Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 14
KONA CHURCHILLS anleg málverk eftir Galsworthy héngu upp um alla veggi. Þaðan skipulagði hún og stjórnaði heil- um her af atkvæðasmölum alls konar, allt frá aðalskon- um og fögrum samkvæmisdöm- urn til léttúðarkvenna og dans- meyja. Kvöldið fyrir kjördag fór löng bílalest með þau Winston og Clementine í fararbroddi um hverja einustu götu og torg í kjördæminu og ók allt til morg- uns með drynjandi bílflautuglamri og hávaða, og hrópin dundu: „Kjósið Ohurchill'!“ Talningin fór fram í Caxton Hall. Þegar síðasti atkvæðabunk- inn var börinn inn og settur á borðið, kallaði einhver: „Þú ert kominn inn, Winston, á hundrað atkvæðum!“ Clementine faðmaði Winston að sér og kyssti hann æst og glöð, og viðstaddir hylltu hann. Churchill var kominn í stjórnmálin ámý. Umboðsmenn andstæðinga hans gengu til formanns kjörstjórnar- innar og kröfðust endurtalningar. Árangurinn varð sá, að and- stæðingur hans náði kosningu með litlum meiri hluta. Nú var komið að umboðsmanni Churchills að krefjast endur- talningar. Og lokaúrslitin voru kunngerð: Winston var fjörutíu og þremur atkvæðum undir! Hann var kominn út aftur. Clementine hafði aðstoðað í þessari hrikalegu baráttu, en þau höfðu tapað. En nú var þeim ekki beizkja í huga. Baráttan hafði farið vel fram og þau voru mjög nærri því að hafa sigrað. Hvorugt þeirra var niðurdregið þess vegna. Þau voru bæði sannfærð um, að hamingjuhjól stjórnmálanna færi nú að snúast þeim í vil. Þau þurftu ekki að bíða lengi. Þingið var enn á ný rófið. Kosningarnar haustið 1924, sem síðar voru kallaðar: „Rauðabók- stafs-kosningarnar“ urðu sannar- iega mikill hamingjuauki þeirra Churchillshjóna. Winston var boðið framboð í Woodford í Essex. Hann náði kosningu með 10000 atkvæða meirihluta. Winston sagði: „Ég vona ein- læglega, að ég hafi nú fundið þann stað, sem ég get verið kyrr á, á meðal trjáa Epping, og ég vona að það endist mér á meðan ég fæst við veraldlegt málavafst- ur.“ Nokrum dögum eftir kosningar sendi nýi forsætisráðherrann, Stanley Baldwin, eftir honum. Winston gekk út úr Downing- stræti 10, og flutti ásamt Cl'emen- tine og bömum sínum í húsið við hliðina, nr. 11. — Hann hafði ver- ið gerður að fjármálaráðherra. Gæfan var farin að brosa við honum aftur. Hamingjusamur og brosandi gekk Winston með Clementine, soninn Randolf og dótturina Dí- önu sér við hlið út úr húsinu nr. 11 við Downingstræti hinn 28. apríl 1925. Þetta var mikill dagur. Nýi fjármálaráðherrann mundi nú leggja fram sitt fyrsta fjárlaga- frumvarp. Um leið og fjölskyldan birtist á götunni, voru þau hyllt af fólks- fjölda, sem beið þeirra þar, og Winston tók fast utan um gamla, rauða skjalakassann, gem fjár- málaráðherra hafði frá gamalli tíð notað undir þau leyndarmál, sem fjárhagsáætlunin geymdi, og síðan spásséraði hann með fjöl- skyldu sinni niður Whitehall til þinghússins Fólk nam staðar, strætisvagn- ar stönzuðu og leigubílar heml- uðu — allir námu staðar fyrir Churchill og litla, rauða skjala- kassanum þennan dag. Clementine settist í sæti sitt í áheyrendastúku merkisfólks til þess að verða vitni að því, sem gerast mundi í þéttsetinni þing- stofunni. Leikarinn Winston setti upp stórfengl'ega sýningu. í miðri setningu hætti hann, fyllti glas, sem stóð fyrir framan hann, af vökva, sem augljóslega var ekki vatn, — síðan hóf hann glasið á loft, og sagði síðan glottandi og með táknrænum Churchillhreim: „Það ber nauðsyn til að gera árs- tekjurnar vissari, og það hef ég einmitt, með leyfi deildarinnar, í hyggju að gera nú.“ Um leið og hann lýsti þessu yfir, l'eit hann upp til konu sinnar í áheyrenda- stúkunni, lyfti glasi sínu og drakk henni til. Hlátur hennar yfir- gnæfði hina. Sem eiginkona fjármálaráðherr- ans og húsfreyja í Downingstræti ellefu, ljómaði nú stórkostlegur persónuleiki hennar á nýjum vett- vangi. Sagt er, að eiginkonu manns, sem er framarlega í opinberu lífi, sé gjarnt á að verða hálfgerður skuggi af manni sínum, enda sé það náttúra þeirrar stöðu, sem hún hefur valið sér, að vera stöð- ugt nærri en þó aldrei of framar- lega. Fleiri en ein ráðherrafrú hafa reynt að ná frægð fyrir að vera aflið, sem býr á bak við hásætið, stoð sú, er geta eiginmannsins hvílir á. Clementine ákvað að ger- ast hvorugt, en vera í stað þess sitt pundið af hvoru. Kúnstin að falla ekki algerlega í skuggann og samt sem áður að stela ekki senunni, varð eitt helzta þrekvirki hennar. Hún ákvað sjálf að leggja sig fram um að halda eðli- legum blæ á heimilislífi þessa óvanalega eiginmanns síns. Hún var þegar orðin kunn sem afburða húsfreyja. Sem fjármálaráðherra- frú var hún nú í essinu sínu og náði beztum árangri sem slík. Hún kom persónulegum blæ á hið sögufræga Ellefu, og kulda- l'egur, formfastur svipur herbergj anna fékk notalegri og hlýrri blæ. Hún gerði húsið að heimili. Og jafnframt gerði hún það að miðpunkti samkvæmislífsins. Win- ston hafði mjög gaman af að skemmta gestum, og hver sem gesturinn var og hvaða umræðu- efni, sem bar á góma, þá vildi hann hafa Clementine á móti sér við borðsendann. Áhrif skarp- skyggni hennar og hyggni voru augljós hverjum, sem snæddi við borð þeirra 20 Hún var ætíð viðbúin, þegar skap hans ætlaði að verða þess valdandi að samræðurnar við borðið tækju óhugnanlega stefnu. Hún gat þítt kulda samræðnanna með vingjarnlegu brosi. Það leyndi sér ekki að Winston til'bað hana. Milljónir manna tóku hann sér að fyrirmynd. Hún varð honum fyrirmynd. Hún er eini maðurinn, sem hefur vitað hvern- ig fara bæri að honum, en það hefur á engan hátt orðið að yfir- stjórn. Hann átti sitt eigið líf — hún varð að lifa sínu. Að miklu leyti þurfti hún að læra að eiga mis- munandi og óskyldar tilverur. Þegar Winston var innilokaður í sínum eigin heimi, gat hann átt það til, að skilja hana eftir eina löngum stundum, þótt þau væru bæði undir sama þaki. Skapgerð þeirra var alls ól'ík — hjúskapur þeirra nefði aldrei blessazt, ef svo hefði ekki verið, — en þannig gátu þau virt hvort annars hlut- verk á heimilinu sem og í opin- beru lífi. Fyrst og fremst sinnti hún líkamlegum þægindum hans. Þæg- indi, sem aðrir hefðu álitið munað og óhóf, voru honum nauðsyn og í rauninni hluti tilveru hans, án þess að hann hugsaði beinlínis út í það. Hún skipulagði heimil'is- haldið og lét starfsfólkið um að fara að boðum sínum eftir því sem það áleit bezt, en sjálf sinnti hún duttlungum hans og óskum. Hún skipulagði og bjó til fasta áætlun fyrir þau bæði — þar sem leitazt var við að nota tímann sem bezt, og flestu var raðað nið- ur á vissar stundir dagsins. Hún sá fram á, að nauðsynl'egt var, að gera fyrir fram áætlun um all't, sem gera þurfti, en um leið gætti hún þess, að hæfilegt svigrúm 25 ins. Simon hafði ekki slika inn- sýn í starfið, engum hafði nokk- urn tíma dottið í hug, að hann ætti eftir að taka við stjórn fyrir- tækisins. Hann hafði bara verið yngri bróðir Clive. Hinir stjórnarmeðlimirnir höfðu vanizt að Clive tæki flestar mik- ilsverðar ákvarðanir, þeir vissu, að óhætt var að treysta á hann og dómgreind hans. En nú mundu þessir sömu menn sitja kringum borðið ásamt Simoni, og hamingj- an mátti vita, hvaða áætlanir hann hafði á prjónunum og vildi fá samþykktar. Livvy hafði enn nægan tíma. Urn eittleytið hafði verið hringt til hennar á Barnaheimilið. Síma- stúlka frá fyrirtækinu hafði fært henni þau boð, að fundinum væri frestað til klukkan hálf fimm. Klukkan stundarfjórðung yfir fjögur settist hún inn í bílinn og ók til verksmiðjunnar. Henni fannst dyravörðurinn líta hálf kindarlega til sín, þegar hún kom inn, en hún brosti til hans og gekk upp í fundarsalinn. Henni til ó- blandinnar furðu voru dyrnar lok- aðar og hún heyrði raddir þaðan. Þegar hún kom inn, sneru allir sér við og litu á hana. Svo risu þeir á fætur. Simon heilsaði henni og sagði: — Livvy, hvað hefur komið fyrir? — Hefur eitthvað komið fyrir? Hún leit hissa á hann. — Þú kemur svo seint! Hún settist í stólinn sem hann dró fram handa henni. — Ég fékk skilaboð um, að fundinum væri frestað til hálf- fimm. Nú er klukkan tæplega hálffimm . . . — Fundinum var frestað til klukkan hálffjögur. Simon leit á ritarann, sem sat við borð rétt 14 hjá. — Ungfrú Pearson, þér hringduð og gáfuð skilaboðin, var það ekki? — Nei, ef ég man rétt, sögðust þér ætla að sjá um það sjálfur, og síðan báðuð þér símadömuna að skila því. — Símastúlkan talaði við mig, sagði Livvy, — og hún sagði að fundurinn hæfist klukkan hál'f- fimm. — Þá hlýtur hún að hafa mis- mælt sig, Sagði Simon og settist í útskorna stólinn við borðsendann. Hann hrukkaði ennið og fitlaði hálf órólega við stólarminn. | — Jæja, það skiptir engu máli, . sagði Livvy léttilega, — haldið , þið bara áfram með það, sem ligg- ur fyrir. Hún virti fyrir sér vél- ritaða dagskipunina fyrir framan sig. Simon tók til máls. Livvy hall- aði sér aftur á bak í stólinn og leit í kringum sig. Svo varð hún þess vör, að Simon beindi tali sínu til hennar og hún leit til hans: — . . . . og þess vegna voru því miður fyrstu tvö málin á dag- skránni afgreidd áður en þú komst. Við fengum að minnsta kosti nægilega marga með því. Livvy rétti sig upp. Hún fylltist skyndilega grunsemdum. — Hvaða tillögur voru það? spurði hún. — Varðandi útfærslu fyrirtæk- isins á ýmsum sviðum, auglýs- ingar í sjónvarpinu, í Bandaríkj- unum, skrifstofa í París ... Henni fannst ekki aðeins furðu- I legt ,hvað Simon var að segja, | heldur miklu fremur raddblærinn |. . hann var svo öruggur og sigri hrósandi. Hann hélt áfram ' að tala, kom með tillögur og lýsti fyrir henni ýmsum framkvæmd- um og hann talaði allan tímann, i eins og hafm vildi helzt ljúka I SKUGGA ÓTTANS KATHRINE TROY þessu af sem fyrst. Það var greini- l'egt, að hann var stoltur af að til- lögur hans höfðu náð fram að ganga, og það var aðeins forms- atriði að segja henni frá. Meðan hún hlustaði á hann, varð henni hugsað til samtals þeirra fyrir tveim vikum á heim- ili Adrienne. Hún hafði andmælt, þegar Simon hafði lýst fyrir henni, hvernig hann hygðist færa út kvíarnar ,og honum hafði ekki' fallið það í geð. Jæja, af einhverj- um óskiljanlegum misgáningi( hafði hún komið of seint í dag til að bera fram mótmæli og Sim-J on hafði fengið því framgengt, að arðurinn frá síðasta ári skyldi notaður til stækkunar og meiri breytingar á fyrirtækinu. Hafði einhver verið á móti? Hún l'eit á andlitin umhverfis borðið. Hún vissi ekki hvaða regl- ur giltu, hvort hún hafði leyfi til að láta nú í ljós skoðanir sínar á málum þessum. En kannski hefðu einhverjir fylgt henni að málum, ef hún hefði komið í tæka tíð. Simon brosti til hennar, en í augum hans var kaldur glampi eins og í augnaráði Clives. Hvers vegna í ósköpunum hafði Simon heimtað að hún kæmi á þennan fund? Sennilega vegna þess, að hún var í verunni alveg jafn valdamiki) í fyrirtækinu og hann sjálfur. Setjum nú svo, að símastúlkan hefði alls ekki mismælt sig, setj- um svo að Simon hefði verið á- kveðinn í að hún kæmi, eftir að þessi tvö þýðingarmiklu mál voru afgreidd! Hún leit á hann, og aftur sá hún hvað hann var skyndilega orðinn líkur bróður sinum. Hann hafði ekki aðeins tekið við sæti hans hér í fyrirtækinu, hann hafði einnig tekið nokkuð af per- sónuleika hins dána manns. Eftir fundinn yrðu borin fram vín og síðan mundi Simon ugg- laust bjóða henni út að borða. Hún ætlaði að tala við hann í fullri alvöru þá. En þegar fundurinn var á enda og vínið fram borið, heyrði Livvy, að Simon sagði við einn stjcjmar- meðlim, sem kom inn, var frá London: — Ef þér hafið tíma, þætti mér vænt um, ef við gætum rabbað saman. Kannski við getum borðað kvöldverð saman? Livvy tók handtöskuna sína og bjóst til brottfarar. Simon sá það og fylgdi henni tii dyra. — Méi þykir það reglulega leiðinlegt, Livvy. Hann greip um hönd hennar. — Þessi mistök voru ófyrirgefanleg. Bros hans var svo hjartanlegt, að nokkuð af grunsemdum hennar hvarf. —■ Nú, það þýðir ekki að tala um, það, sagði hún og þótti sjálfri sem rödd hennar væri ekki sér- lega blíðleg — Þú þarft ekkert að óttast, hvíslaði hann. — Ég hef stjórn á öllu . . . — Já, þú hefur stjórn á þessu, jætlaði hún að segja, en áttaði sig í tíma. — Floyd og ég ætlum að ræða | viðskiptamál, en ég hringi til þín. j Og Livvy . . hann brosti hlýlega: — Þú ert mjög fall'eg í dag. — Þakka þér fyrir. Meðan hún ók heimleiðis aftur, velti hún fyrir sér, hvort síðustu vikur hefðu gert hana óþarflega tortryggna í garð allra. Auðvitað hafði Simon ekki viljað að hún kæmi of seint . . . það hlaut að vera símastúlkan, sem bar ábyrgð ina á mistökunum. Hún skildi bílinn eftir rétt fyrir j utan húsið, en hún steig ekki strax út, heldur kveikti sér í sígarettu. Simon hafði sagt að hann elsk- (aði hana. Hvers vegna hafði það engin áhrif á hana? Var það vegna Rorke . . . ? vegna þess að hún lét hina vonlausu ást til hans skyggja á allt annað. Þegar hann færi frá Ardern mundi hún aldrei fá að sjá hann framar, og til hvers var þá öll ást hennar. — 0, í guð- ^ anna bænum, rífðu þig upp úr því sagði hún við sjálfa sig. — Þú snýrð við blaðinu og byrjar allt að nýju. Þú hefur gert það einu sinni áður, þú getur gert það aft- ur núna. Hún blés frá sér þykk- um reykjarmekki og óskaði, að Rorke hefði aldrei snúið heim aftur. I 11. KAFLI Livvy gekk í áttina að húsinu TÍMINN, miðvikudaglnn 26. febrúar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.