Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR Gera verður róttækar ráðstaf- anir til stuðnings landbúnaði 2. umræSa um frumvqrp ríkisstjórnarinnar um breyt- ingu á lögunum um Stofnlána deild landbúnaðarins fór fram í neðri deild í gær. Varð um- ræðunni lokið en atkvæða- greiSslu frestaS. LandbúnaS- arnefnd deildarinnar hafSi klofnaS um máliS og skilaði minnihlutinn séráliti og ber fram breytingatillögur viS frumvarpiS. Meirihlutinn legg ur til að frumvarpið verði sam þykkt óbreytt. Talaði Jónas Pétursson fyrir áliti meiri- hlutarns en Ágúst Þorvalds- son fyrir áliti minnihlutans. Jónas Pétursson sagði, að frum varp ríkisstjórnarinnar um breyt- ingu á jarðræktarlögunum gengi mun lengra samanlagt en frum- varp það, sem Búnaðarþing hefði samið. Ágúst Þorvaldsson minnti á frumvörp og tillögur þær, sem Framsóknarflokkurinn hefur bor- ið fram um landbúnaðarmál. Þessi frumvörp fjalla um al- menna vaxtalækkun, og að hætt verði að beina hluta af sparifénu í Seðlabankanum, en nota þess í stað fjármagn, sem myndast og þjóðin sparar saman til að styðja uppbyggingu atvinnuveganna og þá ekki sízt landbúnaðinn, svo að eðlileg þróun geti átt sér stað í sveitunum og fólk geti haft þar Breytingatillögur Framsóknarmanna við frumvarp ríkisstj. um breytingu að lögum um stofnlánadeildina. þau lífskjör, sem boðleg eru og sambærileg við það, sem aðrir atvinnuvegir eru látnir veita þeim, er við þá starfa. Þá er að nefna hið ítarlega frumvarp um ráðstafanir til að stuðla að jafn- vaégi í byggð landsins til þess að koma í veg fyrir fólksfækkun og eyðingu byggðarlaga. Þá hafa Framsóknarmenn lagt fram frum varp um samvinnubúskap. Með samvinnubúskap má efalaust létta störf bænda og koma í veg fyrir að jarðir og jafnvel heilar sveitir fari í eyði. Þá hefur flokkurinn lagt fram fjölda tillagna um hin ýmsu vandamál bænda, svo sem um búfjártryggingar og trygg- ingar gegn uppskerubresti, um aukin afurðalán og reksturslán til bænda, um aukin ríkisframlög til súgþurrkunar og votheysgerðar, um nýja rafvæðingaráætlun, sem geri ráð fyrir að öll sveitaheimili fái rafmagn fyrir árslok 1968. Þá eru 2 frumvörp Framsóknar- manna um breytingar á Stofn- lánadeildarlögunum. Annað þeirra er um afnám launaskatts- svohljóðandi: ins á bændur og’um eflingu veð- deiidar Búnaðarbankans í þéim tilgangi að auðvelda eigendaskipti á jörðum. Hitt frumvarpið fer mjög í sömu átt og þetta frum- varp ríkisstjómarinnar að öðru leyti en því, að Framsóknarmenn vilja að framlag til túna undir 25 ha verði 65% af kostnaði í stað 50%. = Með þessum málafiutn- ingi hefur Framsóknarflokkurinn markað þá stefnu, er hann telur að fara verði til þess að tryggja framtíð bændastéttarinnar. Þá gerði Ágúst grein fyrir breytingartillögum minnihlutans. Lagt er til í 1. lagi, að 2. og 3. málsgrein 7. gr. laganna falli nið ur. Þessi breytingartillaga er borin fram til þess að koma í veg fyrir, að sá, sem framkvæm- ir framræslu missi lánsmöguleika þó að framlagið hækki, en með tillögum minnihlutans er gert ráð fyrir framlagshækkun. Þá eru tillögur um nýjan lagakafla um bústofnslán. Þessi nýi kafli verði um sérstök bústofnslán til frumbýlinga og að lánað verði einnig öðrum bændum til bú- stofnsaukningar, svo að þeir geti stækkað bú sín og einnig til véla kaupa. Breytingartillögurnar eru * í GÆR mælti PÁLL ÞORSTEINSSON fyrir frumvarpi því er þingmenn Framsóknarflokksins í efri deiid flytja um samvinnu- búskap og stuðning við samvinnubú- Gerði Páll grein fyrir frum- varpinu í ýtarlegu máli og gerði grein fyrir einstökum ákvæðum frumvarpsins. Frumvarpið allt og ýtarleg greinargerð, sem því fylgir hefur verið birt hér í blaðinu áður. k SIGURVIN EINARSSON mælti í gær fyrir frumvarpi því, er hann flytur ósamt Hannibal Valdimarssyni um Vestfjarðaskip, þ. e. sérstakt strandferðaskip fyrir Vestfirði. Frumvarpið og greinar- gerð þess var birt hér á þingsíðunni í gær. f framsöguræðu sinni minnti Sigurvin m. a. á, að enginn treysti sér til þess að segja að Vestfirðingar hafi ekki brýna þörf fyrir sérstakt strandferðaskip, en sú mótbára hefur verið höfð uppi, að ekki sé tímabært að á- kveða smíði slíks skips fyrr en búið sé að endurskoða allt skipulag skipaútgerðar ríkisins. Þessi mótbára ætti ekki rétt á sér og Vestfirðingar þyrftu eflaust að bíða lengi cftir bótum á samgöngum sínum, ef bíða ætti þeirrar endurskoðunar. k MATTHÍAS BJARNASON kvað Vestfirðingum mjög nauðsynlegt að fá bættar samgöngur á sjó, en taldi að taka þyrfti ákvörðun um framtíð skipaútgerðar ríkisins jafnhliða þessu máli. Kvaðst hann vonast eftir yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að skipulag strand- ferðanna yrði endurskoðað. k SIGURVIN EINARSSON sagðist algerlega andvígur þeirri skoð- un Matthíasar, að þetta mál verði bundið við endurskoðun á skipan skipaútgerðarinnar, því það þýddi það sama og þetta frumvarp fari ekki lengra og málið jafn ólcyst sem áður. Það eru mörg ár síðan farið var að tala um breytingar á skipulagi strandferða og að endurskoða þyrfti strandferðirnar og erlendir sérfræðingar hafa verið fengnir hingað tvívegis til að gera tillögur. Þessi end- urskoðun getur tekið mörg ár enn þá. Það duga engin fyrirheit í þessu máli lengur. Ríkisstjórnin gaf fyrirheit um það á síðasta þingi i sambandi við þetta mál, að strandferðirnar myndu endur- skoðaðar og tillögur gerðar til úrbóta. Ekki bólar þó á neinu enn og Vestfirðingar munu ekki sætta sig við fleiri fyrirheit. Þeir vilja aðgerðir. Þeir vilja Vestfjarðaskip- ★ HANNIBAL VALDIMARSSON hafði í fyrradag framsögu fvrir um, er liann hefur fengið lán samkvæmt lögum þessum. (28. gr.) Bústofnslán má véita gegn eftirtöldum tryggingum: 1. gegn veði í fasteign, 2. gegn veði í vélum og verk- færum, 3. gegn veði í tilteknum flokki . , „ eða flokkum búfjár, þrátt fyrir frumvarpi er hann flytur um gerð jarðgangna í gegnum Breið- ákvæði 4. gr. laga um veð, frá dalsheiði. — Matthías Bjarnason lýsti yfir stuðningi við frum- 4. nóv. 1887, varpið. I 4. gegn hreppsábyrgð, (24. gr.) Stofnlárta*0i *-ty«ír lán frumbýlinguni" o‘g''*rö“ðrum bændum til bústofnsaukningar og vélakaupa, cftir því sem nán- ar segir í þessum kafla laganna. (25. gr.) Stofnfé til bústofns- lána er þetta: a. 40 milljón króna óafturkræft framlag ríkissjóðs, er greiðast skal deildinni á næstu átta ár- um með 5 milljón króna framlagi á ári. b. 60 milljón króna lán, er stjórn deildarinnar heimilast að taka, og ábyrgist fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs greiðslu lánsins. (26. gr.) Bústofnslán skulu veitt frumbýlingum og öðrum bændum, seni fullnægja skilyrð- um 27. gr., til að kaupa bústofn eða búvélar. (27. gr.) Skilyrði fyrir bústofns láni eru: a. að umsækjandi reki land- búnað sem aðalatvinnuveg, b. að umsækjandi hafi ekki þann bústofn, sem að áliti banka- stjórnarinnar er nægilegur til framfærslu fjölskyldu hans sam- hliða öðrum tekjuvonum, eða hafi eigi efni á að festa kaup á nauðsynlegum búvélum, c. að umsækjandi sé að dómi bankastjórnarinnar vel hæfur til að reka landbúnað, enda mæli hreppsnefnd með lánveitingunni, d. að umsækjandi setji þá tryggingu fyrir láninu, er banka- stjórnin tekur gilda, e. að umsækjandi geti að dómi bankastjórnarinnar staðið undir árlegum greiðslum af lánum sín- 1 v<‘*a’ jarðtætara og annarra jarð- yrkjuverkfæra, sem búnaðarfélög 5. gegn sjálfskuldarábyrgð tveggja eða fleiri aðila. Bankastjórnin metur, hverja tryggingu skuli taka gilda. (29. gr.) Fjárhæð láns hverju sinni fer eftir ákvörðun banka- stjórnar. (30. gr.) Vextir af bústofnslán- um mega ekki vera hærri en 5%. Lánstími fer eftir ákvörðun bankastjórnar. Þó skal hann aldrei vera lengri en 10 ár. Það skal og áskilið, að ef efnahagur lántaka breytist svo, að honum verði auðvelt að greiða lán sitt á skemmri tíma að dómi banka- stjórnarinnar, geti hún gert hon- um að greiða hærri afborganir af láninu en annars er tilskilið. Enn fremur sé áskilið, að ef lántaki breyti um atvinnuveg, sé banka- stjórninni heimilt að ákveða, að lánið sé þegar gjaldfallið. Heimilt er bankastjórn að ákveða, að lán skuli vera afborg- unarlaust fyrstu þrjú árin. Gjalddagi lánanna skal vera 1. nóvember ár hvert. & (31..gr.)_ Umsóknir um lán sam Svaéim -lögúm 'þessúni skulu sénd »r bankastjórninni eða þeim, sem hún vísar til. Umsóknum skulu fylgja þau gögn, er bankastjórn- in ákveður. Við 6. gr. I stað „50%“ f 3. málsgr. komi: 65%. Við 8. gr. Greinin orðist þann- ig: 64. gr. laganna orðist svo: Til þeirra framkvæmda, er um getur í 60. gr., og til fram- kvæmda, er framlagsrétt fá sam- kvæmt 63. gr., greiðir ríkissjóð- ur árlega á árunum 1964—1972, að báðum árum meðtöldum, þá fjárhæð, er þarf til að greiða til- skilinn hluta ríkisins samkvæmt ákvæðum þessara laga. Á eftir 8. gr. frv. komi ný grein svo hljóðandi: Þá er sérstök grein um lán til framleiðniaukningar. Á eftir 64. gr. laganna komi ný grein svo hljóðandi: Ríkissjóður greiði Stofnlána- deild landbúnaðarins sérstakt framlag 25 millj. kr. árlega næstu 5 árin. Fé þetta skal lánað bænd- um og búnaðarfélögum til fram- leiðniaukningar í landbúnaði og skulu lánin vera til 30 ára með 2% vöxtum. Lánin skulu veitt, að fengnum tillögum nýbýlastjórnar, til vél- væðingar og tæknibúnaðar á sveitabýlum, svo sem til endur- bóta á fóðurgeymslum og penings húsum, súgþurrkunar, færibanda, mjaltavéla, dráttarvéla og jeppa- bíla. Enn fremur til steypuhræri- kaupa. Til þess að hefta fólksstraum- inn úr sveitunum þarf að gera eitthvað róttækt. Þessar tillögur um bústofnslánin og um lánin til framleiðniaukningar verða vafalaust talin róttæk, ekki sízt af þeim, sem vilja láta bændum fækka. Framsóknarmenn vilja hefta fólksstrauminn úr sveitun- um og telja að bændum eigi ekki og megi ekki fækka frekar en orðið er. Ef við nytjum ekki land okkar sjálfir, þá má gera ráð fyrir að þær þjóðir, sem búa við land- þrengsli, vilji fá að flytja hingað fólk, sem hjá þeim er ofaukið og þá eigum við fslendingar ekki lengur land okkar einir fyrir okk ur og niðja okkar, sem ættu þó að eiga frumburðarréttinn til landsins. Þá benti Ágúst á það, að í nefndaráliti meirihlutans segði, að frumvarpið um jarðræktarlög- in gengi lengra en frumvarp Bún aðarþings. Þetta er rangt á þann hátt, að þá hefur meirihlutinn bæði frumvörpin í huga — bæði um Stofnlánadeildina og Jarð- ræktarlögin. Búnaðarþing hafði aðeins jarðræktarlögin til endur- skoðunar. Lúðvík Jósepsson gerði grein fyrir breytingartillögu, er hann flytur um að veitt verði 43 millj. króna framlag til framleiðniaukn ingar í landbúnaðinum. Nú væri nýbúið að veita frystihúsumun 43 milljón króna framlag til fram leiðniaukningar og landbúnaður- inn ætti ekki síður rétt á slíku, því að rétt væri að nú þyrfti að gera róttækar ráðstafanir til hjálpar landbúnaðinum. Sagðist Lúðvík hafa saknað þess að land búnaðarnefnd hefði ekki lýst af- stöðu sinni til þessarar tillögu og spurðist fyrir um álit nefnd- arinnar. Jónas Pétursson sagði, að til- lögur stjórnarandstæðinga ein- kenndust af því jafnan að stjóm- arandstaðan vildi ganga lengra en stjórnarliðið og væri það vegna þess að stjórnarandstaðan væri ábyrgðarlaus. Þá taldi Jónas, að ekki hefði verið svo mikill stórhugur í Framsóknar- mönnum í landbúnaðarmálum, þegar þeir voru í stjórn. Ágúst Þorvaldsson sagði, að tillögur Lúðvíks gengju skemmra að sínu áliti en tillögur Fram- sóknarmanna og myndi hann greiða tillögu Lúðvíks atkvæði að tillögum Framsóknarmanna föllnum. v/Míklatorg Sími 2 3136 T í M I N N , miðvikudaginn 26. febrúar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.