Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 13
I UTSALA UTSALA ÚTSALA Höfum opnað útsölu á peysum, vinnubuxum og úlpum í Sýningarskálanum Kirkjustræti 10 verð FRA BORGINNI VIÐ ■ . . Framhald aí 8 síðu. félagið á íslandi og tók til sam- anburðar starfsemi stúdentafélaga i dag. Umræður urðu nokkrar. A eftir voru samþykkt lög um Fram kvæmdasjóð Háskólastúdenta, sam þykkt ákvæði um gamlar fundar gerðarbækur félagsins og rætt nokkuð um Byggingasjóð o. fl. — 31. okt. var haldin kvöldvaka. — Indriði G. Þorsteinsson las tvo kafla úr nýrri bók sinni „Land og synir“. Síðan undu menn sér við söng og aðrar fagrar listir lengi kvölds. 300 ára afmælis Áma Magnússonar var minnzt 19. nóv. Jón Helgason flutti erindi um Árna og nokkrir tóku til máls og gerðu fyrirspurnir. Að venju var haldinn fullveldisfagnaður 1. des. í samráði við íslendingafélagið. Vandað var til dagskrár. Þorsteinn Viíhjálmsson flutti ræðu, tvöfald- ur kvartett söng undir stjóm Axel Arnfjörðs, Þorsteinn Gunn- arsson las upp úr Heimsljósi og Sigurður Þórðarson og Eiríkur Ing varsson sungu glunta. Ólafur Al- bertsson fékk að beiðni sinni að flytja ávarp fyrir hönd Slysavarna deildarinnar Gefjunar í því ekyni að örva peningagjafir til hennar. Á eftir var dansað fram á nótt. Næsta skemmtun var Þor- láksblót. Það var haldið í Bisk- upakjallaranum 21. des. Matur var pantaður að heiman að venju, en vegna verkfalla á íslandi var með herkjum, að hann næði til gesta I tæka tíð. Jóhannes Sigvaldason var magister bibendi, Andrés Bjömsson flutti minni heilags Þor láks og 6 manna hópur söng atriði úr. Þorlákstíðum. Ýmsir tóku til máls, þ. á. m. Jón Helgason, Sig- tirður B. Jóhannesson, Stefán Jóh. Stefánsson sendiherra og Stefán Briem. Blótið fór vel fram. — 25. janúar 1964 héldu Stúdentafélag ið og íslendingafélagið enn sam- eiginlega samkomu. Var þar hlust að á atriði úr dagskrá Ríkisút- varpsins, flult af segulbandi. Á eftir var dansað. Skemmtunin þótti takast vel, og menn voru í góðu skapi. — Samkvæmt upplýs- ingum frá gjaldkera voru á síð- asta aðalfundi 109 manns í félag- inu, þar af 45 við nám, en fé- lagsmenn núna 103, þar af 60 við nám. Heiðursfélagar eru 6. — Á árinu hafa eftirtaldir lokið prófi: Guðrún Jónsdóttir í húsa- gerðarlist, Halldór Magnússon í lyfjafræði, Magnús Bjarnason í byggingaverkfræði, Kristján P. Guðmundsson í lyfjafræði, Hall- grímur Sandholt í byggingaverk- fræði, Stefán Örn Stefánsson í vélaverkfræði, og Ómar Ámason í tryggingafræði. Geir Aðils FRÉTTABRÉF ÚR FLÓA Framhald af 8. síðu. Samhygð sá um samkomuna, en öll félögin lögðu til dagskrána. Guðmundur Guðmundsson í Vorsabæjarhjáleigu, formaður Samhygðar, setti samkomuna og stjórnaði henni. Benedikt Sig- valdason, skólastjóri á Laugar- vatni, flutti ræðu. Nokkur pör úr Samhygð sýndu vikivaka, félag- ar úr Baldri sýndu leikþátt, fjór- ir piltar úr Vöku sungu nokkur lög, og Guðjón Gestsson, las gam- ankvæði: „Ferð Vökumanna til Surtséyjar“. Dansað var á „Sam- gleðinni", sem þótti takast með ágætum, og öllum er þar komu við sögu, til mikils sóma. Sl. þriðjudagskvöld var fjöl- mennur bændafundur haldinn í 'Tryggváskárá. Frartisögumáðúr var Kristján Karlssorr erihd'réki Stéttarsambands bænda. Ræddi hann um verðlagsmál landbúnað- arins. Fjöldi bænda tóku til máls á fundinum, og stóðu umræður fram yfir miðnætti. Guðmundur Jónsson formaður Búnaðarfélags Gaulverjabæjarhrepps, stjórnaði fundinum, sem haldinn var á vegum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Stúdentafélag Suðurlands efnir til umræðufundar um framtíð landbúnaðarins í Selfossbíói, mið vikudaginn 19. þ.m. kl. 9 sd. Fram sögumenn verða Gunnar Bjarna- son, kennari á Hvanneyri, og Helgi Haraldsson, bóndi á Hrafn- kelsstöðum í Hrunamannahreppi.. Ekki þarf að efast um það, að Sunnlendingar munu fjölmenna á þenna fund, enda er málefni fund arins slíkt, að öllum þeim, er unna íslenzkum landbúnaði, hlýt- ur að verða það nokkur forvitni, hversu málefni fundarins verður rætt, bæði á þessum fundi — svo og á öllum öðrum fundum, er þetta mál verður til umræðu. PILTAR, ~ - EFÞlÐ EIGIP UNNUSTÍINA ÞÁ Á ÉG HRING-ANA / /<?/;\\/, /fjs/sf/■*?/'8 Y TRULOFUN AR ' * HRINGIR AMTMANRSSTIG 2 HALLOCH KRISTINSSOn qullsmiður — Simi I6V79 JZauoa kroíi frimerkin GffJUN- IÐUNN Barnagaiiar frá Finnlandi. Hentugir fyrir börn í kerrum og vagni. Margir litir Æðardúnssængur Vöggusængur Æðardúnn Háifdúnn Fiður Koddar Dúnhelt og fiðurhelt léreff Hvítt damask gamalt verð Patons ullargarnið fræga Allir litir. Fjórir grófleikar Stretch teygjubuvur Helance á smábörn, rauðar, bláar, grænar. Vatferaðar barnaúlpur Drengjabuxur Gallabuxur Fermingarföt Póstsendum Vesturgötu 12 Sími 13570 Við seljum Volkswagen ’63 og ’62 Volkswagen ’59 rúgbrauð með gluggum og sætum. NSU Prinz ’64 Singer Vouge ’63 Opel Caravan ’60 Simca ’62 Ford ’59 Chevrolet ’56—’63 Rússajeppi ’56, Egilshús Höfum á biðlista kaupendur af Volkswagen og fleirum. Látið okkur skrá bílinn — og hann selsf örugglega RAUÐARÁ SKÚLAGATA 55 — SiMl 15812 ÁENGISFLÓÐIÐ Framhald at 7 síðu geta engir hugsjónalausir, á- byrgðarlitlir, oft ölvaðir menn þvælzt lengur fyrir nauðsynleg- um umbótum. Þá verður þessu fargi létt af þjóðinni. Áfengið drepur niður mann- dóm og kjark þjóðarinnar. Rík- issjóður græðir, en þjóðin tapar. Iþróftir Bandaríkjanenn gáfu forkunnar fagra styttu til þessarar keppni og hefur Reykjavíkurúrvalið þegar tryggt sér hana, þótt leikurinn í kvöld myndi tapast, en af hinum fjórum leikjum sem áður hafa farið fram, hefur Rvík sigrað í þremur leikjum. Körfuknattleikssambandið hef- ur beðið að geta þess, að sæta- ferðir frá R'eykjavík til Keflavík- ur verði frá Bifreiðastöð íslands og verður lagt af stað kl. 18.30 Aðgöngumiðar að leiknum gilda sem vegabréf á flugvöllinn frá kl. 19—23. SVEITARSTJÚRI Starf sveitarstjóra Stj’kkishólmshrepps er laust til umsóknar. Laun skv. 23. fl. launaskrár Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist oddvita Stykkishólmshrepps, herra Ásgeir Ágústssyni, Stykkishólmi, og skulu hafa borizt fyrir 1. apríl 1964 Hreppsnefnd Stykkishólmshrepps GUNNflR ASGEIRSSON H.F. TÍMINN, miðvikudaginn 26. febrúar 1964 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.