Alþýðublaðið - 24.12.1954, Qupperneq 23
I SKJOLI MOÐUR MINNÁR
/ f
Ur endurminningum Agústs Jósefssonar
■'tsp
FYRSTU dvalarárin í
Reykjavík voru okkur mjög
erfið, og oft var ég svangur,
kaldur og klæðlítill, en óx
þó og þroskaðist þrátt fyrir
allt, og talinn stór eftir aldri,
og laus við alla smákvilla og
krankleik. Vetrarhörkur
voru með ódæmum þessi ár-
in, og óáran bæði til sjós og
lands, svo að allur almenn-
ingur átti við hin mestu
eymdarkjör að búa. Móðir
mín vann fyrir okkur með því
að taka að sér ýms störf hjá
fólki, svó sem saumaskap,
þvotta og hreingerningar, en
kaup var lágt og lítið um pen-
inga, svo að mest af vinnu-
launum sínum fékk hún
greidd með mátvælum eða
ávísunum á vöruúttekt í ein-
hverri verzlun bæjarins. En
vinna þessi var mjög stopul,
Og oft þóttu henni hvíldar-
dagarnir of margir. Eftir því
sem ég stálpaðist vann ég mér
líka oft inn bæði bita og sopa
með ýmsum snúningum fyrir
fólk,
Árið 1882 gekk í Reykja-
vík mjög magnaður mislinga-
faraldur, og veiktist mikill
hluti bæjarbúa. Meðal þeirra
voru margir skólapiltar, sem
heimavist höfðu í Latínuskól-
anum. Móðir mín var fengin
til þess að starfa að aðhlynn-
ingu skólapiltanna, því nú
þurftu þeir að fá mat og
drykk í skólanum, sem ann-
ars neyttu matar síns utan
skólans. Meðan hún gegndi
þessum störfum í Latínuskól-
anum, kom hún mér fyrir hjá
konu, sem átti heima í svo
nefndu Rósuhúsi við Bratta-
götu (nú nr. 5). Lagði hún
með mér sæng og kodda til
þess að liggja við. Flestir
heimilismenn í Rósuhúsi
veiktust af mislingunum, en
enginn hættulega. Ég' varð
snarpveikur um tíma, en ekki
mjög þjáður.
Dag nokkurn kom móðir
mín að vitja um mig, og brá
henni þá heldur en ekki í
brún, því að nú var búið að
taka frá mér sængurfötin, og
konan hafði hreiðrað um mig
á gólfinu, en ég látinn liggja
á gæruskinnum og pokum, og
ofan á mig breidd ýms utan-
yfirföt konunnar og dætra
hennar. I stað koddans var
látinn undir höfuðið á mér
lítill poki fylltur með hálmi
og fataræflum af mæðgunum.
Sængurfatnaður minn var
aftur á móti hjá dætrunum,
sem hvíldu báðar í sama
rúmi. Móðir mín varð fok-
reið, og klæddi mig í snatri,
og sagði mér að koma með
sér. Ég skjögraðist svo við
hlið hennar að húsi þar
skammt frá. Um leið og við
gengum burtu þreif hún
sængurföt mín úr rúmi systr-
anna og hélt á þeim undir
annarri hendinni, en leiddi
mig með hinni. Ekki varð mér
neitt meint af þessum flutn-
ingi, og hresstist furðu fljótt
við góða aðhlynningu, sem ég
fékk hjá konunni, sem við
mér tók. Þegar störfum móð-
ur minnar var lokið í Latínu-
skólanum, sótti hún mig, og
greiddi konunni þá þóknun,
sem upp var sett, af því fé,
sem hún fékk fyrir vinnu
sína.
Árið 1883 áttum við heima
ÁGÚST JÓSEFSSON heilbrigðisfulltrúi hefur undanfarið
verið að rita endurminningar sinar. Ágúst er nú rúmlega
áttræður, teinréttur, glaðlegur, hið mesta ljúfmenni í allri
framgöngu eins og allt af áður. Hann missti föður sinn kom-
ungur að árum og var í skjóli móður sinnar öll sín æskuár,
en hún vann fyrir sér með saumaskap, þvottum o. s. frv. hér
í Reykjavík. Ágúst var allsleysingi og þau mæðginin á hálf-
gerðum hrakhólum, en móðir hans gaf honum mikið og gott
veganesti — og Ágúst komst til mikilla mannvirðinga. Hann
var einn af stofnendum fyi-sta Alþýðublaðsms og heill og
djarfur forystumaður alþýðu upp frá því. Hama hefur nú
leyft Alþýðublaðinu að birta útdrátt úr einum kafla endúr-
minninganna, en þar er Reykjavík lýst að nokkru á bernsku-
árum hans. -
sinn slökkvilið að verki við
bruna. Vatn var sótt í fötum
og stömpum í tjörnina, og
hópur karla hamaðist við að
knýja hinar gamaldags hand-
dælur. En allt kom fyrir ekki,
og brann húsið til grunna á
fáum klukkustundum.
Mór var aðaleldsneyti bæj-
armanna á æskuárum mín-
um, og var hann stunginn
upp í Vatnsmýrinni fyrir
sunnan Tjörnina. Karlmenn
stungu móinn og köstuðu
hnausunum upp á grafar-
bakkann, en kvenfólkið hlóð
þeim í kesti. Þegar sigið hafði
nægilega úr mónum, var
hann breiddur út, og unnu
að því aðallega konur og
krakkar, og sömuleiðis að
þurkun og hreykingu.
Mamma mín fór stundum
með fólki suður í Vatnsmýri
til þess að hreykja mó, og tók
mig með sér. Fyrir þetta fékk
hún mó í poka, og safnaðist
okkur þannig talsverður eldi-
viðarforði til vetrarins.
Það var mjög einkennilegt
að líta yfir Vatnsmýrina
seinni hluta sumars, og horfa
á þessa mörg hundruð strýtu-
mynduðu móhrauka, sem
þöktu mýrina frá Eskihlíð og
vestur að Melunum. Á haust-
in var mónum ekið heim til
bæjarins, og mátti þá sjá
stóra móhlaða við flest hús
í bænum.
Kol voru dýr, og oft um
lengri tíma ekki fáanleg hjá
kaupmönnum. Tilfinnanleg-
ur eldiviðarskortur varð því
oft á vetrum hjá þeim, sem
ekki höfðu mannaíla til þess
að taká upp mó. Það var hlut-
verki mitt og ýmsra annarra
fátækra krakka, að fara með
poka ofan í fjöru eða eitthvað
annað, til þess að tína spítna-
brot til eldsneytis. Þegar skip
komu með kolafarm, voru
kolin flutt til lands í upp-
skipunarbátum. Eftir að bát,-
arnir voru lagstir við
bryggju, var kolunum mök-
að upp úr þeim í poka, og
síðan borin á bakinu á
geymslustað kaupmanna, sem
ýmist var inni í húsi eða úti
á verzlunarlóðinni. Við upp-
moksturinn hrökk allt af
nokkuð af kolunum í sjóinn
milli báts og bryggju, þvi oft
geigaði skóflan fram hjá
pokaopinu. Við unglingarnir
fylgdumst vel með því, hve-
nær uppskipunin færi fram,
og vorum æfinlega viðbúnir
þegar sjór fór að falla út, til
þess að tina upp af sandinum
það sem fallið hafði í sjóinn.
Það var óskrifuð samþykkt,
að við mættum eiga það sem
við næðum í af slíkum kol-
um. Oft komu verzlunarmenn
og aðrir niður á bryggjumar
til þess að horfa á aðfarirnar
hjá okkur við tínsluna, og
höfðu gaman að, því stund-
um var langt vaðið og djúpt
kafað, þegar um stóra kola-
mola var að ræða.
Áður en við hófum kola-
tínsluna í fjörunni fórum við
Agi'ist Jósefsson.
í Aniku-húsi við Suðurgötu,
sem þá var nefnd Líkhússtíg-
ur. Húsið bar nafn Aniku,
sem kölluð var hin græn-
lenzka. Húsið sneri gafli að
götunni, og bjuggum við í
litlu herbergi í risinu götu-
megin. Á hæðinni áttu heima
Berthelsen málari og kona
hans, sem hét Jórunn.
Berthelsen var danskur að
ætt og uppruna, en kona hans
var íslenzk. Bæði voru þau
hjónin góð við mig, og gam-
an þótti mér oft að karlinum
þegar hann var kenndur, því
þá söng hann alls konar
danska gleðisöngva, og dans-
aði með miklu handapati og
fótasparki. Að þessum skrípa-
látum hlógum við krakkarnir
af hjartans lyst og hann líka,
og óvíst hvorum var betur
skemmt, þótt við skildum
ekki ljóðin, sem hann söng.
Næsta hús við Aniku-hús
var kallað Brunnhús. Þar
bjuggu þrjár fjölskyldur, sem
áttu mörg börn, sem voru á
líku reki og ég, og á bæjun-
um í grendinni, Hólakoti,
Skólabænum og Melshúsum,
voru einnig mörg börn. Það
var því oft glatt á hjalla þeg-
ar við komum öll saman til
leikja.
Um vorið þetta ár brann
stórt íbúðarhús norðanvert
við Suðurgötu, kallað Egils-
hús (bókbindara). Seinni
part nætur vaknaði móðir
mín við mikinn hávaða á göt-
unni og leit út um gluggann.
Sá hún þá strax hvað um var
að vera. Ég vaknaði einnig,
og fór að klæða mig, því ég
vildi forvitnast um þennan
atburð. Ég hafði aldrei séð
húsbruna áður, og var þessi
sjón hin mikilfenglegasta í
mínum augum, því húsið var
tvílyft timburhús. Stóðu log-
arnir út um alla glugga, og
reykjarmökkinn lagði hátt í
loft upp. Þarna sá ég í fyrsta
JÓLAKROSSGÁTA
Lárétt skýring: 1 hátíðafyrirbrigði — 2 vökvamikil — 11
hreinsunartækið — 13 lund — 14 spyrja — 16 rimill — 18 á
fæti — 20 dvelja — 22 vopn — 23 tafl — 25 hleypiefni — 26 tveir
eins — 27 tímabil — 28 borða — 30 beygingarending — 31 á
reikningum, sk.st. — 32 boðberinn — 34 tveir eins — 36 kven-
mannsnafn — 38 mallir — 40 forsetning — 41 lík — 42 ílanga
— 46 prentað mál — 50 friður — 51 skekkju — 52 persónufor-
nafn — 53 mynt, sk.st. — 55 sjón — 56 á litinn — 57 tveir
eins — 58 trjátegund — 59 mannsnafn — 61 fara hægt — 63 sómi
— 65 sjór —• 67 gutl — 68 ekki margir — 71 úldin — 73 kennslu-
tæki — 76 töluorðsheiti — 77 viðurnefni jarðarinnar, þf.
Lóðrétt skýring: 1 mannsnafn — 2 trjátegund, þf. — 3 fjöldi
— 4 hreinlætistæki — 5 skammstöfun — 6 ætíð — 7 spendýr —•
8 faðmur — 9 elska — 10 málmur — 12 dýrindis dúkur — 13
amboð — 15 líffæri — 17 leggja af — 18 keisari — 19 áóreiðan-
legur — 21 mannsnafn — 23 kostagóð — 24 óhreinkir — 27 kjör
— 29 æða — 31 ræktarlönd — 32 ungviðis — 33 trúkona —
35 Ásynja — 37 ánægjuhljóð — 39 eyði — 43 vörzlur — 44 for-
skeyti — 45 hljóð — 47 málms —- 48 hallandi — 49 kalla —-
54 skepnumatur — 57 menn — 58 limir — 60 styggja — 62 mán-
uður —• 64 tímabil — 66 borðandi — 69 kennd — 70 kreik —•
71 hallandi — 72 hrópa — 74 tónn — 75 tveir samstæðir.
JOLAHELGIN