Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 7
I Otgefí ndl: FRAMSOKNARFLOKKURINN FramJrvæmdastjórl: Tómas Amason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriQ) G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar Tómas Karlsson Frétta- stjóri- Jónas Kristjánsson Auglýsingastj, Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu húsinu. simar 18300—18303 Skril stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl.. sími 19523 Aðrar skrifstofur. simi 18300 Áskriftargjald kr 80,00 á mán tnnan lands t lausasölu kr 4.00 eint — PrentsmiBjan EDDA h.f — Tólf mílurnar voru aðeins áfangi Á nýloknu Fiskiþingi var m. a. samþykkt svohljóðandi ályktun: ,27. fiskiþing lýsir ánægju sinm yfir því, að I næsta mánuði öðlast Islendingar fulla lögsögu yfir 12 mflna fiskveiðisvæði umhverfis landið. Jafnframt vill fiski- þing lýsa yfir því, að það telur tólf mflna fiskveiði- lögsögu aðeins áfanga að því takmarki að íslendingar öðlist full umráð yfir öllum fiskveiðum á öllu land- grunninu. Því vill fiskiþing skora á Alþingi að láta ekkert tækifæri ónotað til að hrinda því máli áleiðis/ Það er vissulega rétt, að útfærslan í 12 mílur var aðeins áfangi, en ekki neitt lokamark. Lokamarkið er landgrunnið allt. Þess vegna er erfitt að hugsa sér öllu meira óhappaverk en það, sem unnið var með land- helgissamningnum 1961. Fram að þeim tíma höfðu Is- lendingar einhliða útfærslurétt, en meðan við erum bundnir af samningnum, erum við haðir samþykki Breta og Vestur-Þjóðverja eða úrskurði erlends dóms. Af hálfu brezku stjórnarinnar hefur þetta verið metið þannig, að íslendingar geti a. m. k. ekki fært út fisk- veiðilandhelgina 25 næstu árin. Þess vegna verður að leggja allt kapp á, að Bretar og Vestur-Þjóðverjar falli frá þeim nauðungarsamningi, sem íslendingar voru hnepptir í 1961. Þessar þjóðir hafa á undanförnum árum sýnt aukið frjálslyndi sitt í því að falla frá ýmsum slíkum nauðungarsamningum og veita hinum smærri þjóðum aukinn rétt. íslendingar hafa þörf fyrir fátt meira en full og óskoruð yfirráð yfir fiskveiðunum á landgrunninu. Beinni grunnlína Önnur merk ályktun Fiskiþings hljóðar á þessa leið: „Fiskiþing beinir þeirri eindregnu áskorun til Al- þingis og ríkisstjórnar, að nú þegar fari fram at- . hugun á því að fækkað verði grunnlínupunktum frá því, sem nú er, með það fyrir augum að grunnlínan verði sem beinust miðað við annes og sker“. Með þeirri breytingu á grunnlínunni, sem hér er bent á, væri hægt að stækka fiskveiðilandhelgina verulega, án þess að það gæti talizt bein útfærsla og félli það því ekki undir ákvæði brezka landhelgissamningsins. Þegar landhelgissamningurinn frá 1961, var til um- ræðu á Alþingi, lögðu þingmenn stjórnarandstæðinga til að verulegar breytingar yrðu gerðar á grunnlínun- um, m. a. fækkun á grunnlínupunktum. Þessar breyting- ar hefðu stækkað fiskveiðilandhelgina verulega fyrir Norðausturlandi Austfjörðum og Suðausturlandi Stjórnarliðið vildi þá ekki fallast á þetta, enda þótt ekki væri sjáanlegt, að þetta stríddi gegn samningnum. Sjálfsagt er, að þetta mál verði nú tekið upp í sam- ræmi við áskorun Fiskiþings, því að svo óhagkvæmur getur samningurinn frá 1961 verið, að hann ekki aðeins útiloki beina útfærslu á fiskveiðilandhelginni, heldur einnig eðlilegar leiðréttingar á grunnlínunni. GÍStl SBGURBJÖRNSSON: AFENGISFLODIÐ Lengi getur vont versnað, segja menn, og eiga þá oft við ástandið í áfengismálum þjóð- arinnar, enda er nú svo komið, að flestum er farið að blöskra Þeir, sem undanfarin ár hafa fylgzt nokkuð með í þessum málum, eru ekkert hissa á, að svona er komið. Þeir sögðu fyrir um, hver „árangurinn" yrði af hófdrykkju, kokkteilum og svo síðar venjulegum drykkjuskap Árum saman hefur verið varað við þeirri miklu hættu, sem á- fengisneyzla hefur í för með sér, og er nú svo komið, að allir hugsandi menn sjá, að í full komið óefni er stefnt. Drykkjuskapurinn er að fær- ast svo í vöxt hér í borginni, að jafnvel sofandi ráðamenn hljóta að vakna, — ef ekki við harma barna og mæðra — ef ekki við slys og mannfall — hvenær þá? Áfengisvarnarnefnd — hvað gerir hún? — hvað get ur hún gert? Bláa bandið tekur við þeim, hjálpar, og þeir koma aftur og aftur, sumir, sem bet- ur fer ekki allir. Starísemi Góðtemplararegl- unnar er mikils virði og gerir ómetanlegt gagn. enda þótt virðingar á Regluna. starfs hennar og félaga rigni yfii jg starf þessa hugsjónafólks sé vanþakkað og litilsvirt. — Á fengissalar. færist í aukana og gróðafíknin er takmarkalítil — Þetta er gamla sagan, sem alltai er þó ný En þessi áfengisgróði er of dýru verði keyptur, og nú eru reikningarnir farnir að koma GÍSLI SIGURBJÖRNSSON fram. Einn af okkar mætustu mönnum sagði fyrir nokkrum árum; eitthvað á þessa leið- ..Við höfum ekki efni á að gef' ;ka víxla út á framtíðina.'k— . u þessir víxlar farnir að falla. Ó- lán, sorg og sundruð heimili. börnin og mæðurnar, hvers vegna er ekki hugsað um þetta fólk? — Hvar er nú mannúðin og mannkærleikurinn? Við horf- um á þennan harmleik gerast við dyrnar hjá okkur og lokum þeim viljum ekki heyra, viljum ekki nugsa um þetta Leiðin- Iegt og sorglegt, jú, að vísu, en þetta kemur okkur svo lítið við Þeir drekka og þeir um það Þannig er hugsunarhátturinn alltof oft og þannig verður þetta par til allt er komið í fullkomið refni og strand Þetta er víst ekki orðið nægilega svart og slæmt — þó voðalegt sé Biðin verður ekki löng úr þessu. Fólkið hlýtur að fara að sjá, að svona getur þetta ekki gengið lengur. Sjoppurnar — forskólinn — eru alls staðar, vínútsölustöðum er fjölgað, vín- veitingaleyfum á veitingahúsun- um fjölgar — fleiri skemmti- staðir — meira áfengi, útkom- an hlýtur að vera þessi, sem nú er komið á daginn. Meira drukk- ið, meira ólán, meiri sorg og hamingjuleysi. Bindindismenn hafa varað við þessu öllu, þeim var ekki og er ekki sinnt neitt. Þeir eru að- eins sakaðir um að vera að koma nálægt þessum málum, þeim er kennt um og brigzlað um aumlegt starf og einskis virði. Áfengistízkan heldur velli og áhrifa hennar gætir meir með hverjum degi. — Nýlega hélt Óskabarnið, sem kallað var, veizlu um borð í Gullfossi — áfengið flóði — og borgin datt í það sagði eitt dagblaðið. Áfengið ræður miklu meiru en menn halda, það er nefnilega samnefnarinn, um það samein- ast þeir. sem of miklu ráða. Við bíðum átekta. Biðin er þjóðinni dýr, en því miður nauð- synleg. Enn þá er skellt skolla- eyrum við skrifum sem þessum. Þetta er allt talið nöldur og þvaður sem ekkert mark er á takandi. En tíminn mun leiða sannleikann í ljós, ástandið mun hríðversna, þangað til mælirinn er orðinn fullur. Þá verður hægt að koma vitinu fyrir fólkið. Þá Framhald á 13. stðu. VIGFÚS GUÐMUND^SON: ELLIHEIMILI HÉRAÐANNA Það er ekki mjög langt síðan stofnanir, sem kallaðar eru elliheimili fóru að rísa upp Samlandar okkar i Ameríku munu hafa verið einna fyrstir með framkvæmdir i þessa átt Það eru nú orðin mörg ár síð- an þeir reistu elliheimilið Betel að Gimli í Nýja íslandi, þar sem allt að 100 íslendingai hafa venjulega eytt sínum efri árum við góða aðbúð í hópi vina og kunningja En þetta heimili var reist, ug hefur verið viðhaldið með frjálsum samskot- um fórnfúsra íslendinga, og eins er það með 2—3 önnur elliheimili íslendinga vestan hafs. Hér heima höfum við orð- ið á eftir samlöndum vestra. Samt er elliheimilið Grund i Reykjavík nú búið að starfa alllengi, og hefur þar margt eldra fólk fengið skjól og hjúkr un á sínum efri árum undir öt ulU stjórn þess dugmikla for stjóra Gísla Sigurbjörnssonar En það þurfa að rísa upp elli heimili í sem flestum byggðai lögum landsins, ekki sízt vegna þess, að alltaf fækkar fólki hinum strjálbýlu sveitum, sem hefur tíma til að hirða um og hjúkra þeim. sem aldraðir eru orðnir Mörgum er líka kært a? eyða sínum efri árum í sinn’ æsku- og ættarbyggð Þar ættu sem víðast að rísa upp góð vist heimili. hvert fyrir 20—50 vist menn Á einstaka stað er að vakna og aukast hrevfing á að koma slíkum vistheimilum upp VIGFÚS CUÐMUNDSSON Þannig er það 1 mínu gamla heimahéraði Borgarfirðinum Þar hefur starfaó nú í fáein ár nefnd fimm kvenna frá bænda félögum héraðsins sem hefur gengizt fyrii fjársöfnun til bygg ingar slíkra 25—30 manna vist mannaheimilis í Borgarnesi Hafa þær nú tryggt slíku vist heimili byggingarlóð á bezta stað í ofanverðu kauptúninu Þæi eru líka búnar að safna ^aman allvænum sjóði. sem þær eru sífelÞ að auka T.d gaf Kaupfélag Borgfirðinga honum 100 þúsund krónur nýlega og 'ireppsfélögin ýmis í héraðinu munu vera búin að heita sjóðn um taisverðum styrkjum, þegai farið verður að reisa vistheimil- ið. Einnig munu ýmsir einstakl ingar hafa haft góð orð um að láta vistheimilið fá talsverða fúlgu, sumir með hliðsjón af að geta tryggt sér þar verustað á efri árum sinum. Og dæmi mun vera til um það, að einhverjir hugsi vel til vistheimilisins og ætla að styrkja það, þótt heima eigi í fjarlægð úti í hinum víða heimi, — vilja sýna ættarbyggð sinni hlýleika með stuðningi við nauðsynjaverk á ættarslóðum sínum. Fyrir þriðjungi úr öld, var uppi hreyfing í Borgarfirði um að reisa menntastofnun fyrir æskulýðinn á fornum stöðum Snorra Sturlusonar. Efnt var til frjálsra samtaka í héraðinu, og urðu þau aðaldriffjöðrin að því, að Reykholtsskóli var reistur til menntunai æskulýðnum. Nú beinist áhuginn að því að reisa vistheimili fyrir aldrað fólk á hinum gömlu stöðvum Egils og Skalla-Gríms, þar sem öldruðu fólki verði búið friðsælt og gott ævikvöld Þegar Reykholtsskóli var reistur lyfti ríkið hálfum bagganum. Það sem nú vantar er, að ríkið komi til hjálpar á- hugafólkinu En vilja nú ekki löggjafarnii styðja að því, að eldra fólkið eignist sín sameig- inlegu vistheimili í sínu eigin héraði? Og væri ekki ánægju- legt að þessi heimili yrðu sem allra mest heillandi og vel búin, bæði hið ytra og innra? Þarna er hugijúft og gott mál að vinna að og koma í framkvæmd. Sl TÍMINN, miðvikudaglnn 26. febrúar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.