Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 15

Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 15
15 JÓLAHuk*) VtSIS .. .....'..• - ...... ■ ■ ■■ ■■■ — ■ " ■ — I „Segið mér, hvar eg á að standa, og -þá skal eg hreyfa jörðina", á stærðfræðingurinn Arkímedes að hafa sagt ein- hverju sinni. Ekkert var of smátt, til þess að það væri fyrir ofan eða neð- an snilligáfu hans, því- að hon- um virtist ekkert ómögulegt. Hann gat búið til gestaþrautir og hann gat smíðað líkan, sem sýndi gang himintungla. Hann smíðaði orgel eða áþekkt hljóð- færi, sem knúð var með vökva- þrýstingi, og hann smíðaði einnig hegra með köðlum, hjólum og trissum, sem notað- ir voru til þess að lyfta orustu- skipum þeirra tíma með allri áhöfn og fullum farmi. Hver var þessi maður, sem var í senn stolt Sýrakúsu á friðartímum og ötulasti verj- andi hennar á stríðstímum? Arkimedes fæddist í Sýra- kúsu árið 287 f. Kr. burð, og var sonur Fidiasar, sem var góðvinur Hierons konungs á þessum slóðum og sonar hans, sem Gelon hét. Á unga aldri fór hann til Egyptalands sem lærisveinn og förunautur Kanons, frægs stærðfræðings og stjörnufræðings. í því forna landi töfra og du.larafla varði hann tíma sínum einkum til þess að mæla pyramidana, og reyna að'gera sér grein fyrir því, hvernig byggingu þeirra hefði verið hagað. Síðar stundaði hann nám í Alexandríu, borginni, sem Alexander mikli stofnaði og varð miðstöð bókmennta, vís- inda og heimspeki. Þar sat hann við fótskör mikils meistara í flatarmálsfræði, Euklids, og hugsaði af sjálfstæði um kenn- ingar þær, sem lærifaðir hans vai'paði fram. Þegar hann sneri heim, fór þegar orð af honum fyrir lær- dóm hans, og í heimkynni sínu fékk hann ærin tækifæri til þess að beita gáfum sínum í fjölmörgum sviðum. Það var ekki svo að skilja, að hann sæktist eftir ytri laun- um fyrir*hugvit sitt. Flann var fyrst og.fremst hugsuður, hlé- drægur en sístarfandi. Iíann hafði enga löngun til þess að blanda geði við fjöldann, því að gleði naut hann fyrst og fremst í einveru. En í einverunni var hann aldrei einn, því að hugur hans var sístarfandi. í Egyptalandi hafði hann þegar fundið upp vatnsskrúfu, sem nota átti við áveitur. Hann hafði þó ■ ekki mikinn áhuga fyrir afdrifum slíkra uppfinninga, því að hann leit eiginlega á þær sem leik fyrir huga sinn. Brátt fóru Sýrakúsubúar að frétta um það, að hann væri niðursokkinn í allskonar ó- hlutlægar hugleiðingar. Þegar honum flaug eitthvað í hug, neytti hann hvorki svefns r>e matar og sökkti sér fullkomlega ofan í viðfangsefnið. Dró hann þá flatarmálsmyndir í ösku eða á jörðina, til þess að auðvelda Arkimedes. sér umhugsunina. Einnig kom það fyrir, ,er hann var að. smyrja sig eftir bað, eins og siður var í þá daga, að hann fékk allt í einu hugmynd og notaði þá líkarna sinn til þess að gera á hann ýnrsar teikn- ingar, sem snertu viðfangsefn- ið. Það fór ekki hjá því, að Hieron konungur frétti um hann, en konungur þessi var maður friðsamur og lagði sig mjög fram um að skreyta borg sína og bæta á allan hátt. Tók hann strax ákvörðun um að hagnýta sér snilligáfu Arki- medesar í hugarefna sinna. Nokkru áður en þetta gerðist, hafði Hieron falið gullsmið ein- um að gera fyrir sig kórónu, og hafði fengið honurn gull það, sem átti að smíða hana úr. Gullsmiðurinn færði konungi kórónu, sem*var af tilskilinni þyngd, en þó kviknaði g’runur um, að silfur hefði verið notað að einhverju leyti. Fól konungur Arki-. medesi að sanna eða afsanna grunsemd þessa. Vandinn var vitanlega að ganga úr skugga um rúmtak málmsins, sem i kórónuna fór, þvi að þar sem gull var mun eðlisþyngra en silfur, hefði rúmtak hennar ■aukizt talsvert, ef siifur hafði verið notað i nokkrum mæli í stað gulls, til þess að ná réttri þyngd. Svo vildi til, að Arkimedes ætlaði að fara að baða sig, þegar viðfangsefni þ.etta var efst í huga hans. Hann veitti því eftirtekt, að baðkerið var fullt upp á barma, og það rann upp fyrir honum, að líkami hans mundi rýma á brott eins miklu vatnsmagni og næmi rúmtaki líkama hans. Hann fór samstundis ofan i baðkerið, og meðan vatnið var að renna út af börmum þess. fann hann lausn vandámálsins. Hú-n var á þá leið, að ef gull- moli, af sömu þyngd og kórón- an, væri settur ofan í ílát, fullt af vatni, og vatnið, sem út af flyti, síðan mælt, en kórónan þvínæst sett ofan í sama ílát, er það hefði verið fyllt með vatni á nýjan leik. og vatnið, er út af flyti í það skiptið, einnig mælt, mundi finnast munurinn á rúmtakinu, hversu lítill sem hann væri. Þetta var eitt mesta augna- blikið á ævi Arkimedesar. Hann varð svo glaður yfir. því að hafa leyst vandann (en at- hugun hans leiddi í ljós, að gullsmiðurinn hafði engin brögð haft í frammi), að hann stökk . upp úr baðkerinu og hljóp eins og hann stóð — það er að segja állsnakin — heimleiðis, og hrópaði svo hátt, að undir tók í húsunum í kring:. ,,Eureka!“ en það þýðir.,,Eg hef fundið það!“ Fyrir tilstilli og hvatnirtgu Hierons konungs vann Arki- medes og annan eftirminnileg- an sigur, er hann smíðaði rfa- skip eftir mælikvarða þeirra tíma. í því voru veizlusalir, svalir, hesthús, fiskatjörn, baðherbergi, ,,Venusmusteri“ og gólfin voru greypt mynd- um úr Ilionskviðu Hómers, og af þessu má marka, að hér hef- ur að heita má verið um fljót- andi höll að ræða. Risaskip þetta var síðan sent með gjöf til Ptolemæusar, konungs Egypta, en það var kornfarm- ur, sem nægði til þess að létta af hungursneyð í landinu. Önnur uppfinning hans var eins og hnöttur í laginu og var hann smíðaður þannig, að þar var líkt eftir gangi sólar, tungls og stjarná. Sísero sá grip þenna, og komst svo að orði um hann, að þar sæust kvartilaskipti tunglsins, og hreyfingar sólar, eins og menn þekktu þær, og svo nálcvæmar, að þar mætti jafnvel (á stuttu tímabili) sjá sól- og tungl- myrkva. Hefur vatn sennilega verið notað til þess að hreyfa tæki þetta. Meðan þessu fór fram, lifði Arkimedes eins rólegu og á- hyggjulausu lífi og nauðsyn- legt er fyrir stærðfræðing, ef hann á að geta notið sín. Mestu athafna hans var ekki krafizt fyrr en undir lokin, og' þá gerð- ist einnig harmleikur ævi hans. Þegar hann var orðinn tæplega hálf-áttræður, höguðu viðburð- irnir því þannig, að hann vaið að ganga fram fyrir skjöldu sem verjandi fæðingarborgar sinnar. Þá beitti hann hugviti. sínu til hins ítrasta til þess að verja borgina fyrir fjandmönn- unum. Það var árið 212 f. Kr. b. og annað púnverska stríðið stóð sem hæst. Sýrakúsa lá freist- andi í slóð rómverska flotans. Hvers vegna átti ekki að setjast um borgina? Það varð að ráði. Fyrir Rómverjum var maður, sem Marcellus hét, hrokagikkur mesti, sem taldi, að orðspor sitt og undirbúningur mundu nægja til að tryggja honum skjótan sigur. Traust sitt setti hann fyrst og fremst á frum- stæoa, fallbyssu, á háum palli, ér komið hafði verið fyrir á átta galeiðum, sem bundnar höfðu verið saman. Þegar borg- arbúar sáu hinn mikla flota nálgast, og hversu vel hann var búinn, féllust þeim hendur og langaði þá til að afhenda Marcellusi borgai'lyklana. En konungur var á annaii skoðun. Þegar ófriðarblikuna dró á loft, hafði hann leitað til Arkimedesar, og beðið hann að sjá svo um, að fjandmennirnir fengjú viðeigandi viðtökur. Vísindamaðurinn aldni hætti glímunni við önnur viðfangs- efni, og bjóst til að taka á móti Rómverjum. Þegar fjancf- mennirnir komu, voru stríðs- vélar hans reiðubúnar. til þess að veita þeim viðtöku. Marcellus sigldi skipum sín- um að borgarmúrunum, þar sem þeir náðu í sjó fram, og með því að halda Uppi skæðri örvadrífú og grjóthríð ætíaði hann að hrekja verjendurna af þeim, svo að menn hans gætu beitt stigum sínum og ráðizt til uppgöngu. Stigar þessir hvíldu á galeiðunum, sem bundnar voru saman síbyrt, og sigldu sem eitt skip. Þegar galeiðun- um var siglt þétt að múrunum, var öðrum enda stiganna lyft með böndum, sem fest voru í trissur á siglunum, en þegar slakað var á, lagðist efi'i endi stiganna að múrbrúninni. En á múrunum hafði Arki- medes komið fýrir stórskota- liði, sem var svo öflugt, að ÍRómverjum fannst nóg um, áður en þeir voru komnir svo nærri, að þeir gætu sjálfir haf- ■ið skothríðina. Þegar nsér dró, sáu Rómverjar, að fjölmörg göt höfðu verið gerð á borgarmúr- ana, svo að menn féllu fyrir skotum skyttna, sem þeir gátu ekki komið auga á, og héldu uppi skothríðinni án þess að vera í hættu sjálfir. (Konurnar í borginni höfðu ekki viljað láta sitt eftir liggja því að þær höfðu látið skera hár sitt, svo að hægt væri að flétta úr þeim bogastreng'i.) Borgarbúar beittu einnig gríðarstórum slöngvum, sem þreyttu björgum er vógu meira en fjórðung smálestar, og jók þetta enn á glundroðann í liði Rómverja. Ef þeir létu þetta samt ekki á sig fá, og sigldu skipum sínum samt alveg að múrunum, til þess að koma stigum sínum fyrir, var gildum ,,bómum“ sveiflað út fyrir múrana, og björg eða stór- eflis blýklumpar látnir falla ofan á stigana eða skipin sjálf, svo að þau urðu fyrir miklu. tjóni. ■ . Gríðartraustum hegrum var einnig sveiflað út yfir múrana, en úr þeim var kjöftum mikl- um rennt ofan að skipum Róm- verja, þeir iátnir ná taki á skipunum og þeim síðan lyít, unz þau stóðu næstum upp á endann. Þá var skyndilega slakað á kjöftunúm, svo að skipið hrataði í sjóinn aftur og brotnaði eða hvolfdi. Ofsahræðsla greip um sig meða-1 rómversku hersveitanna. Þær þurftu ekki annað en að sjá spýtu standa út yfir múrana eða kaðalsspotta lafa niður með þeim, tíl þess að umhverf- ast af skelfingu og snúa frá. En Rómverjar sóttu einnig að borginni á landi, og voru þær hersveitir undir stjórn Appiusar Claudiusar. Þeim vegnaði ekki betur en hinum. ,,Stórskotalið“ Arkimedesar vann þeim einnig mikið tjón. Marcellus reýndi fyrst að hvetja lið sitt'til þess að halda sókninni áfram með því að hæða menn fyrir hugleysi þeirra, en það bar ekki árang- ur. Hann komst loks að þeirri niðurstöðu, að hyggilegast mundi að fara sér hægt, svo að hann gaf skipun um, að undan skyldi haldið, en lét þó svo sem hann léti undan síga til fyrir fram ákveðinna stöðva. Gerði hann sér nú engar vonir um, að hægt væri að íaka borgina með áhlaupi, úr því aö varnir voru svo öflugar, sem raun bar vitni. Hann afréð að bíða átekta og hugleiddi mögu- leikaiia á að svelta borgarbúa. til hlýðni. Þrjú ár liðu. Arkimedes starfaði sýknt og heilagt að því að finna upp ný vopn, sem gætu komið f jandmönnunum á óvart, ef þeir létu aftur til skara skríða. Eitt hið helzta þeirra voru speg'lar, sem áttu að safna geislum sólarinnar í brenm- depil, svo að hægt væri að kveikja í skipum fjandmann- anna, er geislunum væri beint að þeim. Þessi uppfinning var þó Engan þarf að undra, þótt Rómverjar hafi skelfzt, þegar Sýrakúsu-búar beittu vígvélum þeim, sem Arkhnedes fann upp til þess að verja borgina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.