Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 9
IVAR ORGLAND: VALLDALEN Der sytten smá stplar det iandet dei spkkjer í fjellstilla lág, for augo hans ned og vandraren enno og gravlegg i von om eit fredsrike ság det vatnet skal gje. med grasgrpne vollar í solefallseld, Di ritar han, Valldal, fiftr vatnet snart over i minnet ditt drag. kvart bloroetjeld. Sov draumfylt i fred i din fjellsarkofag. No sfcal det bU velstand Nár vatnet har lagt seg der f0r det var smátt. Og gamle mor Lykle kan kvila for godt og sn0en ligg kvit, mun gl0ymska ha l0ynt dei som s0kkte deg dit. Men vandraren ottast ein tale sá djerv. Kva verd har det nye mot dalen, som kverv? Men g0md vil du liggja i vandrarens hug med alt det som eingong han lokka og drog til grasgr0ne vollar Han stoggar 1 vemod. i solefallseld, Alt lyftest í glans. S«n draum vil det leva og spegla den heimen i lengslene hans, som aldri vert seld. SLIPPINA BIIRT BETRIAFGREIDSLU GB-Reykjavík, 22. febr. Á meðal þeirra mála, er rædd voru á síðasta borgarstjórnar- fundi, var tillaga um aukningu á bryggjurými í höfninni o. fl. Flutningsmaður, Guðmundur Vigfússon, fylgdi henni úr hlaði. Kvað hann hafnarframkvæmdir hafa verið sáralitlar upp á síð- kastið, og væri þó brýn nauðsyn á að aðhafast eitthvað til að ráða bót á höfninni. Væri óverjandi að Láta skipaverkstæðin, Slippfé- lagið og slipp Daníels Þorsteins- sonar enn búa að talsverðu svæði í höfninni, sem sjálfsagt væri að nota beint í þágu hafnarinnar og bryggjugerðar. Þyrftu bæði þessi fyrirtæki að fara burt, en þó ekki fyrr en borgin hefði séð þeim fyrir öðru og hentugu athafna- svæði. Annað, sem G.V. minntist á, var skortur á bílavogum við austurhöfnina, og minntist þeirra málaferla, er einn útgerðarmaður fór í við hafnarstjórnina vegna þess mikla aukakostnaðar, sem það olli honum að verða að aka öllum fiskaflanum, sem skipað hafði verið upp í austurhöfninni, alla leið í vesturhöfnina til að láta vega hann. Borgarstjóri svaraði flutnings- manni, taldi enn möguleika til bryggjugerðar í vesturhöfninni hjá Faxa-verksmiðjunni, einnig í krikanum hjá Fiskiðjuverinu og Hraðfrystihúsinu, en þó væri ekki hægt að ráðast í bryggjugerð þar á meðan slippur Daníels Þor- steinssonar flytti sig ekki burt. Og nú hefði hafnarstjórn ákveðið að framlengja ekki lóðaleigu handa fyrirtækinu, sem nú rynni út. Sama væri og til athugunar gagnvart Slippfélaginu, er lóða- Leigusamningur þess væri á enda. Þá sagði nokkur orð borgarfull- trúi Þórir Kr. Þórðarson, kvaðst samþykkur mörgu, er flutnings- maður hefði sagt í ræðu sinni, bernti þó á það, að máske mundi það hafa sína kosti, að ekki væri búið að ganga • endanlega frá bryggjusmíði í höfninni, með til- liti til þess, að margar nýjungar væru að koma fram í uppskipun- artækni, sem hentugt mætti þykja að hafa hliðsjón af þegar nýjar bryggjur yrðu byggðar. Loks tók til máls borgarfull- trúi Björn Guðmundsson. Taldi hann ekki nema eðl'ilegt, þótt þröngt væri nú orðið í höfninni, sem þegar væri hálfrar aldar gömul, og enn í dag gegndi hún þrenns konar hlutverki. í fyrsta lagi væri hún kaupskipahöfn, mið- stöð verzlunarflutninga milli l'anda og strandsiglinga. Jöfnum höndum væri hún útgerðarhöfn fyrir fiskiskip af öLlum stærðum, allt frá togurum og niður í minnstu trillubáta. Loks færu þar enn fram skipaviðgerðir á flestum stærðum skipa. Því lægi nærri að spyrja, hvort höfnin væri full- nýtt, eða hvað væri til úrbóta. Þegar litið væri á þessi þrjú verk- efni, sem hafnarrýmið væri fyrir, væri skynsamlegast að flýtja skipaviðgerðirnar, þ.e. slippina, burt úr höfninni og þá líklega helzt inn í Sundahöfn. Taldi Björn tvímælalaust, að stefna bæri að þeirir lausn sem fyrst. Einnig bæri að athuga gaumgæfilega, hvort ekki væri hægt að stækka 1 núverandi höfn, eða a.m.k. af- greiðslumöguleika hennar, skapa skilyrði til að flýta afgreiðslu í höfninni, miða að því að milii- landaskipin gætu fengið af- greiðslu á 1—2 dögum. Uppskip- unarskilyrði hér væru mjög frum stæð og væri tími til kominn að nota færibönd við uppskipun eins og tíðkaðist erlendis. Tillögunni var loks vísað til at- hugunar hafnarstjórnar. IVAR ORGLAND Orgland yrkir á. En ekki kemur sá skilningsskortur mikið meir að sök en mér komu t. d. vanskilin fornyrði í íslendingasögum, þeg- ar ég barn að aldri drakk þær í mig mér til yndis og nokkurs þroska, án þess að missa af nokkru, sem verulegu máli skipti. Sannleikurinn er sá, að nýnorsk- an er myndauðug, en um leið kjarnmikil tunga, sem felur í sér mikið af krafti fornmálsins. Hún lumar á sæg fornyrða, nokkuð breyttra, sem ekki er að finna í nútímaíslenzku. Nýnorskan hefur þannig reynzt fastheldnari á sum verðmæti en jafnvel „ástkæra, yl- hýra málið“, sem Jónas Hallgríms son kvað „allri rödd fegra“. Kostir bókar Orglands eru marg ir. Eg nefni fyrst þjóðlegan tón hennar, er minnir bæði á Harðang manni er eiginlegt og líklega hollt. Bak við þessi Ijóð býr þung lífs reynsla skálds, sem hefur orðið fyrir vonbrigðum af mönnunum. Sem bót við því böli leitar hann til hörpu sinnar eða fiðlu, á vit fjalls og foss, þjóðsögu eða goða- fræði og inn í hvelfingu kirkjunn ar, sem stendur alltaf opin með fagnandi ljósum og býður hann velkominn. ívar Orgland er fastheldinn á forn verðmæti, jafnt andleg sem efniskennd. Skáldið ann landi sínu og þjóð, arfleifð hennar og minningum, dáir þolgæði, mann- dáð, tryggð og trúmennsku kyn- slóðanna, túlkar samband nútím- ans og fortíðarinnar og víkur að skyldum vorum við framtíðina. Annars vegar eru ljóð þessi A5 klæða landið Ivar Orgland: Jþrannatten. Fonna forlag, Oslo, 1963. Komin er út á vegum Fonna forlags í Oslo ný Ijóðabók, J0r- annatten, eftir ívar Orgland, fyrr- um sendikennarar í norsku við Há skóla íslands. En Orgland er mörg um íslendingum að góðu kunnur fyrir þá kennslu og fleiri störf, ekki sízt þýðingar íslenzkra Ijóða á nýnorsku, svo og fróðlega bók um Stefán frá Hvítadal, sem Menn ingarsjóður gaf út í fyrra. Hitt vita færri og viðurkenna, að Org- land er hugkvæmt, listrænt og skapandi ljóðskáld. Þess sáust þó þegar merki í fyrstu ljóðabók hans (Lilje og sverd, 1950). En síðan hún kom út, hefur Orgland mikið þroskazt, bæði að frumleika og formsnilld. Ljóð hans hafa dýpkað, fengið meira flug og fág azt við aukna lífsreynslu og þá eldraun, sem hann hlýtur að hafa gengið í gegnum við þýðingarn- ar. Með þessari síðustu bók hefur ívar Orgland tryggt sér virðulegt sæti á Braga bekk, enda hefur hann aldrei áður gert svo vel sem nú. Orgland segir mér í bréfi, að bókarheitið Jþrannatten sé nafn á fjallshnjúk á Þelamörk í Noregi. Annars hefði ég ekki skilið það. Játað skal og, að fleira í bókinni hefur vafizt fyrir mér að skilja, enda þótt ég telji mig vel læsan á bókmálið norska. Svo mikill er munur þess og nýnorskunnar, sem ursfiðlu og íslenzkt langspil, enda eru auðsæ þau áhrif, sem skáld- ið hefur orðið fyrir, jafnt af norskri þjóðtrú og tónlist sem ís- lenzkum skáldskap og söngmennt, en hvort tveggja eru að sjálfsögðu greinar á sama stofni. Per Sivle og fleiri norsk skáld orkuðu á Stefán frá Hvítadal á sínum tíma, en svo orka þeir Stefán, Davíð og jafn- vel fleiri íslenzk nútímaskáld á Orgland, án þess að nokkurs stað- ar verði þó vart við stælingu. Svona einkennileg geta víxláhrifin verið í bókmenntunum. Það er því engin tilviljun, að mörg yrkisefni Orglands eru skyld yrkisefnum áður nefndra skálda, og að hon- um verður víða gripið til fiðlu- og strengjalíkingarinnar í þessari ósviknu bók. Skáldið ryður sér brautir sjálft, en fer ekki troðna slóð. Hann læt- ur ekki heldur tízkuna ráða efnis- vali eða formleysu, eins og móð- ins er. Flest eru kvæði hans fest í formsins bönd, eins og Einar Benediktsson komst að orði og margir telja, að Ijóð eigi að vera. Orgland er trúarskáld, í trássi við samtíð og tízku. Meðal yrkisefna hans eru kirkjur og helgir dómar, gæddir lækningakrafti. Krossar og kirkjuljós hafa löngum veitt svöl- un harmandi hug. Og því skyldu þau þá ekki geta gert það enn? Skáldið er gætt lotningar- og tign unaranda, eins og mörgum lista- þrungin söknuði yfir hinu liðna, er þó aldrei þrotnar, sem Grím- ur kvað, Thomsen, og aldrei verð- ur selt, hins vegar tilhlökkun og tiibeiðslu á vegum hins lítt þekkta og ókomna, sem auðvitað deyr ekki heldur. Orgland er því róm- antískt skáld, gagnstætt öllum og öllu, sem verðandinni heyrir til. Það er einkar hressandi tilbreyt ing í raunsæi þessarar bersöglis- og efnishyggjualdar að fá í hend- ur bók sem Jprannatten. Það er vel til fundið að kenna hana við hnjúk. Hún minnir á gróið fjall, vafið bláma fjarlægðar. Sbr. hin mörgu þjóðsagnaminni, streng- leika og annað, er bendir yfir hversdagsleikann. Hún er eins og dálítil grænleit hæð, sem vindar og gróðrarskúrir leika um. Eg vil ekki staðhæfa, að ívar Orgland sé óskeikull í smekkvísi eða hagleik við ræktun þessa núps er hann segir, að sé á fósturjörð sinni í Þelamörk. En hann gerir það af svipuðum vorhug og landi hans Björnsterne Björnson, lýsir, þegar hann lætur, í upphafi sög- unnar Árna, eininn öðlast þá hug- sjón að klæða fjallið og fá fur- una, lyngið og björkina í lið með sér. Og hin síðast nefnda segir: „Það er sálubót að þessu.“ Svo sem einirinn hjá Björnson, hefur Orgland einnig klætt sitt fjall. Og ég get sugt eins og björk- in: Það er sálubót að þessu. Þóroddur Guðmundsson EFTIRPRENTANIR FB—Reykjavík, 24. feb. Þýzk-íslenzka menningarfélagið opnar á fimmtudaginn sýningu á málverkaeftirprentunum verka, sem eru geymd í hinu fræga lista- safni í Dresden. Sýningin verður opnuð kl. 5 á fimmtudag og stend- ur í fjóra daga. Allar eftirprentan irnar er til sölu. Málverkaeftirprentanir þær, sem hér um ræðir, hefur menning arfélagið fengið frá systurfélagi sínu í Austur-Þýzkalandi. Er nú ætlunin að sýna þær almenningi en einnig verða þær til sölu, en ágóðinn rennur til félagsstarf- seminnar. Eftirprentanirnar eru 30 tals- ins, og eftir ýmsa hinna gömlu meistara eins og t. d. Degas, Gauguin og- marga fleiri. BREIÐUVÍKINGAR BLOTA ÞORRA ÞG-Ölgeldum II., 25. febr. Laugardaginn 1. febrúar, efndu íbúar Breiðuvíkurhrepps, til miT" ills mannfagnaðar og buðu til sín öllum StaðarsveUungum,sem að beiinan máttu komast, og sóttu á miUi 80 og 90 Staðsveitungar Breiðvíkinga heim. í upphafi samkvæmisins var setzt að matarborði, hlöðnu ís- lenzku kjarnmeti og v-oru matnum sannarlega gerð góð skil. Þá hófgt hin fjölbreytta dag- skrá með margs konar skemmti- efni. Voru öll atriði samin, Leikin og flutt af heimamönnum af mik- illi hugkvæmni og leikni. — Vakti þetta allt óblandna gleði samkomugesta, sem undu sér að lokum við dillandi dans fram á morgun næsta dags. Alls sátu sámkomu þessa á þriðja hundrað manns og komu margir um langan veg m.a. all margir Staðsveitungar, sem stadd- ir voru í höfuðborginni. Leo von König Kathe Kolllwitz Eftirprentun á sýningu Þýzk-íslenzka menningarfélagsins. T í M I N N, miSvikudaglnn 26. febrúar 1964 — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.