Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 9

Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 9
V í SIR 9 Einhverju sinni bjuggu fátælc hjón á fjallakoti afskektu nyrðra. Þess er ekki getið hvað þau liélu, en dóltur áttu þau eina harna, Sigríði að nafni, efnilega stúlku. Hún var á ferm- ingar-aldri, er frásaga þessi hefst. — t Svo bar til vor eitt, skömmu fyrir slátlarbj'rjun, að hús- freyja sýktist og lá þungt hald- in um sinn. Var læknis vitjað — skottulæknis — þvi að fátt var þá lærðra lækna. — Kvað hann konunni mundu batna, en þó yrði liún að líkindum óverk- fær fram eftir sumri. — Þótti hónda það slæmar frétlir og hugsaði sem svo, að litill mundi verða heyfengurinn, er konan lægi rúmföst, en telpan lítt af barnsaldri komin og vrði að sitja yfir móður sinni og annast innanbæjarstörfin. Hefði hann þá enga manneskju sér til að- stoðar við heyskapinn. Um þessar mundir leitaði sunnlenskt kaupafólk mjög norður í sláttarbyrjun. Kom sumt óráðið og slæddist iðulega í skjóli þeirra, sem ráðnir voru og kunnugir nyrðra. Var sá sið- urinn viða, að sama kaupa- fólkið væri á söniu bæjunum ár eftir ár. Þótti einatt fara vel á slíku. — Það varð að ráði, að bóndi leitaðist fvrir um kaupakonu þar neðra í sveitinni. Og nú bar svo til, er hann fór þessara er- inda, að hann rakst á unga stúlku óráðna í fylgd með hjón- um sunnlenskum, er ráðin voru þar á einhverjum bænum. — Leist bónda vel á stúlkuna og Iiafði heim með sér. — En kon- an sjúka lét sér fátt um finn- ast, er hún sá hina ungu og fögru kaupakonu, stundi þung- an og hugsaði sitt í lejmi. — Stúlkan var glöð i lund, og hið besta verki farin. Tókst þegar vinátta með þeim Sigríði og henni og stóð svo alt sumarið. Húsfreyja lá rúmföst fram undir höfuðdag, en komst þá á kreik og hrestist smám saman. Henni hafði virst bóndi sinn fá- látur um sláttinn og vissi eklri gerla fyrst í stað hverju slíkt mundi sæta, því að venjulega var hann glaður og reifur. En bráðlega lók hana að gruna, að kærleikar nokkurir mundu með honum og kaupakonunni. Samt hafði hún ekki séð þess nein merki, er þau voru samvistum í baðstofunni. En þau liöfðu oft komið seint heim af engj- unum og þótti húsfreyju það ekki einleikið. Spurði hún bónda sinn hverju slikt sætti, en hann kvað ekki að orðið og vék talinu i aðra átt. — Það hafði verið ráðgert, að liúsfreyja klæddist hið fyrsta sinn á sunnudegi. —- Þegar bóndi og kaupakona voru farin á engjar á laugardaginn, kall- aði húsfreyja dóttur sína fyrir sig og mælti: Eg er nú orðin sæmilega hress, góða min. Eg sagði hon- um pabba þínum, áður en hann íor í morgun, að eg ætlaði að klæðast i fyrramálið. — En eg ætla raunar á fætur i dag. Þeg- ar húma tekur í kveld, ætla eg að fara i fötin. Og ekki nóg með það: Eg ætla að reyna að staul- ast upp á engjar. Mig langar lil að reyna ganga úr skugga um það, livað hann pabbi þinn muni vera að gera þar á liverju kveldi — fram i rauða-myrkur. — Það er rétt að þú komir með mér, Sigga min, þvi að hvort- tveggja er, að þér mundi leiðast í myrkrinu liér heima, þegar eg væri farin, og eins liitt, að verið getur, að eg sé nokkuð ó- nýt til gangs eftir leguna, og þá er belra að eg sé ekki ein á ferð. En því leyndi eg pabba þinn þessu, að mig langar til að gleðja hann með því að koma þarna til hans, án þess að liann viti fyrirfram. Þegar mæðgurnar komu upp á engjar um kveldið, lieyrðu þær hljóðskraf nokkurt og písk- ur bak við heysæti, er þar var. Húsfreyja nam staðar og mælti: Förum nú liægt að öllu, lilust- um og þegjum. Svo stóð hún lengi kyr og studdist við dóttur sína. — Og hún heyrði bónda sinn mæla þeim orðum, að bann elskaði kaupakonuna. Hann sagði þetta hvað eftir annað. — Þá varð lilé nokkurt á viðræðunni, en flissað og gert að gamni sínu. — Húsfreyja steig feti framar, og mælti: Komum þá í herrans nafni og stöndum hann að verki.------- , Og bak við sætið lágu þau í faðmlögum, bóndinn og kaupa- konan. ♦Ilúsfreyja lét sér livergi bregða og mælti með einstakri hægð: — Eg var orðin hrædd um ykkur. — Þess vegna fór eg þetta. En nú getum við M GLEÐILEG JÓL! Mjólkurfélag Reykjavíkur, M m sts zAs z^ zAs. zl& z£s> zJ& zKk zJs» zJ^.zjik M m \ GLEÐILE G JÓL! Verslunin Liverpool. H GLEÐILEG JÓL! KOL & SALT. H GLEÐILEG JÓL! IJúsgagnavinnustofa Hjálmars Þorsteinssonar. m m GLEÐILEG JÓL! Sláturfélag Suðurlands. II || m m M átfe llilli I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.