Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 28
p
2ft '
JÓLABLAB VÍSIS
eftirtekt bg aðdáun fremur en
■ varkunnsemf. Sniávaxnir menn
eru sumir fæddir mjög smáir,
aðrir eru af venjulegri stærð er
þeir fæðast, en hætta svo að
f vax-a á vissu aldursskeiði. Ein
tegund þeirra er smávaxin og
barhsleg.
Smávaxnir menn vei'ða full-
, orðnir kai'lar og konur. En
barnslega tegundin verður ekki
kynþroska. Og ekkert af þessu
smávaxna fólki getur fjölgað
sinni tegund. Ef þetta fólk eign-
ast börn, verða þau eins og
venjuleg börn, sem nú algengri
hæð og líta niður á foreldra
sína — því miður oft á fleiri en
einn veg.
Smæðin orsakast af ónógri
starfsemi heiladingulsins, hins
leyndardómsfulla kirtils, sem er
á stærð við baun, í nánd við
heilann. Og þegar vísindin fara
að skilja starfsemi hans getur
verið, að smávaxnir menn hætti
að vera til.
Hvernig er svo líferni og að-
búð þessa smáfólks heima? Til
sýningarstarfsins eru búin til
örsmá þorp og 'ímyndar þá allir
sér, að þeir hlutir sem þetta
fólk hefur til afnota sé allir
smáir, eins og það er sjálft. í
íbúð frú Rose eru litlir stólar
og lítil borð, en þetta er aðeins
gert í auglýsinga skyni og þess
háttar húsgögn eru venjulega
höfð í geysmlu. Eitt er þó gert
til þess að spara húsí’ými heima
hjá frú Rose. — Hún hefur i
. svefnstofunni „kojur“ sem'eru
þrjár hæðir. í þeim sofa sex
piltar. Og svefnstofa stúlkn-
anna er samskonar. En smá-
fólkið notar venjulega stóla,
matast við venjuleg matborð og
notar diska af venjulegri stærð.
Aðeins í baðherbergimi verður
það að bæta við hæð sína og
stendur á kassa eða skemli við
þvottaskálina.
„Fólk segir að smáfólkið se
upp með sér,“ segir frú Rose.
,,En það er mín skoðun að það
hafi fullkominn rétt á því að
hafa álit á sjálfu sér. Hver
hefur nokkurntíma séð smá-
vaxinn mann sóðalega til fara?
Þetta er hið snyrtilegasta fólk
og alltaf vel búið. Stúlkurnar
eræu snillingar í höndunum og
sauma ágætlega óg þær eru
miklu betur að sér en flestir
áhorfendur þeirra. Piltarnir
tuskast oft og greinir á um
ýmislegt eins og algengt er um
aðra pilta, en enginn í flokkn-
um mínum þjáist af minni-
máttarkennd. Það er greint fólk
og duglegt, á sér öruggan sess
í mannfélaginu og veit af því.
Margir þeir, sem alltaf eru að
harma hlutskipti sitt og þjást
af sjúklegri sjálfsmeðaumkun,
gæti tekið smáfólkið sér til fyr-
irmyndar og lært af því.
Ég er oft spurð hvort smá-
fólkið gengi í hjónaband. Og
því svara ég
andi. Og þá
hvers vegna
af því sé
er, vitaskuld,
hiklaust ját-
er ég spurð
svo margt
ógift. Svarið
að smávaxin
brúður á það á hættu að deyja
af barnsförum, stúlkurnar ótt-
ast það og þess vegna giftast
þær margar ekki. Ein af beztu
dansmeyjunum mínum hvarf
úr flokknum. Hún hét Gladys
Farkas og giftist smávöxnum
manni, sem hét Victor Bump.
Og þegar við fréttum síðar, að
þau ætti barn í vonum, vorum
við öll mjög áhyggjufull. En
hún eignaðist meybarn sem var
Bréiaskóli S.I.S.
Námsgremar:
íslenzk réttritun.,
íslenzk bragfræði,
Danska fyrir byrjendur,
Danska, framhaldsflokkur,
Enska fyrir byrjendur,
Enska, framhaldsfíokkur,
Franska,
Þýzka,
Esperantó,
Sálarfræði,
Skipul. og starísh. samvinnufélaga,
Fundarstjórn og fundarreglur,
Búreikningar,
Bókfærsla í tveimur flokkum,
Reikningur,
Álgebra,
Eðlisfræði,
Móíorfræði í tveimur flokkum,
Landb.vélar og verkfæri,
Siglingafræði,
Skák í tveimur flokkum.
BréíaskóU S.I.S.
Dverghjónin Josef Grobwski og
frú starfa hjá hringleikahúsi.
þrettán merkur og var barn-
inu náð með keisaraskurði. Ári
síðar eignaðist hún sveinbarn,
sem var ellefu merkur. Gladys
er aðeins 55 pund á þyngd, en
börn hennar vaxa og munu
verða eins stór og venjulegt
fólk. — Oft kemur það einnig
fyrir að smávaxið fólk giftist
fólki af venjulegri' stærð. Það
eru þó helzt karlmennirnir.“
í flokki frú Rose eru aðeins
ein- hjón. Konan heitir Luz
Villalobos og er dansmær, en
maðurinn heitir Midge Potter,
er kynnir, blíðmáll og fágaður.
Þau eru dæmalaust elsk hvort
að öðru og mega varla hv"rt af
öðru sjá.
Þegar flokkurinn er a.- sýna
listir sínar starfa allir af m^sta
fjöri, en líklega er Mary Ellen
Burbank talin stjarna í hópn-
um. Hún er að líkindum yndis-
legasta kona, af þessari stærð,
sem til er í heiminum. Hárið er
glóbjart, augun blá og leiftr-
andi, munnurinn fagurrauður
og brosandi. Hún er átján ára
og 115 cm. á hæð Hún syngur
og dansar, er hjólliðug eins og
köttur, leikur allskonar listir á
hjólaskautum. Hún hermir á-
gætlega eftir og hefur þá ofl
Mae West í gamanmálum og er
miklu skemmtilegri en hin.
Litla Mary Ellen er unaðsleg á
að líta, litfríð og ákaflega smá-
gerð í vexti og hún dáist að
Mae West. „Hún er indæl,“ seg-
ir hún. „Hún kom til mín í
San Diego og spurði mig hvern
ig mér gengi sýningarnar. Eg
varð yfir mig hrifin. En hvað
hún er falleg! Og glæsileg! Eg
vildi að eg líktist henni. Nei, eg
er ekki.skotin í neinum núna
Eg var einu sinni trúlofuð, en
eg gafst upp við það. Það er
líklega þess vegna, sem eg fer í
kvikmyndahúsin daglega. Eg er
að horfa á elskendurna þar og
sjá hvernig þeim gengur.“
„Hafið þér nokkrar slæmar
venjur?“ spurði blaðamaðurinn,
Mary Ellen flissar. „Bara það,
að eg dufla við hann Vance
Swift,“ segir hún og roðnar.
Og hinn velæruverðugi V.
Swift íhugar orð hennar alvar-
legur í bragði. Vance er gaman-
leikarinn í flokknum en líka
smæstur af öllum postulunum,
hann er aðeins 80 cm. á hæð,
þó að hann sé 22 ára. Hann
hefur ferðazt um, hálfa ævina,
hefur mikla kýmnigáfu, en líka
ægan virðuleik þegar þess ger-
ist þörf.
„Eg syng. sorgarljóð,“ segir
Esther Howard barnslega. Hún
er frá Kúba og er þokkafull
hrynjandi í söng hennar. „Eg
er aðeins 19 ára. En komið þér
aftur eftir 20 ára og þá fáið
þér kannske ástæðu til að skrifa
eitthvað sem vekur uppnám.“
— Dæmalaust er eg orðin
gleymin — eg fór að sofa í gær-
kvöldi og steingleymdi að taka
inn svefnmeðalið, sem læknir-
inn lét mig hafa.
Prestur nokkur talaði ætíð
blaðalaust, átti þó vanda til
að verða utan við sig. Gleymdi
hann þá þræðinum í ræðu
sinni og varð ruglaður í rím-
inu. Eitt sinn er svo stóð á
hugsaði hann ráð sitt í skyndl
og kallaði á þessa leið til safn-
aðarfulltrúa, sem var bóndi og
sat rétt- hjá prédikunarstóln-
um: „Hvað er þetta Bush, þér
sofið.“
„Nei, herra prestur, eg seí
ekki, — eg er að hlusta.“
„Jæja þá — hvað var það,
sem eg var að ljúka við að
segja?“
„Þér sögðuð, að o. s. frv., o.
s. frv.“ j
Þarna náði klerkur í þráðinn
í ræðu sinni og hóf máls af
nýju.