Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 15
ENGIN KVÖLDSALA Franihaid at 1. sfiJu. ustu, svo að ólíklegt er að sam- staða náist meðal þeirra um samn ingaviðræður við verzlunarmenn. Að vísu létu kaupmannasamtök in svo sem þau væru öll af vilja gerð að bæta þjónustu við neytend ur, þegar hinar frægu tillögur þeirra voru á dagskrá, en menn hljóta að furða sig á því, að þeir skyldu þá um leið semja við verzlunarmenn til tveggja ára um fastákveðinn vinnutíma, sem sam rýmdist alls ekki þeim lokunar tíma, sem tillögurnar kváðu á um. _ Blaðið ræddi m. a. við Svein Ásgeirsson, formann Neytenda- samtakanna og spurði um aðgerð ir samtakanna í þessu máli. Hann sagði, að neytendasamtökin hefðu því miður ekkert vald, en þau hefðu frá því fyrsta stundað áróð ur fyrir bættri þjónustu við neyt endur, m. a. með kvöldsölu, og reynt eftir fremsta megni að styðja hverjar breytingar til batnaðar. Hann sagði, að stjórn neytendasamtakanna hefði m. a. rætt um einhvers konar mótmæla aðgerðir, jafnvel verkfall neyt- enda, þegar sýnt þótti, að ekkert yrði úr framkvæmdum í kvöld- sölumálum, en ekkert hefði enn verið ákveðið. Eins og er, er raunverulega ekkert hægt að gera annað en bíða átekta og vita, hvort kaupmenn og verzlunar- menn semja ekki, svo að kvöld- salan komist aftur á. En til þess virðist engin von í bráð. SAUMAVELIN Framhald af 1. síðu. ur einn tvíbreiður. Þá eru í vélinni saumuð rúmteppi, húsbóndateppi, sængur og fleira. Kristinn sagði okk ur að bráðlega yrði sett upp tæki við vélina, og þá gæti hún saumað út í stórar ábreiður og teppi, alls kon ar munstur. VOPNFIRÐINGAR Framnam at 16 síðu. sumar var tekið til við borunina aftur og gekk hún nú betur. Bor-| holan mun vera um 40 metra djúp,' og virðist þessi hola ætla að reyn-j ast nokkuð vel, og má nú búast við, að vatnið verði nokkurn veg- inn nóg, að sögn Vopnfirðinga. j Þá var einnig hafizt handa um' það í sumar, að reisa annan vatns-j geymi við hlið hins gamla. Nýi, geymirinn tekur 300 tonn af vatni og verður senn fullgerður. MINNING Framhald af bls. 12. Tónsmíðar hans eftirlátnar eru fáar sem Ijóð Anakreons, en þær boða birtu og ljóma, svo sem gerðu kvæði Anakreons. — Undir suðrænni sól hefði hann orðið arf- taki þessa gríska gleðiskálds. Og nú vitum við, hvar hans er að leita. „Þar sem að gróa þéttar á grundu rósir og vaxa um vang vínberin fögur á grein, þar sem með sætum söngvi að una á sumrunum fuglar, þar við hin þýðustu blóm, þar er Anakreons gröf.“ Hafðu þökk, félagi og vinur, nú og ævinlega. Dr. Hallgrímur Helgason. Á VlÐAVANGI lega búnir að missa stjórnar ; taumana úr höndum sér að verulegu leyti. Eðlilegt væri, að slík stjórn segði af sér við! fyrsta tækifæiri og gæfi Alþingij og þjóðinni tækifæri til aðj móta nýja stjórnarstefnu.“ NET AV ERKSTÆÐI Framhald af 16. síðu. með 60 fermetra grunnflöt. Er áætlað, að netaverkstæðið kosti fullgert um 3.7 milljónir. Mjög mikil verðmæti eru oft geymd á netaverkstæðinu, og verður því mjög vandað til brunav^rna í nýju bygging- unni. Ekki er ennþá ákveðið, hvaða kerfi verður notað. Þó hefur t. d. komið til greina að leggja sjálfvirkt slökkvikerfi, sem er þannig að rör, með rifum eða götum eru lögð um bygginguna þvera og endilanga. Inni í þeim rörum eru hafðar slöngur, sem tengdar eru við vantsgjafa. Þessar slöngur springa síðan við visst hitastig og flæðir þá vatn um allt. Friðrik sagði þó við frétta- ritara blaðsins í dag, að ekk ert væri enn ákveðið um, hvaða slökkvikerfi yrði notað. Maður frá brunaeftirliti ríkis- ins kom til Neskaupstaðar fyr ir nokkur dögum og var þá rætt um nýrra slökkvikerfi en þetta. Þó mun það að einhverju leyti byggjast á sömu grund- vallaratriðum. Auk þess verður brunahani staðsettur við netaverkstæðið og liggur tveggjg þumlunga að- rennslisrör að honum. Friðrik Vilhjálmsson hefur netaverkstæði sitt nú í gam alli trébyggingu og er þ«r hin mesta eldhætta, svo að nýja húsið er hin mesta nauðsynja bygging. SJÓMANNSKONUR Framhald af 16. síðiL hljóðið. En það var gert við bílinn á Blönduósi, og ég vona, að þau hafi komizt leiðar sinn ar á mánudag. — En þar með var ekki hjálparstarfseminni lokið, var það? — Nei, þegar við komum að Staðarskála, var þar fyrir bil- aður stationbíll, og ég lofaði að taka hann í bakaleiðinni. Hann var svo á pallinum hjá mér suður um nóttina. — Var það eins fjörugt fólk? — í þeim bíl voru þrír far þegar, en þeir voru nú daufari í dálkinn, enda komin nótt. — Kemur svona lagað oft fyrir á ferðum þínum? — Þetta var nú með mesta móti. En ég tek samt nokkuð oft litla bíla á pallinn hjá mér, og það er ágætt að geta hjálpað náunganum þannig. Yf irleitt gerist eitthvað skemmti legt í hverri ferð. — Og hvert heldurðu núna? — Til Akureyrar og Egils- staða fyrir Innkaupastofnunina. Ég þarf að fara að koma mér af stað. SÍLD TIL OLAFSFJ. BS-Ólafsfirði, 23. júlí. HINGAÐ komu í dag 4 bátar með síld. Stígandi 300 tn., Guð- björg 305 tn., Ólafur Bekkur 316, og Sæþór 230. Saltað var á tveim plönum 552 uppsaltaðar tunnur, en afgangurinn af afla bátanna 263 tunnur fóru í frystingu. Á síldarplani Jökuls voru saltaðar 362 tunnur og hjá Stíganda s.f. 190 tunnur. Var þetta fyrsta síld- in sem söltuð var hjá Jökli, en þar var búið að salta í 3100 tunnur á sama tíma í fyrra og hjá Stíganda var búið að salta í 3700 tunnur, en nú hefur verið saltað þar í 92ft,tuiuaur„ Síldin sem nú var $ölt uð var jöfn, og saltað rúml. 60% af henni. Bátarnir fengu síldina djúpt út af Langanesi. 8 SAGT UPP AF SELFOSSI KJ-Eeykjavík, 23. júlí. Stjórnarfundur Eimskipafé- lags íslands samþykkti í gær, að þeim átta skipsmönnum af Selfossi, sem gerðust sekir um smygltilraun á dögunum, skyldi vikið úr starfi tafarlaust. Sam- kvæmt þeirri samþykkt fóru þeir áttmenningamir allir úr skipsrúmi í gær með pjönkur sínar. Eins og sagt var frá hér í blaðinu í gær, þá gaf Eimskip út yfirlýsingu á sínum tíma þess efnis, að þeir skipverjar félagsins, sem gerðust sekir um smygl, yrðu umsvifalaust rekn- ir úr skipsrúmi, og hefur þeirri samþykkt verið fylgt hér. Meðal þessara átta skips- manna Selfoss, sem reknir voru í land munu vera tveir af stýrimönnum skipsins. S.Þ. veitír 20 milijónir tíl raf- orkurannsókna HF-Reykjavík, 23. júlí. SÉRSTAKUR sjóður Samein uðu þjóðanna hefur nú veitt fs- landi 20 milljón króna styrk til raforkumálarannsókna. — Styrkur þessi mun verða not- aður til að borga kostnað á und irbúningsrannsóknum um virkj anir í Hvítá og Þjórsá, en þær rannsóknir munu taka tvö ár. Það var „U. N. Special Fund“, sem veitti þennan styrk og er hann óendurkræfur. Samningar um styrk þennan voru undirritaðir í Washington 13. júlí s. 1„ af Thor Thors, ambassador íslands í Banda- ríkjunum, og Paul G. Hoffman, framkvæmdastjóra sjóðsins. — Eitt hið fyrsta, sem gert verður fyrir peningana, er að reisa rannsóknarstofur uppi við Brú- arfell. Tveir sérfræðingar frá Noregi hafa dvalið hér að und anförnu við rafdrkurannsóknir og er þegar byrjað að rann- saka ísmyndanir í Þjórsá. Nú munu fleiri erlendir sérfræð- ingar verða fengnir hingað og þéim greitt af framlagi SÞ. — ísland hefur aldrei áður fengið framlag úr þéssum sjóði. SLÝIÐ GREINT Framhald al 16. siðu Eins og sagt var frá í blaðinu í dag, er talið, að þetta slý hafi borizt hingað til lands með ó- venjusterkum, suðlægum straum- um DRYKKJA OG SLAGSMÁL Framhald af 2 síðu aðhöfðust fleira af því tagi. Gekk það svo langt, að í fyrrinótt fóru tveir Seyðfirðingar um borð í eft- irlitsskipið, komu að máli við skip herrann og kröfðust þess, að hann hefði betri aga á mönnum sínum, því að annars myndi framferði þeirra kært til viðkomandi ráðu- neytis. Tók skipherra máli þeirra vel og sendi menn í land til þess að flytja „hermenn" sína um borð. Seyðfirðingar eru mjög óánægð- ir með þróun mála undanfarna daga, enda standa ólætin fram til klukkan 5 á morgnana og er því ekki um svefnfrið að ræða hjá þeim. Einungis fjórir lögregluþjón ar starfa nú á Seyðisfirði, og ráða þeir að sjálfsögðu ekfcert við þenn an fjölda. Þeir hafa heldur engan lögreglubíl og einungis þrjá fanga klefa, hvern þeirra fyrir einn mann. f fyrrinótt varð t. d. að halda rétt til kl. 3 um nóttina til þess að hægt væri að koma nýjum sökudólgum í fangelsi. YFIR TUNGNAÁ í KLÁF Framhaid af 16. siðu. Sprengisandsleið. Þegar Illugavers leiðin er farin, er haldið áfram suður að Köldukvíslarbrú, suður *c-i íþróttir Framhald af 5. síðu. tneistara Fram í innanhússhand- knattleifc, en undanfarin ár hef- ur Fram ekki tekið þátt í útimóti. Má því búast við, að FH, sem hef- ur sigrað 8 ár í röð í íslandsmóti! utanhúss, fái hárða keppni. Auk| FH og Fram keppa í meistara-i flokki karla Haukar, KR, ÍR og! Ármann. í meistaraflokki kvenna eru þátttökuliðin 7 talsins og sama er að segja um 2. flokk kvenna, þar eru þátttökuliðin einnig 7 talsins. Mótið í ár verður því umfangs- mikið og getur staðið yfir allt til 10. ágúst. i S-Þing. FÉLÖG ungra Framsóknarmanna í Suður-Þingeyjarsýslu halda hér- aðsmót um næstu helgi. Á laug- ardagskvöld verður aðalhátíðin að Laugum og svo sunnudagskvöld að Skjólbrekku í Mývatnssveit. KARL JÓN LAUGAR. Héraðsmótið laugardaginn 25. júlí hefst kl. 9 síðdegis. Ræður og ávörp flytja alþingismennirn-; ir, Jón Skaftason og Karl Kristjáns son og Kristján Ingólfsson sfcóla- stjóri. Sfcemmti- atriði annast Haukur Morth- ens og hljómsv., Jón Gunnlaugs- KRISTJÁN son gamanleikari og Kristinn Hallsson óperusöngv- ari, við undirleik Ólafs Alberts- sonar. Að lokum verður dansað. Haukur Morthens og hljómsveit leika og syngja fyrir dansi. Ungl- ingar innan 16 ára fá ekki aðgang að þessari samkomu. SKJÓLBREKKA. Sunnudagskvöldið kl. 9 verður héraðsmótinu fram haldið, en þá í Skjólbrekku í Mývatnssveit og er sérstaklega ætlað ungu fólki á aldrinum 14—21 árs. Algerlega er bannað að hafa áfengi um hönd. Skemmtiatriði verða hin sömu og á Laugum. fl ouwux au AVuruuiwiaicU. UTU, bUOUr ; fyrir Þórisvatn, austur undir Veiði vötn og þar fram á Hofs-vað við Tungnaá Sprengisandsleið- in liggur aftur á móti meðfram vörðunum fram að Eyvindarkofum fyrir austan Biskupsþúfu og fyr ir ofan Sóleyjarhöfða og þaðan beint frarn að Haldi (éða kláf- ferjunni). Nýlega kom það fyrir, að ferðafólk, sem ætlaði Sprengi sandsleiðina suður að Haldi, villt ist á Illugaversleiðina og hafnaði á HofsvaðL Þar varð fólkið svo uppiskroppa með olíu og varð að senda hana á móti því úr byggð. Fyrsti jeppinn fór, eins og áð- ur er sagt, yfir Tungnaá méð kláfferjunni í gær. Ekki var búið að ganga frá uppfyllingunni að norðanverðu við ferjuna, en bíln- um var náð niður með staurum. Búizt er við, að kláfferjan verði opnuð til umferðar í dag eða á morgun, en á Akureyri bíður fjöldi af jeppum eftir því að ferj an opni. Ekki er hægt að fara Sprengisandsleiðina á litlum fólks bílum, og jeppar ættu ekki að fara, nema að hafa samfiot. Eftir að Vegamálaskrifstofa Ak ureyrar hefur sett upp vegvísa og önnur kennileiti á Sprengisands- leiðina ætti fólki ekki að verða á að villast, en frá kláfferjunni nið- ur að yzta bæ Eyjafjarðar er 205 kílómetra vegalengd. Frá Tungnaá að Innra-Hreysi eru 96 km, frá Innra-Hreysi að vegamót um Eyjafjarðar og Bárðardals eru 43 km og frá vegamótum Eyja- fjarðar og Bárðardals að Þór- móðsstöðum, sem eru yzti bær í Sölvadal, eru 66 km. Frá Þormóðs stöðum til Akureyrar eru svo 50 | km. ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlegt þakklæti sendi ég öllum, sem minntust mín á sjötíu og fimm ára afmæli mínu 16. júní s- 1., sendu mér skeyti, blóm og aðrar gjafir eða. glöddu mig á ann- an hátt. Sérstaklega þakka ég börnum mínum og tengda- börnum sinn mikla þátt í að gera mér daginn ánægjuleg- an. Hafið öll þökk. Kristín Sigurðardóttir frá Skútustöðum. Maðurinn minn, Guðmundur Jónsson, Hólmi, Austur-Landeyjum, verSur jarðsunginn laugardaginn 25. þ. m. — Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hins látna klukkan 4 siðdegis. Fyrlr mfna hönd og barna minna. Gróa Krlstjánsdóttir. T f M I N N, föstudagur 24. júií 1964. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.