Vísir - 22.12.1952, Blaðsíða 4
4
móts við rekstrarmeim ásomt
nokkrum liðléttingum.
Hreinhjarðirnar koma.
Það var kátur hópur, sem
lagði af stað norðui hæðirnar,
með hundastóði og langa birki-
stafi í höndum. JEkki -þurfti
langt að halda — a£ hæöar-
brún sáum við hjarðirnar
streyma niður næstu hlíðar,
hægt og bítandi, eins og skrið-
j'ökulsranar sigu þær niður
slakkana. Ljósgráa búkana bar
við dökkgrænan narrskcgínn
og litríkar bjarkirnar. Það var
svo fögur og stórfengiieg sjón,
að eg mun aldrei gleyn.a henni.
Lapparnir hrópuðu „vaja —
vája — nana, nana“ og klópp-
uðu saman lófum, og hundarnir
ýlfruðu og hringsnérust af ein-
tómri gleði. „Prinsessan“ okkar,
hún Aikia, stóð uppi á kietti
skammt frá og grét af gleði.
Ef til vill var pilturinn iiennar
þarna með hjörðinm, só’-
brenndur og stæltur scnur
auðnanna. Líka bræður henn-
ar tveir, sem hún unni, og
Sosolo gamla sagði, að væru
stoltir eins og Kurorga (tranan)
og fimir og sterkir sem skógar-
birnir.
Brátt tóku allir á rás, á hlið
•við hjarðirnar. Beggja megin
skipuðu menn sér í raðir íii að
flýta fyrir heimrekstrinum.
Kveðjur voru mjög innilegar og
ekki varð eg þess var, að mér
væri heilsað sem framandi
manni, enda eru Lappar manna
kurteisastir og lausir við alia
hnýsni.
Ekki gat eg skilið hv.rnig
allar þessar hjarðir kæinus'. í
réttirnar, — þessi styggu dýr
með hornkórónur sinar, svo frá
á fæti, að hundarnir ná þeim
ekki á fyrsta sprettinum. Þús-
undir dýra — tugþúsundir
frárra fóta skokka iéitiiega
móti okkur, og þau reisa höf-
uðin, er þau sjá réttirnar og
tjöldin. Einstaka styggur tarf-
ur reynir að smjúga gegnum
mann-hringinn, en sainstundis
er hundur á hælum hans og
margir stafir á lofti.
Eftir 2ja tíma þóf eru hinar
prúðu hjarðir komnar i geröin
og þeim lokað. Það var í Ijósa-
-skiptum, og hinn gulrauði
bjarmi — sem vafalaust á þátt
í Bjarmalandsnafninu -- lýsir
yfir fjöllum í norða isí’i en
skógiklæddar hlíðarna r eru
sem dimmblár veggur i'ak >ið
gerðin. Það hafði kói.iuð rneð
kvöldiun, og stóð gufu.r.ökkur
upp af réttunum, dýrin virtust
róleg, en mæðurnar köliuðu á
kálfa sína, sem orðið 'nóföj við-
skila við þær í þrönginni.
Vasapelarnir
«ru á lcfti.
Þúsundir hinna grönnu
skrokka voru nú þaina inni-
bvrgðir og biðu þess að réttast
næstu daga. Sum þessara dýra
myndu aldrei framar rása um
auðnirnar, önnur verða höfð
sem „heimadýr" við vatnið að
sumri, þar sem mýflugan
kvaldi þau án afláts, og
„bremsan“ verpti eggjum sín-
um í hryggjalengju þeirra.
Púpur flugnanna, sem klekjast
út undir skinninu, myndu
kvelja þau alla daga.
Réttafólkið var nú ekki að
hugsa um slíka smámuni. —
Veizlan var bvrjuð, og vasa-
pelar gengu mann frá rnar.ni
Á. grundinni niður með læknum
JÓLABLAÐ VÍSIS
var starfað að slátrun nekkurra
ungtarfa, og brátt sauð og majl-
aði í hengipottunum í kátunum
umhverfis.
Stæltustu mennirnir úr
byggðarlaginu höfðu verið á
fjöllum með hjörðunum. Þette
voru vörpulegir menn, liðlega
vaxnir með skegghýjung á vör.
Þótt klæðaburður þeirra hafði
látið á sjá í útilegunni, og þeir
væru sveittir og rykugir, voru
þeir samt hetjur dagsins. —
Öfundaðir af piltunum, sem
gættu heimahjarðanna og
stunduðu silungsveiði.
Þarna var „hreinfógetinn“
kominn, feitur og páttaralegur
karl, mesta ljúfmenni. Náttúr-
lega þurfti hann að dreypa á
mörgum brennivínspelum, en
það virtist ekki hafa nein áhrif
á hann, nema hvað hann varð
hláturmildari.
Þriggja daga
réttaveizla.
Aðalveizla kvöldsins var svo
haldin í þingtjaldi hrein-
kóngsins. í stórum pottum voru
meyrar hreintungur, lifur, kjöt
og mergbein. Fyrsta hrein-
slátrun haustsins var hátíðleg
haldin, með næstum því trúar-
legri viðhöfn. Þarna sat nú
fólkið kringum eldinn og neytti
þessa lostætis með litlu af
ósýrðu brauði, þegjandi og
kjamsandi, með vasahníf sín-
um og fingrum. Eg hörfði yfir
hópinn og sá, að hreinsmalarnir
höfðu nú skipt um föt, voru
komnir í beztu koltana sína.
Þeir vissu það auðsjáanlega, að
það voru þeir, sem höfðu mest
til matarins unnið.
Hin litríku klæði fólksins,
eldskinið og Ijósbrúnn dúkur
tjaldsins, eirkatlarnir og kjot-
hrúgurnar — allt þetta fór svo
vel saman, var skemmtilegt og
óþvingað. Yfir reykopi kátunn-
ar hvelfdist stjörnubjartur
himininn, og úti var blæjalogn.
Þetta var sannarlega hátíð
fólksins, og það naut hennar
í barnslegri hrifningu. Aikia
og Sosolo fóstra hennar réttu
feita bita í allar áttir, og ekki
var hundunum gleymt. Frá
öðrum tjöldum barst einnig
veizluglaumur, og hornakliður
frá hreingerðinu.
Eg varð agndofa yfir þvi,
hvað etið var af hreinslátrinu,
margur Lappinn var að lokum
gljáandi af floti út undir eyru,
og soðið, lak út um greipar
þeirra, er þeir hófu nýja bita
úr troginu og veltu vönguru
yfir, hvað dýrin. voru holdug í
ár. Húsbóndinn var þó glað-
astur — ekki munaði honum
um nokkur dýr! Átti hann ekki
nokkur þúsund? Enginn vissi
nákvæmlega hvað hver átti
mörg dýr, jafnvel fóget.inn
spurði ekki um slíkt, það nægði
að nefna fjórða partinn!
Þegar leið á kvöldið, mátti
heyra að hugsað var um fleira
en matinn. Bak við tjöldin og í
skóginum umhverfis mátti
heyra smáhlátra og pískur. - -
Vitaskuld höfðu ungu menn-
irnir ekki klæðst sínum beztu
kuflum til að stympast við
hreinana!
Hreindýrin snöruð
með ólarslöngu.
Veðrið var svo unaðslegý.
þrátt fyrir kuldann, að engan
langaði til að sofa. Bjart var af
tungli og norðurljósin hófu
dans sinn á himinhvolfinu. —
Lapparnir dreifðust um tjöldin,
heimsóttu hver annan og alls-
staðar var etið og drukkið,
sumstaðar sungið og spilað á
harmóniku. — Hvergi dansað.
Að lokum tólcu hinir eldri aí
skarið og sögðu að hátta skyldi,
við félagar fengum „gestarúm“
í stóra tjaldinu. Það var þannig
tilbúið að hreinafeldir voru
hengdir umhverfis ból okkar,
en við sváfum í eltiskinns-
pokum, svo hlýjum og indæl-
um. (Lappar nota annars aðal -
lega feldi).
Þegar við vöknuðum næsta
dag, var starfið í gerðunum
hafið. Það var unun að sjá
hvernig ungu mennírnir beittu
vaðnum. Snöruðu dýrin eitt
eftir annað og aðskildu þau
eftir mörkum. Stóru tarfarnir
voru baldnir og gáfust ekki
upp fyrr en í fulla hnefana.
Þeir prjónuðu, spyrntu í og
hringsnérust, en endirinn var
ávallt sá, að maðurinn meö
snöruna skelti þeim, svo brut-
ust um bæði maður og skepna,
þannig að fætur, hendur og
horn hurfu í eina bendu, þá
komu strákarnir til, og svo
gömlu mennirnir, þeir gripu í
hornin, héldu löppum hrein-
dýrsins og leiddu það að lokum
burt. Gamlar hreinkýr voru
bundnar, að vísu var ekki mik-
ið í þeim en það var góð ný-
mjólk, og vel þegin þegar há-
dégisverðar var neytt við
gerðið.
Ekkert hlé varð á störfum í
réttunum allan daginn, jafnvel
stúlkurnar snöruðu stundum
er þær höfðu hlé frá eldastörf-
um, Fógetinn varð -brátt hás aí
köllum og látum, eldrauður
orðinn af staupagangi. Allt fór
friðsamlega fram, nema hvað
hundarnir þurftu að fá úr því
skorið hver sterkastur væri, og
einn hreintarfur stangaði ann-
an til bana.
Vöivan gengur milíi
góðbuanna.
Fram í rauðamyrkur var
haldið áfram. Sn'örurriar hvinu
í loftinu, og hreinarnir döns-
uðu, en mér sýndist gerðið
jafn troðfullt og um morguninn.
Það er svo, að hreindýrin geta
þjappað sér ótrúlega saman, og
þótt réttir virðist troðfullar þá
myndast ávallt pláss þegar
byrjað er að snara. Glöggir
hreinhirðar álitu að 7—8 þús-
und dýr væru í réttum, það
myndi taka 2—3 daga að rétta
ef veður spiltist ekki.
Völvan Labba hafði spáð góðu
veðri næstu 7 daga, og það leit
út fyrir að hún yrði sannspá.
Hún vissi líka af því gamla
konan, gekk á milli góðbúanna,
þáið gjafir og spáði fyrir unga
fólkið. Háa topphúfan hennar
slútti yfir mikilúðlegum brún-
um, en um úlfliðinn hafði hún
tákn völvunnar drekahringinn,
um hálsinn hnýttan grængul-
an klút, en kápa hennar var
svört. ©11 var hún hin virðu-
legasta og gæti eg trúað að
völvur okkar hafi haft viðlíka
búnað fyrr á. öldum. Silfur-
spennurnar á belti hennar
hefðu getað verið úr forngripa-
'safninu í Reykjavík.
I fjórar nætur dvöldum við í
dalnum við hreingerðin, á
hvérju kvöldi var veizla og
skemmti eg mér betur með degi
hverjum þarna, og eignaðist
marga vini þótt viðræður
gengju skrykkjótt. — Gamla
fólkið vildi fregna eitthvað fiá
íslandi, hvort eg ætti hréihá
(aldrei er spurt hver marga).
Þótti það furðulegt að hrein-
dýr gengju vilt á íslandi, og
væru stærri en skandinavisku
dýrin. „Við þyrftum að kenna
hreindýrum ykkar að lifa,“
sögðu ungu mennirnir. „Það
væri gaman að snafa risa-
hreina,“ sögðu þeir, um leið og
þeir sveifluðu snörunum. Það
var nokkuð satt í þessu.
Við búumst
til heimferðar.
Þegar síðasta dýrið í gerð-
inni hafði verið snarað, og
dilkarnir voru yfirfullir, þá.
var allt búið til heimferðar. —
Þetta voru dýrlegir dagar og:
eftirmiifnanlegir. I smáhópum
voru hreinarnir reknir í ýmsar
áttir, sumir til slátrunar, en.
aðrir til heimahaga, því nú
mátti búast við snjó og kuída-
í nóvember er dagurinn eidii
ýkja langur á þessum slóðum
og erfitt að gæta hroinanna
fyrir varg á fjöllum uppi. —
Einnig þurfti að temja ung og
sterk dýr fyrir sleða. Mest
þykir varið í hvít dýr, enda
eru þau sjaldgæf, og ganga
þau kaupum og sölum háu
verði. Bræður Aikia, Atti og
Amul, gáfu henni hvítan 3ja
veíra hreintarf, og lofuðu að
temja hann. En sleði hérinar
var hreinasta listsmíði og -ak-
týgin glitsaumuð. Yngri bfóð-
irinn, Atti, Var fráneygur sem
ungur örn, góður veiðimaður
og kvennagull. Hann misti
aldrei marks með snöru sinni,
og slengdi viltustu hreintörf-
um áður en varði. Eldri bróð-
irinn var líkup föður sínum og
líklegur til að halda konungs-
nafnbótinu í ættinni.
Lappar eru miklir skapstili-
ingarmenn, aldrei heyrði eg pa
tala reiðiorð í réttunum, og
engan sá eg drukkinn, nema
aðkomumann einn, jainvel
hundarnir forðuðust hann, svo
að hann hrökklaðist á buft
sama dag og hann kom.
Þegar heim kom var enn
slegið upp veizlu fyrir þá er
ekki komust í réttirnar, og þá
dansaði unga fólkið, skemmti-
lega hringdansa, og kvað und-
arlegar „stemmur" með.
Eg kvaddi með trega
land og hjóð.
Ferðum mínum um Finn-
mörkina var lokið að þessu
sinni, gamall draumur hafði
rætzt. ■— Eg hafði verið í hrein -
réttum og hitt Lappa sem
kunnu ýmislegt fyrir sér,
eignazt góða vini, og fagra gripi
smíðaða af högum höndum
en fábreyttum verkfærum. Eg
skildi með trega við hið gcst-
risna fólk, bláu fjallavötnin og
hinar fögru hreinhjarðir. Aiida
og Atti fylgdu okkur á bíl-
stöðina við enda vatnsins. Yið
rérum þögul og harla döpur
fram vatnið í grárri morgan-
skímunni. Fyristi snjórinn hafði
fallið um nóttina og óveöurský
grjúfði yfir fjöllum í norðri. í
huganum hafði eg yfir vísu er
Aikia hafði kennt mér, hún
minnti á „Yfir kaldan eyði-
sand“, og hljóðaði þannig:
„Jáá hyvásti Lapin jángát.
Louhivuoret, ter-vas kannot,
kampát aikki luteinensa.
Jaá on meri kyminensa.“
Eða:
Eg kveð ykkur mýrar Lapp-
lands og kjarr.
Grýtt fjöll og tjöru-skóga,
hin auðu tjöld og torfþöktu hús,
táhrein vötn, með kaldbláa
fleti.
Ferhendan er algengt Ijóð-
form meðal Lappa. Eg mlnntist
Framh. á bls. 31.
„Hornsteinar“ reykingahjalls þessa Lappa eru Systkinin Aikia og Atti hittast, þegar hann
trjóstofnar, sem höggvið hefur verið ofan af. kemur af fjalli með hreinhjörðina.