Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 23

Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ VÍSIS 23 Frh. af 18. síðu. tilraun til að taka sig saman í andlitinu og sagði með samúð- arfullum rómi: — Þér megið ekki taka þessu þannig, góði maður. Hressið yður nú upp — og honum varð eitt augnablik hugsað til koníaksins góða, sem maður- inn var með. — Hættið að hugsa um allt þetta. Hugsið heldur um eitthvað fallegt. Horfið á fjöllin. Hugsið um fjöllin. Leitið friðar og styrk- leika í sjálfri náttúrunni. Þá .eignist þér aftur trúna á lífið. Náttúruna getur enginn tekið frá yður, töfrandi fjöllin og mikilleika hafsins. í náttúrunni einni getið þér leitað guðs, huggunar og friðar á sálinni. Maðurinn horfði eitt augna- blik á Rósmund, þögull, og sagði svo: — Þakka yður fyrir mig. Eg hefi einhvern tíma heyrt þetta áður. Mig minnir að síra Jóa- kim í Gufuvík hafi talað eitt- hvað líkt þessu, um hið eina græðandi balsam hjartans í sorginni. Þetta allt eru óneit- anlega falleg orð. En hvað eru falleg orð? Þau eru bara punt í þessum volaða heimi — blekk- ing — dúsa, sem stungið er upp í sorgmædda. Nei, sönn sorg læknast ekki með kjaft- æði frekar en með brennivíni, minn góði mann. — Fyrirgefið, að eg felli tár. Eg veit að það er bara viðkvæmni — helvítis viðkvæmni. En tár eru samt sannleikur. Hinn eini raun- verulegi sannleikuf í jsessu lífi. ■ ■ 'v;5-: ■:' — Maður verður að reyna að herða sig upp og taka hverju mótlæti, sem að höndum ber, með karlmennsku. Lífið er stundum þungbært og erfitt. Eg skil yður mæta vel, maður minn, sagði Rósmundur. Maðurinn tók upp vasaklút og snýtti sér og sagði síðan: — Já, eg er alltaf að reyna að herða mig upp. Eg vildi að eg væri eins sterkur og þér. Þér berið yður vel í sorginni. Fyrirgefið, er það ekki rétt ályktað hjá mér, að líkkistan sé ætluð utan um konuna yðar? — Konuna mína! sagði Rós- mundur og rak upp stór augu. — Nei, guð sé oss næstur. Konan mín er bráðlifandi og við góða heilsu. Satt að segja þekki eg ekki líkið mjög náið. En mér hefur verið sagt, að það hafi verið góð kona. í einni svipan virtist maður- inn allur ganga úr skorðum, mildur svipur hans stirðnaði og viprur fóru um munn hans. Hann virtist hamslaus í einni skyndingu. Hann steytti krepta, titrandi hnefana framan í Rós- mund. Augnaráð hans varð allt í senn tryllingslegt, ásakandi, flöktandi og þjáningarfullt. Hann mælti áköfum, heitum, titrandi rómi: — Ólánsmenni eru þeir og guði vanþóknanlegir, er gera sér leik að því, að smána særð- ar tilfinningar aumra og van- sælla. Vei þeim! Þeir ala snák illgirninnar og grimdar- innar í hjarta sínu. Mættu þeir aldrei frið finna og aldréi þríf- ást um alía eilífð! Maðurinri þréif í hattborðin báðum höndum, ekki til að taka hann ofan í þetta sinn heldur til að halda honum sem fastast á höfði sér — og var horfinn á samri stundu. Eftir stóð Rósmundur líkt og í gjömingaveðri og var langan tíma að átta sig — svo kom honum þetta háttalag manns- ins á óvart. — Já, það var skrítið allt þetta. Sumir urðu hálfvitlausir ef kerlingamar fóru frá þeim, en aðrir að drattast með þær l eftirdragi alla sína hundstíð. Já, það hafði sannarlega hver sinn djöful að draga. — Og það var ekki, að efa, að það hafði slegið heldur alvarlega út í fyrir þessum aumingja manni og að hann átti meira en lítið bágt. Og það var sann- arlega leiðinlegt, að hann skyldi hafa orðið til þess óafvitandi, að særa hann, í stað þess að vera honum hjálplegur eða til einhverrar huggunar. Hann fann meira að segja enn bragðið af koníakinu hans í munni sér. Það hafði verið merkiléga gott koníak. Og í sannleika sagt hefði hann gjarnan kosið, að svo enda- sleppt hefði ekki orðið um sam- veru þeirra. En við þessu var ekkert að gera. Rósmundur hallaði sér aftur fram á borðstokkinn og horfði niður í öldurnar. Báturinn klauf bárumar jafnt og þétt. Hann smjattaði aftur. — Já, þetta hafði verið helvíti gott koníak. Það væri skömm að láta bragðið algjörlega hverfa með: manninum. Rósmundur rétti úr sér og litaðist um. — Jú, þar sté Flóki dansinn enn, en Dalfell og kirkjumeistarinn voru hvergi sjáanlegir. Kannske þeir væm enn niðri, og kannske væri þar eitthvert tár eftir. .... Hann hafði sanriarlega þörf fyrir einhverja hressingu. S VÖK við heilabrotum á bls. 19: I 1. Skeið vegur 40 grömm, hnífur 120 gr., diskur 160 gr. 2. 14 hnífar (7 peninga), 8 höfuðskraut (8 peninga), 2 öklaskraut (5 peninga), og 1 öxi (5 peninga). 3. Stúlkan var 22 ára og 8 mánaða. heimsfrægu VERÐ 12,□□ KR. ALLT A SAMA STAÐ! H.f. Egill Vilhjálmsson Sími 81812 i JÖLABÆKUR LEIFTURS Ásmundur Guðmundsson prófessnr: Æfi Jesu Mikið rit um mikið efni, sem snertir hvern mann. Tuttugu litmyndir eru í bókinni. Minningabók Bráðskemmtileg bók, full af smellnum frásögnum og iðandi fjöri. ÆF. LEIFTUR JitíH htein of ftiefin tfrá ckkur Sækjum — Sendum pMtatfhilA tcíiH ÞVOTTAHIJS - EFMALALG Borgartúni 3 - Sími 7260 - 7262 VVPUVVVIAAVVVAArtrtrtAVVftöAflAfWVVöÉWflAVVVVMVWAVVWVWVWUVVWVVft' - S—>-»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.