
að fá menn í trúnaðarstörf í
Iðju, sem eru traustir og laus-
ir við allar öfgar. Eg álít að
Hannes Jónsson, formannsefni
C-listans, sé einmitt slíkur mað
ur. Hann mun láta hagsmuni
félagsins ganga fyrir hagsmun-
um utanaðkomandi aðila. —
Sama má segja um aðra menn
listans, þeir munu örugglega
standa vel í stöðu sinni, ef þeir
ná kjöri; félagsstarfið mun
aukast og kjör okkar batna.
— Eg vil því hvetja sem
flesta Iðjufélaga til þess að
standa vörð um hagsmuni sína
og kjósa C-listann — segir
Helga og snýr sér aftur að fata
efninu.
Og þegar við göngum niður
stigann og út úr fataverksmiðj
unni Gefjuni, þá erum við þess
fullvissir, að C-listinn, listi
lýðræðissinnaðra vinstri manna
er sá listi, sem allt framfara-
sinnað fólk, ungt sem gamalt,
mun styðja í komandi Iðju-
kosningum. Við tökum því und
ir orð stúlknanna þriggja:
— Iðjufélagar — kjósið
C-listann, lista lýðræðis-
sinnaðra vinstri manna.
skiptir ekki minna máli, heldur
jafnvel meira máli að tryggja
verðgildi þess. Það er til lítils
að fá kauphækkun, ef hún er
strax tekin aftur með nýjum
verðhækkunum. Þess vegna ber
okkur að leggja á það stór-
aukna áherzlu í sambandi við
kaupsamninga í framtíðinni,
að kaupið verði verðtryggt, t.d.
að það hækki í samræmi við
framfærsluvísitölu eins og áð-
ur var. Slikt myndi vera ríkis-
stjórn á hVerjum tíma hvatn-
ing um að reyna að halda verð-
laginu í skefjum, enda er það
staðreynd, að síðan vísitölu-
uppbæturnar voru felldar nið-
ur, hafa verðhækkanir orðið ör-
ari og meiri en áður. Talsvert
er nú rætt um að gera kaup-
samninga um lengri tíma, og
gæti það verið báðum aðilum
til hags, verkafólki og atvinnu-
rekendum. En slikt er hins veg-
ar útilokað nema kaupið fáist
verðtryggt með einhverjum
hætti, og jafnframt hækki það
í samræmi við auknar þjóðar-
tekjur.
Ég vil víkja að nokkrum sér-
mál'um Iðju, er ég tel að stjórn
félagsins hafi ekki sinnt nægi-
lega. Ég nefni t.d. fyrst rétt-
indi kvenna, sem vinna hálfan
daginn, þetta eru oft giftar kon
ur, sem þarfnast þessarar vinnu
vegna heimilanna. Þær hafa
oft verið árum saman og hafa
öðlazt mikla* æfingu í starfi
sínu. Samt eru þær oftast látn-
ar víkja fyrst, ef starfsfólki er
fækkað. Þetta álít ég ekki rétt,
og því þarf Iðja að tryggja rétt
þessara kvenna betur en nú er
gert. Þá álít ég stjórn Iðju eiga
að fylgjast vel með því, þegar
viss fyrirtæki segja upp alveg
eða fækka starfsfólki og kynna
sér vel, hvaða ástæður valda
þessu. Er það kannski vegna
óeðlilegs innflutnings á vör-
um, slæmra lánsskilyrða o.s.
frv. Iðja á á að beita áhrifum
sínum eftir því, sem hæft er,
til þess að fá hlut þessara fyrir-
tækja bættan, svo að þau þurfi
ekki að fækka starfsfólki af
þessum ástæðum.
Ég vil svo endurtaka það, sem
ég sagði hér á fundinum í
fyrra, að ég tel heppilegt báð-
um aðilum, verkafólki og at-
vinnurekendum, að unnið sé
sem mest að því að jjoma á
ákvæðisvinnu. Mín reynsla er
sú, bæði hérlendis og erlendis,
að ákvæðisvinna tryggir ekki
aðeins hærra kaup, heldur auki
einnig vinnugleðina. Fólk finn-
ur þá betur að góð vinnubrögð
bera árangur í hækkuðu kaupi.
Ákvæðisvinnu á svo ekki að-
eins að nota til að hækka
kaupið, heldur einnig til að
stytta vinnutímann. Ég hef ver-
ið hjá iðnaðarfyrirtækjum í
Bandaríkjunum, í Noregi og í
Danmörku, og hjá öllum þeim
fyrirtækjum þar sem ég vann,
hafði iðnaðarfólkið frí á laugar-
dögum, án þess að vinna lengur
aðra daga vikunnar; þessu
marki er hægt að ná með aukn-
um vinnuafköstum og aukinni
vinnugleði. Að því ber að
stefna hér á landi. Þetta er
eitt af þeim málum, sem Iðja
verður að láta meira taka til
sín. ,
Stjórn Iðju hefur verið tóm-
lát í þessum efnum og mörg-
um fleiri vegna þess, að hún
hefur haft svo öflugan meiri-
hluta að baki sér. Enn er þetta
fylgi svo sterkt, að ég tel víst
að stjórninni verði ekki steypt
úr stóli að þessu sinni. Það er
hins vegar hægt að skapa henni
aukið aðhald og hvetja hana
til starfa. Það verður bezt gert
með auknu fylgi C-listans. Það
verður aðvörun, sem stjórn
Iðju skilur, ef fylgi C-listans
eykst.
Ég er sannfærð um, að við
styrkjum Iðju bezt og hvetjum
stjórnina bezt til starfa með
því að fylkja okkur um C-
listann.
TÍMINN, föstudaginn 24. janóar 1964