Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 14

Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ VÍSIS aí þeirn yröi þyrmt. enda hefðu eyra hans: ,,SIáið þá bára niöúr ■verkast vildi, .snúið : algerlega 'við og verið hinn blíðasti. ;Sögðu menn, að deila mætti um, hvort lýsingar hans af iúmnaríki eða Hel væru .betri •og kjarnyrtari. III. Þá er andaktstímanum í Ikirkjunni var lokið og merm -voru á leiðinni út, voru njósn- armennirnir að koma í hlaðiö. Kváðu þeir engan vafa gela á því leikið, að hætta væri á zferðum. „Við sáum glögglega ;.glampa á eitthvað gljáandi Iþárna vesturfrá, og svo virtist. sem einhver hreyfing væri þar.“ Töldu þeir sennilegast, að jþetta væri ræningjaflokkur, sem ætlaði sér að ráðast á Ibyggðina meðan allir sváfu. .Hik þeirra kunni ef til að hafa ;stafað af því, að þeir hafi heyrt Iklukknahringinguna og væri jþví aðgætnari, og hefðu frest- aö atförinni af þeirri ástæðu. Menn urðu þöglir er þessi i;íðindi bárust þeim að eyrum. .Allir höfðu haldið sér dauða- Ihaldi í vonina um að smölun- íum hefði missýnzt. Loks tók séra Jón Jónsson "ítil máls: „Vér skulum flýta oss hver -til síns heima og leita að ein- Ihverju því, sem gæti talizt mothæft sem vopn. Eg býst við, sað vér séum allir á einu máli ram, að oss beri að verja hendur -vorar. Eg á sjálf ur gamla byssu, «eður muskedonner. Vona eg að 3iún sé ekki örðin svo ryðfallin, .-að takast megi að skjóta með jhenni. Eg tel bezt að ráðast á ]þá að fyrra bragði.“ Góður rómur var gerður að <orðum prests, þó að sumum -veittist erfitt að leyna glamr- 3nu í tönnum sínum. „Ætlar presturinn þá að vera íoringi okkar?“ spurði maður mokkur með skjálfandi rödd. „Sé það vilji ykkar, er eg lús til þess,“ svaraði séra Jón •og það glaðnaði yfir honum við ]þenna vott trausts. „En lát- ■um oss ekki gleyma, að hér er vandi á höndum og eg verð að Ikrefjast skilyrðislausrar hlýðni. ■■Og göngum svo til starfans, Ikæru bræður,“ „Já, já,“ glumdi svarið, svo mð undir tók í torfkii'kjunni. Menn hlupu heim til bæja :sinna til að búast í herferðina. 'Öllum var Ijóst, að þeirra beið ef til vill sár og dauði, en eng- inn vildi bregðast skyldu sinni. Séra Jón fór að athuga Ijyssuhólkinn og reyndi iiann. Tlann hlóð, hleypti af, og Ihvellurinn heyrðist víðsvegar. IBrosti hann ánægjulega um leið og hann hlóð byssuna aft- ur. Hundtyrkinn átti lítið að :gera í hendurnar á honum, þegar hann var svo vel vopn- vum búinn. Séra Jón var bæði hreykinn <og hræddur í senn. Hann hafði ;glímuskjálfta og minntist allt í einu víkinganna. Var hann <hin vonbezti um árangur þess- ■nrar farar. Og hugur hans reik- Æiði til þeirrar stundar, er þessu væri lokið. Hann leit i anda yfir orustuvöllinn, þar :sem fallnir fjendur lágu í blóði ssínu á sandinum. Bændurnir jnyndu verða trylltir, er þeir :sæu óvinina. Þeir myndu ganga á röðina og höggva höfuðið af 'Tyrkjanum og setja þaú upp ú stjaka. Ekki einum einasta þeir ekki átt slíka miskunn skilið. . En honum var ekki nóg að staldra við unninn sigur í hug- anum. Hugurinn reikaði aldir fram í tímann, þá er hann var horfinn af sviðinu fyrir löngu. Nafn hans myndi verða að finna í bókum og annálum, og börn framtíðarinnar myndu nefna nafn hans með hinni mestu virðingu. — Það var hann, séra Jón Jónsson á Skarði, sem hafði frelsað landið úr einni hinni mestu hættu, sem yfir það hafði dunið. — Nú, en þetta gat raunar skeð miklu fyrr. Yfirvöldin hlutu að taka eftir honum. Og hver vissi, nema hann yrði boðinn til kóngsins Kaupinhafnar einn góðan veðurdag, þar sem hann yrði heiðraður af hátign- inni sjálfri fyrir afreksverk sitt. Hann var staðráðinn í að drýgja samskonar dáðir og Kristján fjórði þarna suður 1 Þjóðverjalandi, og hlyti þvi kóngi að renna blóðið til skyldunnar. Báðir voru þeir að berjast gegn óvinum hinnar hreinu trúar, og þeir kaþólsku, sem gerðu hátigninni svo margar skráveifur, voru, að því er sannorðir menn sögðu, ekki stórum betri en þeir fúlu Ma- hómetsdýrkendur....... Séra Jón rankaði við sér víð háværar samræður úti fyrir. Hann leit út um gluggann. Úti stóðu bændurnir í hóp. Hann greip vopn sitt og kvaddi kon- una. Hún var rauðeyg og óstyrk vegna kvíða. Bjóst hún augsýnilega ekki við að sjá mann sinn fyrr en þau mætt- ust í Paradís. Hinn nýbakaði herforingi sagði nokkur hug- hreystandi orð við hana. Það hreif; hún brosti og hvíslaði í eins og hunda!“ Það er vafasamt, hvort ann- ar eins herflokkur og sá, er prestur leiddi til víga í þetta skipti, átti sinn líka i veröld- inni. Bændur voru vopnaðir með hinum einkennilegustu hlutum. Ljáir, pálar, heykrók- ar, skeifur bundnar á sköft, nautskjálkar og margt fleira báru þeir í stað vopna. Að- eins einn maður, auk séra Jóns hafði haglabyssu. En herflokk- ur þessi var einbeittur og fús á að sýna hreysti sína, en það var meira en hægt var að segja um kóngsins menn í landi þýzkra. Kváðu þeir svo að orði, að eigi myndi Tyrkinn koma skrámulaus af þessurn fundi. Prestur skipaði svo fyrir, að njósnarmennirnir skyldu fara fyrir, til þess að vísa „höfuð- hernum“ rétta leið, svo að ó- vininum kæmi ekki njósnir of snemma. IV. „Svo látum oss þá ganga í stríð í herrans nafni!“ sagði séra Jón hátíðlega og axlaði byssuna. Hann hafði áður athugað lið sitt með mestu ná- kvæmni. Herinn komst á hreyfingu, fyrst hægt, en brátt hertu þeir gönguna. Það glampaði á vopn- in í kvöldsólinni. Það var orð- ið áliðið kvöldsins. Veður var fagurt, og kyrrð og ró var yfir öllu. Sumir stríðsmannanna urðu bljúgir í huga; það var sárt að þurfa að kveðja ver- öldina á slíkum degi. En þeir bældu brátt svo óhermannlegar hugsanir. Það voru ekki þeir, heldur Tyrkinn, sem átti að kveðja þetta líf, og það var rétt mátulegt...... Herinn gekk í fylkingu vest- ur yfir sandana, sem voru vot- ir eftir síðustu rigninguna. — Hægt og hægt nálgaðist hópur- inn takmarkið. Flestir. voru orðnir órólegir —• nú var stundin komin. Eftir stutta stund komu þeir auga á hreyf- ingu langt fyrir vestan sig'. Þar voru óvinirnir. Séra Jón skip- aði félögum sínum að • nema staðar. Réðu þeir ráðum sínum dálitla stund. Kvað prestur sýnt, að óvinirnir skýldu sér bak við melkollanna. Varð það úr, að séra Jón ákvað að hefja áhlaup á þá þegar í stað. Hinir tveir, sem höfðu byssur að vopni, skyldu ganga fremstir og hleypa af, þegar óvinirnir væru í skotfæri. Síðan skyldu þeir ráðast á Tyrki og' höggva þá niður eins og hráviði. „Áfram nú!“ hrópaði séra Jón og fór á stað fyrstur manna á harða stökki með byssuna tilbúna til að hleypa af. Menn eggjuðu hverir aðra með sterkustu orðum tungunnar; bölbænum og guðsorði í einum hrærigraut. Nú var allur órói horfinn frá þeim. Þeir soru þess dýran eið að falla heldur en að flýja. Hinir fyrstu í herflokknum nálguðust nú sandháls þann, er óvinirnir hlutu að hafa faiiö sig bak við. Taugar séra Jóns voru spénntar til hins ýtrasta. Honum sortnaði fyrir augum rétt sem snöggvast; svo herti hann sig upp og kallaði hárri og hvellri röddu: „Áfram, bræður! Skjótið ekki fyrr en þið eruð svo nálægt ó- vinunum, að þið sjáið þá glöggt og eruð vissir um að hitta. Áfram!“ Hermennirnir hlupu óhikað upp sandhálsinn. Sandurinn var laus og gaf eftir í hverju spori, en upp komust þeir þó um síðir — séra Jón fyrstur. Blés hann nú eins og smiðju- belgur. „Skjótið!" hrópaði hann og rniðaði byssunni. En svo datt allt í dúnalogn. Hér voru engir Tyrkir sýnilegir, en í stað þess sáu þeir hormagra kláðakind, sem varla gat staðið upprétt. Bjarni á Strönd rak upp •skellihlátur, sem þó var ekki ''aus við vonbx-igðahreim. „Það er þá svona! Við höfur* látið gabbast. Og þarna eru vopnin!“ Hann benti á melkoll, þar sem eitthvað glampaði í kvöldsólinni. Sáu þeir nú strax hvernig þetta hafði atvikast. Það, sem menn héldu að hefði verið gljá- andi hjálmur, var koparplata úr skipi, sem lá á sandinum. Það hafði strandað fyrir nokkr- um árum, en platan hafði legið þarna síðan. Hún var talin eign séra Jóns, en það hafði dregist hingað til að flytja hana heim. Mennirnir stóðu nokki a stund þöglir. Vonbrigðasvipur var á andlitum þeirra, þótt þeir á hinn bóginn væru fegnir að losna við að lenda í blóðugum bardaga. En engum líkar að vera gabbaður....... Séra Jón stóð einn sér í þungum hugsunum. — Það hvarflaði að honum, að þetta væri ekki allt með felldu. Hver vissi, nema hér væru töfra- menn að verki? Gat hugsazt, að einhverjir í sveitinni gengju erinda ræningjanna, og hefðu eert þá ósýnilega? Tortryggnin læddist inn í hug hans. Ákvað hann að ræða þetta nánar við sýslumanninn við tækifæri. — Hann þagði vandlega yfir þess- um grunsemdum sínum. Það myndi brátt koma í ljós, hvort þær hefðu við rölc að styðjast. Hann mælti: „Þið segið engum lifandi manni frá þessu — þessu með kláðakindina! Þeir munu ekki skilja það! Hitt sldlja þeir, að Tyrkinn hafi sloppið okkur úr greipum. Það er alvanalegt i hernaði!“--------- Þá er flokkurinn var kominn heim að prestsetrinu, skildu menn og fór hver heim til sín. En séra Jón tók aftur til við að semja ræðuna um útrekstur hins vonda. Hann átti vökunótt í vændum. Ef við höfum misst nokkuð af glaðlyndinu með árunum, getum við fengið það aftur með því að véra glöð, starfa óg tala eins og glaðlyndi væri okk- ar innsta eðli. Og ef við óskum að vera hugrökk þá eigum vio að haga okkur, eins og við vær- um það, beitá vilja okkar að því, og áður en langt um líður mun hið ytra hugrekki reka öttann á brott. Ef við gefúm okkur á vald illum hugsunum, bindum við áthygli vöra við þær og styrkjum þær. En ef við högum okkur eins og þær væri ekki til, hnmu þessar ó- velkomnu tilfinningar brátt laumast á burt eins og þjófur á nóttu. (William James). Höfum offast fyrirliggjandi hina þektu SEI8ERL1NG hjólbaröa og siöngur í flestum stærðum. $ • <t Sveinn Egilsson h.f., Símar 2976 - 3976 Laúgaveg 105 — Reykjavík. ■ ií CpJ V'Oí. " Öí /-n ’úu ílt \.ml 'n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.