Tíminn - 21.01.1965, Qupperneq 13

Tíminn - 21.01.1965, Qupperneq 13
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 21. janúar 1965 TÍMINN 13 í STUTTU SPJALLI: Leik ekki með Rangers í Mílanó - en mig langar með þangað, segir Þóróifur Beck — Eg má ekki leika með Rangers gegn Inter Milan í Evrópubikarkeppninni í næsta mánuði, þar sem ég hef ekki verið tilskilinn tíma með nýja félaginu mínu. En mig Iangar óskaplega mikið suður á bóginn til hinnar sögu- frægu Mílanó-borgar og fylgjast með leik félaga minna gegn Evrópumeisturunum. Eg bíð spenntur eftir að vita, hvort ég fæ að fara með. Þórólfur á æfin gu hér heima. Þannig fórust Þórólfi Beck orð, þegar við inntum hann eftir því, hvort hann færi með Glasgow Rangers til Ítalíu í næsta mánuði. Þórólfur var ekki staddur á Ibrox-leikvanginum, þeg- ar við reyndum að hringja til hans í gærmorgun. — Skozka landsliðið var þar á æfingu ,og því engin æf- ing hjá Rangers. Þórólfur tók því daginn rólega heima hjá sér, — og við notuðum tækifærið til að rabba örlítið við hann. —Mér líkar vel í vist- inni hjá Rangers, þetta er svo ólfkt því, sem var hjá St. Mirren. Mér gengur að vísu ekki vel að skora, en hér gegni ég ákveðnu hlut- verki, sé um að leggja knöttinn fyrir markakóng- inn Forrest. Þetta hefur heppnazt sæmilega. Og það má segja, að það ári vel hjá okkur, hver leikurinn á fætur öðrum hefur unn- izt, standa þó landsliðs- mennirnir Baxter og Hend- erson fyrir utan liðið. — Hvað er að frétta af þeim? — Henderson er byrjað- ur að leika með varaliðinu, — og Baxter er farinn að æfa smávegis. —Fara þeir fljótlega inn í aðalliðið aftur? — Meðan liðinu gengur svona vel, verður því tæp- lega breytt. — Hvað viltu segja um innflutninginn á norrænum knattspyrnumönnum til Skotlands, eru þeir ekki mikið í sviðsljósinu? — Mér finnst hér vera fullt af Dönum. Auðvitað setja þessir leikmenn svip á skozku knattspyrnuna. Eg get vel trúað, að áhorf- endur séu ánægðir með þennan innflutning — en þó aðeins að vissu marki. Skotar eru Skotar, og þeir vilja skozka knattspyrnu. Eg hef orðið var við, að skozkir knattspyrnumenn eru lítið hrifnir af að fá svona marga útlendinga inn í liðin og líta þá horn- auga. — Og nú fer Eyleifur Hafsteinsson utan til æf- inga hjá Rangers? . —, Já, ég las um það í íslenzku blöðunum, að það væri búið að ákveða þetta. Það er ánægjuefni fjrir mig. Ef til vill bíða fram- tíðarverkefni hans hér í Skotlandi, það er ekki óhugsandi. Við spurðum Þórólf að lokum, hvort hann kæmi til íslands á næstunni, og bjóst hann ekki við því. — Eg hef alltaf eytt frí- um mínum á íslandi, en núna er ég að hugsa um að breyta til og bregða mér til Spánar í hitann og sólskinið — alf. Rekinn fyrir að brosa! Braziliska knattspyrnnsnUl- ingnum Pele var vikið af leik- velli fyrir skömmu, — og ástæð an var sú, að hann hafði leyft sér að brosa til samherja, svo að dómarinn sá til. En þótt dómarar hafi mikil völd leyfist þeim þó ekki allt. Það var ekki Pele, sem hlaut dóm í þessu máli, heldur dómarinn, sem fékk hálfsmánaðar dóm, þ. e. hann var útilokaður frá knatt spyrnuvelli í hálfan mánuð og fær ekki að dæma. Þessi sami dómari vakti mikla athygli á sér, þegar hann iýsti þvi yfir í sjónvarpsvið tali, að hann dæmdi eftir eigin reglum. Vakti þetta áð sjáif sögðu mikia fiirðu og gremju i því mikla knattspyrnulandi Brazilíu. En hvað skyidu Brazi- líumenn segja, ef þeir sæju til sumra íslenzku dómaranna? Tryggvi Einarsson ásamt konu sinni, Sæunni og dótturínni, Margréti. (Ljósmynd Timinn K.J.) GEKK YFIR SPRENGISAND FYRIR 40 ÁRUM — ÞÓTTI LÉTT AÐ GANGA 5 KÍLÓMETRA NÚ Eins og skýrf var frá í blaðinu í gær, var margmenni við skíðaskálana í nágrenni Reykjavíkur um síðustu helgi — og gengu þá margir 5 kílómetrana f Norrænu skíðagöngunni. Meðal þeirra, sem gekk, var Tryggvi Einarsson frá Miðdal. Tryggvi var ágætur skíðamaður á yngri árum og var einn fjórmenninganna, sem fóru yfir Sprengisand í marzmánuði 1925. Sú ferð þntti frækin. enda voru allar aðstæður slæmar. Með Tryggva í þeirri ferð voru þeir L. H. Múller Reidar Sörensen og Axe) Grimsson. j Þegar Tryggvi og féiagar fóru þessa ferð fvrir u.þ.b 40 ár- um með skiði og sleða sem farártæki, var hann 24 ára gamall. Þegar við hittum hann upp við Skíðaskálann í Hveradöl- am, hafði hann lokið við að ganga 5 kílómetrana ásamt konu sinni, Sæunni Halldórs- dóttur, og dótturinni.Margréti. Ekki fannst honum erfitt að ljúka við þessa 5 kílómetra, verst þótti honum, að sonur hans skyldi ekki geta verið með í förinm, en hann er er- lendis. — Skíðaáhugi er sem sé mikill í þessari fjölskyldu, og er skíðafærið óspart notað, pegar það gefst. narr

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.