Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 7
JÓLABIiAÐ VÍSIS f${1pjipjjEjjSgíiifi^iji||i?jii|i|pgj|ji^ I 1 1 i H f 1 f 1 1 1 1 , 1 1 ii f ■ úr mmmnpun margtrúas manns. ViötaS rid Jíón Sveimbjjöm&satt fyrrvvrandi konuntjsritami* Grein sú, sem hér birtist, var að miklu leyti skráð árið 1948, eða þremur árum en Jón tók sjúkleika þann, sem gerði hann hálflamaðan. Þegar eg hafði skráð greinina, færði eg Jóni hana, én þá rif jaðist margt upp, sem honum þótti hiýða að bæta við. Jafnframt hafði hann í huga að skrá ævisögu sína, en þess hafði Ejnar Munksgaard beðið hann nokkru áður. Minna varð þó úr þessu en skyldi. — Munksgaard var þá nýlega lát- inn, en forlagið mun ekki hafa sýnt sama áhuga fyrir íslands- málum og hann gerði, svo að lítt mun hafa verið gengið eciir handritinu. Til mála kom, að Jón skráði ævisögu sína á ís- lenzku og myndi það verk hafa komizt í framkvæmd, ef eitt- hvert forlag hefði þá verið reiðubúið til þess að gefa hana út, en svo var ekki. Ævimir.n- ingar hans mega því teijasí glataðar að fullu, að unda 1- skildum nokkrum heimiidam. sem nú eru í vörzlu Landsbóka- safnsins, og svo þessari grein. Þegar eg heimsótti Jón árið 1948 bjó hann í fallegri íbúð í Þrándheimsgötu 10 á Austur- brú, en áður hafði hann búið ár- úm saman á búgarðinum Egedal en við því búi tók síðar Erlingur deildarstjóri, sonur hans. Þegar ar húsfreyja Jóns andaðist s.l. vetur, og hann lamaðist eftir heilablæðingu, fluttist hann íil sonar síns, og þar hitti eg hann áð máli s.l. sumar. Jón var þá andlega hress og mundi, að þvi er virtist, eins vel og áður löngu liðna atburði. Hinsvegar var hægri hliðin lömuð, svo að hann gat ekki haldið á penna. Þegar eg hafði rætt við hann um klukkustund fann eg, að hann myndi ekki þola meira með góðu móti. Um leið og eg kvaddi hann, bað hann mig að skila beztu kveðju til fornviná sinna heima.' Hann bjóst ekki við að sjá þá framar. Afskipti Jóns af opinberum málum hófust um aldamótin og síðan íslenzkur ráðherra tók til starfa hérlendis árið 1904, hefur Jón haft meira eða minna per- sónulegt samband við alla ráð- herrana, allt fram yfir síðasta stríð. í skrifborði hans eru hlaðár af bréfum frá islenzk- ura ráðherrum, allt frá Hannesi Hafstein til núlifandi manna. Bréf Harmesar voru sérstaklega ítarleg og var í þeim að finna glöggar heimildir um það, sem gerðist á þeim árum, er hann var ráðherra, svo og á tíma- bilinu á undan og eftir. Hefst nú frásögn Jóns sjálfs: ifHlil Einn allra Islendinga gegndi Jón Sveinbjörnsson konungsritara- starfi í þjónustu Kristjáns X. Danakonungs. Starf þetta hófst 1. desember 1918, og því lauk nokkru eftir að Island varð Iýðveldi. ÖII þessi ár var Jón einn þekktasti maðurinn meðal íslendinga í Kaup- mannéihöfn. Hvar sem þessi glæsilegi, fríði og prúðmannlegi maður kom, hlaut bann að vekja eftirtekt fjöldans. Fjöldi íslenzkra náms- manna naut margvíslegrar aðstoðar hans, og í félagslífi „nýlendunn- ar“ var hann árum saman ágætur hðsmaður. Skólapiltar í Heykja- i vtk áður fyrr. Ifpphaf laxveiða á stöng hérlendis. „Eg er fæddur í Reykjavík á ,Kyndilm«ssu — 2. febrúar 1876. Faðir -minn var Lárus Svein- björnsson háyfirdómari, en móðir min Jörgina Margrét Jón Sveinbjörnsson. Sigríður, fædd Thorgrímsson. Þegar eg var drengur, minnir mig að íbúatala Reykjavíkur væri eitthvað liðlega 3000, og fannst mér hún vera ákaflega vistlegur bær, en Gestur Páis- son lét svo um mælt, að þar bæri mest á hönum og skóla- piltum, en hanarnir létu þó enn meira til sín heyra. Hinsvegar hlupu skólapiltarnir meira en þeir litfögru, því að þeim var aðeins ætlaður hálftími til ár- degisverðar eða frá kl. 10,45-— 11,15 og áttu þeir, sem lengst bjuggu frá skólanum, því frá- um fótum fæðu að launa, en mat höfðu þeir ekkí með sér r skólann. Oft skemmtu skóla- piltar bæjarbúum rheð marg- röddúðum söng, bæði úti, og' ihni, og í jólaleyfinu búðu þeir bæjarbúum upp á sjónleik b leikfimisal skólans, sem reynt- var að gera eins vistlegan og'? föng voru á. Á afmæli konungs var mikil skólahátíð haldin. Voru þar, auk neménda, við- staddir allir kennararnir mcð rektor í broddi fylkingar, en þar að auki vár ýmsum em- bættismönnum boðið. Þegar gestir komu, var þeim boðið upp á kaffi og sætabrauð og síðar sama kvöldið var framreitt gmurt brauð og einhver drykkjarföng með, en, síðan var dansáð fram á morgun. — Skemmtanalífið var svo fá- breytt þá, að þetta þóttl mikil skemmtun. Á sumrin voru úi- reiðar um nærsveitir aðal- skemmtunin, og var oft glatt á hjalla í. slíkum ferðum. Eitt af því fyrstá, sem eg man eftir, var mikil „trumba", sem geymd var í bæjarstjóra- skrifstofunni. Hafði eg afar gaman af að ,,traktera“ hana, eins og það var Kallað þá. — Annars var trumban notuð til þess að auglýsa uppboð og fleira, cg gekk þá lögregluþjónn með hana á öxl sér um göt- urnar og barði hana í sífellu. Hlé varð á barsmíðinni, ef lög- regluþjónninn mætti einhverj- um, því að þá þurfti hann að segja þeim hvað til stæði. — Aðrir áberandi menn, sem mig rámar í, voru næturverðirnir. Til þess að borgararnir gætU gengið úr skugga um, að þeir gerðu skyldu sína, gengu þcir um bæinn ög sungu, hverci framorðið væri og hvernig veðrið væri. Man eg, að einn vörðurinn sagði frá hægviðri með þessum orðum: „Vindur- inn er logn“. Við starfi nætur- varðanna tóku síðan „vaktar- ar“, en þeir stóðu sig ekki næ-xi eins vel, og voru oft heinia hjá sér, þegar þeir áttu að vera á verði. Á yngri árum áttí faðir minn við blóðleysi að sfnða, og varð því samkvæmt lækni.uaði að vera mikið úti. Hugkva ir. •- ist honum þá að hefja láx 'eiða. á stöng. Voru þeir Árrii Thor- steinsson landfógeti fyrstu menn sem veiddu lax á þann hátt hér á landi. Thorsteinsson hætti þó brátt veiðinni, en faðir minn hélt henni áfram .r,»l dauðadags, og kenndi bæði mér og öðrum aðferðina. Eg mar, að Guðmundur Magnússon pró- fessor gerði óspart gys að pabba, þegar hann var að sýsla við öngla sína, girni og flugur, og taldi slíkt athæfi lítt sæm- ;andi viti bornum mönnum, en áður en varði var hann saml sjálfur „kominn á öngulinn“ og varð úr því mikill veiðimaður til dauðadags. Þá var laxinn öðruvísi en nú. Við faðir minn veiddum í Elliðaánum -r- frá sjó og upp i vatn. Smájarðirnar Ártún og Bústaði áttiþá IL Th. A. Thom sen, kaupmaÓur í.Reykjavik, en Árbæ og Eljiðavatn Benedikt Syeinsson . sýsluþaaður, faðir Ebba Sveinbjörnsson, fædd Schierbeck. Einars skálds. Laxi þeim, sem veiddist í landi Thomsens, átt- um við að skila, en stærsti lax- inn vár fui'ðu fljótur að komast alla leið upp eftir ánni, sem þá rann í tveimur kvíslum. í suð- vesturkvíslinni voru þá tveir fossar, Skorarhylur og Búrfoss. Sú kvísl er nú þurr, því að áin rennur öll, úr því að raforku- verinu er komið í austurkvísl- inni. Laxgengd er nú meiri en áður síðan klakið hófst, en laxtegundin er minni en sú, sem áður var. Bezta veiðisvæðið 1 mínu ungdæmi var „breiðan“ á móts við Árbæ, nokkru ofar en raforkuverið, og svo Selfoss. Auk laxveiðanna, sem eg stundáði ásamt föður mínum, fékk eg oft að fara í útreiðar og á veiðar með honum. Hann var afburða skytta, og erfði eg nokkuð af leikni hans á því sviði, a.m.k. tekst mér enn, 72 ára gömlum, að skjóta fugla á flugi. Hestarnir voru eftirlætið mitt, og hefur ástin til þeirra ekki dvínað, þótt eg hafi dvalið erlendis mestan hluta ævinnar. Fyrir 10—12 árum keypti eg mér úrvals hest á íslandi. Er hann bæði vekringur og. töltari og hefur vakið aðdáun allra. Hesturinn er nú 16 vetra og gaf eg hann Kára sonarsyni mínum, sem er 18 ára gamall. telja Jón Hjaltalin landláekni, en eg-var látinn heita í höfuðið á honum. Jón hafði áður venð herlæknir í Danmörku, og hann stofnaði á§amt fleiri mörinurn baðstaðinn Klampenborg, sem mikil aðsókn er að. Jón Hjalta- lin var mikill á velli og höfð- inglegur, gekk hann jafnan raulandi um göturnar, svo að við heyrum til hans alllöngú áður en hann kom, þegar hann heimsótti okkur. Minnisstæðir eru mér líka Halldór Friðriksson yfirkennari sem spilaði við föður minn og drakk koniakstoddy í hófi, Benedikt gamli Gröndal og Egill Glasgow, sem voru drykkjumenn og bráðskemmti- legir, þegar þeim tókst upp. Einhverjir beztu vinir föður míns voru þó Magnús Stephen- sen og Grímur Thomsen skáld. Pabbi og Magnús unnu saman í yfirréttinum, og fór vel á rneð þeim. Sögðu þeir báðir, að þeir hefðu aldrei verið ósammála um dómsúrslit í öll þau ár, sem þeir unnu saman. Grím Thomsen þekkti faðir minn frá námsárunum í Kaup- mannahcfn, en eg kynntist honum bæði heima hjá okkur, hjá afa mínum — Thorgríms- son — á Eyrarbakka og svo á Bessastöðum hjá Grími. Grím- ur var all-sérkennilegur í allri framkomu, á efri árum heyrn- ardaufur og talaði afarhátt, eins og títt er um heyrnardaufa menn. Umræðuefnin áttu sér fá takmörk, svo að ekki var að undra, þótt drengur eins og eg veitti honum eftirtekt. Grímur var ræðinn og skemmtilegur, hnyttinn í tilsvörum, stríðinn og frekar óvæginn, hinsvegar hörundsár, ef aðrir stríddu honum. Ekki var hann þag- mælskur nema í meðallagi, og varð lausmælgi hans honum að falli í Kaupmannahöfn. Þegar Magnús Stephensen var orðinn landshöfðingi, kom það stund- um fyrir, að pabba og honum mislíkaði eitthvað smávegis hvorum við annan. Tóku þeir þá upp þann sið; að segja Grímí í trúnaði frá missættinni, og brást þá aldrei, að hann segði frá því, sem honum var trúað fyrir, enda var leikurinn tii þess gerður. Grímur var þannig óafvitandi sáttaberi milli föðui míns og Magnúsar. a heimili v':' míns. heimagangar fÖdur Af eldri mönnum, sem eg man .eftir, skal fyrst frægan Hin andlega menning á heimili Bessa- staðabóndans. Ekkí var Grímur auðugur af þessa heims gæðum, enda voru eftirlaunin lág, og var á or3i haft, að Grímur væri manr.a skuldseigastur. Oft lánaði pabbi honum smáupphæðir og gekk ekki hart eftir endurgreið§Iu. Einu sinni hafði hánn komið hesti tU haustbeitar í Bessa- staðalandi, en beitin kostaði 40;00, kr, Þá stóð-þannig á, áð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.