Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 2
LUNDÚNARÁÐSTEFNAN GAGNSLAUS? ÞRIÐJUDAGUR, 25. febr. NTB-New Orleans. — 53 manns missfcu lífið í flugslysi í dag, þegar farþegaþota af gerðinni DC-8 hrapaði niður í vatn rétt eftir flugtak á flug- vellinum í New Orleans. NTB-Geneve- — Richard Butler, utanríkisráðherra Breta, lagði í morgun fram á- ætlun í 9 liðum uim afvopnun. Vesturveldin tóku vel í tillög- urnar, og Sovétríkin munu at- huga þær gaumgæfilega. NTB-París. — De Gaulle hef tir svarað nýársboðskap Krúst- joffs, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, og segir, að reglan um friðsamlega lausn allra deilna miili landa, sé grund- völlur stefnu sinnar í alþjóða- mðlum- NTB-Stokkhólmi. — Torsten Nilsson, utanríkisráðherra Sví- i þjóðar, fer í opinbera heim- sókn til Póllands í aprílmán- uði. NTB-Dallas. — 5 hafa verið valdir í kviðdóminn, sem dæma skal Jack Ruby, drápsmann I Lee Oswalds. 12 eiga að sitja | f kviðdóminum. 1 NTB- New York. — Herbert ■Hoover, fyrrum forseti Banda- j ríkjanna, er alyarlega .veikUf i Hann er 89 ára gamall- i , NTB- Moskvu. — Sovétríkin j kröfðust þess í dag, að Banda- i ríkin kalli heim allt herlið sitt I í Suður-Vietnam. i NTB-Washington. — Nýtt j bandarískt meðal gegn tauga- vérkjum — Traylcypromine — | hefur vérið bannað, þar sem j 15 sjúklingar hafa dáið af hjartaslagi eftir að þeir hafa ; tekið meðalið. NTB-Washington. — Vestur þýzki hershöfðinginn Adolf Heusinger dregur sig til baka sem formaður í hernaðarnefnd NATOs. C. P. de Cumont frá Belgíu tekur við formannsstarf imi. NTB-Aþenu. — Bæði Páli konungi og Frederiku drottn- ingu Grikklands líður betur t dag. NTB-Nýjii Delhi. — 19 ind- verskir hermenn létu lífið og fjoidi annarra særðust, við sprengingu i norðaustur hluta Indlands í dag. NTB-Lagos. — Nígería hefur nú 55.053.821 íbúa samkvæmt talningu sem gerð var í nóvem- ber s. 1. NTB-Oporto. — DómsstóII i Oporto í Portúgal dæmdi í dag fjóra menn í sex mánaða til 2ja ára fangelsi fyrir „niður- rlfsstarfsemi". — Fjórir aðrir voru sýknaðir. NTB-Ankara. — Mesut Suna var í gær opinberlega ákærð- ur fyrir tilraun til að myrða Ismet Inönu, forsætisráðherra Tyrklands. NTB—London, 25. febrúar. Einungis hinir mestu bjart- sýnismenn Iáta séir konia til hug- ar, að samkomulag náist á fiski- mállaráðstefnu Vestur-Evrópu- ríkjanna, sem hefst í London á morgun, sem Noregur muni sam. þykbja. Norðmenn munu aldrei samþykkja tillögu þá, sem EBE- löndin og Bretland lögðu fram á INNBROT KJ-Reykjavík, 25. febr. í gærkvöldi eða nótt var fram- ið innbrot í málmsteypuverkstæði sem er á Gelgjutanga við Elliða- árvog. Var stolið þarna símatæki og er það fjórða tækið sem stolið er þarna. Grunur leikur á að í öll skiptin hafi börn verið að verki, og eru foreldrar beðnir að gefa því gætur, hvort börn þeirra séu með símatæki undir höndum, og gera rannsóknarlögreglunni viðvart ef svo er. stofna samtök NÝLEGA var stofnað í Reykja- vík, Stéttarfélag íslenzkra félags- ráðgjafa. Aðalmarkmið félagsins er að efla starfsemi félagsráðgjafa hér á landi, einkum með því að stuðla að aukinni hagnýtingu þjóðfélags legrar þekkingar og bættri að- stöðu til rannsókna í þágu vel- ferðarmála þjóðfélagsins. Stjórn Stéttarfélags íslenzkra félagsráðgjafa er þannig skipuð: Margrét Margeirsdóttir, form. — Meððfcjórnendurc Guðrún Jónsdótt ir, Kristín Gústavsdóttir, Margrét Steingrímsdóttir. London dömu- doild stækkar TK-Reykjavík, 22. febr. í dag opnaði London-dömudeild í Austurstræti nýja deild í nýj- um húsakynnum. Hefur verzlun- in nú lagt undir sig helminginn af húsnæði því, sem raftækjaverzl- unin Hekla hafði áður. London- dömudeild hefur starfað í þrjú ár, byrjaði smátt en hefur smám saman aukið starfsemi sína, og nú er þetta orðin hin fullkomn- asta kvenfataverzjun og hefur um 130 ferm. gólfrými. í London verð ur á boðstólum allur tilbúinn fatn aður á kvenfólk, innst sem yzt, en London flytur inn mest af vör- um sínum sjálf. Eigandi verzl- unarinnar er Ketill Axelsson, en verzlunarstjóri i dömudeildinni verður Fanney Helgadóttir. síðustu ráðstefnunni í byrjun jan- úar s.l., að minnsta kosti ekki, nema þeir fái sams konar undan- þágu fyirir norðurströnd Noregs, og Danir fá við Færeyjar og Græn land. En ekkert bendir heldur til þess, að stórveldin hafi í huga að gefa Norðmönnum slíka undan þágu. Árangur fiskimálaráðstefnunn- ar nú verður því líklega, að inn- færð verður tvenns konar fisk- veiði lögsaga: sex plús sex-kerfið fyrir löndin við Norðursjó sunnan verðan, og þá grundvallað á sam- komulaginu, sem náðist milli EBE-Iandanna og Bretlands, og 12-mílna kerfið, sem gildi fyrir ísland, Noreg og fleiri lönd. Mjög líklegt er talið, að verzl- unarmálin muni verða aðalmálið á dagskrá ráðstefnunnar, sem hefst á morgun. Bæði Bretar og Þjóð- verjar álíta, að fiskveiðilögsagan og verzlunarmálin séu tvær hliðar á sama máli, en m.a. Norðmenn hafa krafizt þess, að þessi mál verði rædd á ráðstefnunni,þá er ekki talið líklegt, að um nokkurn raunverulegan árangur verði að ræða. EBE-löndin virðast. ekki vilja binda sig, og í samkomulag- inu, serii þau gérðú við Breta, seg- ir, að samningurinn skuli ekki hindra að EBE-löndin geti sett sérstakar reglur sín á milli. Því er talið mjög ólíklegt, að Lundún- arráðstefnan muni skýra stefnu EBE í fiskimálUm. SILDARSKYRSLA Síldveiði var góð vikuna sem leið, enda voru gæftir ágætar. Síld in veiddist nokkru vestar en áð- ur eða í Meðallandsbugt og Skaft- árósi. Vikuaflinn nam 128,309 uppm. tn. og er þá heildarafli á land kominn frá vertíðarbyrjun 11. okt. s.l. til laugardagsins 22. febr. orð- inn 955.056 uppm. tn. en var um svipað levti í fyrra 1,269,943 uppm tn. en þá hófst vertíðin ekki fyrr en um 20. nóv. Hæstu löndunarstöðvar eru þessar: Uppm. tn. Eskifjörður 28,691 Fáskrúðsfjörður 22,052 BL0MIN I ANNI Mál og menning hefur gefið út Blómin í ánni, sögu frá Híró- símu, eftir skáldkonuna Editu Morris. Edita Morris er sænsk að upp runa, en gift bandarískum rit- höfundi og ritar bækur sínar á ensku. Þórarinn Guðnason íslenzk a.5i; þessa bó^. jem hpfundur til- emkar' yinum''síriúm í Hirösímu og einnig hinum, sem eru horfn- ir þaðan. Edita Morris hefur dval izt langdvölum í Japan og segir, að kynni sín af þeirri þjóð og í- búum Hírósímu sérstaklega hafi mótað skáldskap sinn öðru frem- ur. Blómin í ánni kom út 1959, og hefur nú verið gefin út á 23 málum. Halldór Laxness ritar formála að bókinni og segir þar frá kynnum sínum við Morris- hjónin, sem heimsóttu hann að Gljúfrasteini fyrir nokkrum ár- um. Blómin í ánni er 171 blaðsíða að stærð, prentuð í Hólum h.f. Vestmannaeyjar 278,013 Grindavík 57,373 Sandgerði 68,534 Keflavik 121.860 Hafnarfjörður 44,542 Reykjavík 224,279 Akranes 56,202 Kosið hjá múrnum Allsherjaratkvæðagreiðsla um kosningu stjórnar og annarra trúnaðarmanna Múrarafélags Reykjavíkur, fór fram 15. og 16. þ. m. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau, að B-listi, borinn fram af Svavari Benediktssyni o. f 1., hlaut 63 atkvæði og engan mann kjörinn. A-listi, borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði fé- lagsins hlaut 128 atkvæði og alla menn kjörna. Mikil loðna er nú gengin á miðin og hafa af þeim sökum flest skipin hætt síldveiðum. Frá upphafi vertíðar hafa 141 skip til- kynnt um afla. 63 þeirra hafa afl að 5000 uppm. tn. eða meira og fylgir hér með skrá um þau skip. Akraborg Akureyri 10.654 Amfirðingur Reykjavík 21,643 Árni Geir Keflavík 8,981 Árni Magnússon Sandgerði 17,807 Ársæll Sigurðss. II Hafnarf. 7,741 Ásbjörn Reykjavík 20,557 Auðun Hafnarfirði 8,828 Bára Keflavík 12,334 Bergur Vestmannaeyjum 14,585 Eldey Keflavík 7,535 Elliði Sandgerði 13,602 Engey Reykjavík 26,055 Faxi Hafnarfirði 25.743 Grótta Reykjavík 17,019 Guðbjörg Vestm.eyjum 9,416 Guðm. Péturss Bolungarvík 9,211 Guðm. Þórðarson Reykjav. 12,499 Gullborg Vestm.eyjum 7,179 Gulltoppur Vestm.eyjum 8,523 Hafrún Bolungarvík 20,680 Hafþór Reykjavík 7,606 Halkion Vestm.eyjum 13,181 Halldór Jónsson Ólafsvík 13,251 Hamravík Keflavík 20,801 Hannes Hafstein Dalvík 14,857 Haraldur Akranesi 14.241 Helga Reykjavík 13.035 Helgi Flóventsson Húsavík 14.749 Hilmir II. Keflavík 7,108 Hrafn Sveinbjarnars. III. 35.231 Huginn Vestm.eyjum 5.239 Húni II Höfðakaupstað 12.090 Höfrungur II. Akranesi 14.233 Jón á Stapa, Ólafsvík 7382 ífópur, Keflavík 15.599 Kristbjörg Vestm. 12.919 Kristján Valgeir Sandg. 6.309 Lómur, Keflavík 22.785 Mánatindur, Djúpavogi 6.822 Margrét, Siglufirði 15.360 Marz, Vestm. 10.353 Meta, Vestm. 6.089 Oddgeir, Grenivík 8.941 Ófeigur II., Vestm. 9-257 Ólafur Magnú*on, Ak.eyri 15.677 Ljósmyndasamkeppni AB Hf’, Keykjavík, 25. febrúar. Á síðasta ári efndi Almenna bókafélagið til verðlaunasam- keppni um beztu Ijósmyndir frá Reykjavík, og var Ijósmyndunum skipt í tvo flokka, litmyndir og svart-hvítar. Fyrstu verðlaun í litmyndaflokknum, 10.000 krón- ur, hlaut Rafn Hafnfjörð, og er það loftmynd, þar sem sér yfir hitaveitugeymana á Öskjuhlíð í hin nýrri hverfi borgarinnar. Önn ur verðlaun, 5000 krónur, hlaut Stefán Nikulásson, og var það mynd frá höfninni. Gunnar Ilann esson, hlaut tvenn aukaverðiaun og Rafn Hafnfjörð ein. Fyrstu verðlaun fyrir svart- hvíta mynd voru 7000 krónur, og hlaut þau enginn. Önnur verð- laun, 3000 krónur, hlaut Kristján Magnússon, og var það mynd frá Sinfóníutónleikum. Stefán Niku- lásson hlaut tvenn aukaverðlaun og Haukur Kristófersson ein. Var þessi keppni haldin til undirbún- ings nýrri myndabók um Reykja- i vík, sem vonazt er til að komi út j hið bráðasta. Alls tóku þátt í keppninni 32 einstaklingar, bæði atvinnuljós- myndarar og áhugamenn, og bár- ust frá þeim 158 Ijósmyndir, margar athyglisverðar og vel teknar, en vonbrigðum olli þó, hve takmarkaðar svart-hvítu myndirnar voru. Var það ástæð- an fyrir því, að engin fyrstu verðlaun voru veitt í þeim flokki í dómnefnd áttu sæti þeir Guð- mundur W. Vilhjálmsson lög- fræðingur og Sigurður Magnús- son, blaðaflulltrúi, auk fulltrúa frá Almenna bókafélaginu. Pétur Sigurðss. Rvík 12.704 Reynir, Vestm. 11.448 Rifsnes, Reykjavík 13.428 Sigfús Bergmann, Grvík 7-417 Sig. Bjarnason, Akureyri 18-222 Sigurpáll, Garði 33.528 Sigurkarfi, Njarðvlk 7.955 Skarðsvík, Rifi 5.799 Snæfell, Akureyri 13.850 Sólfari, Akranesi 8.457 Sólrún Bolungarvík 17,801 Stapafell, Ólafsvik 5.358 Vigri, Hafnarf. 12.465 Víðir, Eskifirði 10.933 Víðir II. Garði 13.225 Von, Keflavík 13.656 Þorgeir, Sandgerði 9.264 Ögri, Hafnarf. 10.513 TROROLF SMITH Thorolf Smith skrifar bók um John F. Kennedy Á þessu ári mun Setberg gefa út cnyndarlega ævisögu John F. Kennedys Bandaríkjaforseta, sem samin er af íslendingi fyrir íslenzka lesendur. Hefur forlag- ið ráðið Thorolf Smith til þess að rita ævisöguna, en hann er lesendum að góðu kunnur af bók sinni um Abraham Lincoln, sem kom út árið 1959. Thorolf Smith hefur ýtarlega kynnt sér ævi og störf John F. Kennedys og er að öðru leyti vel heima í sögu Bandaríkjanna- Forstöðumaður upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna hér á landi, Raymond J. Stover, hefur reynzt mjög hjálplegur við út- vegun heimildarrita og hefur góðfúslega lofað frekari aðstoð við öflun gagna og ljósmynda úr lífi forsetans. í fjölmörgum löndum munu á þessu ári koma út bækur um John F. Kennedy, en fyrir nokkru hóf Thorolf Smith að rita ævisögu hins ástsæla for- seta og er ætlunin, að bókin komi út í októbermánuði 1964. Verður þetta allstór bók, á fjórða hundrað blaðsíður, en að auki prýdd 80 myndum. 2 TÍMINN, miðvlkudaglnn 26. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.