Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 26
26
JÓLABLAÐ VÍSIS
f Fram af bls. 11.
Þegar eg heyrði uiri þetta talað
löngu síðar, þótti það með ólík-
indum, að vínið skyldi geta haft
svo 111 áhrif á þetta bráð-
skemmtilega góðmeríni.
Nokkrum ár.um síðar .gerðist
V'igfús sekur. fyrir drykkju-
slark á Reykjávíkurgötum. Það
var að næturlagi. Félagi Vig-
fúsar var', Borgfirðingur, Guð-
mundur að náfni. Næturvorður
taldi í .síríum verkahring ao
koma .liávaðamönnurn af. göt-
unni. En Vigfös snerist til
varnar og veitti næturverðf
þann áverka, að hann Varð
handlama. . Á þeim árum var
ekki tekið mjúkum höndum á
þeim, sem buðu sér slíkt. Var
því Vigfús dæmdur í.npkkurrá
vikná fangelsi og fjárútlá t f5rr-
ir áverkann. Þetta þóttu ill tíð-
indi, því .að allir Borgfirðingar
unnu Vigfúsi, bæði sem manni
og lækni. Og þar sem iiéraðið
átti þessum eina manni á að
skipa sem lækni, máttu þeir
ekki af honum sjá. Urðu því
nokkrir málsmetandi Borg-
firðingar til þess ao þiðja Vig-
fúsi vægðar frá fangavist. Þeg-
ar það vitnaðist, að V'igfús var
búinn að afla sér nökkurrar
þekkingar í læknisfræði hjá
sjálfum 'landlækni, Jóni Thor-
steinssyni, og með leyfi hans
verið hjálparlæknir í Borgar-
firði, þá var fangavist hans lát-
in niður falla. En nokkrar ba’t-
ur írnun hann hafa orðið að
greiða fangaverði fyrir ver z-
ann. Lagðist það mál fljótt í
þagnargildi og. hélt V.igfús.
heiðri sínum óskertum.
Enginn vafi leikur á því, að
læknisgáfan hefur verið Vig'-
fúsi í blóð boriri, svo vel heppn-
aðist honum að lækna rnein
manna. Ber það gott vitni. um
viljaþrek hans og 'djöffung,.
þegar hann fer til landlæknis
og biður hann um kerinslu í
læknisfræði. Varð landlæknir
vel við bón hans. En ekki veit
ég, hve lengi sú kennsla hefur
staðið. En eitt er víst, að land-
læknir hefur fundið hæíileika
hans og eðlisgáíu, því að hann
gaf Vigfúsi meðmæii til þess að
vera hjálparlæknir í Borgar-
firði.
Um búskap Vigfúsar veit eg
lítið. En í Mávahlíð er hann
bóndi, þegar hann yrkir hina
snjöllu vísu um ferðamenn, sem
urðu að nátta sig í Mávahlíð
vegna flóða í Grímsá:
Grímsá freyðir boðabreið,
bagar lýðum ferðastríð.
Það er neyð um næturskeið
nú að bíða í Mávahlíð.
Ekki gat verið um stórbúskap
að ræða í Mávahlíð, þar sem um
tvíbýli var að ræða. Þar við
bættist fjárkláði og niðurskurð-
ur, sem reyndist svo þungur í
skauti, að hann gat unnið slig
á stórbúskap Gests á Varma-
læk, tengdaföður Vigfúsar,
hvað þá smærri bænda. Vigfús
var og' nokkuð laus í sessi sem
bóndi, því að hann vann jöfn-
um höndum að lækningum,
járnsmíði og sjómeimsku.
Þ'að þótt.u mikil tíðindi og ill,
þegar sú fregn barst út um
héraðið, að Vig'fús væri látinn
af slysförum. Mér hefur verið
sagt, að þá hafi hann átt lieima
á Gr.und í Skorradal.og búið á
litlum parti þeirrar jarðar.
Árni Vigfússon, síðar nafn-
kenndur bóndi á Heimaskaga
á Akranesi, var þá enn á Grund,
en átti unnustu á Kalastöðum
á Hvalfjarðarströnd. Árna voru
nú send þau tíðindi, að unnusta
hans væri veik og þungt hald-
in, en í nánd væri ekki um
neina læknishjálp að ræða. Árni
leitar því til Vigfúsar og 'biðuf
hann að koma tafarlaust til
hinnar sjúku stúlku. En Vigfús
taldi, að hann sem læknir gæti
engu um1 þokað og var tregur
til ferðarinnar, en lét þó til
leiðast.
Vigfús átti ungan fola, vel al-
inn, en illa taminn: Þenna fola
tók hann með til ferðarinnar
með þeim afleiðingum, að hann
kastaði Vigfúsi af sér, og beið
hann litlu síðar bana af þeirri
byltu. Vigfús var"jía aðeins
rúmlega fertugur að aldri. Ekki
þarf að efa, hver sjónarsviptir
hefur þótt að slíkum.manni.
Spg Vigfúsar rættist um þáð,
að stúlkunni varð ekki bjargað.
Vigfús átti einn son með konu
sinni, sem Gestúr hét. Var hann
barn að aldri, þegar faðir hans
lézt.
Gestur Vigfússon ól að mestu
alduf sirín í Reykjavík og náði
háum aldri. Kona hans var
Hólmfríður Kristjánsdóttir,
bróðurdóttir Péturs í Ánanaust-
um, föður Gísla læknis og
þeirra systkina. — Þau hjón,
Gestur og Hólmfríður, kynntust
hér efst í Borgarfjarðardölum á
sínum yngri árum og unnu hér
að heyskap sumar eftir sumar.
Eignuðust þau hér marga vini.
Ég þykist að nokkru bættari
Skaiðsheiði. Myndin er tekin úr hlaðvarpanum á Grund í
Skorradal.
að hafa kynnzt syni Vigfúsar
Runólfssonar, þótt ég sæi hann
aldrei sjálfan. Að dómi þeirra,
sem þekktu Vigfús, bar Gestu:
svipmót föður síns og líkams-
gervi. Var hann meðalmaður á
vöxt og liðmannlegur, látlaus
og prúður í framkomu.
Sonur þeirra hjóna, Hólm-
fríðar og Gests, er hinn vel
þekkti íþróttafrömuður, Krist-
ján Gestsson, verziunarstjóri
hjá Haralai Árnasyni í Reykja-
vík.
Skrifað síðustu daga júní-
mánaðar 1952.
Framh. a£ bls. 12.
menn fóru eitthvað af bæ á
jólanóttina, fói'u til næstu
bæja og vöktu alla nóttina. Þeir
vildu vaka með fjárhirðum
Betlehemsvalla, en ekki man
gamla konan, hvort nokkur
piltanna á heimili hennar fór að
heiman þessa jólanótt.
Klukkan sex á jóladagsmorg-
un var lesinn jólalestur, en þá
var telpan sofandi: Allir fóru
til kirkju, þeir sem gátu, á
jóladaginn og hlýddu messu. En
það var langur og erfiður
kirkjuvegur, og fór telpan.
auðvitað ekki. Um hádegi á
jóladag ■ var skammtaður jóla-
grauturinn, hrísgrjónagrautur
með rúsínum, og á jóladags-
morgun fékk fólkið sætt kaffi
og með því. Hangikjötið var
ekki skammtað fyrr en seinni
part dagsins. Ýmislegt var gert
sér til skemmtunar á jóladaginn
og annan í jólum, spilað á spil,
mest alkort, sungið og lesið og
jafnvel farið í leiki.
Gamla konan, sem sagði mér
söguna, hefur aldrei gleymt
þessum jólum. Hún er sann-
færð um, að þá fékk hún að
sjá Jesúbárnið og móður þess.
— Oft hef eg óskað þess
heitt og innilega, segir
hún, að eg fengi aftur
að líta augum þessa fögru sjón,
en aldrei hefur mér orðið að
ósk minní: En kannske hef ég
heldur aldrei beðið Guð af jafn-
mikilli einlægni og einfeldni
og þetta umrædda aðfanga-
dagskvöld. Þá var ég svo lítil
og saklaus, og mér fannst ég
hafa drýgt stóra synd, að gæta
ekki betur. þessarar gersemar,
sem mér hafði verið gefin og
mér fannst svo mikið til um.
En ég fann líka í draumnurn,
að konan fagra og yndislega
barnið hennar voru vinir mínir,
sem vildu hughreysta mig. Ég
hef nú lifað níutíu jól, og man
vel eftir mér frá því ég var á
fjórða ári. Jólasiðirnir eru mjög
breyttir, eins og allt annað. Oft
hef ég séð fögur og glæsilega
skreytt jólatré, og stundum
hafa mér verið gefnar stórar
jólagajfir og fallegar, en engin
jólaminning verður mér jafn
hugstæð óg þegar eg íékk að
sjá Jesúbarnið og móður þess í
draurni fyrir áttatíu og fimm
árum. — Og nú lifi eg aðeins
í von ura, að ég fái að sjá það
aftur, þegar ég kveð þennan
heim, ef ég er þess verðug.
Þetta er sönn saga, því að
konan, sem sagði mér hana, er
Stefania Jónsdóttir móðir mín.
M.J.
e<s©3e©®0@©a®@oo
o
©
©
©
«
[ er
mest og bezt
• örvaSiö af barna- og kvarpevsom í
Htierífi Im tf m HerÍ
Sendurn gegn póstkröfu um land allt.
b* r
Skólavörðustíg 18. — Sxmi 2779.
>e
e
&
o
o
©
©
©
©
©
e
©
©
©
©
©
©
©
©
©
©
©
©
©
&
&
©
©
&
©
©
©
©
©
©
eoðeeeeeeeeeeeeeeeeeceeefeee
er alltaf jafn hreint
09 fínt
o§ m fer eitt korn
fi! énýtis.
©
pal $œM í tfleMutn vetjlmwtn
/
eeeoooooiofoooeoeoeeoeeeooooooooette