Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.02.1964, Blaðsíða 1
 47. tbl. — MiSvikudagur 26. febr. 1964 — 48. árg. VORUR BRAGÐAST BEZT ALLIR HOLASVEINAR HÆTTU AD REYKJA! KH-Reykjavík, 25. febr. Niðurstaða bandarísku rann- sóknarnefndarinnar um reyk- ingar og lungnakrabba og þá ekki síður útvarpsviðtalið við Níels Dungal í janúar s.L hafa haft geysimikil áhrif hér á landi. Fjöldi manns hefur hætt að reykja, og margir hafa snúið sér að skaðlausari tébaksnotkun. — Eitt stórkostlegasta dæmi, sem blaðið hefur heyrt getið um, er, að allir nemendur og kennarar bændaskólans á Hólum, sem flestallir reyktu og sumir mikið, tóku sig saman um að fara í bindindi um siðustu mánaðamót. Tíminn átti tal við Stefán Jóns son, yfirkennara á Hólum, í dag og spurði hann um þetta. Hann sagði, að útvarpsviðtalið við prófessor Dungal hefði ýtt við þeim Hólasveinum, en þeir hefðu flestir reykt eitthvað, sumir mik ið, jafnvel 1—2 pakka á dag. Kennaramir reyktu líka tals- vert, og smám saman jókst á- hugi á bindindinu, þar til allir, bæði nemendur og kennarar, hðfðu ákveðið að hætta að reykja. Stefán sagði, að þó væri naumast hægt að segja, að um bein samtök hefði verið að ræða og enginn félagsskapur var stofn aður, refsingar lagðar við brot- um, né neitt það annað gert til þess að stappa stálinu í menn. Bindindið hófst um mánaða- mótin, og hættu þá allir sem einn maður, en ekki kvaðst Stef án þora að fullyrða, hve skól- inn hefði lengi verið reyklaus, enda hefði ekki verið um neitt eftirlit að ræða. — Nokkrir hafa sprungið á þessu, sagði Stefán, og sumir hafa hallað sér að píp- unni. Annars get ég ekki sagt nákvæmlega, hvernig málin standa í dag, þetta á eflaust enn Framhaltí é 15 tfðu ATVINNULEYSID RIKIR í 2 BÆJUM ÁNORÐURLANDI KH-Reykjavík, 25. febrúar- AFLALEYSIÐ í vetur hefur víða komið illa við, en hvergi mun þó ástandið af þeim sökum vera jafn slæmt og á Skagaströnd og Siglufirði. Þeir staðir voru verst undir þetta aflaleysi búnir. A báðum stöðum hafa fjölmargir orðið að leita annað eftir atvinnu t d. nær 100 Skagstrendingar og er mikill hluti íbúanna nú konur og börn. Bruni tunnuverksmiðj- unnar á Siglufirði gcrði mjög stórt strik í reikninginn, enda máttu Siglfirðingar ekki við því að missa þá vetrarvinnu eftir sfld arleysissumar. Atvinnifleysið á Skagaströnd hefur nú staðið í r.ærfellt ár, og eru menn mjög uggandi um framtíðina þar, nema citthvað verði gert til atvinnubóta. Rrottflutningur frá þessum stöð- um hefur verið talsverður nú á siðari tímum, t. d. fluttu um 50 manns frá Siglufirði á síðasta ári. Þorfinnur Bjarnason, oddviti á Skagaströnd, sagði í viðtali við blaðið í dag, að ástandið væri nú vægast sagt mjög slæmt á staðn- um, nær 100 manns væru farnir oð heiman í atvinnuleit, flest karl menn, og mikill hluti íbúanna væru konur og börn. Þeir, sem eftir eru, hafa hreinlega ekkert að gera, nema þeir, seim ofurlít- inn búskap hafa. Enginn bátur rær nú frá Skagaströnd, þeir fáu bátar, sem ekki voru farnir suður, hættu í byrjun febrúar. Sennilega fer einn bátur á net í næsta mán- uði. Bæði frystihúsin eru lokuð, og við fiskimjölsverksmiðjuna starfa nú aðeins 3—4 menn við eft irlit á vélum. Bygging félagsheim- ilisins hefur nú stöðvast vegna fé- leysis, sem er bein afleiðing af aflaleysinu. Skagstrendingar hafa nú búið við einstakt afla- og atvinnuleysi í nærfellt ár. Netavertíðin í fyrra- vetur, sem hófst í marz, brást al- veg. Venjulega hefur borizt nokk- uð af síld til Skagastrandar yfir sumarið, sem bæði hefur verið söltuð og fryst, en s. 1. sumar brást það alveg. Ýsa hefur naum ast sézt á Skagaströnd síðan i febrúar fyrir ári. Sem dæmi um aflaleysið í haust og vetur má nefna, að í haust var meðalafli á bát aðeins 140 tonn á móti 240 í fyrra, og frá áramótum var stærsti báturinn með 60 tonn á móti 200 í fyrra- Framleiðsla fiskimjöls i janúar og febrúar í fyrra reynd- ist 1350 pokar (50 kg. í poka), en r.úna aðeins 118 pokar. Þorfinnur sagði, að Skagstrend- ingar hefðu mikinn áhuga á, að eitthvað yrði gert þar til atvinnu- bóta t. d. komið upp tunuuverk- Framhald á 15. tf8u. Tunguhaft rann- sóknarddmarans! Reykjavík, 25. febrúar. Það hefur vakið mikla athygli og umtal nianna, hve lítið nýtt koni frain í fréttatilkynningu Ólafs Þorlákssonar rannsóknardómara, í svonefndu Vallarmáli. Er þctta furðulegt, bar sem dómarinn hef- ur haft málið tfl rannsóknar í heil. ar 6 vikur og hefur haft til stuðn- ings útdrátt úr skýrslu um rann- sókn er Bandaríkjamenn höfðu gert á umræddum afbrotum Jósa- fats Arngrímssonar á Keflavíkur- flugvelli, b. e. fjársvik og skjala- fals. Var því búizt við, að efnis- atriði þessa máls mundu koma glögglega fram í fréttatilkynningu rannsóknardómarans, þar scm hann hafði varizt allra frétta um málið frá byrjun og blöð því orð- ið að afla sér upplýsinga um mál- ið á eigin spýtur við erfiðar að- stæður en mýgrútur sögusagna í gangi um málið og margar æði ó- HIMNASTIGINN I TÁNINGAÁST GB-Reykjavík, 25. febrúar. ÞESSI HIMNASTIGI hér á myndinnl er nýjasta húsgagni'ð I Þjóðleikhúsinu, nýkominn úr smiðjunni úti í bæ, nærri sex metrar á hæð, og var verið að reisa hann á sviði leikhússins þegar við rákumst þar inn f dag. Hann var hálfgert svífandi f lausu lofti, þegar Þorgrímur leikari klifraði upp skjálfandi á bein- unum. En stiginn er smíðaður sérstaklega fyrir næstu frumsýn- ingu í Þjóðleikhúsinu, sem verð- ur hinn frægi söngleikur Tín- ingaást (Teenagerlove), sem ver- ið hefur á svlði Konunglega leik- hússins í Kaupmannahöfn á ann- að ár og sópað inn fleiri leikhús- gestum en nokkurt leikrit annað í Höfn á þessarl öld. Þar var það frumsýnt haust- Ið 1962, og gerði höfundinn fræg Framhald a 15 síðu áreiðanlegar, en áhugi almennings á málinu mikill enda hér um um. fangsmikið afbrotamál og sumar persónur viðriðnar það þekktar og ábcrandi í þjóðfélaginu. Ekki skal dugnaður og hæfni rannsóknardómarans dregin í efa, en full fátalaður hlýtur hann að teljast. Það vekur strax athygli, að rannsóknardómarinn nefnir engin nöfn í sambandi við rann- sóknina. Þykir hér á allan hátt öðru vísi að verki verið en í sam- bandi við Olíumálið svonefnda. Þá voru tveir rannsóknardómarar skipaðir af dómsmálastjóminni og þeir gáfu tvívegis fréttatilkynn- ingar upp á margar síður, þar sem hvert smáatriði var dregið fram og öll nöfn nefnd. Dómsmálastjóm in þyrfti vægast sagt að samræma meir vinnubrögð sín í málum sem þessum. Þá verður aðstaða blað- anna til að flytja eðlilegar fréttir af slíku stórmáli sem þessu, sem á hvers manns vörum er, að telj- ast með öllu ómöguleg. Rannsóknardómaranum er ef- laust skylt, að gæta þess að hin- um brotlegu sé ekki misgert í fréttatilkynningum um afbrot þeirra, en hins vegar hlýtur hann jafnframt að þurfa að gæta þess, að saklausir verði ekki fyrir óþæg indum og liggi undir gran sem sakborningar. Það era fleiri verk- Framhald á 15. ifðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.