Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 3
í SPEGLITÍMANS SIKILEYJARBÚI ætlaði að smygla sér inn í Bandaríkin, en var tekinn fastur og yfir- heyrður af innflutningseftirlit- inu. Þú hefur ekki neina pen- inga, sögðu yfirvöldin. Nei, svaraði hann. Og lieldur engan passa? Nei. Þú ert eklci einu sinni í skyrtu. Við þetta leit Sikileyjarbúinn ergilegur á em bættismanninn og svaraði: Ef ég hefði átt skyrtu, haldið þér þá, að ég hefði komið til Banda ríkjanna? MONTGOMERY, lávarður, hefur nú kvatt sér hljóðs í efri deild brezka þingsins, og í þetta skipti til að gagnrýna úreltar siðvenjur og spillingu innan hersins. Hann sagði, að þegar maður hefði verið í hern um í .21 ár, þá hefði hann eytt tveimur árum í að bursta skóna sína, tveimur árum í ýmis málaferli, tveimur árum í hreingerningu á herbúðunum og tveimur í frí og hin tíu hefði hann sofið. FORSÆTISRÁÐHERRA Dan merkur, Jens-Otto Kragh, er nú ásamt konu sinni, Helle Virkner Kragh, í opinberri heimsókn í Moskvu. Fyrir ut- an það að vera forsætisráð- herrafrú er Helle mjög vin- sæl leikkona í Danmörku, — bæði í kvikmyndum og á leik- sviði, og hún má sig því hvergi ÞAÐ má margt gott segja um ríkisstjórn de GauIIes, þó að hún sé af mörgum gagn- rýnd. Landbúnaðarráðlierrann, sem heitir Edgar Pisani sagði m. a. í ræðu, sem hann hélt fyrir bændur landsins, að það væri svo mikið talað um vís- indalegar aðferðir til að auka nytina úr kúnum, en hann sagðist vilja trúa hlustendum sínum fyrir því, að hægt væri að fara aðrar leiðir. Það væri t. d. sannað, að þær kýr, scm eigendurnir meðhöndla með blíðu og ústúð mjólka 20% meira, en þær kýr, sem öllum stendur á sama um. ★ ÞAÐ er ekki nema febrúar ennþá, en samt er þegar byrj- að að undirbúa hátíðahöld- in hinn 14. iúlí á Korsiku. Þá minnast Frakkar júlíbyltingar- innar, og Korsikubúar, sem taldir eru latastir allra Frakka gæta þess vandlega #að halda orðróminum uppi um leti sína, svona álíka og Skotarnir gæta þess að vera nógu sparsamir. Eitt helzta Lkemmtiatriðið hjá þeim 14. júlí verður keppni um það, hver íbúanna geti sofið lengst eftir hádegisverðinn- FRANSKI rithöfundurinn Georges Simenon er mjög stolt ur af þeim vinsældum, sem Maigret, leynilögreglumaður, nýtur í brezka sjónvarpinu, en hann varð enn stoltari, þegar hann heyrði um þau áhrif, sem sjónvatpssendingarnar hafa haft á meðlimi neðri deildar brezka þingsins. Undirmenn Maigret kalla hann alltaf Pat- ron en í neðri deildinni hafa þingmennirnir venjulega kall að þingforsetann ,,Chief“, en nú hafa þeir smitast af Maigrei og kalla hann aldrei annað er> ,Patron“. hræra án þess að verða Ijós- mynduð í bak og fyrir. Ljós- myndararnir í Rússlandi eru engin undantekning frá þessati reglu og er þessi mynd tekin af frúnni, þegar hún heimsæk- ir Bolshoj-ballettinn í Moskvu. Við hlið hennar eru ballett- kennari og framkvæmdastjóri Bolsho j -leikhússins. ÞAÐ er ekki til sá hlutur, sem 13. brezki hertoginn af Bedford mundi ekki gera til að bjarga heimili sínu, Wobum Abbey, frá hinum fégráðugu . skattheimtumönnum. Hann hef ur þegar opnað heimilið fyrir forvitnum ferðamönnum, en það hefur greinilega ekki hrokkið til, því að hann er nú farinn að starfa við auglýsing- ar í brezka verzlunarsjónvarp- inu. Hann sést oft og iðulega í sjónvarpinu á kvöldin, þar sem hann þvær skyrtur sínar úr einhverju undraþvottaefni, á meðan dulúðugt bros leikur um háæruverðugar varir hans. TVEIR góðir vinir voru að ræða um hættuna, sem stafaði af sígarettureyldngum. — Já, sagði annar þeirra, það er hræðilegt þetta, sem ég hef lesið um hættuna af sígarettu- reykingum. Ertu þá hættur að reykja? spyr hinn. — Nei, en ég hætti að lesa. ☆ I ÞAÐ er ekki alltaf að dóm- ari í hnefaleik verður að láta í minni pokann. Nýlega komu atvinnuboxarar saman í Buenos Aires og í einni lot- unni aðvaraði dómarinn ann- an keppandann þrisvar sinnum ^ um að slá ekki of fast. Þegar keppandinn lét ekki segjast, tók dómarinn sig til og sló umræddan keppanda niður með einu höggi. BRIGITTE BARDOT eyðir nú vetrinum í villu sinni > Montfort l’Amaury og er nú- verandi ástvinur hennar Bob Zaguri oftast í fylgd með henni. Sambandinu við Sami Frey er nú slitið í bili og þó að Bob Zari, sem er frægur ástralskur ,,playboy“, hverfi af sjónarsviðinu þá er Brigittc ekki einmana. Hún hefur ný- iega fengið sér 60 dúfur, IP ketti, 20 cndur, ? kanínur. Shetlandsfola og stóran reið- hest svo að það ætti ekki a'ð væsa um hana. MYNDIN er tekin af Brigitte á blaðamanna fundi, sem bún og Bob héldir þegar þau skruppu nýlega ti* Brazilíu- ÞAÐ var tnikið um dýrðir í bænum Basel í Sviss, þegar da Gaulle kom þrammandi eftir götunum klæddur í einkennis- búning frá tímum Napoleons. Þetta var samt ekki de Gaulle í eigin perscnu, heldur ein af þeim brúðum, sem skemmtu fólki í Basel á kjötkveðjuhátíð inni. Kjötkveðjuhátíðin stend- ur nú sem hæst í ýmsum lönd- utn heims og er það mikill fagnaður sem fylgir henni qg má segja, eð hver einasti íbúi í viðkomandi löndum sleppi fram af sér beizlinu og hugsi eingöngu um það, að skeipmta sér í nokkra daga. ☆ 31 árs gamall maður ráfaði nýlega inn á lögreglustöðina í Almhult í Svíþjóð, það er þorp í suðurhluta landsins, og sagð- ist þurfa að játa eitt og annað. Hann sagðist vera um það bil að gifta sig og hefði lofað kær- ustunni sinni, að byrja nýtt ]if. Þess vegna ætlaði hann að játa öll þau afbrot, sem hann hefði á samvizkunni. Dvölin á lög- reglustöðinni varð nokkrir dag- ar, því að þarna var um að ræða rúmlega 50 svindlmál og innbrot. ☆ Á 60 ÁRA afmælisdegi sín- um fékk kvikmyndaleikarinn Gary Grant sendan spurningar- lista frá bandarískri rannsókn- arstofnun. Vísindamennirnir vildu fá að vita, hvernig hann færi að því að halda hinu ung- gæðislega útliti sínu og góðri líkamlegri heilsu. Graut svaraði spurningunum sam- vizkusamléga og sagðist satt að segja ekki nota neina sér- staka aðferð til að halda lík- amlegri hreysti, en aftur á móti héldi hann huganum ung um með því að brjóta sífellt heilann um nýjar hugmyndir. J Brutu glerhús sttt Auðséð er á Mbl. í gær, «8 nokkurt fjaðrafok hefur orðið á fhaldsheimilinu, þegar ljóst varð, að piltar þar höfðu brot- ið sitt eigið glerhús með steini, sem þeir ætluðu að kasta að ungum Framsóknar- mönnum. Mbl. var með há- vært fleipur um það i dögun- um, að ungir Framsóknar- menn leituðu eftir unglingum innan 16 ára i félagssamtök sín, en í sama blaði sagði fram- kvæmdastjóri Heimdalla r frá því, að hann hefði gengið í Heimdall 13 eða 14 ára. Nú reynir Mbi. að lfma saman glerbrot sín með því að gefa í skyn, að þegar yngri ungl- ingar en 16 ára sæki um upp- töku í Heimdail, þá séu þær “RÆDDAR SÉRSTAKLEGA Á STJÓRNARFUNDUM, OG EF ÁSTÆÐA ÞYKIR TIL, ERU EINSTAKA UNDAN- TEKNINGAR VEJTTAR,” eins og Mbi. segir í gær. Þetta má nú kalla óburðuga viðgerð á glerhúsinu. Boðiö í unglingaklúbb FUF Ungir Framsóknarmenn hafa svarað firrum ihaldsblaðanna og Þjóðviljans um “barnaveið- ar Framsóknar” á myndar- legan hátt á síðu sinni “Vett- vangi æskunnair” hér I blaðinu í gær. Segir þar m. a. svo um unglingaklúbb FUF, sem er a'lgerlega fyrir utan stjórnmála starfið, á þessa leið: “Alir, sem hafa sótt sam- komur klúbbsins, geta borið vitni um það, að pólitík er ekki orðuð á þessum samkomum, og hefur aldrei verið ætlazt tjl af neinum, að svo væri ge>rt. Forráðamönnum FUF þefur verið ljóst, eins og fjölmörg- um öðrum, að aðstaða ungl- inga til heilbrigðs tómstunda- starfs og góðrar skemmtana, hefur svo sannarlega ekki ver- ið of góð, þó að starfscmi Æskúlýðsráðs hafi oirkað nokk uð í rétt átt. Foreldrar þeirra unglinga, sem sótt hafa ungl- ingaklúbb FUF hafa aðra skoð un á þessari starfsemi en rit- stjórar íhaldsblaðanna. Margir foreldirar hafa þakkað stjórn FUF þetta frajntak. En þetta skilja þeir ekki, sem nú skrifa leiðara Mbl. og Vísis, og það er heldur ekki von að svo sé, Báðir þessir menn eru enn meðlimir Heimdailar o; þekkja því ve>l vinnubrögðin því heimUi. Én nú er það svo, að það hefur verið og er margt býsna ólíkt með FUF og Heim- dalli og vonandi verður það svo áfram. Þess vegna væri nú rétt fyrir þessa vígreifu rit- stjóra íhaldsins að láta nú sjá sig á næstu samkomum ungl- ingaklúbbs FUF. Þeir eru báð- ir velkomnir í sbrifstofu FUF í Tjarnargötu 26. Þar geta þetr meira að segja fengið að- göngumiða, sem veitir þeim rétt til að vera fastagestir klúbbsins, með því gætu þeir sjálfir kynnzt þessari “óhugn- anlegu starfsemi,” sem þeir nefna svo.” Vonandi þiggja ritstjórarnir boð FUF — og ritstjóri Þióð- viljans mætti vafalaust koma iíka. Steinninn og sleggjan Vísisritstjóranum þefur ver- (ð eitthvað óhægt í gær og Framhald á 15. stðu. TÍMINN, miðvlkudaginn 26. febrúar 1964 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.