Alþýðublaðið - 24.12.1954, Page 5

Alþýðublaðið - 24.12.1954, Page 5
Vilhjálmur £rá Skáholti: Hugsað á jólum 1943 O, Jesú minn, jní gafst þeim eitt sinn orSið, sem ennþá finnur stað, þótt gullið. vín og gæs og jólaborðið oft gleðji meir en það. Sjá, enn í nótt fer unaðskennd um hjartað af anda hínum gjörð, og tánaregn, sem hýr í björtmn óði, er boðar frið á jörð, en jafnframt verður, Jesú góði, jörðin okkar rauð af blóði. Hví skyldi einhvern undra þótt að riði sú andans draumahöU, er hjartað skóp svo lireina í ást og friði, og hér er sagan öll: Við heyjmu stríð ef höldum það sé gróði hve hart, sem það er sótt. Sjá, enn er barizt, blóðið hJjóðkítt hnígur af hönd og síðti í nótt. — Sem fyrr ci jörðu, Jesií góði, er jörðin okkar rauð af blóði. Og enn í nótt mig giúpur gamla sagan um góða drenginn þann, sem ekki vildi arka í stríð og deyja og ekki drepa mann. Þeir hengdu lumn á einu augabragði sem erkifant síns Jands. Og móðir Jums, sem mætti þar, hún sagði: Eg minnist ekJd hans. — Sjá, jafnveJ 'móðir, Jesú góði, Jét jörðu okkar roðna af blóði. Og æ má sjá hvar seytlar bJóðið rauða iir sári á myrkva grund. 0, hvílík sorg að syngja Jjóð í dauða á svona heJgri stund. Við höggvum mann, ef höJdum það sé gróði, því hjartað þráir guJl. Sjá, ágirndin er okkar dýrsta droitning, við drekkum hennar fuli, en játum Jng — ó, Jesú góði — og jörðin verður rauð af Móði. hét Jespersen. Nefndi hann hótel sitt eftir Alexöndru dóttur Kristjáns konungs IX, þeirri er gefin var Játvarði VII. Bretakonungi. Að lokum hélt Revkjavikurklúbburinn samkomur sínar að Hótel Reykjavík og Hótel ísland. Einu sinni á vetri var hald- inn grímudansleikur, en har.n var ekkert bundinn við jól eða áramót. Venjulega var hann ekki haldinn fyrr en síðar um veturinn og fór bá fram í veitingahúsi uppi við Skólavörðustíg, sem nefnt var Geysir. Þar var og síúlknabaílið haldið, en það var árleg samkoma, sem kennd var við þjónustustúlk- umar í heenum. A gamlaárskvöld voru engin sérstök hátíðahöld, önnur en þau, að efnt var til brennu, maðurinn þar var danskur og legast íyrir þeim, en verzl- arirnar lögðu til kassa, tunn- ur og annað eldsneyti í brennuköstinn. A heimilun- um gerði fólk sér að vísu einnig dagamun eins og á jól- unum. Þá var og aftansöngur í Dómkirkjunni. og aðalmál- tíðin borðuð áður en farið var í kirkju. En síðar um kvöldið var svo borið fram hangikjöt með grænum baun- um, og fólk skemmti sér við eitt og annað fram yfir mið- nættið. Safnazt var saman við píanóið og sungnir sálmar og ættjarðarlög, og loks var spil- að á spil, og eins og áður einkum „Púkk“ og „Hálf- tólf“, en einnig „Lauma“, „Svarti Pétur“ og sitthvað fleira. Á þrettándanum var álfa- dans og blysför, og voru það skólapiltar Lærða skólans, sem stóðu fyrir því. Ég tók þátt í álfadansinum þegar ég var í 1. bekk, en þá var ég aðeins fjórtán ára, smávaxinn og renglulegur, og sumir af bekkjarbræðrum minum voru heldur engir risar, enda hlut- um við hjá þeim eldri og burðugri í skólanum sam- heitið: kettlmgamir. Nú, en kettlingarnii' þóttust svo sem menn eins og hinir og hugð- ust ekki láta sinn hlut eftir Iiggja í blysförinni og álfa- dansinum. Það var venja, að safnazt væri saman uppi við skóla, og þar kveikt á kyndlunum, cn síðan var gengið niður áð Tjöm og álfadansinn stiginn við Tjamarhólmann, þegar ís var á Tjörninni. Reyndu menn að tína saman litsterka búninga til þess að klæðast við álfadansinn, en venjulega voru þetta þó fatagarmar, sem ekkert gerði til þótt skemmd- ust, enda vildi það bera við, að brunagöt kæmu á fötin af blysunum, og sótblettir sett- ust á þau. Þá báru menn og grímur fyrir andliti, en eins og lög gera ráð fyrir voru álfa- drottning og álfakóngur búin sérstökum skartklæðum, báru kórönur á höfði,. en voru grímulaus., Fyrir álfa- kóng óg drottningu voru valdir tveir af föngulegustu og álitlegustu piltunum úr efri bekkjum skólans, sem jafnfrarnt voru söngmenn góðir, en „álfadrcttningin“ var auðvitað strákur, því að engar stúlkur voru í skólan- um. Þegar gengið hafði verið frá skólanum niður að Tjörn með blysin á Lofti, skiptist hópunnn í tvær fylkingar. Hélt önnur suður með Tjörn- inni að austanverðu, en hin vestur með Tjöminni ofan við Tjamarbrekkuna, og vor- JÓLAHELGIN um við kettlingarnir úr 1. bekk í þeim hópi. Þá voru engin hús komin undir Tjarnarbrekkunni cg var hún grasi vaxin ofan frá brún og fram á Tjarnarbakka, Er hún ein af hinum fögru stöðum gamla bæjarins, sem ég sakna, en brekkan hefur verið eyðilögð með bygging- um og öðru umróti. Brekkan var undurfögur af náttúrunn- ar hendi, og minnisstæð er mér spegilmynd hennar í lognværri Tjörninni margt sumarkvöldi.ð. A veturna var hún leikvangur barnanna lílct og Tjörnin sjálf, en þá skefldi tíðum í brekkuna svo að þar myndaðist hið ákjósaniegasta sleðafæri og renndu strákarn- ir sér á sleðum alla leið ofan frá myllunni á Hólavelli og niður á Tjörn. Stundum mynduðust snjóhengjur, þar sem brekkan var bröttust — og svo var í þetta skipti er við skólapiltar gengum með blysin á lofti suður brekku- brúnina. En nú var eins og snjóhengjan væri einmitt tiL þess gerð að kollvarpa reisn minni og myndugleik í blys- förinni, því auðvitað var það metnaður okkar kettlinganna og busanna að halda okkar hlysum ekki v.err á loft en hetjurnar úr efri bekkjunum í fylkingunni austan við Tjör;nna. En svo ólánlega tókst til fyrir mér, að ég sté fram af snjóhengju í brekku- brúninni og steyptist á bóla- kaf í skaflinn fyrir neðan með blysið í hendinni. Ég brölti þarna um í snjónum stundar- korn með augu, eyru og nef fuii af snjó; slokknað hafði á blysinu mínu og þótti mér þetta illur endi á minni fyrstu blysför. En áfram var þó haldið suð- ur fyrir brekkuna, en þaðan hélt hópurinn út á Tjörn, og mættust fylkingarnar við hólmann, þar sem álfadans- inn var stiginn og álfalög sungin af miklu fjöri og þrótti. Álfadansinn þótti mikil tilbreytni í bæjarlífinu, og þyrptust bæjarbúar nið'ur á Tjörn á þrettándanum til þess að horfa á dansinn. I.þá daga var ísinn á Tjörn- inni oftast glær, svo að það sást til botns. Þá var Tjöxnin miklu vatnsmeiri og tærari en nú, og sjaldan brást það að mannheldur ís væri á henrii mestallan veturinn, enda voru frost þá meiri og t.íðari-, en verið hafa síðari árin og staðviðri meiri. Það var því oft margt urn manninn á ísnum. Aldrei man ég þó eftir jafmniklu fjöl- menni þar og írostaveturimi mikla 1881 er „Phönbc-menn'1 voru þar með „hringekjiuia" sína. Þa»n vetur strandaði póstskipið „Phönix“ vestur við Skógames á Snæfellsnesi, en skipshöfnin bjargaðist öll, að undanteknum matsveinin- um. Var skipshöfnin mjög hrakin og margir lágu í kal- sárum, lengi eftir að þeir komu til Reykjavíkur. En þeir af skipshöfninni, sem rólfærir voru lífguðu hér upp bæjarlífið með allnýstárleg- um hætti. Tóku þeir sig til og settu upp hringekju á Tjörn- inni, og var þetta bæði gert í fj áröfl u narsky ni fyrir þá sjálfa og til skemmtunar bæj- arbúum. Þá víu: Tjörnin botnfrosin og hjuggu Phönix-menn holu gegnum ísinn, en ráku síðan langan staur iiiður í botn Tjarnarinnar. Á þennan staur smíðuðu þeir hjól með nokkr- um örmum á. en á armana eftir svellinu, og voru sæti á sleðunum. Einhvers staðar höfðu þeir uppi á lýrukassa, og stóð einn við hann og spil- aði í sífellu, meðan aði'ir gengu á álmur hringekjunn- ar og hlupu á harðaspretti kringmu staurinn. Fólkið, sem sat á sleðunum, hafði af þessu hina beztu skemmtun, og mun ekki hafa séð eftir aurunum, sem hringekju- stjórarnir settu upp fyrir ferðalagið í þessu óvenjulega farartæki. Nokkuð var það víst, að bæjarbúar þustu út á Tjörn í hvert sinn er Phönix- menn hófu að spila á lýru- kassann og snúa hringekjr .unni. og mun þetta hafa orðið þeim nokkur fjárhags- styrkur, því að auðvitað töp- uðu þeir öllu sínu í strand- inu. Löngu eftir að ísinn Leysti af Tjörninni stóð staurinn upp úi' henni, eins. og minnis- varði um hringekju þeirra Phönix-manna. Já, Tjömin hefur löngum vqrið leikvangur Reykvík- inga, —- ekki sízt í gamla daga. þegar skemmtanalífið var íábreyttara en nú. Þá voru skcutaferðir aðalvetrar- íþrótt bæjarbúa, bæði eldra og yngra fólks. Þá voru aðal- lega notaðir tréskautar með jámi neðan í, og náðu menn ótrúlegri leikni á þessum skautum. Stálskautar flutt- ast ekki úm fyrr en síðar. Ég iðkaði töluvert skauta- hlaup, þegar ég var drengur og raunar nokkuð fram ef+ir aldri. Minnisstæðust verður mér þó alltaf fyrsta skauta- ferðin mín, en hana fór ég út í kálgarðinn bak við hús for- eldra minna í Austurstræti. I rigningum komu oft stórir pollar í garðinn og myndaðist þar svell þegar frysti. Svo kom að því, að mér voru gefnir skautar, og þurfti ég voru festir sleðar er runnu auðvitað strax að reyna þá. En þegar ég sté út á svellið féll ég beint á hrammana, rak nefið niður í klakann og hlaut fossandi blóðnasir. Þannig var mín fyrsía ganga á skaut.um. En ég gafst ekki upp fyrir þetta, heldur reyndi aftur, og gekk þá bet- ur, og leið ekki á löngu, unz. ég fór að sækja TjÖrnina eins og aði*ir, sem nokkuð þóttust kunna fyrir sér í þessari íþrótt. Mestu skautasnillingamiv* sem ég minnist frá þessum ár- um, voru þeir Sveinbjöm Egilsson, síðar ritstjóri, og Qlafur Rósinkranz fimleika- kennari, en þeir voru báðir hin mestu lipurmenni og léku alls konar listir á skautunum. Ymsir fleiri' voru að vlsu ágætir skautamenn, þó að þessir tveir bæm af, og reyndum við. strákamir auð- vitað að feta í fótspor „meist- aranna“, með mismunandi góðum árangri. Þá þótti það hin mesía skemmtun að nota skauta- segl, og sigla Tjömina enda milli, en þá náði hun allt frá Dómkirkjunni suður undiv Vatnsmýri. Skautaseglin voru búin til 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.