Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 9

Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ VÍSIS 9 fá talsímasamband um. allt landtð samtímis. • - Björn Jónsson ritstjóri gerði allt, sem í hans valdi stóð, til þess að stöðva símamálið, og var hin mesta úlfúð milli Hannesar og Björns. Björn vildi fá þráðlaust sainband en ekki símasamband. Hann stofnaði til bændafararinnar, sem al- kunn er. Bændur komu hópum saman til Reykjavíkur og fylktu sér með Reykvíkingum framan við stjórnarráðshúsið. Bæjarlækurinn féll þá enn op- inn úr Tjörninni og til sjávar, en brúaður var hann á Lækjar- torgi. Við stóðum við glugga í . stjórnarráðshúsinu og horfðum á fylkinguna nálgast. Sr. Jens Pálsson, prófastur í Görðum, var valinn til þess að tala máli bænda og Reykvíkinga. Sr. Jens gekk upp að stjórnarráðshúsinu með stóran, hárauðan nef- tóbaksklút í höndunum, og er mér í minni, hversu hraustlega hann snýtti sér á leiðinni. Sr. Jens talaði við Hannes Hafstein, sem sýndi honum fram á, hversvegna hann héldi áfram samningum við Stóra norræna, og tæki ekkert tillit til mótþróans. Sr. Jens fór ekki erindi feginn til þeirra sem biðu og lét hann illa yfir málalok- um, þegar hann kom yfir brúna. Sagt var, að Stefán sterki á Mosfelli, sem var með í bænda- förinni, hefði stéytt hnefana að stjórnarráðshúsinu, og var þao haft á orði, að hnúar hans hefðu hvítnað við. Þótti það miklum tíðindum ’sæta, því að hendur Stefáns voru jafnan ó- hreinar mjög. Bókmenntafélagið sam- einað í eina deild - í Reykjavík. Þegar ég kom til Hafnar aft- ur, varð ég aðstoðarmaður hjá bæjarfógeta Hafnar og samtím- is aðstoðarmaður í fjármála- ráðuneytinu danska. Árið 1907 skipaði Friðrik konungur VIII. dansk-íslenzka milliþinganefnd og varð ég ritari íslenzka hlut- ans en Knud Berlin þess danska. Á milliþinganefndar- fundinum árin 1907—08 var grundvöllurinn lagður að öllu því, sem gerðist árið 1918. Áður var fy^irkomulagið þannig, að öll Islandsmál voru sameigin- leg mál íslendinga og Dana nema sérstaklega væri tekið fram, að um íslenzk sérmál væri að ræða. Á milliþinga- nefndarfundinum var þessu breytt þannig, að íslandsmál yrðu sérmál íslendinga nema sérstaklega yrði samið um, að þau skyldu vera sameiginleg. Þegar Bókmenntafélagið var stofnað, var það í tveimur deildum, og var önnur í Reykjavík en hin í Kaup- mannahöfn. Um Bókmennta- félagið skrifaði Jó.n Sigurðsson á 50 ára afmæli þess en Björn Ðlsen á 100 ára afmælinu. Þeg- ar fraro liðu stundir vaknaði áhugi fyrir því að sameina Bókmenntafélagið . í. eina deild og velja því dvalarstað í Rvík. Yngri menn voru einkum fylgjandi sameiningunni og gekk Gísli Sveinsson sendiherra nianna bezt fram í því máli. Eg var eindreginn fylgismaður sameiningarinnaf, en ýmsir eldri ísiendingar í Höfn mæltu á móti henni’. Loks náðist sam- komulag um sameiningu deild- anna, og tók ég þá við dönsku deildinni af stjórn hennar, en í henni sátu m.a. Páll Melsted og Sigfús Blöndal. Sat við sama gluggann og Jón Sigurðsson hafði haft skrifborð sitt. Bækur félagsins voru í fjór- um stofum í Amalienborg, sem kallaðar voru „Islænderlejlig- henden“. Þegar ég varð kon- ungsritari, bað ég um sömu herbergin og fékk þau. Sat ég síðan við sama gluggann og Jón Sigurðsson hafði haft slcrif- borð sitt við í 30 ár. Allt, sem til var í Islænderlejligheden, var sent heim, meira að segja næturgagn, sem Jón Sigurðs- son hafði notað. Árið 1912 var Danmerkurdeildin flutt heim, og mun nú allir á einu máli um, að rétt var að farið. Afanginn, sem náðist með starfi milliþinganefndarinnar 1907—08, var mikils virði, en lokasigurinn var enn ekki unn- inn. Við íslendingar gerðum okkur ekkert annað að góðu en fullkomið sjálfstæði. Árið 1914 varð ég aðstoðarmaður í íslenzku skrifstofunni í Kaup- mannahöfn, ög hélt þeirri stöðu til 1. desember 1918, þegar ég varð konungsritari. Eitt af að- alverkefnum skrifstofunnar þessi ár var að útvega vörur til íslands og greiða fyrir ís- lendingum, sem leituðu til okk- ar. Oft komu íslenzkir sjómenn í skrifstofuna, sem höfðu verið að heiman í 30 ár, en töluðu samt óbjagaða íslenzku. Hins- vegar virtust aðrir, sem aðeins höfðu verið erlendis 1—2 ár, lítt færir í íslenzkri tungu. ❖ öanir ákveða a5 semja við Islendinga — í Reykjavík. Á þessum árum vildi ég fyr- ir hvern mun koma því til leið- ar, að samningar tækjust milli íslendinga og Dana. Krieger var þá konungsritari og talaði ég oft við hann um þetta mál, en Krieger talaði síðan við Kristján X. um íslandsmálin. Loks kvaddi konungur Zahle forsætisráðherra á sinn fund, og sagði við hann, að nú yrði að gera gangskör að því að semja við íslendinga. Þegar Zahle hafði talað við konung, hringdi hann til mín og bað mig að koma og ,'tala við sig. Þegar ég kom, hittist svo á, að rakari var að raka forsætis- ráðherrann. Zahle spurði, hvort. ég hefði talað -við konung, en ég kvað nei við því. Ilann bað mig þá að tala við Hage verzl- unarmálaráðherra og gerði eg það. Hage var þá ókunnugur íslandsmálum, og skýrði ég þau fyrir honum í eina klukku- stund. Að klst. liðinni bað Hage mig að setjast í aðra stofu, með- an hann talaði við Zahle i sírna. Þegar símtalihu var lok- ið, tilkynnti Hage niér, að mér væri óhætt að.senda skeyti til íslands og tilkynna, að Danir væru fúsir til þes’s. áð senda samninganefnd, en íslendingar höfðu aftekið að' semja ahnars staðar en í Reykjavik' Eg' bað Hage ao gefa mér umboð þetta skriflega, og gerði hann það. A ég enn miðann, sem Hage skrif- aði umboðið á. Þar með var teningunum kastað, og mátt- um við íslendingar vel við þessi málalok una. Þ. 1. desember 1918 varð eg konungsritari, og hélt þeirri stöðu, meðan ísland var í kon- ungssámbandi við Danmörku. Frá þessum langa starfsferli er- margs að minnast, en frá öllu, sem á daga mína hefur drifið, get ég ekki sagt án þess að rífa illa fengnar fjaðrir af sumum löndum mínum, lífs og liðnum, og það myndi vera illa séð. Þegar lýðveldið var undirbúið, var ekki alttof gott að vera konungsritari. Þegar íslendingar . undir- bjuggu lýðveldisstofnunina á stríðsárunum, var ekki alltaf þægilegt að vera konungsritari, þar eð unnið var að þessum máííim, án þess að tala við konung. Við höfðum alltaf haft hreinan skjöld í sjálfstæðismál- inu, og var því leiðinlegt, að við skyldum ekki geta lokið þeirri baráttu, án þess að hægt væri að áfellast okkur fyrir iniður heppilega framkomu, en því miður fár það ekki svo. Þegar eg sá hvað verða vildi, tók eg strax þá afstöðu að segja bæði konungi og íslendingum það, sem mér bjó í brjósti, þótt það kynni að vera illa séð af báðum. . Konungur hafði eitt sinn sagt við mig: „Ég læt ekki varpa mér á dyr. Ég ákveð sjálíur, hvenær ég legg niður völd“. Þegar íslendingar höfðu fengið ríkisstjóra, minnti ég konung á þessi orð hans í skrif- legu áliti, og hvatti hann um leið til þess að segja af sér. Þessa áskorun endurtók ég hvað eftir annað til ársins 1943, því að mér var kunnugt, að konungur var fús til að leggja niður völd, ef íslendingar töluðu við hann. En þá sjálf- sögðu skyldu létu þeir undir höfuð leggjast, og hefði það þó verið auðvelt fyrir milli- göngu sendiráðsins í Kaup- mannahöfn. að vettugi, og létu fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um af- nám sambandslaganna og stof n- un lýðvéldis. Þótt konungi þætti hart að vera naumast virtur svars, ákvað hann að senda íslenzku þjóðinni heilla- óskaskéyti hinn 17. júní 1944, og vakti það mikinn fögnuð á Þingvallahátíðinni 1944. íslenzku þjóðinni heðið blessunar, þegar dagur er að kveldi kominn. Pegar konungur sendi áminninguna og síðan heillaóska- skeyt ið. Ég benti konungi einnig á, að svör dönsku ‘ríkisstjórnar- innar við orðsendingum ís- lenzku ríkisstjórnarinnar væru mjög loðin, og bæru jafnvel keim af vísvitandi misskilningi. Um afstöðu íslendinga væri ekki að villast — þeir vildu alger sambandsslit og ekkert annað. Konungur svaraði jafn- an, að hann myndi segja af séiy þegar íslendingar töluðu við hann, og þar við sat. Ég get ekki neitað því, að mér fannst framkoma landa minna gagnvart konungi miður heppi- leg, og latti þess því eigi, að hann sendi þeim áminninguna frægu í maímánuði 1944. í þeirri áminningu gaf konungur enn f skyn, að hann væri fús til þess að segja af sér, þegar hann téldi það tímabært. Éins og kunnugt er, virtu íslending'ar boðskap ltonungs Naumast verður með sanni sagt, að konungur hafi verið fslandsvinur á sama hátt og faðir hans og sonur, en hann taldi það samt konungsskyldu sína að greiða fyrir íslending- um, þegar svo bar undir. Leysti hann oft vandræði íslendinga með því að tala við áhrifamenn í Danmörku, en þar vildu flest- ir gera bón konungs, enda konungshollusta meiri þar en á íslandi. Þótt ekki væri alltaf jafnauðvelt að gera Kristjáni X. til hæfis, var hann fús til að viðurkenna störf manna sinna, þegar hann hugsaði um þáu í góðu tómi. Áður en hann dó, sæmdi hann mig kammerherra- tign, en þá nafnbót fá annars aðeins Danir. ★ ★ ★ Dagur er nú að kvöldi korn- inn. Ég hef stiklað á stóru og um þetta verður ekki bætt úr þessu. Starfsemi minnar sem formanns' íslendingafélagsins og stjórnarstarfa í Dansk-ís-' lenzka félaginu get ég að engu þótt talsverð væru.. Ég . var kvæntur Ebbu Marguerite dóttur Schierbecks landlæknis en hún andaðist 'sl. vetur. Minningar um hana eru sívakandi í huga mér. Hún var mér ástkær og tryggur lífsföru- nautur. Með hlýjum huga hugsa ég til lands míns og þjóðar. Mörg erfið spor eru óstigin á ís- lenzkri grund. Við höfum hlotið frelsi, en eigum eftir að sýna, hvort við erum menn til að vernda það með fullnum sóma. Vonandi eiga hlekkir ó- frelsis og ógnarfarg ánauðar ekki eftir að þjaka þjóðinni að nýju. Feginn vil eg trúa því, að þjóðin eigi hamingjuríka tíma framundan. t Ólafur Gunnarson. P i VÉLAVERKSTÆÐI ÍSIG. SVEINBJÖRNSSON h.f. SKÚLATUNI 6. SÍMI 5753. Smíðum alls konar varaliluti fyrir JARÐÝIUR VÉLSKÓFLUR SKURBGRÖFUR DRÁTTARVÉLAR Gerurn upp benzín- og dieselmótora. ★ Höfum varahluti fyrir New England tog- vindur, og tökum að oss viðgerðir á þeim. ★ Framlciðum botnvörpurúllur af öllum stærðum fyrir togbáta. ★ Framleiðum vélar, hitara og gufukatla fyrir saltfiskþurrkhús. ★ Öll vinna iramkvœmd með fullkomnustu vélum. Í9S8ÍH ikis.útvarpið Afgreiðsla auglýsinga' er á IV. hæð 1 Landssímahúsinu.! Útvarpsauglýsingar berast með hraða rafmagnsins og áhrifum hins talaða orðs til nálega aílra landsmanna. Afgreiðslutími er virka daga, nema laugardaga, kl. 9,00—11,000 og I 13,30—18,00. Laugardaga kl. 9,00—11,00 og 16,00—18,00. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 10,00-—11,00 i ogT7,00—18,00. — Sími 1095. $ Híkisútrarpiö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.