Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 8
í FYBRl GREIN var því lýst, bvemig Gunnar Bjamason fer vægast sagt á hundavaSi yfir „fræðin", er hann reynir að láta þau renna stoðum undir bölsýn- isboðskap sinn um íslenzkan land- búnað. Margt fleira svipað þessu má finna í síðari greinum og ræðurn Gunnars. En of leiðigjarnt yrði að elta ólar við það allt hér. Það er þó varla hægt að ganga fram hjá þeim samanburði á grasi og korni, sem ’hann gerir í greininni, „kor.i- ró'mantík og fóðurfræði". Gunnari sjálfum finnst sá sam- anburður vera harla merkilegur, og segist ekki vita til þess, að hann hafi birzt áður á prenti. Það getur sjálfsagt verið rétt, svona einkennilegan samanburð er sjald gæft að sjá á prenti. Það er nokk- uð erfitt að átta sig á tölunum, en x liðnum meltanleg kolvetni, virð ist hann slá saman tvennu, sem ailtaf er aðskilið, þegar greint er frá magni næringarefna i fóðri, það er „tréni“ og „öðrum efnum" (Tréni, sem er torleyst, og „önn- itr efni“ sem eru það auðleystasta af kolvetnasamböndunum). Melt- anleiki þessara efna er miðaður við það, hvað jórturdýr geta meit og gildir annað fyrir svín og ali- fugla. Það er mjög lítið tréni í komi eða 4% en 18,6% í gras- mjöli (Samkv. töflum úr Handbó'v bænda). Gunnar gerir ekki grein- armun á þessum efnum. Hann gleymir líka öðru, við kornrækt fæst hálmur 3—4 tonn af hekt- ara, af honum þarf 3,5 kg. í FE. Hálmurinn er trénisríkur, en 2r samt gott fóður fyrir jórturdýr (og hann má stórbæta með uút- un). En ef aðferð G. Bj. er notuð og meltanlegum næringarefnum hálmsins bætt við kornið, snýst samanburðurinn alveg við og korn ræktin gefur samtals yfir 1000 kg. meir af meltanlegum næringar- efnum en grasræktin. Er þá miðað við sötnu uppskeru og G. Bj. geri.% sem er lág bæði fyrir gras og kom, en svo lág fyrir kornið, að með þeirri uppskeru verður korn- rækt ekki langlif hér. (Klemenz á Sámsstööum hefur enda fengið um 20 tunnur af ha. um langt árabil af beztu afbrigðunum en G. Bj. reiknar með 16 tunnum af ha.). Þessar „efnafræðilegu stað- reyndir" sem G. Bj. setur svona fram eru athyglisverðar fyrir það, að trénismagnið í fóðrinu, skipt.ir mismiklu máli eftir því hvaða dýr um fóðrið er gefið. Jórturdýrum nýtist vel trénisríkt fóður og er það jafnvel hollt að vissu marki. Gerlar í vömb þeirra brjóta trén- ið og önnur torleyst kolvetni nið- ur, svo að þau nýtast. Svin og ali- fuglar hafa enga slíka gerla og nýta því alls ekki tréni, því meira, sem er af því í fóðrinu, því minna iá þau af meltanlegum næringar- | cfnum, því að magarými þeirra takmarkar heildarfóðurmagnið. Samkvæmt bréflegum upplýsing um frá prófessor Harald Hvidsten á Ási í Noregi er það þrautreynt, að -ekki er hægt tneð viðunandi árangri að nota meira en 6% af grasmjöli í fóðurblöndur fyrir ali fugla (svín þyldu eitthvað meirx, sérstaklega gyltur, sem geta hag- nýtt gi’as með beit). Samkvæmt sömu heimildum er efni það, an- tioxidant, sem G. Bj. nefnir, að megi nota til að varðveita „fóður- gildi“ grasmjöls (efnið verndar larótínið í fóðrinu frá eyðingu við geymslu) því aðeins hagkvæmt í notkun, að skortur sé á grasi eða heyi í fóðri dýranna. Það er fjarri mér að draga úr gildi grassins fvrir íslenzkan land búnað, þvert á móti, það er og verður um ófyrirsjáanlega framtíð undiretaða hans. Allra sízt vil ég lasta innlendu grösin, þau þurfum við að rækta og kynbæta enn meir. En því miður er grasmjöl enn mjög dýrt fóður. Eftir upp- lýsingum frá Jóhanni Frankssyiú á Stórólfsvelli, kostar hvert kg. um kr. 4,50 í framleiðslu. Jóhann gat þess, að hann sjái leiðir til að lækka þann kostnað nokkuð. í helldsölu er grasmjöl nú selt á kr. J 4990 hvert tonn, Ef reiknað rc j með að þurfi 1,5—1,6 kg. í FE af grasmjölinu verður framleiðslu verðið kr. 6,75—7,20 hver FE og heildsöluverð kr. 7,50—7,98 hver j FE, hvort tveggja eftir því með hvaða fóðurgildi er reiknað. Hver FE í kraftfóðri (fóðurblönduf kostar nú um Kr. 6,00 hvert kg. Taða hefur verið seld á 2 kr. hvert kg. og seljendur verið á- nægðir með það, þá kostar hver FE 4 kr. ef um meðaltöðu er að JÓNAS JÓNSSON ræða, en minna, ef það er góð súg þurrkuð taða. Hér mætti halda áfram að reikna og bera saman fóðurkostn að á hvert kg. dilka-, svína-, og alifuglakjöts, en slíkt hefur tak- markað gildi, eins og áður hefur verið bent á. Aðeins eitt dæmi skal tekið: Reiknað með fóðutþbí'f (fýltxiiuá« grísa þarf 5,9 FE til að framleiÖá eitt kg. af svínakjöti. Ef fóður- einingin kostar 6 kr., verður fóður kostnaður á hvert kg af kjöti kr. 35,40. Nú munu fást um 40 kr. fyr- ir hvert kg ef seljandi sér um slátr un sjálfur, en 36 kr. ef kaupanrJ- inn slátrar, það sér hver maður. að eins og verð á kraftfóðri er nú, verður enginn ríkur af því að fá 60 aura fyrir vinnuna og ali an annan kostnað en fóður, fyrir hvert kg, er hann framl. af svína- k.iöti. Þó að hann framleiði 60 tonn á ári, hefði hann aðeins 3o þúsund kr. afgangs!! þegar aðeins fóðrið hefur verið greitt. Engi'i ,.skynvæðing“ getur breytt þessu hlutfalli á milli fóðurverðs og framleiðslukostnaðar á svínakjöti. FRÉTTIR UR FL0ANUM Stjas. Vorsabæ, 16. febrúar. Hin fádæma veðurblíða að und; anförnu er eitt helzta umræðu- efnið manna á meðal um þessar mundir, 4—8 stiga hiti dag eftir dag á þorranum — nær klaka- laus jörð — fjölær blóm í görð- um og rabbarbari, farin að þokast upp úr moldinni. — Slíkt er auð- vitað algjört einsdæmi um þetta leyti árs. Skurðgrafa hefur verið að störfum á vegum Ræktunarsam- bands Flóa og Skeiða að undan- förnu og bóndi einn hér í Gaul- verjabæjarhreppi vann að plæg- ingu og braut land til garðræktar í janúarmánuði. Tún eru víða hvanngræn. — Menn spyrja: — Er þetta fyrirboði vorsins, eða er þetta aðeins ábending um það, að veðrátta á landi voru er óviss, og þeir, sem eiga allt sitt undir sól og regnl minnast þess frá s.l. vetri, að miðsvetrargróðurinn er varla til framdráttar afkomu árs- ins hér á norðurhjara veraldar. En blíðviðri þessa dagana og snjó lausar samgönguleiðir, gera fólk- inu hægara um vik að leysa hin fjölþættu störf hins daglega lífs — og rýmri tími verður 'til fé- lags- og fundarstarfa. í gærkvöldi var hin árlega hjónaskemmtun í Gaulverjabæjar hreppi haldin í Félagslundi. Eru þessar samkomur jafnan fjölsótt- ar og þykja ómissandi liður í samkvæmislífi hreppsbúa. Benedikt Oddsson, bóndi í Tungu, setti samkomuna, en Hörður Sigurgrímsson bóndi í Holti, kynnti dagskrárliði. Séra Magnús Guðjónsson á Eyr arbakka, flutti ræðu, Ingibergur Bjarnason söng einsöng. Sýndur var leikþáttur og kvikmynd. Að síðustu var dans. Eins og venju- lega, hófst samkoman með borð- haldi og lauk með hópsöng. Þ. 9. þ.m. var sameiginleg sam- koma u.m.f. Baldurs, Vöku og Samhygðar, haldin í Félagslundi. Framhald a 13 síðu. BENEDIKT ODDSSON, núverandi formaður undirbúnings- nefndar, setur hjónaskemmtun Gaulverja í Félagslundi. Margt fleira mætti um þetta segja, en allt ber að sama brunni. Það eru engin rök, sem mæla með því, að við eigum að hafa hér meira af svínum eða alifuglum en svo, að rétt sé fullnægt eftir- spurn eftir afurðum þeirra. Það sr engin ástæða til að breyta kjöt- neyzluvenjum hér í þá átt, að meira sé neytt af þessu kjöti. Að minnsta kosti ekki fyrr en við get um ræktað hér allt okkar fóðui- korn. Grasmjöl getur verið gott fyr- ii þessi dýr að vissu marki til að tryggja fjölbreytni og fjörefni í fóðrinu. Þegar hægt verður að framleiða það mun ódýrara en nú er, verður e t. v. rétt að nota það, að nokkru magni í fóður- blöndur handa öðrum dýrum en fyrr ekki. Annað mál er að koma upp fóðurbirgðastöðvum með grasmjöls- og kögglaframleiðslu. ísland er fyrst og fremst gras- ræktarland. Nautgripir og sauð- fé nýta grasið bezt allra dýra bæði með beit og sem hey til vetrarfóðurs. En við eigurn enn margt ólært í grasrækt og um nýtingu þess. Við þurfum að stór bæta tegunda- og stofnavalið til að losna við kal og fá meiri og ai-vissari uppskeru, læra meira um hagkvæma áburðarnotkun, t. d. finna, hvenær þarft eða hagkv. er að nota áburðarkalk. (Það get- ur verið alveg eins hagkvæmt að ''WoJta kalk beint éiris bg að blanda því í kofnunarefnisáburðinn og þarf þá ekki að sprengja áburð- arverksmiðjunn í loft upp, eins og sumir virðast halda, heldur stækka hana). Við getum aukið o.g stórbætt tækni við heyöflun og aðferðir við verkun heys. Lært betri beit- arrækt og meðferð beitardýra. — Þar með fengjum við enn ódýr- ara fóður. Með kynbótum fáum við betri gripi til að nýta það o. s. frv. Þetta og margt fleira er sú „skynvæðing“ (ekki skynskipt- ing) sem við þurfum að fá. Hún kemur fyrst og fremst me3 góðri rannsóknar- og leiðbeining- arstarfsemi, bæði hagfræðilegri og búfræðilegri. Og þar mun hinn „hugsandi vísindafénaður“ í „skrif stofufjósinu“ „Keldnaholts- böllinni” (nafngiftir G. Bj.) — Ic-ggja nokkuð r*f mörkum, og auð vitað í góðri samvinnu við rann- sóknarstarfsemina á Hvanneyri og víðar. Þessar framfarir koma stig af stigi. Það vei-ður „gráðuþróun" en engu að síður getur hún verið ör. eins og síðar verður að vikið. Þær koma ekki, þó að einn mað- ur hrópi „hókus pókus“, en þær Kcma örugglega, ef vel er búið að rannsókna- og Ieiðbeiningastarf- seminni og landbúnaðurinn býr við góðan skilning. Þróunin í land- búnaðinum verður þá svo ör, að við höfum hverju sinni nógar neyzluvörur fyrir innanlandsmark að, næg hráefni til innlends iðn- aðar fyrir útflutning, og álitlegan afgang, sem þjóðfélagslega séð er hagkvæmt að framleiða og selja fyrir það verð, sem erlend- is fæst. Þetta eru minni dráúmórar eii martröð Gunnars og Gylfa um stóriðjubúskap og stórfellda bændafækkun, sem óumflýjanlega þýðir landauðn á stórum svæð- urn. Jónas Jónsson. STUDENTAFELAGID Kaupmannahöfn, 22. febr. Félag íslenzkra stúdenta í Kaup mannahöfn lauk starfsemi ársins 1963—1964 með aðalfundi, sem haldinn var í Biskupakjallaranum 6. febrúar. Tvennar stjórnarkosn- ingar fóru fram, þar eð starfsár- inu er skipt í tvö stjórnartímabil. Stjórn fyrri hluta starfsársins skipa nú: Almar Grímsson formað ur, Eysteinn Hafberg, gjaldkeri og Sigurður Richter ritari. í sept- emberlok þegar seinnihluti starfs ársins hefst, sinna eftirtaldir stjórnarstörfum: Stefán Briem, formaður, Einar Júlíusson gjald- keri og Einar Benediktsson rit- ari. — Fráfarandi formenn félags ins, Jóhannes Sigvaldason og Ey- steinn Pétursson ,hafa skýrt frétta ritara Tímans í Kaupmannahöfn frá starfsemi liðins árs. Félagið efndi til hraðskák- móts 27. marz. Keppendur urðu 9. þar af nokkrir utanfélagsmenn og skipuðu þeir tvö efstu sætin. Kvöldvaka var haldin 29. marz. — Lesið var upp úr nýjum bókum. Tuborgverksmiðjur skoðaðar 5. apríl. — Tvímenningskeppni í bridge fór fram 24. apríl. — Fund- ur um félagsmál var haldinn 27. apríl. Ýmis mál voru rædd, þar á meðal stofnun framkvæmda- sjóðs Hafnarstúdenta. Kosnir voru fulltrúar á fund SISE. — Skúli Möller hafði framsögu á stjórn- málafundi, er haldinn var 3. maí. Urðu þar fjörugar umræður. — i Kvöldvaka var haldin 11. maí. Jón Helgason las úr Vídalínspostillu og auk þess nokkrar smásögur. — í félagi við færeyska stúdenta var átveizla haldin 1. maí, á borðum var svið og harðfiskur. Skógar- ferð var farin 23. júní. Ekið var um Norður-Sjáland, skoðuð höll- in í Hilleröd, leikinn handknatt- leikur í Gilleleje og borðaður kvöldverður á Gershöj krá. Nýjum stúdentum var fagnað með sam- komu 28. sept. Stefán Briem ávarp aði nýja félagsmenn, drukkin var bolia og bjór. Stjórnarskipti fóru nú fram á rússagildi hálfnuðu og tók Eysteinn Pétursson við bikar og bjöllu af Jóhannesi Sigvalda- syni og stýrði fundi til loka. Knatt spyrnuleikur vai háður við Fær- eyinga 15. okt. Jafntefli varð eft- ir allharðan leik 1:1. Fundur var haldinn 18. okt. Þorvaldur Búason flutti erindi um fyrsta stúdenta- Framhald á 13. sfSu. e T í M I N kT mlSvikudaalnn 26. febrúar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.