Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 8
$ JÓUA'BLA# VÍSlS-r ' veg hann átti eitthvað smávcgis hja •Grírni. Eg vár 'senður til þéss sð sækja hestinn, óg átti að fá Grími 40,00 kr. um leið. Þegar «eg hafði greitl féð, vék Gríinur onér afsíðis og sagði glaður í Tforagði: „Eg vil, að þú takh *eftir því, drengur ipinn, hvei j i ridrengilega það var gert af föð- iue þínum, að senda mér greiðs' Jþessa, þótt eg skuldaði honum rnokkuð áður.“ Gestrisinn var Grímur og Tjbótti hann því góður heim að :sækja. Þegar Skerjafjörð lagði Á veturná, var oft fanð ýmist rgangandi eða ríðandi til Bessa- :staða. Grímur var einhver allra lærðasti maður landsins á sín- rum tíma. Fornmálin, grísku og Jatínu, kunni hann til hlítar og ..eins frönsku, ensku, þýzku og TNorðurlandamál. Útlendir gest- Sr komu oft að Bessastöðum, og ~var það bæði þeim og Grími til rmikillar ánægju. Luku þeir upp einum munni um það, að cóvíða væri meiri andlega :menningu að finna en á heimili TBessastaðabóndans. — Eg les rskáldskap Gríms enn í dag mér rtil mikillar ánægju. Finnst mér ihann vera íslenzkasta skáldið, asem við eigum, aldrei myrkur í análi, en kjarnyrtur með af- forigðum. Vert er að minnast jþess, að Grímur varð fyrstur jmanna til þess að benda á fram- rúrskarandi snilld H. C. Ander- rsens. 35r. Þórarinn vildi ekki græða á tá og fingri. Milli Reykjavíkur og Bessa- .-staða bjó á þessum árum sr. ZÞórarinn Böðvarsson í Görð- ium. Grímur og Þórarinn voru ■óvinir, en ekki veit eg, hvernig :á því stóð. Þórarinn var stór- ;gerður og reiddist öllum, sem :íóru til Bessastaða, án þess að Tlcoma við hjá honum. Man ég, :að pabbi kom alltaf við hjá presti, þegar hann átti leið til TBessastaða. Sr. Þórarinn var raiokkuð sérkennilegur maður <en mesti höfðingi að vallarsýn. TÞegar hann kom til Reykja- “víkur, gekk hann alltaf í lafa- irakka, og í hendi hafði hann .staf úr íbenviði með fílabeins- ihandfangi. Sr. Þórarinn kom til Garða, sem var eitt fátækasta Tbrauð landsins, úr einu hinu nefnaðasta. Þegar hann var spurður að því, hvers vegna :hann hefði flutt úr svo ágætu Tbrauði, sagði hann: „Fyrir vest- ;an græddi ég á tá og fingri, að Thverju sem ég gekk. Eg var þá Siræddur um að fjandinn færi .■að sækja mig, svo að eg fói í íátæka brauðið hérna í G : ð- ?xm.“ ★ ★ ★ I Eg á ekki margar minningar frá skólaárum mínum. Leið mér ekki meira en svo vel i akóla, og kennslan fannst mér ekki sérlega beysin. Að undan- .skildum Birni M. Olsén, 31 iar .Irektor og prófessor, sem var Tkennari af guðs náð, held eg að Efoinir kennararnir hafi verið á rangri hillu við kennslustórf. Jlalldór Kr. Friðriksson var ;yfirkennari, og kenndi bæði ís- ’lenzku og þýzku. Mun ha.rn ífoafa verið vel að sér í báðum málunum, en hann var stirður Við kennslu, svo að hún kon -fckki að eins miklu haldi, og Við héfðí 'niátt búást ■ sánian- bdrið við þekkingu' m'ái'rnsins. Halídóf var ' ffamúrskáiá'rdi' ráðvandur og samvizkUsáihiu .maður. Öll árin, sem eg var í skóla, gætti hann áhalda skci- ans og gekk þá afar ríkt eftir því, að piltar bættu skemmdiz, er einhverjar urðu, en gat tiins- vegar ekki dulið ánægju sír.a, ef forðað varð óhöppum. Man eg sérstaklega e'ftir einu slíku atviki. Hann lét sér ekki, bregða, þótt honum væri gerður grikkur. Einhverjir gárungar no .ðu fundið upp á því, að fí“ycja vatnsflösku út um gi igga. Höfðu þeir einu sinni fleygt henni tómri, en hún hafði ekki brotnað, og nú átti að reyna að fleygja henni fullri af vatni. Þegar strákar sáu, að Halldór Friðriksson var að koma yfir skólabrúna, voru tveir gluggar opnaðir, og stóð maður með flöskuna reidda í öðrum, en í hinum stóð annar sem kaila. '- ,,Hæ, sko, hann ætlar að fleygja vatnsflöskunni út um glugg'- ann!“ Piltarnir, sem voru að koma úr mat, námu óðar staðar og gláptu undrandi á silfurgljá- andi flöskuna, sem srierist hvað eftir annað í sólskininu, áður en hún skall á blettinum, án þess að brotna. Halldór yfirkennari, sem tók öllu slíku með mestu ró, lét heldur ekki á neinu bera, nema hvað þeir, sem næstir honum voru, sögðu að glaðnaö hefði yfir honum, þegar hann sa að flaskan var heil. Aðeins tvisvar sinnum ætiuðu gárungarnir að leika á Halldór, en hann tók því í bæði skiptin svo vel, að það var ekki reynt frekar. Þegar Halldór ko ri írá morgunverði og hóf kennsíu á ný, var hann alltaf vanur að hella vatni i glas, svo ao það væri fullt að % hlutum og drekka það í einum teyg. Einu sinni var flaskan fyllt af brennivíni, og hlökkuðu nú all- ir til að sjá, hvernig Halldóri yrði við. Þetta fór allt öðru visi en ætlað var. Halidór hellti % í glasið að vanda og drakn úr því eins og ekkert hefði skorist. Gat hann þess hvorki þá né síðar, hvort honum he±ðu líkað skiptin vel eða illa. Við strákarnir skömmuðumst okk- ar, og það var allt, sem við höfðum upp úr þessu. í annað skipti höfðu strák- arnir náð í aumingja og fylli- raft, sem kallaður var Jón sinnep, og sett hann í horn- skápinn í stofunni. Nú hófst kennslan hjá Halldóri og var þá eftirvæntingingarfull þög-n i bekknum. — Leið svo hálf kennslustund,' áð ekkert heyrð- •ist í Jörii og voru ;það mörgum' sár vonbrigði, ef hann léti ekki til sín heýra. Allt í einu kvað' við ámátlegt söngl úr klæða- skápnum, og brostu þá piltar í kampinn. Halldór gekk þegar að skápnum, og opnaði hann. Þegar hann sá Jón, sagði hann: „Nú, ert það þú, greyið mitt? Eg skal fylgja þér út.“ Þetta gerði Halldór, og hélt síðan á- fram.kennslunni, eins og ekkert hefði í skorist. Þetta tvennt varð til þess að við dáðumst að gamla manninum, og létum hann alveg.í ffiði eftir .þetta. Pilturinn var fljótari, og þá var rektcr seinni. Jón Þorkelsson var rektor á þessum árum. Öllum þótti vænt um hann, og vildu ekkert á hlut hans gera, þótt við gæt- um ekki varist því, að brosa að barnaskap hans við og við. Reykingar voru þá bannaðar í skólanum, en rektor virtist ekki taka mikið eftir reyk, ef hann sá enga pípu. Einu sinni mætti hann Jóni Blöndal — síðar lækni í Borg%rfirði — með pípu í munninum. Rektor ætl- aði að taka af honum pípuna, en þá tók Jón á rás og hljóþ í kringum skólann með rektor á hælum sér. Brátt dró þó sundur með rektor og Jóni, og komst rektor aldrei að því, hver pípu- garpurinn var, en þegar hann fór að segja kennurunum sög- una, komst hann þannig að orði: „Af því pilturinn var fljót- ari, þá var ég seinni!“ Einu sinni hafði einhver kunningi rektors gefið honum mjög vandaðan hnakk. Veit ég' ekki, hvernig á þeirri gjöf stóð, því að rektor fór aldrei á hest- bak. Nokkru seinna vildi rektor selja hnakkinn, gerði boð efth’ einum bezta söðlasmið bæjar- ins, og spurði, hvort hann vildi kaupa gripinn. Söðlasmiðurinn tók því líklega og spurði um verðið. „Þrjátíu krónur“, sagði rektor, en hnakkurinn var minnst 200 króna virði. Ætlaði söðlasmiðurinn að fara að hafa orð á því, þegar rektor greip fram í og sagði: „Þú færð harin ekki eyri ódýrari". Fór söðlasmiðurinn þá með hnakkinn, og þóttist að vonum hafa gert einstaklega góð kaup. Konungur óttaftist, að ræðumaftur mundi detta dauður niður. Faðir minn var óvenjulega föngulegur maður, bæði stór vexti og fríður sýnum og rammur að afli. Matthias Lgelund, búgarður Jóns Sveinbjörnssonar. Jochumssori sagði, áð pabbi 'og Bergur Thörbefg, síðar- laftds- höfðingi, héfðu . vefið 'gl'æsileg- ústu' meririirnir meðal íslend- - inga í Kaupmannahöfn á þeifn. árum, er þeir stunduðu nám þar. Rétt áður en konungur kom árið 1874, var pabbi skipaður bæj- ai’fógeti í Reykjavík og auk þess sýslumaður í Gullbringu- og Kjósasýslu. Hilmar Finsen var þá landshöfðingi, og átti að taka á móti konungi. Hilmar fór um. borð í konungsskipið, en sagði aðuf. við föður minri; að ef konungur sleppti sér ekki i land, yrði hann að taka á móti konungi með ræðu. Nú hafði það viljað til í Fær- eyjum, að sá sem átti að taka á móti konungi með ræðu, datt dauður niður Konungi hafði orð ið svo mikið um þenna atburð, að hann vildi enga móttöku- ra^ðu í Reykjavík. Hilmar Fin- sen sagði þá lconungi, að sá, sem settur væri til ræðu- mennskunnar, myndi áreiðan- lega slá dauða sínum á frest, unz henni væri lokið, og skyldi konungur vera ókviðinn. Loks varð úr, að landshöfðinginn fór í land, og tók hann síðan á móti 'konunginum. Aðrar þjóðir höfðu sent mörg herskip til heiðurs Kristjáni konungi IX. og var faðir minn hræddur um, að ef allar á- hafnirnar fengju landgöngu- leyfi, myndu ólæti af hljótast. Lögreglan í Reykjavík var fá- menn þá, aðeins tveir menn, Jón Borgfirðingur og annar maður til. Var þá ekki um ann- að að géra en að leita aðstoðar hjá áhöfn danska herskipsins, sem lá á höfninni, ef þess gerð- ist þörf, og var fastmælum bundið, að faðir' minn skyldi draga ákveðinn fána að hún, ef á þyrfti að halda. ISIorðmaðurinn var sleg* inn ofan í fjöru - og það dugði. Norðmenn, sem farið höfðu í land, gerðust all-ölvaðir og vildu með engu móti fara um borð aftur. Pabbi hafði þá við orð að draga fánann að hún, en mikils metnir Norðmenn, er hér voru staddir, m. a. Stang, vildu helzt að komist yrði hjá því að blanda Dönum í óspekt- irnar, og báðu föður minn að leyfa sér að reyna að koma vit inu fyrir landa sína. Faðir minn veitti þeim þetta leyfi, en þær tilraunir urðu árangurslausar. Norðmenn hópuðust saman frammi á bryggju, og fór þá faðir minn einn til þeirra og reyndi að koma þeim í bátinn. Einn Norðmaðurinn bretti upp ermarnar og óð að föður mínum, en hann varð fyrr til og sló manninn út af bryggj unni og niður í fjöru. Norð mönnum leizt ekki á blikuna, þegar þeir sáu ófarir félaga síns, og fóru orðalaust í bátinn. Ég lauk stúdentsprófi frá lat- ínuskólanum í Reykjavík árið 1895 og sigldi samsumars til Hafnar og innritaðist í laga- deild Hafnarháskóla. Ég var söngelskur og lagði mikla stund á söngnám. Lá við um tíma að ég réðist söngvari að Konung- lega leikhúsinu. Kennslu naut ég hjá Svíanum Salmson, sem var ágætur kennari. Söngnámið tök vitanlega mikínn- tíma, svo áð lítið varð úr laganámkiu. Loks - tók ég’ mig.. á: viðT lögiri, og lauk fyrrihlutapEÓfi 1902, en ' seinni hlúta ' ári síðar. Oandalag ger! við Einar Benediktsson gegn „vaiiýsknnni.46 Meðan ég stundaði nám var „valtýskan“ í algleymingi. Þessi stjórnmálastefna var kennd við áðalmann hennar, Valtýr Guðmundsson prófessor. Aðaláhugamál hans var að verða ráðherra sjálfur, og helzt hefði hann kosið að ráðherra- stóllinn hefði orðið í Kaup- mannahöfn, því að þar átti Val- týr heima. Þegar Jón Sigurðsson dó, tók Benedikt Sveinsson sýslumaður við forustunni í sjálfstæð'is- málinu, og var fullkómið sjálf- stæði markmið hans. Einar sonur hans, gáfaðasti maður, sem ég hef þekkt, fylgdi sömu stefnu af heilum huga, og var algerlega andvígur Valtý. — Við Einar komum okkur saman um, að hann skyldi ráðast á Valtýr, hvar sem hann boðaði til mannfunda um þetta mál heima, en ég skyldi áreita iiann eftir föngum í Kaupmannahöfn. Á íslenzkum stúdentafundi, sem haldinn var í Höfn árið 1897 flutti Valtýr erindi um valtýskuna, og varð eg þá til þess að andmæla honum. Skömmu seinna talaði hann um sama efni í Studentersamfund- et, og réðst ég þá harkalega á hann. Jón gamli Þorkelsson sagði að þeim fundi loknum, að ég hefði bjargað okkur. Eg hafði reynt Valtý að ó- heilindum heima sumarið 1897. Það hittist svo á, að Valtýr kom til Magnúsar Stephensen landshöfðingja, meðan ég var hjá Magnúsi. Valfýr var mjög vingjarnlegur við landshöfð- ingjann, en þegar við gengum saman út úr húsinu, fór hann strax að niðra honum. Ég brást reiður við og baunaði þessu á Valtý á íslenzka stúdenta- fundinum um haustið. Eins og flestum mun kunnugt var Heimastjómarflokkurinn stofnaður gegh valtýskunni, og vann hann glæsilegan sigur undir forustu Hannesar Haf- stein. Þegar baráttan var sem áköfust um síma- málið. Þann 1. febrúar 1904 varð Hannes Hafstein ráðherra og Klemens Jónsson landritari. Hannes Hafstein skipaði mig aðstoðarmann í fjármálaráðu- neytinu, og samtímis mér urðu þeir aðstoðarmenn Guðmundur bróðir minn í fyrstu skrifstofu Eggert Claesens í annarri. Eg vann í stjórnarráðinu til vors- ins 1906, en þá fór ég til Hafnar á ný. Merkasta mál þessara ára var símamálið. Hannes Hafstein gerði hagkvæma samninga við Stóra norræna símafélagið (Store nordiske Telegrafsel- skab). Samningarnir snérust aðallega um það, að Hannes vildi leggja símann til Seyðis- fjarðar en ekki til Reykjavik- ur, sökum þess að hann vildi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.