Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 7
JÓLAHELGIN f f Heideíbcrg. % Nokkurm klukkutímum seinna komu þau skilaboð til baka frá borgarstjóranum, að bæjaryfirvöldin óski frekari skýringa við málaleitan hans. Hann óskaði þá eftir því, að nefnd ábyrgra foringja úr varnar- liði borgarinnar kæmi til viðtals í aðalstöðvar stórskotaliðssveitarinn- ar. Þjóðverjarnir lilýddu og' sendu nefnd manna á hans fund. Beider- linden var stuttorður og gagnorður: Áður en klukkan yrði 9 að morgni næsta dags, fimmtudagsins 29. marz, skyldu þeir opna leiðina til fram- sóknar fyrir hinn bandaríska har og ekki gera hina minnstu tilraun tii þess að stöðva hann. í fararbroddi Bandaríkjamanna myndi verða snjó- hvítur sjúkrabíll, og leiðin yrði að vera nægiiega greið. Nokkur hluti stórskotali ðssveitarinnar myndi halda sig vestan borgarmnar meðan herinn færi í gegn um borgina, og tafarlaust yrði gefin fyrírskipun um áð skjóta á bæinn. ef hin minnsta mótspyrna yrði veitt. „í nefndinni voru meðal annarra þeir dr. Fritz Ernst, prófessor í sögu við háskólann í Heidelberg, og Hu- bert Niessen, foringi í sjúkrasveit- um þýzka hersins í Heidelberg. Frá þessum mönnum og eftir öðrum leið- um fékk ég nú að vita hvernig málin stóðu í borginni,“ segir Beiderlinden. Niessen liðsforingi stjórnaði her- spítölunum í Heidelberg. Þar voru saman komnir meira en 21 þúsund særðir, þýzkir hermenn. Það var Niessen, sem lagði málið fyrir borg- arstjórann þar, dr. Karl Neinhaus. Bæði þeim og yfirforingja hinna þýzku hersveita kom saman um, að ráðlegast væri að fara að tilmælum Beiderlindens. En hinn pólitíski leiðtogi hersins harðneiiaði að sam- þykkja þessa ráðagerð. ,,Það á að koma upp nýrri varnarlínu meðfram Neckarfljótinu,“ öskraði hann. „Heidelberg verður að verja til síð- asta hermanns, til síðasta óbreytts borgara, karls og konu. Hver sá, sem hreyfir fingur í því skyni að semja um uppgjöf, verður tafarlaust ■hengdur." Það var hans seinasta orð. Neinhaus borgarstjóri hafði hót- anir nazistaleiðtogans að engu. Hann skipaði Niessen að láta alla samn- inganefndina vera mætta í ráðhús- inu jd. 7 næsta morgun. Þegar hér var komið, vissi öll Heidelberg hvað um var að vera. og múgur og' margmenni var sarnan kominn á ráðhústorginu í býtið næsta morgun. Beiderlinden var skýrt frá þessu, og mannsöfnuðurinn beið í ofvæni komu hins hvíta sjúkrabíls að „gömlu bi'únni'1. Hinn þýzki hershöíðingi, sem stjórnaði stórskotaliðinu, hafði sam- þykkt að áreita ekki hinar banda- rísku hersveitir. Um áttaleytið barst tilkynning frá nazistaleiðtoganum, sem fékk hárin til þess að rísa á höfðum samninganefndarmannanna: Leiðtoginn skýrði frá því, að hann hefði gefið fyrirskipun um að „gamla brúin“ yrði sprengd í loft upp á mín. útunni kl. 9, eða rétt. í því að sjúkra- bíllinn átti að vera að aka vfir hana. — Samtímis yrði Neuenheimbrúin einnig sprengd í loft upp, og þriðja brúin yfir fljótið, Ernst-Walz, hafði þegar verið sprengd. Hinir óbreyttu borgarar ui'ðu æfir af reiði og fyrirlitningu. Þeir voi'u alveg á bandi borgarsijórnarinnar. Foringinn, sem kominn var á stað- |inn með nauðsynlegar tilfæringar til þess að sprengja brúna, var svo aðþx-engdur af múgnum, að hann hét því, að spréngingin skyldi ekki fram- kvæmd fyrr en klukkan tólf um kvöldið, enda var honum það ekki eins óljúft og hann lét, þar sem hei'- inn var í raun og veru á bandi borgaranna, bótt hann þyrði ekki annað en beygja sig fyrir skipunum hins pólitíska leiðtoga. Sjúkrabíllinn kom og ók óáreittur yfir „gömlu bx-úna“. En það komu engar hei'- sveitir á hæla honum. Beiderlinden vissi, að ekki var allt með felldu og að nazistaleiðtoginn réði enn lögum og lofum í Heidelberg, að minnsta kosti í orði kveðnu. Nokkur hluti þýzku hernaðarsendi- nefndarinnar var enn i aðalstöðvum Beidei'lindens. Einn úr þeim hópi reyndi að þvæla málið og lýsti yfir því, að nefndin væri einungis komin í því skyni að tiyggja, eð ekki yrði skotið á herspítalana í Heidelberg. „Þetta er einhver misskilningur," sagði Beiderlinden. ,,Ég óskaði eftir nefndinni til þess að semja um skil- yrðislausa uppgjöf borgarinnar, og' að hersveit minni yrði leyft að fara í gegn um borgina tálmunarlaust.“ Þýzki foringinn héit því fast fram, að nefndin hefði ekkert um- boð til bess að semja um slíkt. Hann heimtaði tryggingu fyrir því, að bandaríski flugherinn gerði ekki loftárásir á spítalana. „Við skjótum ekki á spítala," svaraði Beiderlinden kuldalega. „Ég harma, að þýzki herinn, sem annars hefur að allra dómi barizt af mild- um íræknleik, skuli ekki enn liafa skilið, að hann hefur tapað stríðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.